Fréttablaðið - 20.01.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 20.01.2006, Síða 8
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR SKATTAR Árni Mathiesen fjármála- ráðherra segir að samanburður Stefáns Ólafssonar prófessors sé ekki samanburðarhæfur og telur að prófessorinn rugli saman útsvari, tekjuskatti og fjármagns- tekjum og breytingum sem hafi orðið á átta til sautján ára tímabili þegar hann haldi því fram að skatt- byrði hafi hækkað verulega í þjóð- félaginu síðustu árin. Stefán hefur sagt að skattbyrði lágtekjufólks hafi aukist langmest og ójöfnuður hafi aukist stórlega. „Stefán dregur þær saman í niðurstöðu og eignar einhverjum þróun sem úr því fæst. Hann ítrek- ar einnig alkunnar staðreyndir eins og þær að eftir því sem tekj- urnar hækka hækkar skattbyrðin. Allir hafa verið sammála um það hingað til að þannig ætti það að vera,“ segir Árni. Stefán hefur sagt að skattbyrði almennings hafi aukist á síðustu árum. Skattbyrði um 90 prósent heimila hafi aukist verulega og dregið hafi úr kaupmáttaraukn- ingu fólks. Þá hafi dregið úr stuðningi með barna- og vaxta- bótum. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, tekur undir málflutning Stefáns og segir hann í samræmi við útreikninga ASÍ. Skattprósentan hafi lækkað en hún hafi bara ekki lækkað hjá öllum. Árni segir að persónuafsláttur- inn hafi verið breytilegur frá því kerfið var tekið upp fyrir 1990 og hann hafi stundum fylgt verðlagi og stundum ekki. Persónuafslátt- urinn hafi fylgt verðlagi síðustu sex ár og verið látinn fylgja niður- stöðum kjarasamninga. „Það er rétt sem fjármálaráð- herra segir að skattbyrðin tengist hækkandi tekjustigi en hitt er líka að skattkerfisbreytingarnar í tíð síðustu ríkisstjórna eru þess eðlis að þær hafa fært meiri skatta- lækkanir til tekjuhærri hópa en þeirra tekjulægri,“ segir Gylfi. Árni segir að um miðjan tíunda áratuginn hafi verið gerðar mikl- ar breytingar á sköttum og þá hafi sérstaklega verið reynt að draga úr áhrifum jaðarskatta. Þess hafi verið gætt að allir hópar fengju jafn mikið út úr breytingunum. Á svipuðum tíma hafi tekjuskatts- og útsvarshlutfallinu á milli ríkis og sveitarélaga verið breytt. „Eftir aldamótin var síðan farið að lækka skatta á ný hjá ein- staklingum, nú síðast um áramót- in, og fleira stendur til um næstu áramót. Ef þetta væri allt tekið með í reikninginn yrði sú mynd sem Stefán dregur upp allt önnur,“ segir Árni. - ghs/jh B Ó K A B Ú Ð S T E I N A R S Ú T S A L A M Ö R G H U N D R U Ð E R L E N D I R T I T L A R O p i ð l a u g a r d a g f r á k l . 1 2 - 1 8 M I K I L L A F S L Á T T U R B e r g s t a ð a s t r æ t i 7 S í m i 5 5 1 2 0 3 0 F a x 5 6 2 6 4 3 0 s t e i n b o o k @ h e i m s n e t . i s O p i ð v i r k a d a g a 1 3 - 1 8 1 0 1 0 .7 8 ÁRNI MATHIESEN „Eftir aldamótin var síðan farið að lækka skatta á ný hjá einstaklingum, nú síðast um áramótin, og fleira stendur til um næstu áramót. Ef þetta væri allt tekið með í reikninginn yrði sú mynd sem Stefán dregur upp allt önnur,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Fráleitt að skatt- byrðin hafi aukist Ágreiningur er enn einu sinni risinn um það hvort skattbyrði hafi hækkað eða lækkað á síðustu árum. Prófessor telur að heildarskattbyrðin hafi aukist veru- lega og ASÍ styður þann málflutning en fjármálaráðherra mótmælir hástöfum. GYLFI ARNBJÖRNSSON STEFÁN ÓLAFSSON SUÐUR-KÓREA, REUTERS Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, vill halda áfram viðræðum um kjarnorku- vopnalausan Kóreuskaga. Hann er sagður hafa tilkynnt kínverskum yfirvöldum þetta í nýafstaðinni heimsókn sinni til forseta Kína, Hu Jintao. Hefð er fyrir því að hvorki yfirvöld í Norður-Kóreu né Kína viðurkenni leynilegar heimsókn- ir Kims til Kína fyrr en eftir að þeim lýkur, en Kína er einn helsti bakhjarl Norður-Kóreu. Tilkynntu kínverskir fréttamiðlar á miðviku- dag að Kim hefði lokið vikulangri heimsókn sinni, þó að suðurkór- eskir fréttamiðlar hefðu fjallað um heimsóknina alla síðustu viku. Kim er sagður hafa kynnt sér hátæknifyrirtæki og landbúnað í Kína með það í huga að bæta bágan efnahag lands síns. Sex lönd, Rússland, Bandaríkin, Norður- og Suður-Kórea, Kína og Japan, hafa staðið í viðræðum um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu síðan árið 2003 þegar stjórnvöld í Pyongyang viðurkenndu að þau ættu kjarnorkuvopn. Samninga- menn sex ríkja hópsins hittust síð- ast í nóvember. Talsmaður Bandaríkjanna í þessum viðræðum fór óvænt til Kína í vikunni til að ræða við kín- verska ráðamenn. - smk Leiðtogi Norður-Kóreu um kjarnorkuvopnalausan Kóreuskaga: Vill halda áfram viðræðum KIM JONG IL Í KÍNA Leiðtogi Norður-Kóreu sést hér í sjónvarpsviðtali sem kínverskar fréttastofur sjónvörpuðu, en hann heim- sótti Kína á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.