Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 36
 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR4 Í liðinni viku héldu fimm íslensk- ir jeppamenn til Kanada til að hefja heimskautaferð á tröllvöxn- um jeppum sínum. Leiðangurinn er farinn í tvíþættum tilgangi. Annars vegar til að fagna því að 100 ár eru liðin síðan heimskauta- farinn Vilhjálmur Stefánsson lagði fyrst í leiðangur á þessum slóðum. Hins vegar til að kynna fyrir íbúum svæðisins hvað Íslendingar hafa verið að gera með jeppum hér á landi, sér í lagi á snjó og jöklum. „Einn heimamanna sagði við leiðangursstjórann að ef okkur tækist þetta, væri blað brotið í samgöngusögu svæðisins. Einu farartækin sem íbúar þess nota núna eru snjóbílar, túndruböggí- ar og snjósleðar. Við verðum fyrstir til að keyra bíla þessa leið sem við förum,“ segir Halldór Sveinsson, einn leiðangurs- manna. Hugmyndin að ferðinni varð til hjá leiðangursstjóranum, Ómari Friðþjófssyni, fyrir nokkrum árum. Hann hafði lesið mikið um og eftir Vilhjálm Stef- ánsson og fyrir þremur árum fór undirbúningur af stað fyrir þessa ferð. „Stefán var frumkvöðull,“ segir Halldór. Vilhjálmur mun eiga afkomendur á þessum slóð- um. Leiðangursmenn hafa hitt ekkju hans sem er mörgum ára- tugum yngri en Vilhjálmur og líst henni vel á ferðina. „Vilhjálmur nýtti sér bestu og fullkomnustu tækni síns tíma og hefði örugg- lega kosið þennan fararmáta í dag.“ Leiðangursmenn leggja mikla áherslu á að kynnast íbúum svæð- isins. „Þeir hafa tekið mjög vel í þessa ferð. Hluti hópsins hefur farið tvisvar til Kanada að ræða við heimamenn og fá nauðsynleg leyfi. Inúítarnir hafa skoðað leið- ina með okkur og við gerðum breytingar í kjölfarið af því,“ segir Halldór. Frá Íslandi hélt hópurinn til Shelburn í Kanada til að sækja bílana sem voru sendir þangað á undan þeim. Þaðan liggur leiðin þvert yfir Kanada um 6-7.000 km leið að Yellowknife, sem er upp- hafsreitur heimskautaleiðangurs- ins. Frá Yellowknife ferðast hóp- urinn norður á bóginn til Viktoríueyju sem er nálægt 70. breiddargráðu. „Við þurfum að keyra 40 km á ísilögðu hafi til að komast að eyjunni. Þetta er sá hluti ferðarinnar sem maður hugsar einna mest um. Við tökum stikkprufur með ísbor til að kanna þykktina og leggjum ekki í neina tvísýnu. Vilhjálmur kom til þess- arar eyju á sínum tíma og því var hún valin sem nyrsti áfanga - staðurinn ,“ segir Halldór. Frá Viktoríueyju liggur leiðin suður aftur, töluvert austar, og endar í Gimli. Þar ætla Vestur- Íslendingar að taka á móti leið- angursmönnum. Ferðin mun taka um 6-8 vikur. „Við heimsækjum þorp á leiðinni og vonumst til að kynnast menningu heimamanna og jafnvel að kynna Ísland í leið- inni. Fólk á þessu svæði veit jafn lítið um Ísland og við um þeirra heimkynni.“ Ráðgert er að taka upp 52 mínútna heimildarmynd um ferðina en einn leiðangurs- manna er atvinnukvikmyndatöku- maður. Frostið á heimskautasvæðinu er um 30-50 gráður að staðaldri. Lítið er um vind en Halldór segir flesta sem þeir hafi hitt hafa verið með einhverskonar kalbletti. Við breytingu bílanna var tekið tillit til þessa mikla kulda. „Við erum með þrjá nýja Ford 350 bíla sem var breytt hér á landi fyrir 46“ dekk. Þeir eru með framlæsingar, auka lágt drif og 400 lítra tanka- pláss hver. Ein olíumiðstöð sér um að halda hita á vélinni og far- þegahúsinu og önnur hitar pall- húsið. Þar hafa verið útbúin svefnpláss sem við höfumst við í,“ segir Halldór. „Við erum líka með sérsaumað tjald sem við getum haft yfir öllum bílunum og hitað upp ef við þurfum til dæmis að gera við eitthvað.“ Ævintýraþráin er greinilega rík í þessum ferðalöngum. Hall- dór sagðist varla standa í báða fætur af spenningi og hlakkaði mikið til að komast til Yellowkni- fe og hefja ferðina, sem verður líklega 3. eða 4. mars. Hægt er að fylgjast með þeim köppum á heimasíðu ferðarinnar sem upp- færð verður reglulega meðan á henni stendur. Slóðin er www.arc- tictrails.com. Keyra 40 kílómetra á sjó í átta vikna heimskautaferð Hópurinn við bílana þegar þeir voru settir í skip. Frá vinstri eru Karl Rútsson, Ómar Frið- þjófsson leiðangursstjóri, Kristján Kristjánsson, Halldór Sveinsson og Friðþjófur Helgason. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Kort af leiðinni. Gert er ráð fyrir að ferðin taki 6-8 vikur. Victoria Island Yellow Knife Gimli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.