Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 33
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Hátíð verður hjá Bernhard bíla-
umboðinu í Vatnagörðum um
helgina. Þar verður meðal annars
frumsýndur glænýr Honda Civic
sem hefur fengið nýtt útlit frá
toppi til táar. Einnig verður endur-
bætt Honda Accord frumsýnd.
Opið verður frá 12 til 16 í dag en
frá 13 til 16 á morgun.
Bændaferðir standa fyrir ferð á
lokatónleika blúsarans B.B. King
sem fram fara í Birmingham eftir
rúman mánuð. Enn eru til örfáir
miðar en frekari upplýsingar má
nálgast á heimasíðu Bænda-
ferða, baendaferdir.is.
Hermannaföt virðast aftur vera
að komast í tísku, þá sérstaklega
hjá strákum. Svo virðist alltént
vera ef marka má eitthvað af
þeim fjölmörgu tískusýningum
sem farið hafa fram nýlega.
Passa verður þó upp á að fara
ekki of hefðbundnar leiðir heldur
má aðeins hressa
upp á þetta annars
staðn-
aða
snið.
ALLT HITT
[ TÍSKA, BÍLAR, FERÐIR ]
Forstjóri Umferðarstofu, Karl Ragnars,
er með tvo bíla á heimili sínu. Hann
segist ekki mikill bílaáhugamaður en er
þó afar sáttur við báða bílana sína.
Á heimili Karls Ragnars, forstjóra Umferð-
arstofu, eru tveir forláta bílar, annars vegar
ársgömul Toyota Corolla Hatchback og hins
vegar fimm ára gamall Subaru Legacy Stat-
ion. Alla jafna segir Karl að konan fái að
nota Corolluna en að hann noti Lagacyinn
við hið daglega amstur. Aðspurður um
hvorn bílinn hann myndi velja sér til þess
að keyra út í búð segist Karl ekki vilja gera
upp á milli barnanna sinna. ,,Þetta eru hvort
tveggja ágætir bílar, sem þjóna okkar þörf-
um alveg gríðarlega vel.“
Karl segist í gegnum tíðina hafa átt
nokkra Subaru bíla. Hann segist þó ekki
vera endilega að sækja í japanska bíla. ,,Ég
hef aðallega verið að leita eftir því að vera
á fjórhjóladrifnum bíl.“ Almennt séð segist
Karl ekki vera mikill bíladellukarl.
Aðspurður hvort hann hafi frekar áhuga á
umferðinni hlær Karl örlítið og segir að
það sé nærri lagi. Í umferðinni segir Karl
að bílarnir tveir virki afar vel, ,,Já, mikil
ósköp.“
Karl er afar ánægður með þróun örygg-
ismála í fólksbílum en þar hefur orðið bylt-
ing á síðastliðnum áratug. Karl telur ein-
mitt upp öryggið sem einn af aðalkostum
bílanna tveggja. ,,Þeir eru báðir með ABS-
bremsur, mér finnst það mjög gott. Það er
enginn vafi að öryggið hafi aukist mikið
með tilkomu þeirra. Maður er hættur að
skrensa til þversum í hálku þegar stigið er
á bremsuna,“ segir Karl og telur einnig upp
fleiri þætti í öryggi nýrra bíla sem hafa
stórbatnað að undanförnu. ,,Það er enginn
vafi á því að bílaframleiðslan öll hefur
orðið við síauknum kröfum um aukið
öryggi.“ steinthor@frettabladid.is
Ánægður með
örugga fjölskyldubíla
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 8.49 13.41 18.33
Akureyri 8.39 13.25 18.13
GÓÐAN DAG!
Í dag er laugardagurinn
25. febrúar, 56. dagur
ársins 2006.
BÍLL FYRIR
FAGURKERA
BMW X3 er nettur og
skemmtilegur lúxus-
jepplingur. Hann er lipur
hvort heldur sem er á
beinum og breiðum vegi og í
borgarakstrinum. BÍLAR 2
GYRTIR STRÁKAR
Nú eiga strákar að vera
óhræddir við að
gyrða sig, það
er jafnvel orðið
svalt.
TÍSKA 5
Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf.
Karl Ragnars, forstjóri
Umferðarstofu, er einstaklega
ánægður með bílana sína tvo.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA