Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 25. febrúar 2006
Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarsson-
ar frá 1983 er gefin eftirfarandi skýr-
ing á orðinu keyta: staðið (geymt)
hland (notað m.a. til þvotta).
Þvagefni
Í þvagi er mikið af efni sem kallast
þvagefni (urea) og er tiltölulega
einfalt, lífrænt efnasamband.
Þegar það brotnar niður myndast
meðal annars ammóníak (NH3) og
á það mikinn þátt í lyktinni sem
við finnum af þvagi þegar það
hefur staðið um hríð, og raunar af
ýmsum öðrum líkamsvessum og
óhreinindum. Þvagefnið er mikil-
vægasta köfnunarefnis-efnasam-
bandið í spendýraþvagi og losar
maðurinn til dæmis 20-30 grömm
af því á sólarhring. Þvagefni er
fyrsta lífefnið sem mönnum tókst
að búa til á tilraunastofu en það
var á fyrri hluta 19. aldar. Þangað
til höfðu menn álitið að slík efni
yrðu aðeins til í lífverum, þannig
að þetta sætti verulegum tíðind-
um.
Keytu blandað í þvottavatn
Ammóníak er í gasham við venju-
legan hita og þrýsting en leysist
vel í vatni. Meðan nóg er af þvag-
efni í keytunni myndast ammóníak
í sífellu, leysist upp í vatninu og
brot af því fer út í andrúmsloftið
með fyrrnefndum lyktaráhrifum.
Vatnslausn þess er basísk og leysir
því greiðlega upp sýrur, þar á
meðal óhreinindi á hlutum sem
settir eru í hana. Þannig fæst
þvottavirkni keytunnar. Hún er að
hluta til svipuð og virkni venju-
legrar sápu. Áður fyrr var keytu
blandað saman við vatnið úr bæj-
arlæknum þegar ullin var þvegin
eftir rúningana á vorin. Einnig
segir sagan að meyjar þessa lands
hafi fyrr á öldum blandað keytu í
þvottavatnið ef þær vildu fá hár
sitt hreint og fallegt.
Góður áburður
Lengi hefur verið vitað að keyta og
annað spendýraþvag verkar vel
sem áburður. Þannig grænkuðu
þeir blettir fyrst og best þar sem
hlandkopparnir voru losaðir. Einn-
ig hefur kúahland verið borið beint
á tún eða í samblandi við kúamykju.
Ástæðuna fyrir þessum áhrifum
má rekja til þvagefnisins sem
klofnar með tímanum í ammóníak
og fleira eins og áður sagði. Köfn-
unarefni eða nitur er plöntum
nauðsynlegt til vaxtar og viðgangs
og það er í ammóníakinu í formi
sem er þeim aðgengilegt. Til sam-
anburðar má nefna að mestur hluti
tilbúins áburðar sem framleiddur
er hérlendis er efnasamband
ammóníaks og sýru.
Margvísleg not
Árlega eru hundruð þúsunda tonna
af þvagefni framleidd í efnaverk-
smiðjum víða um heim. Meira en
helmingur af þessu magni er not-
aður í tilbúinn áburð til að bera á
ræktunarsvæði. Næstmestu er
blandað í fóðurbæti fyrir kýr því
að jórturdýr geta unnið mikinn
hluta af nauðsynlegu köfnunarefni
úr þvagefni. Einnig er verulegt
magn þvagefnis notað til plast-
framleiðslu (urylon). Að lokum má
benda á að vatnslausnir þvagefnis,
sem eru sterkari en 10%, verka
bakteríudrepandi og efnið hefur
því verið notað í sárasmyrsl.
Sigurjón N. Ólafsson dósent í
efnafræði við HÍ og Þorsteinn
Vilhjálmsson prófessor í vísinda-
sögu og eðlisfræði.
Geta auglýsingar haft bein áhrif á
börn?
Til að auglýsing geti haft bein áhrif
á börn þurfa þau bæði að gera sér
grein fyrir að um auglýsingu sé að
ræða og vita hver tilgangur auglýs-
ingarinnar sé. Talið er að börn geti
greint auglýsingar frá öðru dag-
skrárefni við fimm ára aldur og að
tveimur til þremur árum seinna
geri þau sér grein fyrir að með aug-
lýsingum sé reynt að fá þau til að
kaupa tilteknar vörur.
Auglýsingar hafa áhrif á viðhorf
Auglýsingar hafa áhrif á viðhorf
barna. Vitað er að börn langar í
þær vörur sem þau sjá auglýstar
og barn getur haft jákvætt viðhorf
til vöru í að minnsta kosti heila
viku eftir að hafa séð hana aug-
lýsta. Áhrifamáttur auglýsingar-
innar eykst ef leikföng eru höfð
með vörunni og ef sá sem auglýsir
vöruna er einhver sem börn þekkja
vel og líkar vel við, til dæmis per-
sóna úr sjónvarpsþáttum.
Rannsóknir hafa einnig sýnt að
börn biðja foreldra sína um að
kaupa þær vörur sem þau hafa séð
í auglýsingum og að iðulega verði
foreldrar við óskum barna sinna.
Neiti foreldrar að kaupa umbeðna
vöru getur það valdið ágreiningi
og togstreitu.
Það hefur einnig sýnt sig að
auglýsingar geta haft bein áhrif á
mataræði barna. Tilraun sem var
gerð á fimm til átta ára gömlum
börnum í sumarbúðum leiddi í ljós
að börn sem sáu auglýsingar um
sælgæti og sykraða drykki voru
líklegri en önnur börn til að neyta
slíkrar fæðu.
Áfengisauglýsingar
Áfengisauglýsingar eru margar
hannaðar til að höfða til barna og
unglinga þar sem þær sýna yfir-
leitt ungt og fallegt fólk, sem nýtur
velgengni í lífinu, að skemmta sér.
Séu slíkar auglýsingar tengdar við
kynlíf eða frægt fólk eykur það
áhrif þeirra á unglinga.
Rannsóknir sem gerðar hafa
verið á áhrifum áfengisauglýs-
inga, sérstaklega bjórauglýsinga,
á börn og unglinga benda flestar
til þess að börn og unglingar sem
sjá mikið af bjórauglýsingum haldi
að þeir sem neyti áfengis séu eins
og fólkið í auglýsingunum, það er
að segja fallegir og vel stæðir.
Börn og unglingar sem horfa mikið
á bjórauglýsingar hafa jákvæðara
viðhorf til áfengisneyslu og byrja
fyrr að neyta áfengis en jafnaldrar
þeirra. Þau halda jafnframt að það
sé í lagi að vera undir áhrifum
áfengis, eru líklegri til að drekka
og drekka þá mikið, og eru einnig
líklegri en jafnaldrar sínir til að
aka undir áhrifum áfengis.
Guðbjörg Hildur Kolbeins
doktor í fjölmiðlafræði.
Hvað er keyta?
VÍSINDAVEFUR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Vísindi á verði bíóferðar! Í stað þess að fara með börnunum í bíó á laugardegi er tilvalið
að leiða þau inn í heim vísindanna. Þann 11. mars hefjast Undur vísindanna sem er röð
fimm námskeiða um vísindi handa fjölskyldum á vegum Vísindavefsins, Endurmenntunar
og Orkuveitunnar. Fræðimenn úr Háskóla Íslands munu fjalla á lifandi og skemmtilegan
hátt um eðlisvísindi hversdagslífsins, furður skynjunarinnar, örtækni og erfðafræði og
hvernig vísindakenningar geta gagnast okkur í daglegu lífi. Hægt er að skrá sig á vefslóð-
inni http://www.endurmenntun.is www.apollo.is • 5 100 300
Undanfarna daga höfum
boðið upp Kanaríferðir í
samstarfi við morgunþátt
Bylgjunnar.
Fjölmargir hafa þegar
tryggt sér sólríkar vikur
á Kanarí og nú viljum við
losna við síðustu sætin.
Bylgju-bónus til
Meginreglur eru:
• Verðið gildir fyrir 2 eða 3 saman í íbúð eða herbergi.
• Aukagjald fyrir einbýli:
1 vika = 8.000 kr.
2 vikur = 16.000 kr.
• Innifalið: Flug, flugvallarskattar, ferðir frá/til
flugvallar ytra, gisting í íbúð eða herbergi án fæðis
í gæðaflokki okkar 2+ á suðurströnd Gran Canaria
(nafn og endanleg staðsetning hótels verður
gefin upp við komu til Gran Canaria) og íslensk
fararstjórn.
• Tilboðið skal bókast á heimasíðunni, www.apollo.is,
eða á skrifstofu okkar gegn 2.500 kr. bókunargjaldi.
• Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar.
• Að öðru leyti gilda ferðaskilmálar okkar sem liggja
frammi á heimasiðunni.
23.900
Holtasmára 1 • 201 Kópavogur
Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309
Netfang: langferdir@langferdir.is
Heimasíða: www.apollo.is
Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00
Kanarí
1 vika, 8. mars :
31.900
2 vikur, 15. mars:
Bókaðu strax!www.apollo.is
Fyrstir koma
- fyrstir fá!