Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 62
 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR46 menning@frettabladid.is ! GUÐMUNDUR ODDUR > SKRIFAR UM SJÓNMENNTIR Kl. 12.00 Þriðja Þjóðahátíð Alþjóðahússins verður haldin í Blómavalshúsinu við Sigtún þar sem fjölmenningin á Íslandi fær að njóta sín. Matur verður áberandi en jafnframt verða kynntir ýmis menningar- munir, ljósmyndir, tónlist, fatnað- ur og fleira. Í dag ætlar listamaðurinn Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennon, að upplýsa á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum um staðsetningu friðarsúlu sem hún hefur ánafnað Reykjavíkurborg. Friðarsúlan verður úr gleri og mun gnæfa hátt í borgarlandslag- inu. Hún verður lýst upp að innan og utan og hugsar listakonan sér að súlan varpi ljósi friðarins á allar þjóðir heims vegna einstakrar stað- setningar sinnar á hnettinum. Inn í súluna verða settar friðaróskir af Óskatréi sem Yoko Ono setti upp víða um heim og fólk festi á óskir sínar. Friðaróskirnar koma hvaðanæva úr heiminum en friðar- súlan í Reykjavík verður eina verkið sinnar tegundar. Utan á súluna verða greyptar tvær ljóðlínur á ýmsum tungu- málum. Önnur þeirra er fengin úr einu frægasta lagi Lennons: Imagine all the people living life in peace. Hin er friðarboðskapur frá Yoko Ono sjálfri: A dream you dream together is reality. Á blaðamannafundinum á Kjarvalsstöðum mun Yoko Ono einnig kunngera viðamikið nýtt alþjóðlegt verkefni sem mun styrkja stöðu Reykjavíkur á veraldarvísu og efla tengsl Yoko enn frekar við Ísland í framtíð- inni. Hún kom hingað til lands fyrst fyrir fjórtán árum þegar hún hélt sýningu á Listahátíð á Kjarvalsstöðum. Yoko Ono reisir friðarsúlu Í dag hljóma Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju í flutningi Megasar ásamt rokkhljóm- sveit, barnakór, strengja- sveit og hörpuleikara. „Við komum hingað í Hallgríms- kirkju í nafni Ragnheiðar, sem fékk fyrsta eintakið af Passísálm- unum frá Hallgrími,“ segir Hilm- ar Örn Agnarsson, organisti og kórstjóri í Skálholtskirkju, þar sem Ragnheiður Brynjólfsdóttir bjó ásamt föður sínum Brynjólfi Sveinssyni biskup um það leyti sem Hallgrímur Pétursson var að semja Passíusálmana. „Okkur rennur blóðið til skyld- unnar, að reyna að sætta Brynjólf og Hallgrím og Ragnheiði.“ Hilmar Örn er stjórnandi barnakórsins Kammerkórs Bisk- upstungna, sem ætlar að flytja Passíusálmana ásamt Megasi í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og verða síðan aftur á dagskrá í Skálholtskirkju í dymbilvikunni. „Þetta er rosalega flott og Megas er í miklu stuði núna,“ segir Hilmar Örn. „Hann lifnar líka alveg við karlinn þegar hann er innan um krakkana.“ Á þessum tónleikum verða ein- göngu fluttir sjö af Passíusálmun- um auk tveggja annarra sálma eftir Hallgrím og fjögurra verald- legra kvæða hans. Einnig verða fluttir tveir sálmar eftir Matthías Jochumsson. Lögin eru samt öll eftir Megas og sum þeirra frum- flutt á þessum tónleikum. „Það er reyndar alveg maka- laust að þessar vísur hljóma eins og þær hafi verið samdar af Megasi. Þeir eru svo miklir sálu- félagar.“ Til tíðinda má telja að á þessum tónleikum kemur hljómsveitin Þeyr í fyrsta sinn að drjúgum hluta saman eftir býsna langt hlé, þótt tveir lykilþeysarar verði reyndar fjarri góðu gamni. Guð- laugur Kristinn Óttarsson ætlar að þenja gítarinn sinn og Sigtrygg- ur Baldursson verður á trommun- um, en þeir voru báðir í Þey á sínum tíma ásamt kórstjóranum, Hilmari Erni, sem þá lék á bassa. „Við áttum reyndar alltaf eftir að gera verkefni með Megasi. Það stóð alltaf til. Ef Þeysarar hefðu verið til áfram þá hefði það orðið næsta plata,“ segir Hilmar Örn, en núna taka þeir upp þráðinn að nýju og setja svolítinn Þeysarasvip á tónleikana. Bassaleikari á tónleikunum verður Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson og Guðmundur Pétursson spilar á gítar, en auk rokksveitar- innar setur bæði hörpuleikur og strengjasveit stóran svip á tón- leikana. Á hörpuna leikur Sophie Schoonjans en Hjörleifur Sveins- son fiðluleikari fer í fararbroddi strengjasveitar. Útsetningarnar fyrir kórinn, hörpuna og strengjasveitina eru að mestu eftir Hilmar Örn, en Megas á líka sjálfur stóran þátt í útsetningu laganna. Rúmlega þrír áratugir eru liðn- ir síðan Megas samdi lög við Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar, alla fimmtíu sálmana. Hann hefur flutt þá nokkrum sinnum á tónleikum síðan, ýmist einn eða með hljómsveit. Árið 2001 flutti hann sálmana síðast í Skálholti og þá var flutningurinn tekinn upp, en þær upptökur hafa ekki verið gefnar út. Hilmar Örn segist þó vonast til þess að af útgáfu verði sem fyrst, einungis vanti að einhver láti verða af því að fjármagna útgáfuna. „Það væri svo sannar- lega rétta fermingargjöfin. Það er alltaf verið að gefa einhverjar bækur sem börnin opna ekki einu sinni.“ FRÁ ÆFINGU Í HALLGRÍMSKIRKJU Meira verður lagt í flutning Megasar á Passíusálmunum í dag en nokkru sinni áður, með barnakór og strengjasveit auk þess sem nokkrir gamlir Þeysarar setja stóran svip á tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Megas syngur sálmana Nýjar listir lengi lifi! Orðræða tekur á sig ýmsar myndir. Hvað er eiginlega verið að meina þegar því er lýst yfir að málverkið sé dautt að maður tali nú ekki um grafíkin eða skúlptúrinn? Takið eftir: Málverk, grafík, ljósmyndun, teikning og skúlptur eru í sjálfu sér steindauð fyrirbæri þangað til einhver notar þessar mismunandi aðferðir og tækni til að gæða þær lífi. Annað: Það er til fullt af öðrum aðferðum til að búa til myndlist og það er ekki einu sinni nýtt og hefur aldrei staðið í neinum sem þorir á annað borð að upplifa. Á fínustu listasöfnum heimins hefur verið og er sýnd myndlist úr kúk og klósettskálum, ryk og skít, blóði og dauðum líkamspörtum. Fyrir slík verk hefur verið og verður greitt stórfé ef ástæða þykir til - bæði af almennings- og einkafé. Sum þessara verka eru meira að segja nánast talin ómetanleg. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Hvar liggur verðið ef það er ekki í efninu og vinnunni. Í raun og veru er svarið sára einföld formúla - kúnstin er að setja andann í efnið. Þeir sem til þekkja vita að sú athöfn er nánast kukl en reyndar ekki án fyrirhafnar. Þetta er hin eiginlega gullgerðarlist. Að breyta því sem engin telur verðmæti í sjálfu sér þannig að úr verði ígildi gulls. Að gæða efnið tilfinningu og töfrum annað hvort með því að draga andann úr efninu eða galdra hann inn í það. Auðvitað er það ekkert einfalt mál. Höfuðatriðið er að það skiptir sára litlu máli hvaða efni eða aðferð er notuð til tjáningar - mál- verk eða kúkur - svo framarlega sem þeim sem framkvæmir liggi eitthvað raunverulegt á hjarta og eigi eitthvert erindi til einhvers. Furðu margir standa engu að síður í þeirri trú að þegar listaverk eru keypt sé verið kaupa efnið eða borga tímakaup fyrir vinnuna. Oftar en ekki er ramminn meira að segja dýrari. Ég held að þeir beri ekki mikla virðingu fyrir sjálfum sér eða listaverkum sem sjá ekki lengra og stunda svona fram- leiðslu. Hafa í raun selt sál sína. Ótrúlega margir framleiða og höndla með efni af þessu tagi. Heimta meira segja stærstu sýningarsali borgarinnar og finnst ekkert sjálfsagðara. Eru fullir af gremju út í listfræðinga og telja þá rót vandræða sinna. En hatur og gremja út í listfræðinga er eins og annað hatur. Það virkar eins og maður að sprauta sjálfan sig eitri og bíða svo eftir því að hinn deyi. Það kostar ákveðnar dyggðir og uppsprettulindir að stunda gullgerðarlist í þessum skilningi. Meira að segja fórnir. Margir hafa bent á það að það séu ekki endilega hæfileikarnir sem fari með listamenn uppfyrir meðalmennsku heldur fórnirnar. En það þarf allar uppsprettulindirnar ef stafur Hermesar á að virka. Það er þörf fyrir hin apollónísku öfl. Það þarf tækniþekkingu. Þekk- ingu í efnismeðferð. Það þarf frábæra ástundun og vinnubrögð í meðferð verkfæra. Eða þekkja einhverja sem kunna það og geta leitað til. Það þarf söguþekkingu, þekkingu í félagsfræði, þekkingu í heimspeki og sálarfræði, Þekkingu í listasögu og notkun líkingamáls og tákna. Það þarf forvitni, skiln- ing og áræði til að vera á svæði Díonysíusar. Það þarf ímyndunarafl og innsæi, uppljómun og vakningu. Það þaf að ganga í gegnum myrk svæði óra og martraða. Það þarf hegðunarmunstur sem margir myndu lýsa sem brjálæði. Fræg er tilvitnunin í Salvador Dali þegar hann hélt því fram að eini munurinn á sér og brjálæðingi væri sá að hann væri ekki brjálaður. Það þarf ástundun leiks sem er ágætlega lýst í hellamyndalíkingu Platóns að ganga upp stigann og horfa yfir vegginn til að sjá uppsprettu ljóssins. Náist þessi vopn Apollons og Díonysíusar fer stafur Hermesar í gang til þess eins að gera heiminn fegurri og merkilegri. Til þess eins að segja sinn eigin sannleika. Hafa þarf í huga að vitsmunir skapa ekki. Þeir eru engu að síður nauðsynlegir aftursætisbílstjórar fyrir allt skapandi fólk. Nýlistin er dauð! > Ekki missa af ... ... sýningunni Hraunblómum í Listasafninu á Akureyri þar sem sýnd eru verk eftir Svavar Guðnason, Sigurjón Ólafsson, Else Alfelt og Carl-Henning Pedersen. Sýningunni lýkur í dag. ... sýningu Sigríðar Ólafsdóttur myndlistarmanns í sýningarrým- inu Suðsuðvetur, sem lýkur núna um helgina. ... tónleikum sænska básúnu- leikarans Jessicu Wiklund og bandaríska túbuleikarans Timothy Buzbee í Norræna húsinu á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.