Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 54
Kettlingurinn sem fannst holdvotur og einn síns liðs ofan í einum lækja Foss- vogsins hafði ljóslega tilgang með lífi sínu því hann varð Eline heldur betur áhrifavaldur. Ættingjar hennar höfðu ekki haft brjóst í sér að láta svæfa kisa og datt í hug að piparmærin Eline í Þingholtunum kynni að vera rétta manneskjan til að annaðhvort elska köttinn eða drepa. „Á þessum tíma var ég byrjuð að skrifa kvikmyndahandrit og alltaf lá kettlingsræfillinn hjá mér. Ég hugsaði sem svo að ef mér tæk- ist að klára skrifin og kötturinn lifði af myndi ég láta verða af því að byggja einhverskonar leikhús í ellinni, kalla það Fjalaköttinn og finna því stað í Vatnsmýrinni,“ segir Eline, sem heitir öðru nafni Ragnheiður Elín Gunnarsdóttir en tók sér listamannsnafnið Eline McKay þegar hún nam leiklist í London Academy of Music and Dramatic Arts í Englandi og sam- nemendur og kennarar hennar gátu engan vegið borið fram né skrifað nafn hennar. „Ég fór svo á stúfana til að athuga hvað væri eiginlega málið með Fjalaköttinn, þetta elsta kvik- myndahús á Íslandi og sem búið var að rífa, og komst að því hjá Fyrirtækjaskrá að nafnið væri laust til leikhús- og kvikmynda- starfsemi. Ég dreif mig því á stað- inn og stofnaði leikfélag með kenni- tölu undir nafni Fjalarkattarins,“ segir Eline brosmild og full bar- áttuanda. Ekki til sölu Fimm ár eru síðan hugmyndin að leikhúsi í Vatnsmýrinni kviknaði í kolli Eline. „Í millitíðinni hringir í mig maður að nafni Ragnar Halldórs- son og biður mig að selja sér nafn- ið. Ég segi auðvitað þvert nei við Ragnar; að nafnið sé ekki til sölu þótt hann hafi boðið mér hálfa milljón króna fyrir. Fjalakötturinn var einfaldlega ekki til sölu og Ragnar virti þá ákvörðun mína, en þegar ég hafði kvatt hann rann upp fyrir sjálfri mér að mér væri full alvara með þessi áform mín. Ég hafði tekið ástfóstri við þennan draum og hugsaði sem svo að ég hlyti að geta teiknað þetta upp og skipulagt,“ segir Eline sem komin er af byggingarverkfræðingum og arkitektum og með skipulagsmál í blóðinu. „Ég settist því niður í minni barnslegu einfeldni, teiknaði þetta upp og skipulagði. Tók myndir af aumingja kettlingnum, bjó til lógó fyrir leikfélagið og þannig líður tíminn þar til síðastliðið haust að nýtt hótel opnar í Aðalstrætinu og mér til mikils hryllings hafa eig- endur þess stolið nafninu til að nota yfir veitingahús hótelsins, en framhlið þess húss er eftirlíking af gamla Fjalakettinum. Ég varð afar sár, leitaði lögfræðiálits og kvart- aði við Fyrirtækjaskrá sem taldi víst að ég mundi vinna mál gegn þeim, en hef ekki farið alla leið. Finnst þetta bara svo frekt, en veit að byggi ég einhvern tímann þetta leikhús mun svo sannarlega verða í því veitingarekstur og þá sjá þeir vonandi sóma sinn í að breyta nafn- inu í „Gamla Fjalaköttinn“ eða annað álíka.“ Draumur í Nauthólsvík Það er umræðan um nýtt skipulag í Vatnsmýrinni sem fær Eline til að uppljóstra um framtíðarplön sín og drauma. Hún hefur enn ekki viðrað umræðuna við borgaryfirvöld en vonast til að borgarstjóraefnin Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson séu reiðubúnir til skrafs og ráðagerða, enda báðum umhugað um breytta borgarmynd í Vatnsmýri. „Stjórnmálamenn borgarinnar eru komnir hættulega nálægt því að ráðstafa og skipuleggja Vatns- mýrina og því verð ég að segja frá hugmynd minni áður en Vatnsmýr- in verður lögð undir álver og hrað- brautir. Ég vil sjá Vatnsmýrina, 102 Reykjavík, sem framhald af miðbænum með sama danska skipulaginu og blómlegu menning- arlífi hinum megin byggðarinnar við sæinn. Ég vil alls ekki upplifa hlykkjóttar Grafarvogsgötur held- ur beinar þvergötur eins og í New York, svo við getum alltaf séð niður að sjó. Þannig vil ég sjá svæðið við Nauthólsvík sem blöndu af náttúru og menningarlegu miðborgarsvæði með hellulögðum þrengri götum, trjám, gosbrunni og fallegum, gam- aldags byggingum,“ segir Eline, en það er einmitt við sjóinn hjá Naut- hólsvík sem hún vill byggja Fjala- köttinn. „Ég er að tala um leikhús sem tekur 400 manns í sæti, veitinga- hús með opið út í garð eða á bryggju svo að fólk geti setið úti og notið töfra íslenskra sumarkvölda. Þarna yrði einnig kaffihús í anda Star- bucks til að bjarga skrifstofublók- um á morgnana, og þarna yrði bókabúð, kjólabúð, tvö dansstúdíó, almennilegur djassklúbbur í kjall- aranum og á efri hæð hússins yrði saumastofa, smíðaverkstæði, skrif- stofur og aðstaða til að hýsa erlenda listamenn sem koma til starfa, ásamt kennslustofum því þarna væri ég líka komin með tilvalda aðstöðu til að stofna einkarekinn leiklistarskóla og aðstöðu sem nýst gæti áformum Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur.“ Öryggisleysi leikara Í upphafi sá Eline drauminn um Fjalaköttinn verða að veruleika eftir tuttugu til þrjátíu ár. Þangað til ætlaði hún að vinna að leikupp- setningum Fjalakattarins og er reyndar með tvö gamanleikrit áformuð á hausti komanda, en nú finnst henni mál að tala um draum- inn því hlutirnir gerast hratt í pólitísku borgarlandslagi. „Íslendingum mun fjölga enn meir á næstu árum og ég er sann- færð um að mikil þörf verður fyrir leikhús af þessu tagi í framtíðinni. Undir þessa starfsemi þarf ég eitt þúsund fermetra og nokkur hundr- uð milljónir, en hvað er það á milli vina?“ spyr hún hlæjandi en er full alvara. „Ég var því miður komin langt yfir 18 ára aldurstakmarkið í hug- myndasamkeppni um Vatnsmýr- ina, en þar vann átján ára frænka mín til þriðju verðlauna. Kannski er ég nú þegar orðin of sein að tjá mig um þetta, en skora á stjórn- málamenn borgarinnar að taka þessar hugmyndir til athugunar. Víst er mikil gróska í íslenskri leik- list og mikið um duglegt fólk, en þetta fólk vantar starfsöryggi og fleiri atvinnutækifæri. Það geta allir búið til leikhús í einhverjum bílskúrum, en varla hægt að ætlast til slíks hugsjóna- og sjálfboða- starfs af vel menntuðum leikurum til langframa. Ég vil búa til atvinnu- leikhús sem ræður til sín fólk í sex mánuði í senn og þar sem fólk fær borgað fyrir vinnu sína,“ segir Eline sem nú leikur hlutverk í Túskildingsóperu Þjóðleikhússins, hefur meðal annars skrifað gaman- atriði fyrir Stelpurnar á Stöð 2, leikstýrði Móðir mín, dóttir mín í Hafnarfjarðarleikhúsinu síðastlið- ið vor, var aðstoðarleikstjóri verks- ins Frelsi í Þjóðleikhúsinu síðasta haust og hefur auk leiklistarnáms- ins lokið 7. stigi í Söngskóla Reykja- víkur. „Fjalakötturinn mun auðvitað kosta sitt en ég var svo bjartsýn í upphafi að halda að ég gæti unnið fyrir þeim peningum sjálf. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve laun leikara eru lág, enda búin að horfa upp á bekkjarfélagana ytra skrifa undir milljón dollara-samninga og þá verður maður nú bjartsýnn,“ segir hún hláturmild, en með Eline í bekk var meðal annarra leikarinn Chiwetel Ejiofor, sem tilnefndur var sem besti nýliðinn á nýafstað- inni BAFTA-verðlaunahátíð og hefur meðal annars leikið í kvik- myndum Stevens Spielberg og Woodys Allen. „Hvað kettlinginn varðar, þá dafnar hann vel. Kannski of vel þar sem hann glímir við offituvanda- mál í dag, en það er annað mál. Ég elska hann og hann er minn,“ segir Eline og knúsar feitan Fjalaköttinn malandi heima í stofu. ■ 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR38 MEÐ STÓRAR HUGSJÓNIR, EN RAUNHÆFA DRAUMA Eline McKay ætlar sér stóra hluti í Reykjavík framtíðarinnar, en hana dreymir um alhliða leikhús við sæinn í Vatnsmýrinni í þröngum, gamaldags strætum, þar sem blandast saman leiklist, sköpun, verslanir og veitingahús, og einnig yrði þar leiklistarskóli. FRÉTTABLAÐIÐ/NÍNA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR Fjalakötturinn er minn! Leikkonan Eline McKay var atvinnulaus með þriggja vikna lamaðan kett- ling í fanginu þegar hún fékk bráðsnjalla hugmynd í eldhúsinu heima. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir varð forvitin um þetta hugarfóstur Eline. „Ég vil alls ekki upplifa hlykkjóttar Grafarvogs- götur heldur beinar þvergötur eins og í New York, svo við getum alltaf séð niður að sjó. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.