Fréttablaðið - 05.03.2006, Qupperneq 70
34 5. mars 2006 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Guðjón Valur með stórleik
Guðjón Valur Sigurðsson átti stórleik
fyrir Gummersbach sem komst áfram í
gær í EHF-keppninni í handbolta. Guð-
jón skoraði tólf mörk í leiknum, í öllum
regnbogans litum og var maðurinn á
bak við það að þýska liðið féll
ekki úr leik. Þrátt fyrir að
spænska liðið Bidasoa
hafi farið með
sigur af
hólmi 30-
26 komst
Gummers-
bach áfram
en liðið
vann fyrri
leikinn 35-26.
Róbert Gunnarsson
minnti líka á sig en
hann skoraði tvö
mörk í leiknum.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MARS
2 3 4 5 6 7 8
Sunnudagur
■ ■ LEIKIR
18.00 FH og KA/ÞÓR mætast
í DHL-deild kvenna í handbolta í
Kaplakrika.
19.15 Skallagrímur og Grindavík
mætast í Iceland-Express deild karla
í körfubolta í Borgarnesi.
19.15 Hamar/Selfoss og Keflavík
mætast í Iceland-Express deild karla
í körfubolta í Iðu.
19.15 Haukar og Snæfell mætast
í Iceland-Express deild karla í körfu-
bolta á Ásvöllum.
19.15 Þór og ÍR mætast í Iceland-
Express deild karla í körfubolta í
Höllinni á Akureyri.
19.15 KR og Höttur mætast í
Iceland-Express deild karla í körfu-
bolta í DHL-höllinni í Vesturbænum.
19.15 Njarðvík og Fjölnir mætast
í Iceland-Express deild karla í körfu-
bolta í Njarðvík.
■ ■ SJÓNVARP
13.30 Enska knattspyrnan á
Enska boltanum. Bein útsend-
ing frá leik Manchester City og
Sunderland.
16.00 Enska knattspyrnan á
Enska boltanum. Bein útsending frá
leik Tottenham og Blackburn.
19.25 Ítalska knattspyrnan á Sýn
Extra. Bein útsending frá leik Roma
og Inter Milan.
20.00 Golf á Sýn. Bein útsending
frá Ford mótinu í Bandaríkjunum.
21.35 Helgarsportið á Rúv.
Icelandair styrkir Stoke
Íslenska flugfélagið Icelandair hefur gert
styrktarsamning við Stoke City. Enska
félagið hefur nefnt suðurstúku Britannia
vallarsins Icelandair-suður stúkuna, en
það mun hún heita að minnsta kosti
fram á sumarið 2007. Tengsl félags-
ins við Ísland eru mjög mikil eins og
flestum er kunnugt um, meðal annars er
Gunnar Þór Gíslason stjórnarformaður
klúbbsins.
FÓTBOLTI Keflvíkingar hafa komist
að samkomulagi við Bandaríkja-
manninn Geoff Miles og spilar
hann með liðinu í sumar. Rúnar
Arnarson formaður knattspyrnu-
deildar Keflavíkur sagði við
Fréttablaðið í gær að allt hefði
verið samþykkt og bara ætti eftir
að undirrita samninginn.
Miles er enn í Bandaríkjunum
en stefnt er á að hann fari með
Keflvíkingum út til Spánar í
æfingaferð í byrjun apríl. Miles
spilaði með Haukum í 1. deildinni
á síðasta tímabili og stóð sig mjög
vel.
Rúnar staðfesti einnig að við-
ræður við danska varnarmanninn
Peter Matzen væru farnar af stað
en hann var til reynslu hjá félag-
inu nýverið og vonast félagið eftir
því að semja við hann. - hþh
Keflvíkingar stórhuga:
Geoff Miles til
Keflavíkur
KÖRFUBOLTI „Þessar tvær umferðir
sem eru eftir verða líklega hörku-
spennandi og það mun ekki ráðast
með sæti fyrr en á lokasekúndum
mótsins. Það verður brjáluð spenna
á öllum vígstöðvum,“ segir Einar
Árni Jóhannsson, þjálfari Njarð-
víkur, en næstsíðasta umferðin í
úrvalsdeild karla í körfuknattleik
fer fram í kvöld.
Njarðvíkingar eru með jafn-
mörg stig og Keflavík fyrir tvær
síðustu umferðirnar en þessi tvö
lið mætast einmitt í lokaumferð-
inni næsta fimmtudag. Í kvöld
leika Njarðvíkingar hins vegar
gegn Fjölnismönnum í Grafarvog-
inum.
„Þessi leikur skiptir nánast
engu fyrir okkur í deildinni því það
nægir okkur að vinna Keflavík í
síðasta leiknum til að tryggja okkur
efsta sætið. Samt er stefnan að
sjálfsögðu sett á sigur. Fjölnis-
mennirnir eru með hörkulið og
hafa verið að rífa sig upp undan-
farið. Við ætlum að stíga eitt af
skrefunum í átt að því að mæta
þeim í úrslitakeppninni með því að
sigra í þessum leik,“ segir Einar en
Njarðvík tapaði eftir framlengingu
fyrir Grindavík í síðasta leik
sínum.
„Sóknarleikurinn var nokkuð
góður en það er ljóst að við þurfum
að spila betri vörn en við gerðum í
þeim leik. Það var þó margt jákvætt
í leik okkar en ýmislegt sem þarf
að fínpússa fyrir úrslitakeppnina,“
Einar sér fram á virkilega
spennandi og skemmtilega úrslita-
keppni. „Deildin hefur verið svaka-
lega jöfn og mikil spenna í gangi.
Við eigum eftir að sjá meira spenn-
andi úrslitakeppni en nokkru sinni
áður. Þetta verða allt hörkuleikir
en nánast ómögulegt verður að spá
í viðureignirnar milli liðanna í
þriðja til sjötta sæti,“ sagði Einar
að lokum. - egm
Næstsíðasta umferðin í Iceland-Express deild karla fer fram í kvöld:
Hörkuspenna framundan
SPENNANDI LEIKUR Á fimmtudaginn
mætast Keflavík og Njarðvík í úrslitaleik í
deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR
FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns-
son átti stórleik fyrir Leceister
sem vann Hull 3-2 í ensku 1. deild-
inni í knattspyrnu í gær. Jóhannes
skoraði tvö marka liðsins og þau
voru svo sannarlega ekki af verri
endanum.
Jóhannes þrumaði boltanum
frá sínum eigin vallarhelmingi í
fyrra markinu og yfir markmann
Hull sem hafði brugðið sér í skóg-
arferð. Síðara markið var ekki
síðra, þrumuskot af löngu færi,
sannkölluð glæsimörk hjá lands-
liðsmanninum.
Brynjar Björn Gunnarsson og
Ívar Ingimarsson léku allan leik-
inn í liði Reading sem lagði Burn-
ley 3-0 á útivelli og er komið með
fjórtán stiga forystu á toppi deild-
arinnar og svo gott sem komið
upp.
Gylfi Einarsson kom ekki við
sögu hjá Leeds sem vann Crystal
Palace 2-1 og Hannes Sigurðsson
var heldur ekki í liði Stoke, sem
tapaði fyrir Norwich 2-1. Reading
er efst í deildinni með með 89 stig,
Sheffield Utd. í 2. sæti með 75 stig
og Leeds í 3. sæti með 69 stig. - hþh
Jóhannes Karl Guðjónsson:
Skoraði tvö
glæsileg mörk
JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON Í fínu formi
um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK
HANDBOLTI Mikið jafnræði var í
fyrri hálfleik í viðureign Stjörn-
unnar og Hauka í DHL-deildinni í
gær en sömu lið mættust fyrir
viku síðan í bikarúrslitum. Þar
keyrðu Stjörnumenn síðan yfir
mótherja sína í seinni hálfleik og
það sama gerðist í Ásgarði í gær.
Stjörnumenn höfðu nauma for-
ystu stærstan hluta fyrri hálf-
leiks en Haukar komust í fyrsta
sinn yfir 16-15 og voru með for-
ystuna 19-18 þegar flautað var til
hálfleiks.
Í seinni hálfleik áttu Hauka-
menn síðan fá svör við leik
heimamanna sem unnu á endan-
um 33-28 eftir að hafa mest náð
átta marka forystu. Sigurinn var
jafnvel enn meira sannfærandi
en sá sem þeir unnu í Laugardals-
höllinni.
Mikil óákveðni einkenndi sókn-
arleik Hauka og eftir að hafa
verið frekar rólegur í fyrri hálf-
leiknum átti Róland Valur Eradze
stórleik í þeim síðari, varði oft úr
opnum færum og skoraði þar að
auki eitt mark yfir endilangan
völlinn eftir að hafa varið eitt af
þeim tuttugu skotum sem hann
varði í leiknum.
„Við vorum mjög ákveðnir og
þeir sáu í seinni hálfleik að þetta
var vonlaust og bara hættu. Það
var ekki vandamálið að koma
mönnum niður á jörðina eftir sig-
urinn í bikarúrslitaleiknum.
Markvarslan hjá Roland úr opnum
færum drap Haukaliðið endan-
lega. Vörn okkar var mjög góð og
þeir komust bara ekki í gegn og
höfðu fá svör. Viljinn var fyrir
hendi og það skilaði sigri,“ sagði
Sigurður Bjarnason, þjálfari
Stjörnunnar.
Markvarsla Hauka var langt
frá því að vera ásættanleg en Birk-
ir Ívar Guðmundsson varði aðeins
eitt skot allan fyrri hálfleikinn og
það á lokasekúndu hálfleiksins
þegar Patrekur átti skot frá miðju
vallarins. Í þeim síðari varði hann
fimm skot.
Að vanda voru þeir Tite Kaland-
adze og Patrekur Jóhannesson í
miklum ham í liði Stjörnunnar og
skoruðu samtals sextán mörk. Þar
á eftir komu Kristján Kristjánsson
og Þórólfur Nielsen með fjögur
mörk hvort.
Varnarleikur liðsins var góður
og þá sérstaklega í seinni hálf-
leiknum. Aftur gáfu Haukarnir
eftir en þeirra besti leikmaður var
Freyr Brynjarsson sem skoraði
sjö mörk og sýndi fína baráttu.
„Við vorum betri í fyrri hálfleik
að mínu mati en svo kemur aftur
svona kafli hjá okkur eins og í síð-
asta leik. Þeir spila mjög góða vörn
og hafa klassamarkvörð á bak við
sig en við eigum að geta gert miklu
betur en þetta. Það skiptir miklu
að hafa markvörslu á bak við sig
en hana vorum við því miður ekki
með í þessum leik. Við erum að
klúðra dauðafærum í sókninni.
Dómararnir leyfðu ákveðið mikið
og Stjörnumenn nýttu sér það
öfugt við okkur, við vorum ekki
nægilega harðir í vörninni,“ sagði
Freyr en með tapinu duttu Haukar
aftur niður í annað sætið. - egm
Endursýning í Garðabæ
Stjarnan vann öruggan sigur á Haukum, 33-28, í DHL-deild karla í gær. Leikur-
inn var nánast endursýning á bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.
ROLAND ERADZE Ver hér vítakast í leiknum gegn Haukum í gær en hann átti góðan leik í
markinu og tók alls tuttugu bolta. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
60
SEKÚNDUR
TENNIS Rafael Nadal sigraði á opna
meistaramótinu í tennis í Dubai í
gær. Nadal er aðeins nítján ára en
hann vann Roger Federer, stiga-
hæsta tennismann heims, í tveim-
ur settum gegn einu í úrslitaviður-
eigninni sem var stórskemmtileg
áhorfs. Nadal er einmitt í öðru
sæti heimslistans en hann hefur
gott tak á Federer og sigur hans í
gær var hans þriðji í fjórum við-
ureignum þeirra á stórmóti. - egm
Opna tennismótið í tennis:
Nadal skákaði
Roger Federer
MEÐ TAK Á FEDERER Rafael Nadal er gríðar-
lega mikið efni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Að verða Reykjavíkurmeistari er... gott
mál.
Hvaða lið komast upp? Fram og Þór
Akureyri.
Víkingsliðið er... gott lið.
Ásgeir Elíasson er... góður þjálfari.
Skora eitt eða leggja upp tvö? Annað-
hvort.
Danmörk eða Grikkland? Grikkland.
Hverjir verða Íslandsmeistarar? FH.
Hver er alltaf síðastur á æfingar?
Gunni markmaður.
Hver er í versta forminu? Allir í góðu
formi hjá okkur.
Besta augnablik á ferlinum? Þegar
ég skrifaði undir samning við Panat-
hinaikos.
Best klæddi Framarinn er?
Gunni markmaður.
Hver vinnur Idolið? Ingó.
Íslenski boltinn er... ágætur.
MEÐ HELGA
SIGURÐSSYNI