Fréttablaðið - 05.03.2006, Page 62

Fréttablaðið - 05.03.2006, Page 62
Háskóli Íslands hefði þurft að meina að minnsta kosti 300 nemendum inngöngu í skólann eða grípa til sam- bærilegra aðhaldsaðgerða til að láta enda ná saman á síðasta ári. Til stendur að endurskoða reiknilíkanið sem metur fjárþörf skólans. Háskóli Íslands fór rúmlega 200 milljónum fram úr fjárveitingum samkvæmt kennsluuppgjöri Háskóla Íslands á síðasta fjárlaga- ári. Það er ígildi um 320 nemenda í virku námi. Alls eru um 9.500 manns skráðir til náms við Háskóla Íslands og hefur stúdentum fjölg- að um rúmlega þriðjung frá árinu 1999. Fjárveitingar ríkisins til Háskóla Íslands byggja á reikni- líkani sem hefur verið við lýði frá árinu 1999 þegar ríkið og skólinn gerðu með sér þjónustusamning. Líkanið metur fjárþörf skólans og úthlutar fé í samræmi við það. Reiknilíkanið byggir á sænskri fyrirmynd sem lagað var að íslenskum aðstæðum í samstarfi stjórnvalda og Háskóla Íslands. Það skiptir kennslugreinum upp í sjö flokka, misdýra eftir kennslu- háttum. Í 1. flokki eru hug- og félagsvísindagreinar, sem fá um 395 þúsund krónur á hvern nem- anda. Í 7. flokki er tannlæknadeild sem fær rúmar tvær milljónir á hvern nemanda. Menntamálaráðu- neytið miðar ígildi nemanda við 30 þreyttar einingar á skólaári og er því virkur nemandi ekki það sama og skráður nemandi. Þegar þjónustusamningurinn var gerður árið 1999 var kveðið á um hámarksfjölda nemenda, sem miðaði við 4.500 virka nemendur á samningstímanum. Nemendum fjölgaði hins vegar talsvert meira en gert var ráð fyrir. Árið 2003 var þakið hækkað í 4.900 nemend- ur en það sprakk líka fljótlega. Á heimasíðu Háskóla Íslands kemur fram að 5.930 stúdentar voru skráðir í nám veturinn 1998 til 1999. Í október árið 2002 voru þeir orðnir 8224 og í janúar síðastliðn- um voru 9.526 nemendur skráðir við Háskóla Íslands. Hvorki menntamálaráðuneytið né Háskóli Íslands sá þessa miklu fjölgun fyrir, og var jafnvel gert ráð fyrir að stúdentum við HÍ myndi fækka eftir að nýir háskól- ar kæmu á markaðinn. Annað kom á daginn. Í ljósi hinnar miklu fjölgunar var ákveðið að afnema ákvæðið um hámarksfjölda nemenda, en háskólinn ber þess í stað ábyrgð á því að halda sig innan fjárlaga- rammans. Þannig stendur það til dæmis að upp á Háskóla Íslands að ákveða hvort það eigi að grípa til frekari fjöldatakmarkana en gert er. Hann hefur reyndar þegar gripið til ýmissa aðhaldsaðgerða; innritanir eru ekki jafn sveigjan- legar og áður og færri er veitt undanþága um inngöngu án stúd- entsprófs en áður. Háskóla Íslands er hins vegar vegar óheimilt sam- kvæmt lögum að taka upp skóla- gjöld til að ráða fram úr fjárhags- vanda sínum. Starfsmenn Háskólans gagn- rýna reiknilíkanið fyrir að meta ekki raunverulega fjárþörf skól- ans, auk þess sem það taki ekki til- lit til kjarasamninga kennara og ríkissins. Menntamálaráðuneytið viðurkennir að sumar forsendur líkansins séu úreltar – til dæmis í ljósi breyttra kennsluhátta í sumum greinum – og til stendur að taka það til gagngerrar endur- skoðunar. Þar verður í fyrsta lagi litið til vægisins milli reikniflokka, en samstaða virðist vera um að lægstu flokkarnir séu of lágir. Þá hefur húsnæðissþáttur líkansins verið gagnrýndur en fasteigna- verð hefur hækkað svo mikið und- anfarið að það hefur farið fram úr þeim vísitölum sem hafðar eru til hliðsjónar. Skólagjöld og fjöldatakmark- anir eru hápólitísk mál. Stúdenta- ráð Háskóla Íslands meðal annars haldið því fram að hvort tveggja sé til þess fallið að draga úr jafn- rétti til náms. Hingað til hefur stefnan verið sú að Háskóli Íslands sé þjóðskóli sem eigi að vera öllum opinn óháð fjárhag hvers og eins. Nema stjórnvöld ákveði að auka fjárveitingar til Háskóla Íslands verulega, hlýtur Háskóli Íslands að standa frammi fyrir róttækri stefnubreytingu. Því vaknar sú spurning hvort sé líklegra til að draga úr, eða stuðla að, jafnrétti til náms: fjöldatakmarkanir eða skólagjöld? Og enn fremur, hvers vegna er annar kosturinn þegar leyfilegur samkvæmt lögum en ekki hinn? bergsteinn@frettabladid.is 5. mars 2006 SUNNUDAGUR26 Sendu SMS skeytið BT 3XF á númerið 1900 og þú gætir unnið! Við sendum þér spurningu. Þú svarar með því að sendaSMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900.*Aðalvinningur er 50” SONY Plasma sjónvarpað verðmæti 1.500.000 kr.Rosalegir aukavinningar : Panasonic heimabíó • GSM símar • 32” JDV LCD sjónvarp • PSP tölvur • SONY myndavélar •TOSHIBA fartölvur • PS2 tölvur • Gjafabréf á Tónlist.is • SONY MP3 spilarar • MEDION tölvur + 19” skjár • Bíómiðar á myndina Yours, mine and ours • Kippur af Pepsi • Enn meira afDVD, CD´s, VHS, tölvuleikjum og fleirra! -00K00GED Frumsýnd 10. mars 2 foreldrar, 18 krakkar! Fjörið er endalaust! 000 1.500 50” Sjónvarp AÐAL- VINNINGUR! TAK TU ÞÁ TT! SMS LEIK UR ������� VINNUR! *Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið AÐALBYGGING HÁSKÓLA ÍSLANDS Starfsmenn Háskólans gagnrýna að reiknilíkanið sem metur fjárþörf skólans horfir framhjá ýmsum þáttum og metur ekki raunkostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DEILDIR HÁSKÓLA ÍSLANDS Reiknilíkanið byggir á reglum númer 646 um fjárveitingar til háskóla, samkvæmt 20. grein laga númer 136/1997 og er frá 5. október 1999. Framlaginu er ætlað að standa undir kennsluþættinum í skóla- rekstri, meðal annars kennslu, þjónustu, húsnæði, búnaði og annarri aðstöðu sem nemendum skólans og starfsmönnum hans er látin í té. Nemendur eru flokkaðar í sjö flokka eftir námbrautum og er fjárframlag á hvern nemanda mishátt eftir flokkum: Flokkur 1. Kennslan fer bæði fram í fyrirlestrum og æfingatímum. Undir þetta fellur nám á sviði félags- og mannvísinda, landafræði, guðfræði og lögfræði. Framlag á hvern nemanda er 395 þúsund krónur. Flokkur 2. Kennslan fer bæði fram í fyr- irlestrum, æfingatímum og með verkleg- um æfingum í notkun sérhæfðs búnaðar. Undir þetta fellur nám á sviði tölvufræða og stærðfræði. Framlag á hvern nemanda er 625 þúsund krónur. Flokkur 3. Kennslan fer fram í fyrirlestr- um, æfingatímum og verklegri þjálfun við meðhöndlun sjúklinga undir handleiðslu. Undir þetta fellur nám á sviði hjúkrunar- fræða. Framlag á hvern nemanda er 668 þúsund krónur. Flokkur 4. Kennslan fer fram í fyrir- lestrum, æfingatímum og æfingakennslu undir handleiðslu kennara. Undir þetta fellur kennaranám og nám á sviði uppeld- isfræða. Framlag á hvern nemanda er 703 þúsund krónur. Flokkur 5. Kennslan fer fram í fyrirlestr- um, æfingatímum og verklegum æfingum á rannsóknastofum og í notkun sérhæfðs búnaðar. Undir þetta fellur nám á sviði verkfræði, tæknifræði, eðlisfræði, efna- fræði, lyfjafræði, jarðfræði og lífvísinda. Námið felur að jafnaði í sér verulega þjálf- un í hönnun eða rannsóknastofuvinnu. Framlag á hvern nemanda er 899 þúsund krónur. Flokkur 6. Kennslan fer fram í fyrirlestr- um, æfingatímum, verklegum æfingum á rannsóknastofum og verklegri þjálfun við meðhöndlun sjúklinga undir handleiðslu. Undir þetta fellur nám í læknisfræði. 1.254 þúsund krónur. Flokkur 7. Tannlæknanám. Framlag á hvern nemanda er er 2.095 þúsund krónur. Framlög ríkisins á hvern nemanda VILL Í FREMSTU RÖÐ HÁSKÓLI ÍSLANDS Rúmum tvö hundruð milljónum fram úr fjárveitingum ríkisins Félagsvísindadeild Skorir: Bókasafns- og upplýsingafræði- skor Félagsfræðiskor Félagsráðgjafarskor Mannfræði- og þjóðfræðiskor Sálfræðiskor Stjórnmálafræðiskor Uppeldis- og menntunarfræði- skor. Fjöldi nemenda: 2.456 Deildarforseti: Ólafur Þ. Harð- arson Guðfræðideild Fjöldi nemenda: 151 Deildarforseti: Einar Sigurbjörns- son Hjúkrunarfræðideild Fjöldi nemenda: 582 Deildarforseti: Erla Kolbrún Svavarsdóttir Hugvísindadeild Skorir: Bókmenntafræði- og málvís- indaskor Enskuskor Heimspekiskor Íslenskuskor Sagnfræði- og fornleifafræðiskor Skor rómanskra og klassískra mála Skor þýsku og Norðurlandamála Fjöldi nemenda: 1.962 Deildarforseti: Oddný Sverris- dóttir Lagadeild Fjöldi nemenda: 576 Deildarforseti: Páll Hreinsson Lyfjafræðideild Fjöldi nemenda: 148 Deildarforseti: Þorsteinn Loftsson Læknadeild Skorir: Læknisfræðiskor Geisla- og lífeindafræðiskor Fjöldi nemenda: 473 Deildarforseti: Stefán B. Sig- urðsson Raunvísindadeild Skorir: Stærðfræðiskor Eðlisfræðiskor Efnafræðiskor Líffræðiskor Jarð- og landfræðiskor Matvæla- og næringarfræðiskor Fjöldi nemenda: 1.028 Deildarforseti: Hörður Filippusson Tannlæknadeild Fjöldi nemenda: 68 Deildarforseti: Sigfús Þór Elíasson Verkfræðideild Skorir: Umhverfis- og byggingarverk- fræðiskor Véla- efna- og iðnaðarverkfræði- skor Rafmagns- og tölvuverkfræðiskor Tölvunarfræði- og hugbúnaðar- verkfræðiskor Umhverfis- og auðlindafræðaskor Fjöldi nemenda: 847 Deildarforseti: Sigurður Brynj- ólfsson Viðskipta- og hagfræðideild Skorir: Viðskiptaskor Hagfræðiskor Fjöldi nemenda: 1235 Deildarforseti: Gylfi Magnússon

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.