Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 58
20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR46
Fimleikasýning
Opnunar- og afmælissýning Íþróttafélagsins
Gerplu í Íþróttamiðstöðinni Versölum.
Evrópumeistarar karla í hópfimleikum sýna
dans, trambólín og dýnustökk.
Föstudaginn 20. janúar kl. 18:00
Laugardaginn 21. janúar kl. 12:00 – UPPSELT
Laugardaginn 21. janúar kl. 15:00
Verð kr. 1.000,-
Miðasala í Íþróttamiðstöðinni Versölum opnar klukkustundu fyrir sýningu.
Ú
TS
A
LA
30%
afsláttur
af völdum
hlýjum,
mjúkum
og góðum
vörum
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JANÚAR
17 18 19 20 21 22 23
Föstudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 Breiðablik og Keflavík mæt-
ast í Iceland Express-deild kvenna.
■ ■ SJÓNVARP
10.15 Heimsbikarkeppnin á
skíðum á Rúv.
18.30 NFL-tilþrif á Sýn.
19.35 Enski boltinn á Sýn. Leikur
Crystal Palace og Reading.
01.00 NBA á Sýn. Leikur Miami og
San Antonio í beinni.
Vináttulandsleikur:
ÍSLAND-FRAKKLAND 27-31 (12-13)
Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9/2
(13/2), Einar Hólmgeirsson 9/4, Róbert Gunnars-
son 3 (3), Ólafur Stefánsson 3/2 (7/2), Sigfús Sig-
urðsson 2 (3), Arnór Atlason 2 (4), Snorri Steinn
Guðjónsson 2 (5), Alexander Petersson 2 (3).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15, Hreiðar
Guðmundsson 2.
Hraðaupphlaup: 5 (Guðjón Valur 4, Alexander).
Fiskuð víti: 4 (Arnór, Ólafur, Guðjón, Róbert)
Mörk Frakklands: Michael Guigou 10/3, Jerome
Fernandez 6, Joel abati 5/1, Luc Abalo 3, Nikola
Karabatic 3, Guillaume Guille 2, Didier Dinart 1,
Bertrand Gille 1.
Varin skot: Thierry Omeyr 8, Daouda Karabou 6.
Iceland Express-deild karla:
NJARÐVÍK-KR 87-84
FJÖLNIR-HAUKAR 81-92
GRINDAVÍK-ÞÓR AK. 109-59
SNÆFELL-ÍR 72-73
SKALLAGRÍMUR-KEFLAVÍK 98-88
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
HANDBOLTI Það var nánast fullt
hús og frábær stemning í Laugar-
dalshöll í gær en því miður skilaði
þessi frábæra umgjörð sér ekki í
sigri á firnasterkum Frökkum.
Fyrri hálfleikur var hálfleikur
mikilla átaka og ekki síst sterkra
varna. Frakkar léku sína hefð-
bundnu og gríðarsterku 3-2-1 vörn
sem íslenska liðið var í geysileg-
um vandræðum með. Á tíma gekk
sóknarleikur íslenska liðsins svo
illa að liðið kom boltanum hvorki
inn á línuna né náðu leikmenn liðs-
ins að lyfta sér upp fyrir utan teig-
inn. Slíkur var styrkur frönsku
varnarinnar. Einnig lokuðu Frakk-
arnir listavel á hraðaupphlaup
íslenska liðsins en Ísland skoraði
aðeins úr tveimur slíkum í fyrri
hálfleik gegn fjórum hjá Frökk-
unum.
Að öllu jöfnu hefði slík staða
þýtt að Ísland væri langt undir en
strákarnir blésu þá á allar hrak-
spár um að þeir gætu ekki spilað
vörn. Undir styrkri stjórn Sigfús-
ar Sigurðssonar lokaði íslenska
vörnin hvað eftir annað á Frakk-
ana og fyrir aftan vörnina var
Birkir Ívar í fantaformi en hann
varði 13 skot í fyrri hálfleikn-
um. Fyrir vikið hélst jafnvægi í
leiknum þó Frakkarnir væru ætíð
skrefi á undan en þeir leiddu með
einu marki í leikhléi, 12-13.
Íslenska liðið byrjaði síðari
hálfleikinn af meiri krafti en þeir
luku hinum fyrri. Leikmenn voru
áræðnari í aðgerðum sínum og
það skilaði sér í fleiri hraðaupp-
hlaupum. Því miður datt mar-
kvarslan alveg niður á sama tíma
og varnarleikurinn var ekki alveg
eins þéttur.
Þessi hraði leikur Íslands skil-
aði strákunum forystu, 17-16, en
það var í fyrsta sinn síðan í stöð-
unni 1-0 sem Ísland komst yfir.
Frakkar voru þó fljótir að snúa
taflinu sér á hag á ný og komust
aftur yfir, 19-20.
Þessa forystu gáfu Frakkarnir
ekki eftir og eftir því sem nær dró
leikslokum breikkaði bilið á milli
liðanna. Íslensku strákarnir neit-
uðu að gefast upp en ágæt bar-
átta dugði ekki til og Frakkarnir
unnu sanngjarnan fjögurra marka
sigur, 27-31.
Leikurinn í gær var ágætur
mælikvarði á hvar Ísland stend-
ur gegn þeim allra bestu enda
eru Frakkar af mörgum taldir
með besta landslið heims í dag.
Jákvæðu punktarnir við leik
íslenska liðsins var varnarleikur-
inn lengstum sem og frammistaða
Guðjóns Vals. Því miður brást
markvarslan á ögurstundu sem
var sorglegt þar sem Birkir átti
frábæran fyrri hálfleik.
Sóknarleikurinn var á köflum
vandræðalegur gegn frábærri
vörn Frakka en engu að síður voru
blóðug dauðafærin sem íslenska
liðið klúðraði í leiknum. Liðið tap-
aði einnig of mörgum boltum á
klaufalegan og kæruleysislegan
hátt.
Því verður ekki neitað að
frammistaða Ólafs Stefánsson-
ar í síðustu leikjum er nokkuð
áhyggjuefni fyrir liðið því hann er
ekki að spila vel. Einnig sýndi sig í
gær að liðið þarf sárlega á Jaliesky
Garcia að halda til að geta leyst
Arnór Atlason af hólmi þegar illa
gengur. henry@frettabladid.is
Frakkarnir of sterkir
Handboltalandsliðið mætti ofjörlum sínum í Laugardalshöll í gær þegar
Frakkar bundu enda á 16 leikja sigurgöngu liðsins undir stjórn Viggós.
SLAKUR LEIKUR HJÁ OLAFI Ólafur Stefánsson náði sér ekki á strik með landsliðinu gegn
Frökkum í gær og munar um minna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Viggó Sigurðsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik,
var ekki sáttur við þá frammi-
stöðu sem íslenska liðið sýndi
gegn Frökkum í Laugardalshöll
í gærkvöldi. Að mati Viggós var
liðið ekki að spila af eðlilegri
getu í leiknum. „Við erum að
spila slakan leik með allt of mikið
af tæknimistökum. Markvarslan
var góð í fyrri hálfleik en slök í
þeim seinni. Við fórum illa með
fullt af færum en á móti vorum
við að skapa okkur einnig fullt
af tækifærum og það er jákvætt.
En það verður að segjast að Akk-
ilesarhæll okkar í leiknum voru
án efa tæknimistökin sem við
gerðum allt of mikið af. Birkir
var með 12 bolta í fyrri hálfleik
en það kom lítið út úr hvorugum
markmanninum í seinni hálfleik.
Vörnin var hins vegar að standa
ágætlega að mínu mati en það
vantaði smá hjálp frá markmönn-
unum.“ Aðspurður hvað þurfi að
laga í leik íslenska liðsins sagði
Viggó að það væru fyrst og fremst
tæknimistökin sem þurfi að laga.
„Við þurfum að setjast að eins
yfir þennan leik í rólegheitunum
og fara yfir hvað þarf að bæta.“
- toh
Viggó Sigurðsson var ekki sáttur við frammistöðu liðsins gegn Frökkum í gær:
Slakur leikur hjá okkur
FRÁBÆR STEMNING Það var fullt hús í Höll-
inni og áhorfendur vel með á nótunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI