Fréttablaðið - 05.03.2006, Page 36

Fréttablaðið - 05.03.2006, Page 36
ATVINNA 14 5. mars 2006 SUNNUDAGUR Gagnheiði 28 IS-800 Selfoss Iceland Sími +354 480 1700 Fax +354 480 1701 JÁVERK er öflugt, metnaðarfullt og ört vaxandi verktakafyrirtæki á 14. starfsári. Starfsmenn eru um 70 og verkefnastaða fyrirtækisins er traust næstu árin. Áætluð velta 2006 er 2,5 milljarðar. Fyrirtækið hefur skrifstofur og verkefni á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Auk eigin verkefna á undirbúningsstigi er fjöldi verkefna framundan, m.a. bíó- og keilusalir við Egilshöll, endurbætur á Hótel Borg, viðbygging við sjúkrahús á Selfossi, sundlaug og íþróttahús að Borg í Grímsnesi og leikskóli á Selfossi. Aðbúnaður og starfsumhverfi eru með því besta sem þekkist. Starfsandi er góður og virkt starfsmannafélag stendur fyrir margskonar skemmtunum og ferðalögum. STARFSFÓLK ÓSKAST Byggingaverkfræðingur/tæknifræðingur Vegna mikilla verkefna framundan óskum við eftir að ráða byggingaverkfræðing eða tæknifræðing til framtíðarstarfa. Helstu verkefni: Verkefnastjórnun Innkaup og samningar við birgja, undirverktaka og verkkaupa Kostnaðareftirlit, reikningsgerð og uppgjör verka Tilboðsgerð Allar nánari upplýsingar veita Gylfi í síma 860 1707 (gylfi@jav.is) og Guðmundur í síma 860 1730 (gbg@jav.is) STJÓRNSÝSLU- & STARFSMANNASVIÐ Stjórnsýslu- & starfsmannasvið vill ráða mannauðsráðgjafa til starfa í öflugan hóp sérfræðinga á starfsmannaskrifstofu. Starfsmannaskrifstofan hefur yfirumsjón með starfsmanna- málum stofnana Reykjavíkurborgar, undirbýr stefnumörkun á sviði mannauðsmála borgarinnar, veitir margvíslega ráðgjöf og hefur eftirlit með framkvæmd starfsmannastef- nunnar. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf í mannauðs- deild starfsmannaskrifstofunnar fyrir metnaðarfullan og jákvæðan einstakling, sem er opinn fyrir tækifærum og reiðubúinn að sýna frumkvæði í störfum. Ábyrgðarsvið • Ráðgjöf um starfsmannaval og ráðningar • Ráðgjöf um starfsmannasamtöl, starfsþróunaráætlanir og starfslokasamtöl • Fræðsla á sviði áreitni-, eineltis- og vinnuumhverfismála Önnur mikilvæg verkefni • Þátttaka í ráðgjöf og fræðslu til lykilstarfsmanna um mannauðsupplýsingakerfi borgarinnar (Oracle) • Þátttaka við framkvæmd viðhorfskannana og árangursmælinga í mannauðsmálum Reykjavíkurborgar • Þátttaka í þróun og viðhaldi Innra nets – starfsmanna- vefsíðu borgarinnar • Reglubundin samvinna og ráðgjöf við starfsmannastjóra sviða um mannauðsmál og framkvæmd starfsmanna- stefnu Menntunar og hæfniskröfur • Krafa um háskólamenntun í mannauðsfræðum (HRM) eða sambærilegt nám • Æskileg reynsla af störfum við mannauðsmál og starfs- mannastjórnun • Áskilin góð færni í mannlegum samskiptum og tjáningu • Krafa um sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og metnað til að ná árangri í starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallur Páll Jónsson, deildarstjóri mannauðsdeildar starfsmannaskrifstofu, Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, (hallur.pall.jonsson@reykjavik.is) í síma 411-4200. Umsóknum skal skilað eigi síðar en mánudaginn 10. mars nk. Umsóknir skulu berast deildarstjóra mannauðsdeildar eða á netfangið hallur.pall.jonsson@reykjavik.is, merkt mannauðsráðgjafi. Mannauðsráðgjafi Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. ������������ ���������� ��� � �������������� ������� ���������� ���� TÆKNITEIKNARI Verkfræðistofan Hamraborg óskar eftir að ráða tækniteiknara til starfa sem fyrst. Góð þekking á autocad nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur Sævar Geirsson í síma 554 2200. Umsóknir sendist með tölvupósti saevar@hamraborg.is Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 106/2001 og þjóðminjalaga nr. 107/2001. SÝNINGARGÆSLA OG UPPLÝSINGAGJÖF Framtíðarstörf og afleysingarstörf Þjóðminjasafn Íslands mun á komandi mánuðum ráða starfsfólk í afleysingar-, sumar- og framtíðarstörf í sýningarsali safnsins við sýningargæslu og upplýsingagjöf. Starfssvið: • Eftirlit og öryggisgæsla í sýningarsölum á opnunartíma safnsins • Upplýsingagjöf til safngesta Hæfniskröfur: • Athugull og röskur starfskraftur • Góð tungumálakunnátta • Góð framkoma, snyrtimennska og þjónustulund • Áhugi á menningararfinum Um hlutastörf er að ræða sem unnin eru eftir vaktafyrirkomulagi. Vetraropnunartími safnsins er 11-17 (lokað mánudögum) (54% starf) en sumaropnunartími 10-18 (opið alla daga) (70% starf). Launakjör eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna, SFR. Nánari upplýsingar um störfin veitir Anna Ásgeirsdóttir í s. 530-2200. Umsóknarfrestur er til og með mánud. 13. mars. Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu og meðmælendur berist skrifstofu safnsins, Suðurgötu 41, 101 RVK. Starfsmaður taki þátt í því að Þjóðminjasafn Íslands nái markmiðum sínum sem vísinda-og þjónustustofnun. Starfsmaður leggi áherslu á góða þjónustu og ráðgjöf, fagleg og ábyrg vinnubrögð og jákvætt skapandi andrúmsloft á vinnustað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.