Fréttablaðið - 05.03.2006, Side 69
[UMFJÖLLUN]
TÓNLIST
Það er örugglega ekki til vingjarn-
legri tónlist en sú sem Jack John-
son gerir. Af sama skapi er hún
mjög undarleg að mörgu leyti.
Það besta sem hægt er að segja
um lög hans er að þau séu sæmi-
leg. Af sama skapi er það versta
sem hægt er að segja að hún sé
ekkert sérstök. „Svona la la“ er
frábær skilgreining á þeim kokk-
teil sem Jack býður hlustendum
upp á og líklega lykillinn að vel-
gengni hans. Tónlist hans rennur
einhvern veginn beint inn í þá
þröngu rifu á milli tónlistarstefna
þar sem hann getur ómögulega
móðgað nokkurn einasta mann.
Ekki einu sinni hundfúlan tónlist-
argrúskara eins og mig. Hér eru
bein tengsl í bandarísku sveita-
lagahefðina, en samt eru textarnir
nægilega væmnir og lögin nægi-
lega sykursæt til þess að færa
hlustendum Bylgjunnar þetta
þægilega stresslosandi andvarp
sem þeir bíða eftir allan daginn.
Þessi nýja plata hans er víst
tónlist fyrir teiknimyndina Curi-
ous George sem skartar hinum
ómótstæðilega Will Ferrell í aðal-
hlutverki á móti Drew Barrymore.
Miðað við tónlistina þá er þetta
ekki bara mynd fyrir börn. Ef satt
skal segja, þá hljómar þetta bara
nákvæmlega eins og sú tónlist sem
Jack hefur sent frá sér áður, og
ekki að heyra að myndin hafi haft
mikil áhrif á lagasmíðar hans.
Lögin eru í nákvæmlega sama
stíl og síðasta plata Jacks, In
Between Dreams. Gítarinn sér
bæði um undirleik og takt. Lagið
The 3 R´s stingur því strax í stúf,
bara fyrir það eitt að hafa tromm-
ur. Glöggir hlustendur ættu svo að
kannast við fyrstu hendinguna í
laginu, en þar fær Jack „að láni“
sama brot úr laginu Three is a
Magic Number og DeLaSoul gerði
hérna um árið. Boðskapurinn er
afar grænn, fjallar um nauðsyn
endurvinnslu og þess að losa sig
við ónýta hluti.
Það ætti ekki að koma neinum á
óvart að hér sé ekkert tónlistar-
lega krefjandi. Þetta er eins mikið
léttmeti og það gerist. Það er jafn
auðvelt að fá leið á þessu og það er
að heillast með við fyrstu hlustun.
Þeir sem heilluðust að síðustu
plötu eiga eftir að hafa gaman af
þessari, hinir ættu að halda sig
fjarri.
Birgir Örn Steinarsson
Stresslosandi andvarp
JACK JOHNSON: CURIOUS GEORGE
NIÐURSTAÐA:
Fylgifiskur hinnar geysivinsælu In Between
Dreams er nánast nákvæmlega eins og búast
mátti við. Jack Johnson semur þó í þetta
skiptið fyrir kvikmynd, en það setur engan svip
á plötuna.
Ný plata frá Nick Cave og sam-
starfsmanni hans til margra ára,
fiðluleikaranum Warren Ellis,
kemur út á mánudag.
Platan er með tónlist úr vestr-
anum The Proposition en Cave
samdi einmitt handritið að mynd-
inni. Með helstu hlutverk fara Guy
Pearce, Ray Winstone, Emily Wat-
son og Danny Huston. „Nick
semur texta sem eru í sögustíl og
þess vegna eru persónurnar svo
vel skrifaðar,“ sagði leikstjórinn
John Hillcoat. „Ég vissi að það
kæmi eitthvað gott út úr þessu.“
Nick Cave hafði mjög gaman af
verkefninu. „Ég heyrði myndina
alltaf inni í mér og ég held að
handritið sé samið með ákveðinn
takt í huga. Stundum er mikið
ofbeldi í henni en síðan eru líka
atriði þar sem ekkert er sagt í
langan tíma, nokkurs konar hljóð-
látur tregi,“ sagði Cave, sem
nýverið samdi tónlistina við
íslenska leikritið Woyzeck.
Nýtt frá Nick Cave
NICK CAVE Ástralinn Nick Cave samdi
handritið og tónlistina við myndina The
Proposition.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI