Tíminn - 13.02.1977, Side 18

Tíminn - 13.02.1977, Side 18
18 il ii 1J il ;iii i1 Sunnudagur 13. febrúar 1977 menn og málefni Vonbrigði og efasemdir r Kjartans Olafssonar Sígild stefna 1 tilefni af 60. afmæli Framsóknarflokksins 16. desem- ber siöastlibinn, birtist hér i blaö- inu fyrsta stefnuskrá Framsókn- arflokksins, sem samþykkt var endanlega af þeim átta þing- mönnum, sem stofnuöu flokkinn, hinn 12. janúar 1917. Þótt stefnu- skráin mótaöist af þeim aöstæö- um og viöhorfum, sem þá voru rikjandi, eru megindrættirnir enn i fullu gildi og hafa lika haldizt i þeim endurskoöuöu stefnuskrám, sem flokkurinn hefur sett sér siðar. Þessir megindrættir eru þeir, að flokkurinn skuli vinna aö alhliöa umbótum á þjóðlegum grundvelli. Hann vill efla sem mest sjálfstæöi þjóöarinnar út á viö með þvi að gera hana ekki aö- eins stjórnarfarslega sjálfstæða, heldurengu siöur fjárhagslega og menningarlega. Hann leggur mikla áherzlu á góða alþýöu- menntun og aukna samvinnu, einkum þó á sviöi verzlunarinnar i dreifbýlinu. Hann vill auka ræktun landsins, bæta samgöng- urnar og efla sjávarútveginn. Hann vill taka tæknina i þjónustu landsmanna og þvi er það eitt af atriöum fyrstu stefnuskrárinnar, aö flokkurinn vilji „sérstaklega styöja aö þvi, aö raunþægum vis- indagreinum veröi aukiö viö há- skólanám vort og kennsla tekin upp i rafmagnsfræði og vél- fræöi.” Um orkumálin segir i stefnuskránni, aö „eftir fremstu föngum vill flokkurinn stuöla aö þvi, að hin ótömdu náttúruöfl landsins verði hagnýtt og þau eigi látin af hendi viö útlendinga.” Fyrir atbeina Framsóknar- flokksins hefur miklu veriö komiö til leiðar i anda fyrstu stefnu- skrárinnar. Island er aö mörgu leyti annaö og betra land i dag en þaö var fyrir 60 árum. En fjarri fer þvi, aö umbótastarfinu sé lok- iö. Þvi eru nær öll atriöi fyrstu stefnuskrárinnar i fullu gildi, þótt breyta þurfi oröalagi meö tilliti til þess, sem þegar hefur verið framkvæmt. Enn stendur samt margt til bóta og mun svo alltaf verða. Umbótastefnan er stefna hinnar stööugu framþróunar. Engin umbót eða framför er i sjálfu sér lokamark, heldur skap- ar oft þörf fyrir aöra og þannig koll af kolli. Umbótastefnan þolir ekki kyrrstöðu, hún veröur stöö- ugt aö vinna aö þvi aö bæta þaö, sem miöur fer, þótt til séu viss grundvallaratriöi eöa dyggöir, sem veröur aö varöveita. Framsóknarflokkurinn þarf þvi ekki aö kvarta undan þvi, eins og flestir aörir flokkar, sem lengi hafa starfað. aö stefna hans sé oröin Urelt. Hún er sigild. f raun- inni er hún alltaf ung og hvatning til stærri átaka og dáöa. Efasemdir Kjartans Þeir, sem hófu merki róttæks sósialisma á Islandi nokkru eftir aö Framsóknarflokkurinn var stofnaöur, voru fullir bjartsýni og trú á stefnu sina. Þeir töldu kenn- ingar Karls Marx allan vanda leysa. Ef menn lesa skrif Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar frá þessum tima geta þeir sannfærzt um þetta. Reynslan hefur hins vegar afhjúp aö„ aö Karl Marx hefur ekki fundiö hina endanlegu lausn. Þvi eru lærisveinar Einars og Brynjólfs nú fullir vonbrigða og vantrúar. Gott vitni um þetta er áramótagrein Kjartans ólafsson- ar, sem birtist i Þjóöviljanum 31. desembersiöastl. Þar segir m.a.: „Við sem köllum okkur sósial- ista, skulum varast aö hreykja okkur hátt, viö höfum ekki upp á að bjóöa auðveldar lausnir viö öllum vanda, og saga alþjóö- legrar sósialiskrar hreyfingar á svo sannarlega til bæöi bjarta og dimma þætti”. Enn segir Kjartan: „Sannleikurinn er sá, að allt virðist nú óvissara en fyrir 70-80 árum um þaö, hvernig niöur- stööur aldarinnar ráðast.” Og aftur segir Kjartan: „Viö skulum ekki horfa fram á veginn i trú á einfaldar lausnir i flókinni veröld. Viö skulum efast um flest.” Þessi efasemdartónn er sannarlega i mikilli mótsögn viö hina brennandi trú og öruggu sannfæringu, sem einkenndi mál- flutning þeirra Einars og Brynjólfs fyrir 40-50 árum. Hjá þeim voru ekki til neinar efa- semdir um ágæti sósialismans. En Kjartan styðst viö meiri reynslu en þeir. Hann hefur kynnzt sósialismanum i verki. Þess vegna er hann fullur efa- semda, þótt enn reyni hann aö trúa. Megi segja nokkra stefnu- skrá einkennast af efasemdum, er þaö hin nýja stefnuskrá Alþýöubandalagsins. Þar er slegiö þannig úr og f og öllum dyr- um haldiö svo galopnum, aö erfitt er aö gera sér grein fyrir, hvort Alþýðubandalagiö er heldur bylt- ingarsinnaöur kommúnistaílokk- ureða fhaldssamur krataflokkur. Skipbrotið mikla Þótt fylgismenn sósialismans hafi oröiö fyrir mikum vonbrigö- um, hljóta þó vonbrigöi fylgis- manna kapitalismans aö hafa orðið enn meiri. Engin stefna hefur beöið annaö eins skipbrot. Fyrst Ihaldsfiokkurinn og siöan íjálfstæöisflokkurinn voru stofn aöir á grundvelli þessarar stefnu. Boðskapur þeirra var þá sá, aö fyrst og fremst ætti aö treysta á hina frjálsu samkeppni. Þaö ætti aö gefa hinum sterku og dug- miklu einstaklingum alveg laus- an tauminn. Þetta eru aflaklærn- ar, var sagt, sem tryggja ekki aö- eins sjálfum sér, heldur öllum öðrum góö lifskjör. Þess vegna mátti ekki þrengja neitt aö þeim, t.d. meö opinberum afskiptum eöa samhjálp, þar sem skórinn kreppti mest að. Þaö var treyst blint á forsjón þeirra. Þess vegna sagöi tals- maður Sjálfstæöisflokksins, þegar rætt var á Alþingi um verkamannabústaöi, aðhiö bezta sem hiö opinbera gæti gert, væri aö gera ekki neitt. Reynslan af hinni skefjalausu samkeppni varð samt sú, aö auöurinn safnaöist á fáarhendur meðan allur almenn- ingur var blásnauöur. Skipulags- leysi og handahóf sem fylgdi óheftri samkeppni leiddi svo til þess ójafnvægis, sem varð orsök heimskreppunnar miklu. Kenn- ingin um ágæti kapitalismans hrundi þá til grunna. Siöan hafa ihaldsflokkar sem byggöu á kapi- talismanum,oröiö aö afneita hon- um meira og meira I verki, ef þeir hafaþurftaö stjórna. Þetta hefur Sjálfstæöisflokkurinn iöulega þurft aö gera og þaö ekkert siöur, þar sem hann hefur fariö einn með stjórn, t.d. i borgarstjórn Reykjavikur. Þrátt fyrir öll vonbrigðin og efasemdirnar, sem kapitalisminn hefur valdiö, er að finna menn innan Sjálfstæöis- flokksins, sem eru aö reyna að endurreisa kapitalismann sem stefnu flokksins. Fremstir I flokki eru þar fjármálamennirn- ir, sem gefa út Dagblaöiö og Visi, og svo nokkrir ungir menn. Þrátt fyrir óhjákvæmilegar efasemdir, sem lærzt hafa af reynslunni, reyna þessir menn aö trúa, eins og Kjartan ólafsson Hættu afstýrt Þaö hefur um langt skeiö veriö mikiö áhyggjuefni Islendinga, aö hóflaus veiði útlendinga á Is- landsmiöum gæti leitt til útrým- ingar á fiskstofnunum. Þvf hefur baráttan fyrir stækkun fiskveiði- lögsögunnar veriö mesta sjálf- stæöismál þjóöarinnar á siöari áratugum. Meö Oslóar- samningnum, sem geröur var á siðastliönu ári, náöu tslendingar fullum yfirráöum yfir 200 milna fiskveiðilögsögu. Hér eftir ætti þvi ekki aö stafa hætta af ágengni útlendinga á tslandsmiðum, ef ts- lendingar gerast ekki of undan- látssamir og hætta aö halda vöku sinni. En svo villoftreynast, aö þegar einni hættunni er afstýrt, tekur önnur viö. Þess vegna er ekki um neitt lokamark aö ræöa i sjálf- stæöisbaráttunni, heldur er hún ævarandi. Sú hætta, sem nú er framundan, er i tengslum við olíuverðhækkunina og afleiðingar hennar. Af þeim ástæðum fer öll orka sihækkandi i verði. Fyrir til- tölulega fáum árum, heföi þaö ekki þótt svara kostnaöi að nýta oliu þá, sem menn vissu um aö væri undan ströndum Noregs. Nú vænta Norðmenn þess, aö þessi olia eigi eftir að gera þá meö rik- ustu þjóöum heims. Fyrir fáum árum voru menn byrjaöir aö af- skrifa vatnsorkuna og telja frek- ari notkun hennar ekki svara kostnaði. Þvi dæmi hefur oliu- verðhækkunin einnig snúið viö. Af þessari miklu breytingu leiöir þaö, að nú lita erlendir fjármála- jöfrar ónotaöa vatnsorku Islands i nýju ljósi. Þó má fastlega gera ráð fyrir, að þessi áhugi þeirra eigi eftir aö aukast. Ný hætta Hér er vissulega ný hætta á ferðum, sem getur átt eftir aö reynast þjóöinni eins hættuleg og jafnvel hættulegri en ágengni út- lendinga á Islandsmiöum, ef ekki er gætt nægrar varúöar I tima. Þegar sækjast fjölþjóöafyrirtæki eftiraö fá meira og minna viötæk orkuréttindi á Islandi. Svissneski álhringurinn hefur þegar náð hér góöri aðstööu, og myndi ná hér enn sterkari aöstööu, ef álbræösl- an yröi stækkuö um þriðjung eöa helming, eins og hann mun hafa hug á. Þá hefur hann hug á meiri útþenslu, eins og ætla má á tilboð- um hans um tæknilega og fjár- hagslega aöstoö viö rannsóknir á möguleikum stóriöju á Austur- landi. Fleiri fjölþjóöafyrirtæki má nefna i þessu sambandi, sem leita hér eftir aöstööu, og án efa á þeim eftir aö fjölga. Islendingar veröa aö gera sér ljóst, aö orkan hér er ekki ótak- mörkuö og innan tiöar veröur vafalitiö svo komiö, ef framfara- sókn þjóöarinnar heldur áfram meö eölilegum hraöa, aö þeir þurfa sjálfir á henni allri aö halda. Þá getur orðið erfitt aö ná henni úr höndum fjölþjóðafyrir- tækja, enda þótt samningar hafi verið geröir til ákveöins tima. Þeir hafa þaö þá umfram útlendu útgeröarmennina, sem sendu skip sin á íslandsmið, aö hafa bækistöðvar i sjálfu landinu og geta skipulagt þar alls konar þrýstihópa sér til stuðnings. Raunverulegu sjálfstæöi þjóðar- innar gæti oröiö hætt I slikri glimu. 1 þessum efnum má ekki ein- göngu hugsa um hagvöxtinn á liö- andi stund, heldur um þá framtið, sem á að búa eftirkomendunum. Þaö á ekki aöeins aö vera kápp hverrar kynslóöar aö skila betra landi i hendur eftirkomendunum, heldur frjálsu landi og óháöu og það ekki aöeins á pappímum, heldur i reynd. Kjötverðið Þaö munu sennilega fæstir gera sér ljóst, aö af hverjum þúsund krónum, sem varið er til kaupa á kjöti eöa kjötvörum, fara tvö hundruö krónur beint i rikissjóð. Sú furðulega skipán hefur komizt á, að söluskattur er ekki greiddur af mjólk eöa fiski en hins vegar af kjöti. Þess vegna verður útsölu- verö á kjöti og kjötvörum 20% hærra en ella. Margt bendir til, aö þaö yröi á margan hátt til bóta, aö undan- þiggja kjöt og kjötvörur sölu- skatti, eins og fisk og mjólk, enda er þaö ekki siður mikilvæg inn- lend fæðutegund, sem ættiað auö- velda fólki aö kaupa. Ef sölu- skattur yrði felldur niöur á kjöti, myndi það hafa nokkur áhrif til lækkunar á dýrtiöarvisitölu og lækka útgjöld rikisins og annarra atvinnuveitenda á þann hátt. Fyrir launþega væri þaö jafngild kjarabót og kauphækkun. Þá er mjög liklegt, aö þaö örvaöi svo kjötsölu innanlands, aö verulega drægi úr útflutningi og þannig yröi hægt aö lækka útflutnings- uppbæturnar. Aö óbreyttum að- stæöum, má óttast samdrátt i kjötsölunni innanlands, og mun þaö draga þann alvarlega dilk á eftir sér að auka útflutninginn og þar meö útflutningsuppbæturnar, sem eru nú vaxandi baggi á rikis- sjóði. Sá meinbugur er að sjálfsögöu á þvi aö fella niöur söluskattinn á kjöti og kjötvörum, aö þaö rýrir nokkuð tekjur rikissjóös. Þar kemur hins vegar á móti nokkur lækkun á launagreiöslum og lækkun á útflutningsuppbótum. Sá sparnaöur myndi vega veru- lega á móti tekjumissinum, sem rikið yrði fyrir. Vel mætti svo hugsa sér sparnaö á ýmsum rekstrarliöum, sem gæti mætt þvi, sem þá væri eftiraf umrædd- um tekjumissi rikissjóös. Afnám söluskatts á kjöti og kjötvörum er þvi vissulega ein af þeim ráðstöfunum, sem vandlega ber aö athuga sem þátt i þvi viö- námi gegn dýrtiö og veröbólgu, sem rikisstjórnin vill nú hefja i samráði viö stéttasamtökin. Kjaramálin Kjaramálastefna veröur haldin á vegum Alþýöusambands ís- lands siöar i þessum mánuöi. I til- efni af þvi er ekki úr vegi aö rif ja upp ummæli um kjaramálin úr áramótagrein ólafs Jóhannes- sonar, formanns Framsóknar- flokksins. ólafur Jóhannesson sagði, aö þau yröu eitt helzta verkefni i efnahagsmálum á ár- inu 1977. Kjarasamningarnir, sem hefðu veriö geröir á árinu 1976, heföu á margan hátt veriö hyggilegir, og óhætt væri aö kalla þá varnarsamninga, þvl aö sam- kvæmt skýrslum Þjóöhagsstofn- unarhefði kaupmáttur launa ver- iö meiri I árslok en nam meöaltali á árinu. Rétt væri þó, aö erfitt væri mörgum aö ná endum sam- an og næstum óútreiknanlegt, hvernig menn lifa af umsömdum lægstu launum og fastakaupi. SIÖ- an sagöi Ólafur Jóhannesson: „Allir virðast sammála um, að kaup hinna lægst launuöu þurfi aö hækka. Um nauðsyn þess hafa þegar veriö höfö nógu mörg orö. Nú gildir aö láta verkin tala. En veröur ekki aö horfast i augu viö þá staöreynd, aö þaö veröur naumast gert án þess, aö þeir, sem hærrilaunhafa, slaki nokkuö á sinum kröfum? Er þó launa- munurhérliklega minnien viðast hvarannars staðar. Ekki er vafi á þvi, að mál þessi veröa i brenni- punkti á komandi ári og fram- vinda i efnahagsmálum ræöst mjög af þvi, hvernig til tekst um lausn þeirra.” Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.