Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 26
25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR26
Nær daglega berast okkur fregnir af Íslendingum sem eru að „meika það“ úti í
hinum stóra heimi. Af Íslendingum
sem eru að gera það gott í listum,
viðskiptum, hönnun eða vísindum.
Við tökum misvel eftir þessum
nöfnum. Sumir verða nánast heim-
ilisvinir í gegnum fjölmiðla, aðrir
falla í gleymskunnar dá.
Vigdís merkust
Íslendingar virtust ekki þurfa að
leita langt yfir skammt til finna
þann núlifandi Íslending sem þeir
telja merkastan. Vigdís Finnboga-
dóttir, fyrrverandi forseti, hlaut
flest atkvæði, 28,5 prósent allra til-
nefninga.
Sérstaklega voru það konur sem
höfðu Vigdísi ofarlega í huga, því
að þrír fjórðu atkvæða Vigdísar
komu frá kynsystrum hennar.
Fjórðungur atkvæðanna var frá
körlum. Vigdís gæti verið fólki
ofarlega í huga því skemmst er að
minnast síðasta árs, þegar hátíðar-
ráðstefna var haldin hér á landi til
heiðurs Vigdísar í tilefni af 75 ára
afmæli hennar.
Hún var einnig áberandi á
„kvennaafmælisárinu“ 2005. Hald-
inn var hátíðarfundur á Þingvöllum
19. júní í fyrra í tilefni þess að 90 ár
voru liðin frá því að konur á Íslandi
hlutu kosningarétt. Þá lögðu konur
niður störf þann 24. október í fyrra
til að minna á það að 30 ár voru liðin
frá Kvennafrídeginum 1975 og að
laun kvenna væru enn einungis
hluti af launum karla.
Sem fyrsti kvenforseti Íslands
og fyrsta konan í heiminum sem
var lýðræðislega kjörin sem þjóð-
höfðingi lands var Vigdís mikið í
umræðunni þessa daga og var hún
dugleg, eins og áður, að dreifa boð-
skap um jafnrétti kynjanna.
Karlar nefna Davíð
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri
og fyrrverandi forsætisráðherra,
fyrrverandi borgarstjóri og fyrr-
verandi formaður Sjálfstæðis-
flokksins, lenti í öðru sæti yfir
merkustu núlifandi Íslendinga og
hlaut hann tæp 13 prósent tilnefn-
inga.
Nokkuð fleiri karlar nefndu
Davíð Oddsson en Vigdísi Finn-
bogadóttur, og voru tveir þriðju
atkvæðanna sem Davíð hlaut frá
körlum. Einn þriðji atkvæðanna
var því frá konum kominn.
Davíð lét sig hverfa af vettvangi
stjórnmálanna á síðasta ári, Þá
hafði hann verið formaður Sjáfs-
tæðisflokksins frá 1991 og forsæt-
isráðherra frá sama ári til 2004,
lengur en nokkur annar forsætis-
ráðherra á Vesturlöndum.
Þegar tilkynnt var um brott-
hvarf Davíðs úr stjórnmálum sagði
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi
formaður Samfylkingarinnar, að
það væru óneitanlega tímamót
þegar „litríkasti stjórnmálamaður
síðasta áratugar kveður völlinn“.
Allir þeir sem tjáðu sig um brott-
hvarf Davíðs tóku í sama streng.
Annar þingmaður, sem lengi hafði
deilt við Davíð í ræðustól Alþingis,
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, sagði að það væri aug-
ljóst að „þetta gríðarstóra skarð,
sem Davíð skilur eftir sig, sérstak-
lega sem flokksformaður, er vand-
fyllt“.
Miklar breytingar urðu á
íslensku samfélagi þann tíma sem
Davíð var forsætisráðherra. Sér-
staklega hvað varðar efnahagslífið
og slaknaði all verulega á alls kyns
höftum í viðskiptum. Margir vilja
þakka Davíð þessar umbreytingar.
Þvert á alla flokkspólitík vilja einn-
ig margir nefna Davíð sem einn
merkasta stjórnmálamann sem
Íslendingar hafa átt.
Frægasta söngkonan í þriðja sæti
Um það verður varla deilt að Björk
Guðmundsdóttir er frægasta söng-
kona Íslands, fyrr og síðar, og er
líklega sá Íslendingur sem frægast-
ur er á erlendri grundu.
Sumir útlendingar minnast
hennar kannski sérstaklega fyrir
„svanakjólinn“ sem hún mætti í á
óskarsverðlaunaafhendinguna.
Hún hefur sagt sjálf að hún sé
„bara íslenski álfurinn í augum
annarra“. Frægust er hún samt
fyrir söng sinn. Á síðasta ári náði
plata hennar Debut 26. sæti yfir
100 bestu plötur allra tíma í
skoðanakönnun bresku sjónvarps-
stöðvarinnar Channel 4.
Það má segja að hún hafi slegið í
gegn þegar hún lék í myndinni
Dancer in the Dark. Það var ein-
mitt fyrir lag hennar í myndinni,
I‘ve Seen It All sem var tilnefnt til
óskarsverðlauna 2001. Þá hefur
Björk verið tilnefnd til fjölmargra
virtra erlendra tónlistarverðlauna.
Viðtökur Íslendinga á Björk
hefur verið misjöfn. Mörgum þótti
hún ansi skrýtin þegar hún var að
syngja með Sykurmolunum og þar
á undan. Eftir að heimsfrægðinni
var náð var hún þó tekin í sátt hér
heima fyrir. Að minnsta kosti af
flestum.
Í þessari könnun voru það rúm
sex prósent sem nefndu Björk sem
merkasta núlifandi Íslendinginn.
Aðeins fleiri karlar mundu eftir
Björk og komu tæp sextíu prósent
atkvæða hennar frá þeim. Fjörutíu
prósent atkvæða hlaut Björk frá
kynsystrum sínum.
Fremsti íþróttamaðurinn
Eiður Smári Guðjohnsen er sá
íþróttamaður sem oftast var til-
nefndur sem merkasti núlifandi
Íslendingurinn. Knattspyrnuaðdá-
endur flykkjast um kappann og
hafa íslenskir aðdáendur Chelsea í
ensku knattspyrnunni aldrei verið
fleiri en eftir að Eiður Smári var
keyptur til liðsins árið 2000 fyrir
fjórar milljónir punda. Tvö síðustu
ár hefur Eiður Smári verið kjörinn
Íþróttamaður ársins. Hann er nú
fyrirliði íslenska landsliðsins og
andlit íslenskrar knattspyrnu.
Hann varð fyrstur Íslendinga Eng-
landsmeistari í knattspyrnu, þegar
Chelsea hlaut titilinn, og er einn
lykilmanna í því liði. Tvívegis hefur
hann komist í undanúrslit Meist-
aradeildar Evrópu með liðinu.
Alls hlaut Eiður Smári 4,5 pró-
sent allra tilnefninga. Ekki er hægt
að segja að hann hafi verið ofarlega
í hugum kvenna, því rúm áttatíu
prósent tilnefninga Eiðs komu frá
kynbræðrum hans.
Forsetinn kemst á lista
Það er ekki bara fyrrverandi for-
seti sem er meðal fimm efstu sem
tilnefndir eru sem merkasti núlif-
andi Íslendingurinn. Núverandi
forseti, Ólafur Ragnar Grímsson,
er hér í fimmta sæti með rúm fjög-
ur prósent tilnefninga. Ekki er
kynjamun fyrir að fara þegar til-
nefningarnar eru skoðaðar, því
hann hlaut nánast jafnmörg atkvæði
frá konum og körlum, einungis
munaði einu atkvæði sem karlar
tilnefndu hann oftar en konur.
Ólafur Ragnar er fimmti forseti
lýðveldisins og hefur verið forseti
síðan 1996. Hann situr nú þriðja
kjörtímabil sitt.
Áður en Ólafur Ragnar varð for-
seti hafði hann verið þingmaður og
ráðherra til margra ára. Fyrst sett-
ist hann á þing 1978 sem þingmað-
ur Reykvíkinga fyrir Alþýðubanda-
lagið og sat þar til ársins 1995. 1987
varð hann svo formaður Alþýðu-
bandalagsins og gegndi því emb-
ætti til 1995. Frá 1988 til 1991 var
hann svo fjármálaráðherra í ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar
og var meðal annars fjármálaráð-
herra þegar þjóðsáttinn var sam-
þykkt 1990.
Vigdís merkasti
Íslendingurinn
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun telja flestir að Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti, sé merkasti núlifandi Íslendingurinn. Næstflestir telja að
Davíð Oddsson seðlabankastjóri ætti að hljóta þá heiðursnafnbót. Í þriðja
sæti varð svo Björk Guðmundsdóttir söngkona. Mikill munur var á því
hvern karlar og konur völdu sem merkasta Íslendinginn. Karlar nefndu karla
og konur nefndu konur. Svanborg Sigmarsdóttir lagðist yfir niðurstöðurnar.
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Fyrrverandi forseti Íslands telst merkasti núlifandi Íslendingurinn, en hún fékk flest atkvæði í skoðanakönnun
Fréttablaðsins.
DAVÍÐ ODDSSON Davíð er sá forsætisráð-
herra sem lengst hefur verið í embætti á
Vesturlöndunum. Hann lenti í öðru sæti
yfir merkustu núlifandi Íslendingana.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Frægasti
Íslendingur heims varð þriðja í valinu um
merkasta núlifandi Íslendinginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Fyrirliði
íslenska landsliðsins í knattspyrnu og var
valinn íþróttamaður ársins síðustu tvö ár.
Hann komst í þriðja sæti yfir merkustu
núlifandi Íslendingana.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON OG DORRIT MOUSSAIEFF Núverandi forseti varð í fimmta sæti
yfir merkustu núlifandi Íslendingana. Forsetafrúin fékk einnig nokkur atkvæði.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR