Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 74
 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR58 Almennir hlutar 1a, 1b og 1c ÍSÍ mun bjóða upp á hádegisverðarfundi nú í vetur. Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 16. mars, en þar verður fjallað um Aðgengi að íþróttahreyfingunni. Þátttakendur geta keypt hádegisverð hjá Café easy sem staðsett er í Íþróttmiðstöðinni í Laugardal en aðgangur að fundinum sjálfum er ókeypis. Fundurinn er öllum opinn. Frekari upplýsingar um hádegisverðarfundi ÍSÍ má finna á www.isisport.is Þ já lf ar an ám sk ei ð ÍS Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is ÍSÍ heldur þrjú þjálfaranámskeið á fyrsta stigi í mars. Lágmarksaldur þátttakenda á þessi námskeið er 16 ár. Hvert námskeið er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Námskeiðin hefjast á föstudegi kl. 17:00 og áætluð lok eru á sunnudegi kl. 15:00. Kennt verður í fundarsölum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Dags. Námskeið Verð kr. Skráning í síðasta lagi 3.– 5. mars Þjálfari 1a – almennur hluti 12.000,- Miðvikudaginn 1. mars 10.– 12. mars Þjálfari 1b – almennur hluti 8.000,- Miðvikudaginn 8. mars 24.– 26. mars Þjálfari 1c – almennur hluti 8.000,- Miðvikudaginn 22. mars Frekari upplýsingar um þessi námskeið og þjálfaramenntun ÍSÍ má finna á heimasíðu ÍSÍ. Hægt er að skrá sig á heimasíðu ÍSÍ eða í síma 514-4000 Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta 1b. ÍÞF102 í framhaldsskólum jafngildir Þjálfara 1 – almennum hluta hjá ÍSÍ. Þ.e. almennum hluta 1a, 1b og 1c. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar og skráning er á www.isisport.is Hádegisverðarfundir KÖRFUBOLTI Forsaga málsins er sú að KR sótti um félagaskipti fyrir Bogavac frá liði í Rúmeníu hinn 5. janúar síðastliðinn en það var síð- asta félagaskiptadagur áður en glugginn lokaðist. Ekkert varð af félagaskiptunum og úr varð að Bogavac samdi við lið í Serbíu. Nokkrum vikum síðar er Omari Westley, leikmaður KR, dæmdur í fjögurra leikja bann og félagið ákveður í kjölfarið að losa sig við hann, fær í hans stað Melvin Scott og áðurnefndan Bogavac og vísar til félagaskiptabeiðninnar þegar Bogavac var leikmaður rúmensks félags. Þótt Bogavac hafi í millitíðinni flutt á milli landa, spilað með öðru liði og þurfi því félagaskipti frá öðru félagi en stendur á uppruna- lega forminu, fær KR samt félaga- skiptin í gegn. Það fer verulega í taugarnar á fjölmörgum innan hreyfingarinnar. „Það eru engar félagaskipta- reglur í gangi,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, í samtali við NFS í vikunni og Fréttablaðið spurði hann að því hvað hann meinti nákvæmlega með þeim orðum. „Þetta þýðir ein- faldlega að ég get skilað inn ein- hverjum 150 félagaskiptabeiðnum fyrir 5. janúar ef ég vildi og svo þegar komið er út í úrslitakeppn- ina gæti ég byrjað að rúlla ein- hverjum af þessum mönnum inn. Það sér það hver maður að þetta er tóm vitleysa.“ Hannes Birgir Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, játaði í samtali við Fréttablaðið í gær að vissulega væru gallar á reglugerð- inni og því yrði að taka á málinu, en miðað við núverandi reglur væri ekkert hægt að gera í þessu máli með Bogavac. „Það er sótt um leyfi fyrir manninn. Eins og vinnulag er hér gefum við lengri tíma þegar um evrópska leikmenn er að ræða. Félagaskiptabeiðnin er til að koma dagsetningu inn og svo biðjum við um leikheimild frá viðkomandi landi. Þegar hún kemur fær leik- maðurinn heimild til að spila,“ sagði Hannes, en í tilviki Bogavac þarf leikheimild að koma frá öðru landi en stendur á upprunalegu félagaskiptabeiðninni. „Það verðum við að líta á sem formgalla því fordæmi eru fyrir því að sótt hafi verið um félaga- skipti frá ákveðnu landi og svo hefur komið í ljós að viðkomandi er ekki að leika í því landi. Þetta er því ekki einsdæmi og því er ekki tekið öðruvísi á þessu máli en áður,“ sagði Hannes, sem getur ekki neitað því að þetta sé óheppi- leg staða sem komin er upp enda hægt að misnota reglurnar á álíka hátt og Benedikt bendir á. Það sem gerir félögum kleift að misnota reglurnar er sú stað- reynd að sama félagaskiptaform er fyrir íslenska og evrópska leik- menn. Þegar umsókn er skilað inn á Íslandi er hún undirrituð af öllum aðilum en það á ekki við í tilviki Evrópubúanna og því þarf KKÍ að leita til körfuboltasambands við- komandi lands hverju sinni, sem getur tekið sinn tíma. Með þessu fyrirkomulagi opnast ákveðin hola sem þarf að loka fyrir. „Við þurfum að sjá til þess á næsta ársþingi að farið verði í gegnum þessar reglur og þeim breytt á þann hátt að þetta sé ekki lengur möguleiki. Ég er sammála því að þessar reglur eru ekki nógu skýrar og ef ekkert félag kemur fram með til- lögu að breytingum á ársþinginu mun sambandið sjálft koma fram með tillögur,“ sagði Hannes að lokum. henry@frettabladid.is Við þurfum að breyta félagaskiptareglunum Framkvæmdastjóri KKÍ segir að félagaskiptareglunum verði breytt á næsta ársþingi KKÍ. Mikil ólga er innan hreyfingarinnar eftir umdeild félagaskipti Ljubodrag Bogavac í KR þar sem reglurnar voru misnotaðar. LJUBODRAG BOGAVAC Lék sinn fyrsta leik fyrir KR gegn Hamri/Selfoss á fimmtudag eftir að hafa fengið umdeild félagaskipti í Vesturbæinn. FÓTBOLTI Stjarna argentínska undrabarnsins Lionel Messi, leik- manns Barcelona, skín skært þessa dagana og gagnrýnenur keppast við að hylla strákinn við hvert tækifæri. Enn og aftur er talað um nýjan Maradona frá Argentínu en þeir eru orðnir ófáir strákarnir sem hafa fengið þann stimpil og enginn staðið almennilega undir honum. Það virðist Messi aftur á móti ætla að gera og Maradona sjálfur hefur mikla trú á honum. „Minn arftaki í argentínska boltanum er fundinn og hann heitir Messi,“ sagði Maradona. „Það er stórkostlegt að fylgj- ast með honum spila og þetta er strákur að mínu skapi sem gaman verður að fylgjast með í argentínska landsliðsbúningnum. Hann er leiðtogi sem býður upp á kennslu í fallegum fótbolta. Hann getur gert hluti sem enginn annar getur gert. Hann er besti leik- maður heimsins í dag ásamt Ron- aldinho. Mér finnst hann vera mjög líkur mér.“ Maradona er ekki einn um þessa skoðun því Johan Cruyff sagði að Messi væri ástæðan fyrir því að Barcelona væri betra nú en í fyrra. - hbg Diego Maradona er mjög hrifinn af Lionel Messi: Messi er minn arftaki LIONEL MESSI Þessi átján ára strákur hefur slegið rækilega í gegn í vetur og kemst líklega í argentínska landsliðið fyrir HM. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen, sóknarmaður Chelsea og fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að leik- menn Chelsea séu alls ekki búnir að missa vonina um að komast áfram í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir 2-1 tap á heimavelli gegn Barcelona í sextán liða úrslit- unum í vikunni. Síðari leikur lið- anna fer fram eftir tíu daga og segir Eiður að allt sé hægt. „Það er ekki búið að slá okkur út ennþá,“ sagði Eiður Smári við The Times í Englandi. „Á síðasta tímabili töpuðum við fyrir þeim 2- 1 í fyrri leiknum í Barcelona, þá manni færri stóran hluta leiksins. Við snerum því við í síðari leikn- um og komumst áfram. Ég sé ekki af hverju sagan geti ekki endur- tekið sig,“ bendir Eiður Smári á. - vig Eiður Smári Guðjohnsen: Við erum ekki úr leik ennþá EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Kljáist hér við Ronaldinho. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Stjórn Chelsea sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún fordæmir hegðun nokkurra stuðningsmanna félagsins sem hafa hótað norska dómaranum Terje Hauge eftir leik Chelsea og Barcelona. Það hafa þeir meðal annars gert í gegn- um spjallsíður Chelsea í Englandi og í Noregi. Minnir þetta háttalag um margt á hótanirnar sem Anders Frisk fékk eftir leik liðanna á síðustu leiktíð en hann tók líflátshótanirnar mjög alvarlega og ákvað að leggja flautuna á hilluna í kjölfarið. Miðjumaðurinn Andri Steinn Birgisson er hættur hjá liði Víkings í Landsbankadeildinni vegna persónu- legra ástæðna. Andri lék níu leiki með liðinu í 1. deildinni í fyrra en áður hafði hann m.a. leikið með Fram og Fjölni. Forráðamenn enska landsliðsins í knattspyrnu náðu ekki samkomulagi um leikjaniður- röðun við kollega sína hjá þeim þjóðum sem spila með því enska í undanriðli fyrir EM 2008. Því er allt útlit fyrir að dregið verði um hvenær hvaða þjóð mætir hverri en enska knattspyrnusambandið hefur þó enn ekki gefið upp alla von um að málið leysist. Berglind Íris Hansdóttir, markvörður kvennaliðs Vals í handbolta, er þessa dagana við æfingar hjá danska úrvalsdeildarliðinu Aarhus. Berglind fór utan í fyrradag og kemur aftur á mánudaginn. Jeff Winter, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að norski dómarinn Terje Hauge hafi ekki átt um neitt annað að velja en að reka Asier Del Horno af velli fyrir brot hans á Lionel Messi í leik Chelsea og Bar- celona í vikunni. „Leikmaðurinn (Del Horno) er augljóslega ekkert að hugsa um boltann. Það er hægt að halda því fram að þetta hafi verið klaufaskapur hjá honum en hvað í ósköpunum var fóturinn að gera svona hátt uppi?“ spyr Winter. „Ég hefði gert það sama.” Mark Hughes, stjóri Blackburn, telur að David Bentley, leikmaður liðsins, sé framtíðarlandsliðsmaður Englands og spáir honum glæstri framtíð í boltanum. Black- burn tekur í dag á móti Arsenal, þar sem Bentley sleit barnsskón- um, en ekki þótti not fyrir krafta hans þar og fór hann því í láni til Nor- wich og var síðar seldur til Blackburn. „Hann hefur reynst okkur afskaplega vel og hans bíður glæst framtíð hjá Blackburn,“ segir Hughes. KÖRFUBOLTI Fjórir lykilmenn Grindavíkur í Intersport-deild- inni í körfubolta eru meiddir en ættu að vera klárir áður en úrslitakeppnin hefst í næsta mán- uði. Grindavík var án þeirra Páls Axel Vilbergssonar, Guðlaugs Eyjólfssonar, Helga Jónasar Guð- finssonar og Hjartar Harðarson- ar í leiknum gegn Keflavík í fyrradag sem Grindavík tapaði stórt. Að sögn Almars Þórs Sveins- sonar, formanns körfuknattleiks- deildar Grindavíkur, sneri Páll Axel sig á ökkla og ætti að vera orðinn góður á næstu dögum. Guð- laugur er puttabrotinn og þarf að hvíla í 2-3 vikur til viðbótar og Hjörtur er tognaður á nára en stefnir á að vera orðinn klár fyrir úrslitakeppnina. Þá fékk Helgi Jónas í bakið eftir bikarúrslita- leikinn um síðustu helgi og er óvíst hvenær hann verður leik- fær. Helgi Jónas hefur glímt við sömu meiðsli síðustu þrjú ár en þó er ekki búist við öðru en að hann spili með Grindavík í úrslita- keppninni. - vig Meiðsli hjá Grindavík: Verða klárir á næstu vikum ÚR SPORTINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.