Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 24
 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á net- fangið timamot@frettabladid. is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar og bróður, Gylfa Gíslasonar teiknara og myndlistarmanns. Margrét Þóra Gylfadóttir Kristín Edda Gylfadóttir Unnur Kristbjörg Gylfadóttir Freyja Gylfadóttir Þorkell Snorri Gylfason Kristín Eiríka Gísladóttir og fjölskyldur. TENNESSEE WILLIAMS (1911-1983) LÉST ÞENNAN DAG. „Ekki hlakka til dagsins þegar þú hættir að þjást, því þegar hann kemur veistu að þú er dauður.“ Tennessee Williams var bandarískt leikritaskáld. Meðal frægra verka hans er Sporvagninn Girnd. Á þessum degi árið 1964 varð hinn 22 ára hnefaleikakappi Cassius Clay heimsmeistari í hnefaleikum þegar hann sigraði Sonny Liston öllum að óvörum í hnefaleikakeppni í Miami. Liston, sem af mörgum var talinn ósigrandi, gafst upp eftir sex lotur. Þegar bjallan hringdi inn sjöundu lotuna sat Liston áfram í sínu horni og neitaði að berjast áfram. Fyrir leikinn hafði Clay verið sektaður fyrir slæma framkomu en hann hafði veist að hinum 32 ára Liston við vigtun þeirra. Clay fékk að halda heimsmeist- aratitlinum en rannsókn var gerð á viðureigninni enda þótti sigur Clay nokkuð vafasamur. Var talað um að svik væru í spilunum bæði í þessari keppni og þegar þeir Clay og Liston mættust á ný ári síðar. Þá sigraði Clay með rothöggi í fyrstu lotu. Stuttu eftir sigurinn kom hann hnefaleikasamtökunum á óvart með því að tilkynna að hann væri genginn til liðs við íslamstrúarhóp en Clay varð síðar þekktur undir nafninu Muhammad Ali. Ferill hans spannaði tuttugu ár. Á þeim tíma sigraði hann 56 sinnum og átti 37 rothögg. ÞETTA GERÐIST > 25. FEBRÚAR 1964 Cassius Clay krýndur heimsmeistari CASSIUS CLAY MERKISATBURÐIR 1570 Elísabet I Englandsdrottning er bannfærð af Píusi páfa V. 1956 Nikita Krúsjeff heldur þrumandi ræðu á þingi kommúnista. Þar lýsir hann andúð sinni á stjórnmála- stefnu Stalíns. 1964 Teikning eftir Sigmund Jóhannsson birtist í fyrsta sinn í Morgunblaðinu, en hún er af landgöngu í Surtsey. 1966 Bandaríska söngkonan Ella Fitzgerald kemur til landsins og heldur tónleika í Háskólabíói. 1986 Corazon Aquino verður forseti Filippseyja eftir að Ferdinand Marcos flýr land. 2000 Þrír látast og sjö slasast alvarlega í árekstri jeppa og rútu á Kjalarnesi. Fjallað verður um hjónaband og sam- búð með fræðslu, gleði, tónlist og bæn í fyrstu messu um það efni sem haldin verður í Garðakirkju á Álftanesi á sunnudaginn 26. febrúar klukkan 20.00. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik J. Hjartar standa að baki þess- um nýju messum sem verða haldnar til skiptis í Garða- og Bessastaðakirkju en báðar eru þær geysilega vinsælar fyrir brúðkaupsathafnir. „Fjölskyldan er mikilvægasta stofn- un samfélagsins og byggir á sambúð eða hjónabandi foreldranna. Mikilvæg- ustu stoðirnar eru ástin, trúfestan og virðingin sem er nauðsynlegt að rækta,“ segir Jóna Hrönn, sem fannst mikil- vægt að kirkjan kæmi með tilboð um þjónustu sem hjálpar sambúðarfólki og hjónum að rækta þessar stoðir. Friðrik hefur orðið þess áskynja að fólk telji sambúð og hjónaband jafn- gild. „Ég vona að sambúðarmessurnar verði til þess að sambúðarfólk leggi meira inn í samband sitt, sem þá mun gefa meira til baka og grunnur þess treystast,“ segir Friðrik. Þó ekki sé ætlunin með þessu uppátæki að hvetja fólk til hjónabands segir Friðrik það jákvætt ef messurnar verði til þess að pör kanni réttarstöðu sína. Jóna og Friðrik stefna að því að gera messurnar skemmtilegar með gleði og söng jafnhliða fræðslu og bæn. Í hverri messu munu fyrirlesarar miðla af fróð- leik og gott tónlistarfólk leiðir lofgjörð- ina. „En mest er um vert að við ætlum að standa saman um að rækta hið dýr- mæta samband sem hjónaband og sam- búð er svo sannarlega,“ segir Jóna Hrönn og tekur fram að allir séu vel- komnir og þar sé aldur og kynhneigð engin fyrirstaða. Friðrik telur að svo náið samband sem hjónaband og sambúð er geti tví- mælalaust sótt sér styrk í starf kirkj- unnar og kristin gildi. „Það er til dæmis ekki sjálfsagt að sambúðaraðilar sjái það fyrir að makinn kunni að hafa galla, sem koma í ljós við nánari kynni,“ bend- ir Friðrik á en kirkjan sé ágætis vett- vangur til að læra að breiða yfir galla makans og draga fram kostina. Annað kvöld verða hjónin séra Vig- fús Bjarni Albertsson og Valdís Ösp Ívarsdóttir með fræðslu um mikilvægi samtalsins í sambúð fólks. Ómar Guð- jónsson gítarleikari leiðir tónlistina ásamt Eyjólfi Þorleifssyni saxófónleik- ara og Anna Sigríður Helgadóttir syng- ur. ■ BESSASTAÐA- OG GARÐASÓKN: HJÓNA- OG SAMBÚÐARMESSUR Ást, trúfesta og virðing VIÐ GARÐAKIRKJU Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik J. Hjartar standa fyrir sérstökum mess- um um hjónaband og sambúð. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Nýja bílahúsið við Laugaveg 86-94, sem opnað var í lok nóvember, hefur hlotið nafnið Stjörnuport. Bílastæðasjóður stóð fyrir nafna- samkeppni og bárust tillögur frá tæp- lega 1.800 manns þar sem ríflega þús- und nöfn voru tilgreind. Rúmlega helmingur þeirra fól í sér einhverja orðmynd af stjörnu sem vísar til þess tíma þegar Stjörnubíó stóð á lóðinni. Eftir umfjöllun nafnanefndar varð fyrir valinu nafnið Stjörnuport sem heiti á nýja húsinu. Nokkrar tillögur höfðu borist með því nafni og var dreg- ið úr nöfnum þeirra sem áttu þá til- lögu. Hinn heppni vinningshafi er Heimir Bergmann Hauksson. Hann hlaut í verðlaun Gjafabréf miðborgar að upp- hæð 50.000 krónur. Nýtingin á bílahúsinu hefur verið góð frá fyrsta degi. Gjald hefur ekki verið tekið fyrir stæðin til þessa, en verðskrá hefur verið ákveðin og munu skammtímastæði kosta 80 krónur fyrsta klukkutímann og síðan 10 krónur fyrir hverjar byrjaðar 12 mínútur, sem þýðir að eftir fyrsta klukkutímann er tíma- gjaldið 50 krónur. Langtímastæði verða leigð í neðsta kjallaranum og kosta þau 5.600 krónur á mánuði. ■ Bílahús fær nafnið Stjörnuport GLAÐUR NAFNASMIÐUR Heimir Bergmann Hauksson sendi inn tillögu að nafninu Stjörnuport og hlaut peningaverðlaun að launum. AFMÆLI Nína Dögg Filipp- usdóttir leikkona er 32 ára. Guðrún Vil- mundardóttir leikhúsfræðingur er 32 ára. Jón Ólafsson tónlistarmaður er 43 ára. Sigurður B. Stef- ánsson hagfræðing- ur er 59 ára. Þorsteinn Eggerts- son tónlistarmaður er 64 ára. ANDLÁT Kristbjörg Pétursdóttir, fyrr- verandi kennari, Holtagerði 84, Kópavogi, andaðist á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 21. febrúar. Anna Steindórsdóttir Haarde, Aflagranda 40, Reykjavík, lést miðvikudaginn 22. febrúar. Gróa Bjarney Helgadóttir, Skúla- götu 20, Reykjavík, lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 22. febrúar. Þráinn Jónsson, Ekrusíðu 9, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri miðvikudaginn 22. febrúar. JARÐARFARIR 11.00 Högni Klemensson, Sunnu- braut 9, Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju. 13.00 Aðalheiður V. Steingríms- dóttir, Hjallahlíð 4, Mos- fellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju. 13.30 Ástríður I. Sigurðardóttir, áður til heimilis í Álftarima 11, Selfossi, verður jarð- sungin frá Selfosskirkju. 14.00 Hreinn Þorvaldsson, Skagfirðingabraut 49, Sauð- árkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju. 14.00 Jón Pálmi Rögnvaldsson matsveinn, Hvanneyrar- braut 42, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju. 14.00 Reynir Böðvarsson, Breiðabóli, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju. 14.00 Tómasína Elín Olsen, Hraunbæ 103, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Björn M. Loftsson Drápuhlíð 42, Reykjavík, lést þriðjudaginn 21. febrúar. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 6. mars kl. 13.00. Kristín Þ. Jónsdóttir Jón Loftur Björnsson Guðni Björnsson Helena Hákonardóttir Yngvi Björnsson Guðrún A. Sigurðardóttir Daníel B. Yngvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.