Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 56
Það er svimandi hiti á þessu fagra kvöldi í Bombay, þar sem Indverjar framleiða glys, glamúr og Bollywood-myndir. Inni á vestrænum veitingahúsum situr fallega, hvíta fólkið innan um efnaða Indverja, en úti fyrir bíða götubörn með biðjandi augnaráð og útrétta hönd í von um brauð- skorpu eða smápening til að kaupa sér næringu áður en nóttin gleypir þau undir asísku myrkri. „Ég kom hingað fyrst í lok ágúst í fyrra, fékk svo stutt jólafrí heima á Íslandi og kom aftur í janúar,“ segir Tinna um leið og hún hand- fjatlar silfraðan gaffal og gæðir sér á ítölskum pastarétti á litríkum diski. „Ég kann einstaklega vel við mig á Indlandi, en vitaskuld koma stundir þar sem erfitt er að búa í þriðja heims ríki. Þetta á vel við mig; ég aðlagast flestum aðstæð- um mjög fljótt og þetta hentar mér vel, þótt hitinn geti stundum verið kæfandi og honum fylgi gífurleg mengun og hroðaleg stækja yfir borginni.“ Söknuður í mannmergð Tinna býr ásamt þremur íslensk- um fyrirsætum í glæsilegri íbúð fyrir ofan skrifstofur Eskimo í Bombay, en með þeim deila einnig húsnæði ensk karlfyrirsæta og brasilísk kvenfyrirsæta á vegum Eskimo. „Mikil vinátta hefur tekist með hópnum og ég hef eignast góða vini, bæði meðal Indverja sem og evrópsku fyrirsætanna. Heimþrá- in ásótti mig aldrei þessa fjóra mánuði sem ég starfaði hér fyrir áramót, en víst saknar maður stundum fjölskyldu og vina eftir erfiðan dag. Þá bjargar manni full- vissan um að ég fari alltaf heim aftur, en stundum finnst mér erfitt að vera svo langt í burtu þegar eitt- hvað kemur upp á heima,“ segir Tinna sem flýgur reglulega milli borga á Indlandi vegna ólíkra verk- efna. „Minnstur tími fer í flugið en innan borgarmarkanna getur verið þrautin þyngri að komast á milli áfangastaða. Þá daga sem ég er ekki að vinna fer ég jafnan á einn til tvo verkefnatengda fundi og séu þeir í hinum enda borgarinnar getur erindið tekið allan daginn vegna þungrar umferðar og enda- lauss mannfjölda,“ segir Tinna sem eyðir frídögum við sundlaugar- bakkann og verslun á mörkuðum þegar vinnan tekur ekki tíma henn- ar, en samningstímabil hennar sem fyrirsæta á Indlandi rennur út í maí. „Þá langar mig að fara yfir sum- artímann og starfa í Tókýó, en koma svo heim og stoppa þar aðeins í haust. Ég hef yndi af myndatökum fyrir tímarit og aug- lýsingar, finnst létt að taka þátt í tískusýningum, en vinna í tengsl- um við sjónvarpsauglýsingar hér getur verið bæði löng og ströng og þannig stóð ég tvo daga fram á rauða nótt ísköld í tilbúnu regni með ís í hendi vegna Walls-íssins í síðustu viku, og náði mér í kvef- pest fyrir vikið.“ Á silkináttkjól meðal Indverja Andlit Tinnu varð Indverjum fyrst kunnugt þegar hún sat fyrir í silkináttkjól fyrir arabaríkin og síðar í Levi‘s-auglýsingu sem birt- ist á auglýsingaspjöldum um ger- vallt Indland. „Við skerum okkur verulega úr mannmergðinni, enda ekki mikið af hvítu fólki á þessum slóðum. Á götum úti verður fólki starsýnt á okkur og margir vilja komast í návígi, en Indverjar eru upp til hópa mjög indælir og gestrisnir og við ekki lent í neinum vandræðum eða leiðinlegu ónæði,“ segir Tinna og svalar þorstanum með ísköldum svaladrykk á þessu heita kvöldi. „Við erum nú ekki orðnar svo frægar að hvert mannsbarn þekki okkur, en mjög margir vita hverjar við erum. Við höldum oftast hópinn með fræga fólkinu og förum í öll aðalpartíin, en þeir sem starfa í þessum bransa vekja mikla athygli. Indverjar sækjast mjög eftir hvít- um fyrirsætum, sem ég skil ekki alveg þar sem indverskar fyrirsæt- ur eru ákaflega fagrar og flottar líka, og þetta veldur okkur stund- um heilabrotum,“ segir Tinna sem líkt og hinum íslensku fyrirsætun- um hefur gengið ákaflega vel. „Það eru talsverðir peningar í húfi og sakar ekki hve ódýrt getur verið að lifa hér, en vissulega þarf maður eins og alltaf að gæta þess að eyða ekki um of, því freisting- arnar eru margar,“ segir Tinna brosandi og nefnir annars konar freistingar sem tengjast fyrirsætu- bransanum. „Maður lærir fljótt að margt ber að varast í þessum bransa og forðast beri að umgangast skugga- legt fólk. Módelheimurinn getur verið rosalega hættulegur og maður kemst fljótt í raun um að ekki er öllum treystandi. Þá er ágætt að taka ekki of ákafan þátt í ljúfa lífinu en hér er hægt að kom- ast í partí, opnanir og aðrar skemmtanir á hverju kvöldi. Ég fer vitaskuld reglulega út að skemmta mér en reyni að stilla því í hóf og njóta þess að vera heimakær líka.“ Eymdin erfiðust Menningarmunur er mikill þegar indverskt samfélag er borið saman við hið íslenska. „Ég hafði aldrei komið til Asíu áður og vissi ekkert hvað ég var að fara út í, en mörg af ríkjum álfunnar eru fátæk og vanþróuð. Hér hefur mér þótt sláandi hin mikla fátækt og bilið milli ríkra og fátækra, en stéttaskipting er landlæg á Indlandi. Maður geng- ur ekki um göturnar án þess að fara hjá urmul betlandi götu- barna, aldraðra, ungra kvenna með ungbörn upp á arminn og fólk sem vantar á útlimi og er mikið fatlað,“ segir Tinna sem fyrst í stað gat ekki fengið af sér að ganga framhjá betlandi börn- um án þess að reiða fé af hendi. „En svo skilur maður að þetta tekur engan enda og mjög auð- velt að eyða aleigunni í slíkar ölmusur. Nú gef ég börnunum frekar sælgæti eða annað matar- kyns og þau eru sátt við það, enda kemur það sér ekki síður vel, og stundum gef ég þeim klink,“ segir Tinna sem er greinilega slegin yfir örbirgð indverskra götubarna sem flest eru munað- arlaus og ala sig sjálf upp á stræt- um borganna. „Fyrirsætubransinn er alls- staðar eins, hvort sem það er hér, í París, New York eða annars staðar. Þeir sem lifa og hrærast innan hans lifa vernduðu lúxus- lífi sem á ekkert skylt við líf ind- verska almúgans. Þetta fólk held- ur sig sér, lokar sig af og stundum finnst mér það kæra sig kollótt um fátæktina og eymdina allt í kring, því þegar við íslensku stelpurnar fárumst yfir ástand- inu hristir það hausinn og vill ekki ræða það frekar,“ segir Tinna sem útilokar ekki lengri viðveru í Indlandi framtíðarinn- ar. „Áður fyrr hefði ekki hvarflað að mér að ég ætti eftir að búa hér og starfa, og vissulega var ég engin flökkukind í mér áður en fyrirsætustörfin hófust. Þá vildi ég aðeins vera heima á Íslandi en núna langar mig að sjá fleira í veröldinni og upplifa meira. Það er einstakt við starfið hvað maður kynnist mörgu frábæru fólki og ferðalögin víkka sjóndeildar- hringinn. Því veit Guð einn hvað framtíðin ber í skauti sér, en mér finnst ekki fráleitt að ég komi hingað aftur, eða þá fari til starfa eitthvert annað,“ segir þessi tví- tuga, gullfallega Hafnarfjarðar- mær undir indverskum, stjörnu- björtum himni. ■ 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR40 TINNA BERGSDÓTTIR FYRIRSÆTA Strandhögg íslensku umboðsskrifstofunnar Eskimo hefur vakið gríðarlega athygli á Ind- landi, en fyrr í mánuðinum birtist forsíðu- grein um fyrirtækið og árangur þess í ind- verska fyrirsætuheiminum í mest lesna og virtasta dagblaði Indlands, India Times, en daglegt upplag þess er 2,1 milljón eintök. Eskimo hefur bæði fundið þarlendar og áður óþekktar fyrirsætur sem gera það nú gott bæði heima og erlendis, sem og lánað sínar eigin erlendu fyrirsætur til starfa þar ytra, en nú eru fjórar íslenskar stúlkur við fyrirsætustörf í Bombay. Hér gefur að líta myndir úr möppu Tinnu á Indlandi, ásamt myndum af götubörnum, betlurum og daglegu lífi sem Tinna tók sjálf. Undir indversku stjörnuregni Allt frá Bombay norður til Delí og suður til Kerala má sjá risavaxin vegg- spjöld með andliti Hafnfirðingsins Tinnu Bergsdóttur sleikja Walls-ís úti í indversku regni, en andlit íslenskra fyrirsæta verða sífellt þekktari á Ind- landi eftir að Eskimo-umboðsskrifstofan hóf strandhögg í indverska fyrir- sætuheiminum árið 2005. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir deildi ítalsk-indverskum kvöldverði með Tinnu í töfraborginni Bombay. Skeifan 4 S. 588 1818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.