Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 16
 5. mars 2006 SUNNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Okkar einlægur og ástkær unnusti, sonur, bróðir, tengdasonur, barnabarn og mágur, Tómas Ýmir Óskarsson frá Dæli í Skíðadal, til heimilis að Keilusíðu 6h, Akureyri, sem lést laugardaginn 25. febrúar, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 10. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, sem fást í Pennanum Akureyri og blómabúðinni Ilex Dalvík. Ásdís Hanna Bergvinsdóttir Lene Zacharíassen Óskar Snæberg Gunnarsson Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir Íris Björk Óskarsdóttir Eyþór Freyr Óskarsson Bergvin Jóhannsson Sigurlaug Anna Eggertsdóttir Gunnar Rögnvaldsson Kristín Óskarsdóttir Björg Zacharíassen Sigríður Valdís, Anna Bára , Berglind Bergvinsdætur og fjölskyldur þeirra. „Þau eru að sjálfsögðu mjög spennt. Þeim finnst merkilegt að koma fram og það er náttúrulega upphefð í því,“ segir Margrét Ólöf spurð um hvernig andrúmsloftið sé á meðal barnanna fyrir átök dagsins. Dagskráin í Árbæj- arkirkju er líka sérlega metnaðarfull, tvær messur þar sem allir aldurshópar eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrri messan er klukkan ellefu og þá verður einblínt á yngri kynslóðina. „Við erum búin að vera að æfa lögin í svona mánuð,“ segir Margrét Ólöf en auk þess að börnin leiði safnaðarsöng- inn koma nokkrir tónlistarnemar úr hverfinu fram og leika sígild lög. Hápunkturinn verður þó án efa leikrit- ið um Davíð og Golíat í uppsetningu tíu til tólf ára krakka. „Þegar leikritið er sett upp í TTT getur maður ekki treyst á að Davíð og Golíat mæti á næstu æfingu,“ segir Margrét Ólöf, hlær dátt og trúir Fréttablaðinu fyrir því að frá upphafi æfinganna hafi verið skipt tvisvar sinnum um bæði titilhlutverk leikritsins. „Ég er mjög spennt að sjá hverjir mæta á sunnudaginn,“ bætir hún svo við. Hún lætur óvæntar uppá- komur þó ekki á sig fá. „Ef ekki allir koma verðum við leiðtogarnir bara að hoppa í þau hlutverk sem þörf er á.“ Í kvöld verður sviðsljósinu svo beint að unglingunum í svokallaðri léttmessu klukkan átta, en slíkar messur eru mán- aðarlegur viðburður í Árbæjarkirkju. „Þá er komið að því að unglingarnir í hverfinu láti ljós sitt skína,“ segir Mar- grét Ólöf. Á dagskrá er endursýning á atriðinu sem Árbæjarskóli sendi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskól- anna, sem hún útskýrir stolt að hafi endað í sex efstu sætum keppninnar. Hljómsveitin Jóelsig spilar líka í mess- unni en hún er skipuð strákum úr hverf- inu og söngkonan kemur frá Selfossi. Segja má að Æskulýðsdagurinn sé nokkurs konar uppskeruhátíð starfs- ins fyrir yngri kynslóðina í Árbæjar- kirkju, að minnsta kosti fram að Fylk- ismessunni í vor. Mikill fjöldi barna og unglinga tekur þátt í kirkjustarfi Árbæjarkirkju og margir koma að deg- inum. „Við höfum slegið aðsóknarmet í vetur í sjö til níu ára starfinu og erum búin að hitta um tvö hundruð krakka,“ segir Margrét Ólöf. Þar að auki eru allt upp í hundrað börn í sunnudagaskólan- um, um sextíu í TTT eða tíu til tólf ára starfinu, og hátt í fimmtíu ungmenni sem skiptast í þrjá hópa eftir aldri upp í 1. bekk í framhaldsskóla. En það er ekki bara æskan sem stendur á tíma- mótum í dag því Margrét Ólöf mun sinna sínum fyrstu embættisstörfum, en hún var vígð til djákna um síðustu helgi. Hún heldur hugvekju í léttmess- unni ásamt Þórhildi Erlu Pálsdóttur, framhaldsskólanema, og þær ætla að hafa hugvekjuna á persónulegu nótun- um. „Við ætlum að fjalla um glataða soninn sem fer burt frá föður sínum en snýr síðan aftur. Við Þórhildur höfum báðar þá reynslu að vilja fara í burtu frá kirkjunni og Guði, en höfum báðar komið aftur,“ segir Margrét Ólöf. MARGRÉT ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR ÁRBÆJARKIRKJU: ÆSKULÝÐSDAGUR Í DAG Davíð og Golíat verða að mæta MARGRÉT ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR OG ÞÓRHILDUR ERLA PÁLSDÓTTIR Fara með hugvekju í léttmessu Árbæjarkirkju í kvöld. JÓSEF STALÍN (1879-1953) LÉST ÞENNAN DAG „Menntun er vopn og áhrif þess miðast út frá hver heldur á vopninu og að hverjum því er beint.“ Jósef Stalín setti mark sitt á tuttugustu öldina með því að stjórna Sovétríkjun- um með harðri hendi. Í dag taka gildi breytingar á leiðarkerfi Strætó bs. Þetta eru fyrstu breytingarnar sem gerðar eru síðan nýtt leiðarkerfi var tekið í notk- un í júlí á síðasta ári. Þær miða að því að koma til móts við óánægjuraddir úr hópum farþega og bílstjóra, nú þegar komin er nokkur reynsla á leiðirnar. Breiðholts-, Grafarvogs- og Kópavogsbúar verða mest varir við breytingarn- ar. Ein ný leið mun aka um Fella- og Hólahverfi niður á Hlemm og ný leið hefur akstur í Grafarvogi ásamt því að önnur breytir um aksturslínu til að tengja hverfin betur saman. Í Kópavogi munu svo tvær nýjar leiðir hefja akstur í dag. Einnig er ástæða til að gleðjast fyrir íbúa við Soga- veg og fastagesti í Hamra- hlíð því aftur verður tekinn upp akstur um þær götur. Næturhrafnarnir verða aftur á móti að grípa í einka- bílinn aftur því stofnleiðirn- ar sem hafa hingað til ekið til tvö hætta nú akstri á mið- nætti. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um nýju leiðirnar á heimasíðu Strætó bs. ■ Strætó fer nýjar leiðir STRÆTÓ Leiðakerfinu breytt í dag. MERKISATBURÐIR 1558 Sígarettureykingar eru kynntar fyrst til sögunnar í Evrópu af Francisco Fern- andes. 1938 Bæjarhús í Húsavík tekur af grunni í aftakaveðri með fólki og öllu öðru sem í þeim var. 1971 Alþýðubankinn hefur starf- semi sína. Hann er nú hluti af Íslandsbanka. 1993 Söfnun fer fram til styrktar krabbameinssjúkum börn- um á Bylgjunni og Stöð 2. Um 55 milljónum króna er safnað. 1999 Vala Flosadóttir stangar- stökkvari setur Íslands- og Norðurlandamet í stanga- stökki með því að stökkva yfir 4,45 metra. Í dag efna öll aðildafélög Taekwondosambands Íslands til opins móts í taek- wondo. Mótinu er ætlað að vera til styrktar Birni Þor- leifssyni og þeim ferðalög- um sem hann er að taka sér á hendur. Allur ágóði þess mun því renna óskiptur til Björns. Taekwondodeild Fram leggur til húsnæðið og verður mótið haldið í Ing- unnarskóla í Grafarholti. Keppt verður bæði í sparr- ing og poomse. Björn er einn helsti afreksmaður Íslands í íþrótt- inni og hefur honum verið boðið að taka þátt í æfingum með kínverska landsliðinu. Félögin vilja með mótinu styðja við bakið á honum og sýna með verki að hann er allri íþróttagreininni til mik- ils framdráttar hér á landi. Styrktarmót í taekwondo BJÖRN ÞORLEIFSSON Í dag verður haldið taekwondomót til styrktar Birni. AFMÆLI Sigurður Valur Sveinsson, fyrrver- andi landsliðsmað- ur í handknattleik, er 47 ára. Jón Ormur Hall- dórsson stjórn- málafræðingur er 52 ára. Á þessum degi árið 1956 dæmdi hæstiréttur Bandaríkjanna að kynþáttaaðskilnaður í ríkisskólum samræmdist ekki lögum. Norður-Karólínuháskólinn skaut máli sínu til hæstaréttar en skólinn hafði verið neyddur til að innrita þrjá blökkudrengi í skólann sem áður hafði bara verið ætlaður hvítum nemum. Í dómnum sagði að þessi ákvörðun ætti að ná til allra skólastiga og gerði þar með endanlega út um stefnuna „aðskilin en jöfn“ sem hafði verið í lykilhlutverki í bandaríska skólakerfinu. Þessi atburður var einungis einn af fjölmörgum sigrum sem blökkufólk vann á þessum árum. Fyrir baráttunni fór mannréttindafrömuðurinn Marteinn Luther King og einkenndust baráttuaðferðirnar af friðsamlegum mótmælum og málsóknum í dómskerfinu á grundvelli þess að mismunun vegna kynþáttar væru mannréttindabrot. ÞETTA GERÐIST > 5. MARS 1956 Sigur hörundsdökkra háskólanema MARTIN LUTHER KING ANDLÁT Guðmundur Helgi Jónasson lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss fimmtudaginn 2. mars. Hansína Hannesdóttir, Hlaðbrekku 12, lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fimmtudaginn 2. mars. Hjálmur Sigurjón Sigurðsson, Mánabraut 5, Skagaströnd, lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. mars. Jóhanna Einarsdóttir (Nanný), Flókagötu 69, Reykjavík, lést föstu- daginn 3. mars á Landspítalanum við Hringbraut. Aðalheiður Hannesdóttir, Gull- smára 9, Kópavogi, er látin. MARTIN LUTHER KING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.