Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 4
NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar BANGLADESS, AP Að minnsta kosti 54 fórust og yfir 150 slösuðust þegar eldur kom upp í textílverk- smiðju í suðausturhluta Bangla- dess á fimmtudagskvöld. Um 1.000 starfsmenn, aðallega konur, voru við störf í verksmiðj- unni þegar eldurinn kviknaði og tókst flestum þeirra að komast út af sjálfsdáðum, að sögn yfir- valda. Björgunarsveitarmenn leituðu í allan gærdag að eftirlifandi fólki í rústum hússins, sem var á þrem- ur hæðum og eingöngu með einn útgang. Eldurinn er talinn hafa átt upptök sín í neista úr raf- magnsverkfæri. - smk Bruni í Bangladess: Tugir fórust í eldsvoða ELDSVOÐI Leitarmenn fundu fjölmörg lík í rústum textílverksmiðju sem brann í Bang- ladess á fimmtudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRÆNLAND, AP Grænlenska heima- stjórnin setti í vikunni veiðikvóta á hvítabirni til að vernda þá, en birnirnir eru taldir vera í útrým- ingarhættu vegna hækkandi hita- stigs jarðar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar formlegar hömlur eru settar á ísbjarnarveiðar Grænlendinga. Í ár mega Grænlendingar með gilt veiðileyfi veiða 150 dýr en sein- ustu árin hefur meðalveiðin verið 250 dýr. Veiðikvótinn verður þó endurskoðaður árlega og útlend- ingar fá ekki veiðileyfi. Um 7.500 hvítabirnir finnast á Grænlandi, aðallega á norður- og austurhlut- anum, og sækjast Grænlendingar eftir dýrunum fyrir kjötið og feld- inn. - smk Veiðar á Grænlandi: Kvóti settur á ísbjarnaveiðar HVÍTABIRNIR Um 100 færri ísbirnir verða veiddir á Grænlandi í ár en undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Misþyrmdi í tuttugu ár Fertugur þriggja barna norskur faðir hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og greiðslu 4,5 milljóna króna bóta fyrir að hafa misþyrmt fjölskyldu sinni líkam- lega og andlega í tuttugu ár. NOREGUR Hvatvísi í ásökunum Hvatvísi kom grænlenska sjávarútvegsráðherranum Finn Karlsen í koll þegar hann ásakaði forstjóra ríkisfyrirtækisins Great Green- land um fjárdrátt því nú er komið í ljós að forstjórinn er saklaus af þeim áburði, að sögn skip.is. GRÆNLAND GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 24.2.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 66,16 66,48 Sterlingspund 115,67 116,23 Evra 78,7 79,14 Dönsk króna 10,545 10,607 Norsk króna 9,753 9,811 Sænsk króna 8,355 8,403 Japanskt jen 0,5663 0, 5697 SDR 95,11 95,67 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 110,7183 EVRÓPA, AP Frakkar hafa fundið fuglaflensu í alifuglum á búgarði í suðausturhluta landsins. H5-fuglaflensuveira fannst í kalk- únum á fimmtudag, en enn var óljóst síðdegis í gær hvort veiran væri af mannskæða stofninum H5N1. Alifuglabúið er nálægt staðnum þar sem H5N1-veirustofninn fannst í tveimur dauðum villtum öndum í síðustu viku. Í kjölfar þess var alifuglabændum bannað að hleypa fuglum sínum út. Fleiri en 11.000 kalkúnum var slátrað á búinu í gær og íbúum bannað að fara af bæ nema í ítrustu nauðsyn. Auk þess voru fyrstu tvö til- fellin af H5N1-fuglaflensunni staðfest í Slóvakíu í gær, að sögn yfirvalda þar í landi. Heilbrigðisráðherrar Evrópu- sambandsins funduðu í Vín í gær og ákváðu að hefja víðtæka upp- lýsingaherferð um fuglaflensu. Ráðherrarnir samþykktu að þörf væri á samhæfðri upplýs- ingastefnu um áhættu og hvernig alifuglabændum og almenningi bæri að bregðast við hættunni, að sögn Mariu Rauch-Kallat, heil- brigðisráðherra Austurríkis. Jafnframt fannst fuglaflensa í gær á tveimur stöðum til viðbótar í norðvesturhluta Þýskalands. Þýska stjórnin ákvað að komið yrði upp birgðum af Tamiflu- flensubólusetningarlyfinu fyrir um fimmtung þjóðarinnar, en talið er að Tamiflu geti haft fyrir- byggjandi áhrif á fuglaflensu líkt og flensusprautan sem margir fá á haustin. Indónesísk yfirvöld tilkynntu í gær um afar víðtæka herferð þar í landi gegn flensunni. Nítján manns hafa látið lífið úr fuglaflensu í Indónesíu á síðustu níu mánuðum og ætla yfirvöld þar í landi að safna Tamiflu-lyfinu fyrir um 700.000 manns. Minnst 92 manns hafa látist úr fuglaflensu síðan árið 2003 í Asíu og Tyrklandi. Enn sem komið er virðist fólk þurfa að handfjatla sýkta fugla til að smit- ast af veirunni, en heilbrigðis- yfirvöld óttast að veiran stökk- breytist svo hún geti borist frá manni til manns og valdið heims- faraldri. Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar hefur meira en helmingur hinna sýktu látist en líklegt þykir að fleiri lifi af en stofnunin telur, þar sem starfsmenn hennar taka sýni úr fæstum þeirra sem lifa af smit. Fuglaflensa hefur fundist í níu aðildarlöndum Evrópusambands- ins, auk fjölda annarra Evrópu- og Asíulanda. smk@frettabladid.is Grunur um smit í frönskum alifuglum Fuglaflensan heldur áfram að dreifa sér um allan heim. Frakkar óttast að hún sé komin í alifugla þeirra og heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsins hafa ákveðið að hefja upplýsingaherferð um flensuna. FRANSKIR ALIFUGLAR Í HÚS Franskur heilbrigðisstarfsmaður flytur taminn hana úr almenn- ingsgarði í Toulouse inn í hús, en yfirvöld hafa skipað Frökkum að halda öllum sínum alifuglum inni vegna fuglaflensunnar þar í landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VERÐLAUN Sigurður Örn Aðalgeirs- son og Jón Steinar Garðarsson hlutu Nýsköpunarverðlaun for- seta Íslands fyrir þróun á nýrri tækni til að lina þjáningar eftir íþróttameiðsl. Aðferð tvímenninganna bygg- ist á að kæla slík meiðsl með raf- stýringu og vinna þannig á bólgum hvers konar sem eru algengar meðal keppnismanna. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1996 þeim námsmönn- um sem unnið hafa framúrskar- andi starf við úrlausn ýmissa verkefna. - aöe Nýsköpunarverðlaun 2006: Kæla meiðsl með rafmagni BÆJARMÁL Niðurgreiðslur til dag- foreldra á Seltjarnarnesi verða hækkaðar um fjörutíu til áttatíu prósent, samkvæmt samþykkt fjárhags- og launanefndar bæjar- ins. Áður hafði félagsmálaráð lagt til að þjónustusamningur yrði gerður við dagforeldra um að tryggja foreldrum sæmbærilegt gjald og fyrir leikskóla. Dagforeldrum hugnaðist ekki að lækka gjöldin og því ákvað bærinn að hækka krónutölu niður- greiðslna. Bæjaryfirvöld vonast til að niðurgreiðslan komist til skila sem lægri gjöld fyrir for- eldra en hærri tekjur fyrir dag- foreldra. - sts Niðurgreiðslur á Nesinu: Hækkaðar um 40-80 prósent VIÐSKIPTI Byggðastofnun hefur tapað tæpum 658 milljónum króna á síðustu tveimur árum. Á nýliðnu ári nam tapið um 272 milljónum króna. Eignir stofnunarinnar lækkuðu úr 14,5 milljörðum í árslok 2004 í rúma 11,7 milljarða króna, sem stafar meðal annars af samdrætti útlána. Útlán minnkuðu um 1.367 milljónir króna á milli ára. Fyrirtæki og aðrir viðskipta- vinir hafa fært viðskipti sín frá stofnuninni til viðskiptabanka sem bjóða betri vaxtakjör. Hreinar vaxtatekjur drógust saman úr 269 milljónum króna í 140 milljónir, um 48 prósent. Þær hafa dregist verulega saman á undanförnum árum. Niðurfært hlutafé og framlag til afskriftarreikning útlána voru 340 milljónir króna samanborið við 463 milljónir árið áður. Eigið fé Byggðastofnunar var 1.041 milljón króna í árslok og lækkar sem nemur tapi ársins. Til samanburðar var eigið fé stofnun- arinnar yfir tveir milljarðar króna árið 2001. Handbært fé lækkaði um 1,4 milljarða á síðasta ári. - eþa Samanlagt tap Byggðastofnunar um 658 milljónir króna á tveimur árum: Útlán drógust mikið saman BYGGÐASTOFNUN Hefur tapað rúmum 650 milljónum króna á tveimur árum. 4 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.