Fréttablaðið - 20.01.2006, Side 24

Fréttablaðið - 20.01.2006, Side 24
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is Nú þegir Sissener Arion verðbréfavarsla, sem er í eigu KB banka, er orðinn fjórði stærsti hluthaf- inn í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand samkvæmt frétt frá Dagens Næringsliv. Í byrjun árs átti Arion um 2,76 prósent hlutafjár í Storebrand og hefur aukið hlut sinn síðan upp í tæp fimm prósent. Blaðið hefur eftir Jónasi Friðþjófssyni, sérfræðingi hjá Íslandsbanka, að starfsemi Storebrand falli vel að uppbyggingu KB banka í Skandinavíu. Hins vegar ber svo við að Jan Petter Sissener, hinn yfirlýsingaglaði forstjóri Kaupþings í Noregi, vill ekkert tjá sig um málið. Baugur og súkkulaðiverksmiðjan Baugur er sagður sveima í kringum breska fyrirtækið Thornton í Bretlandi sem framleiðir og selur súkkulaði. Baugur er sagður bíða þess að tilboð upp á 124 milljónir punda eða þrettán milljarða króna, renni út í sandinn. Baugsmenn hafa lítið gefið út á þennan orðróm, en ljóst er að stærð fyrirtækisins vefst vart fyrir Baugi sem gæti gleypt fyrirtækið í einum bita sem er allra jafna ekki ráðlegt þegar súkkulaði er annars vegar. Gengi Thornton er háð því að sala gangi vel á mjög afmörk- uðum tímabilum og veður- far getur haft áhrif á söluna. Fjárfestar eru hræddir við jafn viðkvæmt félag, en ekki er óhugsandi að Baugsmenn sjái möguleika í tengingum við Juli- an Graves og Whittard. KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.135 +0,74% Fjöldi viðskipta: 504 Velta: 2.707 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 55,80 +1,10% ... Atorka 6,70 +0,80% ... Bakkavör 54,80 +1,30% ... Dagsbrún 5,79 +0,50% ... FL Group 22,40 +1,80% ... Flaga 4,10 -2,40% ... Íslandsbanki 20,30 +0,50% ... KB banki 833,00 +1,00% ... Kögun 65,80 +0,00% ... Landsbankinn 27,50 +0,40% ... Marel 70,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 18,30 +0,60% ... SÍF 4,16 +0,50% ... Straumur- Burðarás 17,90 +0,60% ... Össur 112,00 +0,90% MESTA HÆKKUN FL Group +1,82% Bakkavör +1,29% KB banki +0,97% VALGAR‹SSON KJARTAN 3sæti Kosningami›stö› Kjartans Valgar›ssonar ver›ur opnu› á morgun, laugardag, kl. 11. Hallgrímur Helgason rithöfundur tre›ur upp. Allt stu›ningsfólk velkomi›. Laugavegur 170 Sími 578-3320 www.kjartan2006.is kosningami›stö›var Opnun Hlutabréf í bresku verslunarkeðj- unni Woolworths Group féllu mikið á miðvikudaginn þrátt fyrir að jóla- salan hefði gengið mjög vel. Ástæða lækkunarinnar er sú að Tesco, stærsta verslunarkeðja Bretlandseyja, ætlar líklega að slíta samstarfi við sinn aðalbirgi á sviði tónlistar, tölvuleikja og myndbanda árið 2007 en hann er einmitt í eigu Woolworths. Stjórnendur Woolworths greindu einnig frá því að með innleiðingu nýrra reikningsskila- reglna (IFRS) muni hagnaður fyr- irtækisins dragast saman á þessu ári. Gengi Woolworths lækkaði um tólf prósent við tíðindin en hækk- aði á nýjan leik í gær. Baugur Group á um þriggja prósenta hlut í breska félaginu. - eþa Woolworths lækkar Össur hefur fest kaup á banda- ríska stuðningstækjafyrirtækinu Innovation Sports Inc. fyrir tæpa 2,4 milljarða króna. Innovation Sports er leiðandi aðili á sviði þróunar og fram- leiðslu á liðbandaspelkum. Fyrir- tækið sérhæfir sig í framleiðslu og hönnun hnjáspelka sem eru notaðar vegna liðbandaáverka og endurhæfingar en auk þess hannar það stuðningsspelkur fyrir íþróttamenn. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, segir að kaupin styðji mjög við fyrri fjárfestingar Össurar, gefi fyrirtækinu færi á að sækja fram af meiri krafti á sviði stuðningstækja og styrki vöru- línur þess ennþá frekar. Þetta er þriðja félagið sem Össur kaupir á skömmum tíma en á síðasta ári tók fyrirtækið yfir rekstur stuðningstækjaframleiðendanna Royce Medical og IMP Hold- ings. Tekjur Innovation Sports, sem var stofnað árið 1983, eru áætlað- ar 1,2 milljarðar króna á nýliðnu ári. Um helmingur framleiðsl- unnar fer á Bandaríkjamarkað en 40 prósent til Evrópu. Stjórnendur Össurar ætla að verja um 190 milljónum króna til endurskipulagningar og upp- byggingar á Innovation en KB banki fjármagnar kaupin með 2,5 milljarða kúluláni. - eþa Össur eignast Innovation Sports ÁFRAMHALDANDI ÚTRÁS HJÁ JÓNI SIG- URÐSSYNI OG ÖSSURI Össur hefur keypt bandaríska stuðningstækjaframleiðandann Innovation Sports fyrir 2,3 milljarða króna. Upplýsingatæknidagur- inn verður haldinn í fyrsta sinn á þriðju- daginn. Dagurinn og hlutir honum tengdir voru kynntir í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þá var upplýst um viðræður ráðuneyta um aðgerðir til hjálpar hátækniiðnaði. Ríkisstjórnin ræðir um þess- ar mundir sértækar aðgerðir til stuðnings nýsköpuninni sem bæta á starfsskilyrði fyrirtækja í hátækniiðnaði. Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, greindi frá stöðu málsins á kynningarfundi fyrir UT-daginn, dag upplýsingatækninnar, í gær. Ekki liggur fyrir hvenær tillögur stjórnvalda verða tilbún- ar en málið er rætt á vettvangi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, fjármála- og forsætisráðuneyt- is og byggir á tillögum starfs- hóps iðnaðarráðuneytisins sem skilað var rétt fyrir áramót. „Veigamesta tillagan lýtur að því að virkja samlagshluta- félagaformið, en það auðveldar þátttöku lífeyrissjóða,“ segir Val- gerður, en tillögur starfshópsins byggja að miklu leyti á tilhögun mála í Noregi, þar á meðal um skattaívilnanir til fyrirtækja sem stunda þróunarstarf. UT-dagurinn verður haldinn í fyrsta sinn næsta þriðjudag og er tilgangur hans að vekja athygli á tækifærum á sviði upplýsinga- tækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta. Að deginum standa ráðuneyti forsætis, iðnaðar- og viðskipta, samgangna og fjármála í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, Samtök upplýs- ingatæknifyrirtækja og Skýrslu- tæknifélagið. Auk Valgerðar, kynntu daginn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins í forsæt- isráðuneytinu. Valgerður segir Ísland standa mjög vel í samanburði við önnur lönd. „Viðamikill þáttur í góðum árangri er áherslan sem lögð hefur verið á aukna nýsköpun,“ segir hún og bendir á að af and- virði sölu Símans hafi 2,5 millj- arðar króna verið eyrnamerktir Nýsköpunarsjóði. Þá nefndi hún einnig stofnun Tækniþróunar- sjóðs, sem leiða á hugmyndir að vísindarannsóknum í að verða söluhæfar afurðir. Á kynningarfundinum í Þjóðmenningarhúsinu voru kynnt ýmiss verkefni, svo sem þjónustuveitan Ísland.is, en þar verður hægt að nálgast alla vef- þjónustu ríkis og sveitarfélaga á einum stað. Þá var fjallað um verkefnið Ísland altengt, sem snýr meðal annars að endurbót- um á GSM-farsímanetinu við þjóðveginn, stafrænu sjónvarpi um gervihnött til sjófarenda, háhraðatengingum í dreifbýli og fleiri hlutum. Upplýsti Sturla Böðvarsson að á næstu fjórum árum yrði hálfum þriðja milljarði króna af söluandvirði Símans varið til þessara mála. „Allir vilja jú vera vel tengdir á netinu og til þess þarf fjarskipti,“ segir Sturla, en undir samgöngu- ráðuneytið heyra fjarskiptamál. Hann segist þessa dagana vera á ferð um landið að kynna verk- efnið Ísland altengt, en markmið ríkisstjórnarinnar segir hann vera að búseta eigi ekki að skipta máli varðandi möguleika á sviði fjarskipta. olikr@frettabladid.is KYNNING Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsæt- isráðuneytinu, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Upplýsingar um UT-daginn eru á www.utdagur.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Norska leiðin til umræðu Hagnaður Apple nam tæpum 35 milljörðum króna á síðasta árs- fjórðungi ársins 2005. Er það tæp- lega helmingi meiri hagnaður en á þriðja ársfjórðungi. Tekjur fyr- irtækisins námu 350 milljörðum króna og jukust um 64 prósent. Rúmlega fjórtán milljónir Apple iPod-tónlistarspilara seld- ust síðustu þrjá mánuði ársins og átti söluaukningin mestan þátt í bættri afkomu fyrirtækisins. Apple seldi 1,25 milljónir tölva, sem er heldur undir væntingum. „Þetta er besta afkoma í sögu Apple,“ sagði Steve Jobs, forstjóri Apple, og bætti við: „Það koma margar nýjar vörur frá Apple á markað á þessu ári. Ég get varla beðið eftir að sýna þær viðskipta- vinum okkar.“ Afkomuspá Apple fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2006 gerir ráð fyrir tekjum upp á rúma 260 milljarða. Er það heldur undir spá sérfræðinga á markaði. - jsk Hagnaður Apple vex > Úrvalsvísitalan hafði hækkað um tæpt prósent um tvöleytið í gær eftir talsverðar lækkanir á miðvikudag. Mosaic Fashions, FL Group og Bakkavör hækkuðu mest. > Hlutir í Avion Group verða skráðir á Aðallista Kauphallarinnar í dag. Útgefnir hlutir í félaginu eru alls 1.793.599.135 að nafnverði. Útboðsgengi bréfa í Avion Group var 38,3 krónur á hlut. > Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um 2,31 prósent í gær. Mikil skelfing greip um sig í Kauphöllinni í Tókýó á miðvikudag eftir að fréttir bárust af rannsókn lögreglu á meintu fjármála- misferli tölvufyrirtækisins Livedoor. Loka þurfti markaðnum tuttugu mínútum fyrr en vanalega. MARKAÐSPUNKTARPeningaskápurinn... MESTA LÆKKUN Atlantic Petroleum -18,66% Flaga -2,38%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.