Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 2
2 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra leggur til að breytingar verði gerðar á lögum um uppboðsmarkaði sjávarafla frá árinu 2005. „Það má segja sem svo að þetta hafi komið vel á vondan, ég hef haft miklar efasemdir um fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi, en þarna er verið að opna fyrir fjárfestingar útlendinga á fiskmörkuðum,“ segir Einar. Hann bætir við að í lögunum hafi verið mjög þröng skilyrði fyrir búsetu þeirra sem vilji starfrækja fiskmarkaði hér á landi, en lögin takmörkuðu eign- araðild við einstaklinga sem búsettir eru á Íslandi. Nú á að rýmka til svo að þeir sem búi á Evrópska efnahags- svæðinu og í EFTA-löndunum, auk Færeyinga, geti eignast fisk- markaði hér á landi. Einar segir þetta í samhengi við EES-samn- inginn og því eðlilegt. Einar segir að viðbrögð frá íslenskum fiskmörkuðum séu jákvæð og neitar því að hafa heyrt í erlendum fjárfestum eða að frumvarpið sé komið til vegna óska þeirra. Aðeins sé verið að vinna eftir lögum um Evrópska efnahagssvæðið. Ekki var leitað eftir áliti hagfræðinga um hvaða áhrif þessar breytingar gætu komið til með að hafa, enda óljóst hversu mikill áhugi verð- ur fyrir eignaraðild í fiskmörk- uðum hér. Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, lýsir ánægju sinni með þessar breytingar og segist ekki sjá nein rök fyrir því að útlendingar megi ekki fjárfesta í fiskmörkuðum hér á landi. Bjarni Áskelsson, fram- kvæmdastjóri hjá Íslandsmark- aði, segir þessa breytingu lag- anna skipta íslenska fiskmarkaði litlu sem engu máli. Í raun sé aðeins verið að laga lögin að því umhverfi sem nú þegar sé til staðar. Hann minnir á að fiskmark- aðirnir séu meira og minna orðnir fjarskiptamarkaðir og viðskiptavini þeirra sé að finna um alla Evrópu. „Ég get ekki séð að gera þurfi athugasemdir við þessar breytingar. Réttur Íslendinga til að stofna fyrir- tæki í þeim löndum sem hér um ræðir er gagnkvæmur.“ svavar@frettabladid.is Útlendingar geti eignast fiskmarkaði Sjávarútvegsráðherra vill að erlendir fjárfestar geti eignast fiskmarkaði á Ís- landi og framkvæmdastjóri LÍÚ sér engin rök sem mæli á móti því. Forsvars- menn íslenskra fiskmarkaða fagna samkeppninni en segja þetta litla breytingu. FRÁ FISKMARKAÐI Nú mega útlendingar eignast fiskmarkaði hér á landi. Hagsmunaaðilar segja breytinguna smávægilega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Í-listinn, sem sam- anstendur af Samfylkingu, Frjáls- lynda flokknum og Vinstri-græn- um í Ísafjarðarbæ, heldur prófkjör sitt í dag. Tólf manns eru í fram- boði, fjórir frá hverjum flokki, og bjóða þeir sig allir í fjögur efstu sætin. Prófkjörið er öllum opið, að frátöldum þeim sem flokksbundn- ir eru meirhlutaflokkunum, Sjálf- stæðisflokki og Framsóknar- flokki. Kjörstaður á Ísafirði er opinn frá tíu til sex í kvöld og frá ellefu til þrjú á Flateyri, Suður- eyri og Þingeyri. - jse Í-listinn á Ísafirði: Prófkjör í dag MENNTAMÁL Opinn fundur fram- haldsskólakennara verður í Versl- unarskóla Íslands í dag kl. 14. Á fundinum verða til umræðu hugmyndir Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra um að stytta nám til stúd- entsprófs úr fjórum árum í þrjú. Einnig verður fjallað um sam- komulag kennaraforystunnar og ráðherra um heildarendurskoðun á námi og breytta námskipan. Sam- komulagið hefur verið gagnrýnt harkalega og heldur hópur kennara því fram að forsvarsmenn þeirra hafi unnið að samkomulaginu án vitundar þeirra og umboðs. - shá Fundur kennara í dag: Ræða styttingu framhaldsnáms RÍKISÚTVARPIÐ Frumvarpið um RÚV samræmist ekki ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að fjármögnun með nefskatti feli í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. Þegar um slík- an stuðning sé að ræða sé nauð- synlegt að tiltekin skilyrði séu uppfyllt. Davíð Þorláksson, sérfræðing- ur í ESB hjá Viðskiptaráði, segir að eitt af þeim skilyrðum sé að mæla fyrir um skyldu RÚV til að veita tiltekna og magngreinda þjónustu í almannaþágu gegn þeim styrkjum sem RÚV eigi að fá. Frumvarpið uppfylli þetta skil- yrði ekki með nokkrum hætti og mæti því ekki skýrum kröfum EES-samningsins. - ghs Viðskiptaráð um RÚV-frumvarp: Ekki í sam- ræmi við EES MENNTAMÁL Menntamálaráðherra hefur ákveðið að samræmd stúd- entspróf verði felld niður í núver- andi mynd. Ástæða þess er að reynslan sýnir að nem- endur sáu lítinn tilgang í próf- unum og háskól- ar kölluðu ekki eftir því að nemendur hefðu klárað prófin. Starfshópur menntamálaráð- herra var sammála um að leggja bæri prófin niður og taka í staðinn upp einstaklingsmiðuð, tölvuvædd könnunarpróf. Menntamálaráð- herra telur mikilvægt að líta heild- stætt á hvaða leið sé heppilegust til framtíðar. - sts Samræmd stúdentspróf: Felld niður í nú- verandi mynd ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR FJÁRHAGSVANDI Baldvin H. Sigurðs- son, væntanlegur oddviti Vinstri grænna á Akureyri, segir bæjar- stjórn Akureyrar og ríkisvaldið hafa staðið sig illa varðandi fjár- hagsvanda Háskólans á Akureyri. „Ég krefst þess að bæjarstjórn- in kalli á sinn fund alla stjórnar- þingmenn kjördæmisins til að ræða vanda háskólans. Það duga engin vettlingatök og tryggja verður að skólinn geti starfað og vaxið í samræmi við þarfir hans og ekki ríki þar kotbúskapur í anda menntamálaráðherra,“ segir Baldvin. - kk Fjárhagsvandi HA: Vill fund með þingmönnum BALDVIN H. SIGURÐSSON Háskólinn á Akureyri er helsti vaxtarbroddur atvinnu og mannlífs á Akureyri, að mati Baldvins. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Stúlkan sem lenti í bílslysi hinn 15. febrú- ar síðastliðinn á Bæjarbraut í Garðabæ lést á sjúkra- húsi á mið- vikudaginn. Hún hét Halla Margrét Ásgeirsdóttir og var fædd árið 1990. Hún var nemandi í Garðaskóla í Garðabæ. Minningarathöfn um Höllu Margréti fór fram í Vídalínskirkju í gær.  Bílslysið í Garðabæ: Stúlkan látin HALLA MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR ÆTTLEIÐINGAR Styrkir til ættleið- ingar barna frá útlöndum eru réttlætismál fyrir foreldra þeirra, rétt eins og samfélagið styður við foreldra þeirra barna sem fæðast hér á landi og hinna seme getin eru með tæknifrjógvun. Þetta segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Ríkisstjórn- in samþykkti í gærmorgun tillögu félagsmálaráðherra um að veita styrki vegna ættleiðinga frá útlöndum frá og með næsta ári. Hugmyndin er að styrkir verði svipaðir og annars staðar á Norð- urlöndum, þar sem þeir nema frá 200 til 500 þúsund krónum. Kostn- aður para sem ættleiða börn frá útlöndum er rúmlega ein milljón króna. „Nú setjumst við yfir það hvernig þetta verður fram- kvæmt,“ segir félagsmálaráð- herra. „Það mun þá birtast í fjár- lögum ársins 2007, annað hvort með sérstöku lagafrumvarpi um málið eða breytingu á öðrum lögum.“ „Ég vil þakka félagsmálaráð- herra fyrir gott framtak,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar. „Þetta hjálpar fólki að mæta þessum kostnaði. Ég held að þetta eigi sérstaklega eftir að hafa áhrif, ætli fólk að ættleiða í annað sinn. Þá er alltaf erfiðara að mæta svona miklum kostnaði. Það er líka spurning um viðurkenningu og réttlæti að börnin okkar séu metin til jafns við önnur börn.“ - jss INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Mest áhrif fyrir þá sem ættleiða í annað sinn. Ríkisstjórnin samþykkti styrki til ættleiðingar: Réttlætismál fyrir foreldra SPURNING DAGSINS Ásgeir, eruð þið þá ekki and- vaka lengur? ,,Ja, við skulum bara sjá hvað gerist í næstu kosningum.” Ásgeir Runólfsson er oddviti Röskvu en Röskva og Vaka hófu sögulegt samstarf í fyrradag. NÍGERÍA, AP Kristnir menn í suður- hluta Nígeríu brenndu í gær lík múslima og rústuðu bænahús sem kveikt hafði verið í og sýndu þannig að hefndarþorsti þeirra vegna hliðstæðra örlaga kristinna manna í norðurhluta landsins væri hvergi nærri slokknaður. Ofbeld- isaldan sem hófst með mótmælum múslima í norðurhlutanum gegn Múhameðsteikningunum dönsku hefur orðið að minnsta kosti 120 manns að bana síðustu daga. Þúsundir Nígeríumanna hafa týnt lífi frá því að múslimar í hinum nyrðri fylkjum landsins hófu að innleiða sjaría-lög mús- lima í byrjun áratugarins og ofsækja með því kristna menn þar um slóðir.  Átök trúarhópa í Nígeríu: Minnst 120 manns fallnir SVÍÞJÓÐ Hneyksli hefur komið upp í Svíþjóð og er því einna helst líkt við Watergate-hneykslið í Banda- ríkjunum. Mats Lindström, starfsmaður Jafnaðarmannaflokksins, er upp- vís að því að hafa sent nafnlaus tölvubréf til Fredriks Reinfeldt, leiðtoga Sænska hægriflokksins, og dreift rógi um hann til fjöl- miðla. Lindström hefur nú hætt störf- um og beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hann segir að sér hafi blöskrað neikvæður fréttaflutn- ingur um jafnaðarmenn og því ákveðið að senda tölvubréf til fjöl- miðla. Í bréfunum segir Lindström meðal annars að Reinfeldt hafi ráðið iðnaðarmenn svart, varpar fram spurningum um aukatekjur Reinfeldts, lýsir vinnuaðstæðum hjá barnfóstru fjölskyldunnar og „mafíulegum“ aðferðum í viðskipt- um föður Reinfeldts. Peter Esaiasson prófessor segir að sænsk kosningabarátta líkist sífellt meira bandarískri þar sem rógi er dreift og skoðanakannanir falsaðar. „Ég veit ekki til þess að nokkuð þessu líkt hafi átt sér stað í Svíþjóð. Þetta er nánast svipað og Watergate-hneykslið í Bandaríkj- unum á áttunda áratugnum,“ segir hann í samtali við vefútgáfu Afton- bladet. Ekki er talið útilokað að fleiri blandist í málið. - ghs Hneyksli skekur Jafnaðarmannaflokkinn í Svíþjóð hálfu ári fyrir kosningar: Dreifði rógi um Reinfeldt FREDRIK REINFELDT Starfsmaður Jafnað- armannaflokksins varð uppvís að því að dreifa rógi um leiðtoga stjórnarandstöð- unnar. NORDICPHOTOS/AFP Stútur undir stýri Ökumaður var stöðvaður í gærmorgun fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi rétt fyrir utan Selfoss. Lögreglan á Selfossi segir grun leika á um ölvun og er málið í rannsókn. Árekstur við Straumsvík Tveir bílar skullu saman í hörðum árekstri við gatnamótin nærri Straumsvík í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði urðu engin slys á fólki en bílarnir eru ónýtir. LÖGREGLUFRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.