Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 29
bæjarskóli hefur starfrækt nýbúa- deild hefur aðeins komið upp eitt tilvik þar sem nemandi þaðan hefur ekki útskrifast. Nína útskýrir að fjölmenning sé ekki sérstök kennsluaðferð heldur snúist málið meira um hugarfars- breytingu og heildarsýn. „Fjöl- menning er ekki sérstakt fag,“ segir Nína og bætir því við að mik- ilvægt sé hvernig skólar skilgreini sig og móti heildarsýn þegar kemur að fjölmenningarlegu starfi. Í starfi Nínu er félagslegi þátturinn einna mikilvægastur og í fjölmenningar- legri stefnu Austurbæjarskóla er mikil áhersla lögð á samhjálp og samkennd. Nína útskýrir að börn séu ekki fulltrúar eigin menningar, þau búi til sína eigin menningu. „Við leggjum áherslu á það sem er sameiginlegt en einblínum ekki á það sem aðgreinir okkur. Við teljum mjög mikilvægt að passa upp á krakkana félagslega. Stefna okkar miðar að því að við erum líka að aðlaga íslenska nemendahópinn og auka vitund inn í almennu bekkjun- um um virðingu fyrir mismunandi eiginleikum ólíkra nemenda. Við þurfum öll að takast á við eitthvað, allir hafa sína styrkleika og veik- leika,“ útskýrir Nína. Hluti af þessu starfi er áhersla á samvinnunám, að nemendur hjálpist að við að læra hvert af öðru og leysa ný verkefni í sameiningu þar sem fjölbreytileiki hópsins skiptir miklu máli. „Vinnu- ferlið er mikilvægara heldur en afraksturinn,“ segir Nína. Þá er orðin breyting frá hefðbundnu hóp- astarfi þar sem vinnan var oftar framkvæmd af einum eða tveimur því í samvinnunámi eru allir þátt- takendur virkjaðir og allir bera sameiginlega ábyrgð og þar af leið- andi ávinning af því að hópurinn læri. Nína útskýrir að fyrstu árin hafi fáir nemendur af erlendum upp- runa verið duglegir við að sækja félagslíf innan skólans en nefnir til dæmis verkefnin „Adrenalín gegn rasisma“ sem unnið er í samstarfi við Laugalækjarskóla og „Ísjaka- hópinn“ sem starfar í tengslum við ÍTR sem hvort tveggja eru verkefni sem miða að því að efla frumkvæði og félagslega þátttöku nýbúabarna. Í þessari viku var annasamur tími í Austurbæjarskóla. Það var að mörgu að hyggja í nýbúadeildinni – framundan var Vetrarhátíð í Reykjavík en hópurinn tekur einnig þátt í þriðju Þjóðahátíð Alþjóða- hússins þann 26. febrúar. Nú í vik- unni hófu einnig þrír nýir nemend- ur nám við deildina. Nína segir að starfið sé mjög krefjandi en alltaf gott þegar vel gengur. „Það er mest gaman þegar maður finnur að vel hefur tekist til og nemendunum vegnar vel þegar þau fara frá okkur. Það er það sem maður vonar, að maður sé að hjálpa þeim til þess að vera hamingjusamir þegnar í þessu landi.“ ■ það séu starfræktar móttökudeild- ir í sumum framhaldsskólum, til dæmis í Iðnskólanum og FÁ en öðrum skólum sé í raun í sjálfsvald sett hvernig þau taka á móti nem- endum af erlendum uppruna. „Við reynum oft að fylgja nemendum okkar eftir, til dæmis tala við skóla- stjóra ef við teljum að nemendur þurfi stuðning, til dæmis við að komast inn.“ Nína er samt bjartsýn á framtíðina og bendir á að skiln- ingur á fjölmenningarlegu samfé- lagi sé að aukast innan framhalds- skólanna. Í grunnskólanum er skólaskylda og því er ekki hægt að tala um eig- inlegt brottfall þaðan. Ef nemend- ur finna sig illa í því námi sem grunnskólarnir bjóða upp á er mögulegt að bjóða upp á starfs- tengt nám til dæmis í Fjölsmiðj- unni, sem er verkþjálfunarsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára sem hefur hætt námi, en það er sjaldgæft að sá möguleiki sé nýtt- ur, meðal annars vegna aldurs nemenda því Fjölsmiðjan er ætluð nemendum á framhaldsskólaaldri. Á þeim ellefu árum sem Austur- ● Austurbæjarskóli var stofnaður 1930 og er einn af stærstu grunnskólum Reykjavíkur. ● Í Austurbæjarskóla eru um það bil 600 nemendur en þar af eru um 100 nemendur af erlendum uppruna. ● Á síðasta ári bættust við rúmlega 30 nýir nemendur af erlendum uppruna ● Erlendu nemendurnir eru af 27 ólíkum þjóðernum. ● Erlendu nemendurnir tala meðal annars hebresku, taílensku, japönsku, litháísku, pólsku, amharísku, víet- nömsku og kreólsku. ● Austurbæjarskóli var skilgreindur sem fjölmenningarlegur skóli árið 2001. LAUGARDAGUR 25. febrúar 2006 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.