Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 73

Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 73
SUNNUDAGUR 5. mars 2006 37 Í dag, sunnudaginn 5. mars taka gildi breytingar á leiðakerfi Strætó. Með þessum breytingum er verið að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar og ábendingar þeirra. Nýja leiðabók er að finna á sölustöðum strætó og einnig er allar upplýsingar að fá á www.straeto.is. Alla leið með Strætó. Breytingar á leiðinni! Ástæða til að fagna: Meðal breytinga á leiðakerfinu eru nýjar leiðir bæði í Kópavogi og Reykjavík. FÓTBOLTI Hernan Crespo, argent- ínski sóknarmaður Chelsea, segir að það andi ekki köldu milli leikmanna liðs- ins og landa síns Lionels Messi. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sakaði Messi um leikaraskap þegar Asier del Horno var rek- inn af velli í fyrri leiknum. „Við erum ekkert pirraðir út í Lionel, þetta sem gerðist er bara hluti af fótboltanum. Þrátt fyrir ungan aldur óttast hann ekkert og á skilið virðingu fyrir hugrekki sitt. Það sem særir okkur var að tapa í fyrsta sinn á heimavelli í um fimm- tíu leikjum,“ sagði Crespo. - egm Hernan Crespo, Chelsea: Okkur er ekki illa við Messi CRESPO Messi er ekki á óvinalista Chelsea. FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Teddy Sheringham er búinn að undirrita nýjan samning við enska úrvals- deildarliðið West Ham út næstu leiktíð. Sheringham verður fertug- ur í næsta mánuði en nýi samning- urinn gerir það að verkum að hann ætti að vera enn að spila í úrvals- deildinni 41 árs gamall. „Það er frábært að hafa Teddy eitt ár í viðbót. Hann getur miðlað reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins en það sem er mikilvæg- ast er að við fáum að njóta hæfi- leika hans á vellinum áfram. Ég er ekki í vafa um að hann verði mikil- vægur fyrir okkur áfram næsta tímabil,“ sagði Alan Pardew, stjóri West Ham. - egm Teddy Sheringham: Ekki dauður úr öllum æðum FÓTBOLTI Chelsea er á góðri leið með að verja Englandsmeistaratit- il sinn eftir góðan 2-1 sigur gegn WBA um helgina. Didier Drogba og Joe Cole skoruðu mörkin en Kanu minnkaði muninn undir lokin. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrj- unarliðinu hjá Chelsea en Geremi tók stöðu hans á 73. mínútu en landsliðsfyrirliðinn átti ágætan leik. Arjen Robben fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu, ákvörðun sem leikmenn Chelsea voru langt frá því að vera sáttir við. „Dómarinn sagði að Arjen hefði tæklað hann með báðum fótum en hann snerti ekki einu sinni mann- inn,“ sagði John Terry, fyrirliði liðsins, um brottreksturinn. „Við ræddum vel saman í hálfleik, við vorum reyndar húðskammaðir en það var það sem þurfti. Stuðnings- mennirnir okkar voru frábærir, þeir sungu nafnið hans Peters Osgood og við viljum tileinka honum sigurinn. Hann var frábær maður,“ sagði Terry að lokum en Osgood er gömul hetja á Stamford Bridge sem lést í vikunni sem leið. Heiðar Helguson og félagar hans í Fulham sáu aldrei til sólar gegn Arsenal sem settu stórsýn- ingu á svið á Craven Cottage. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Thierry Henry átti magnaðan leik en hann skoraði tvö mörk en Emmanuel Adebayor og Fransesc Fabregas skoruðu hin mörkin. Heiðari var skipt útaf á 61. mínútu en hann fann sig ekki vel í leiknum, ekki frekar en aðrir leikmenn Ful- ham. „Þetta er versta frammistaða okkar á heimavelli sem ég hef séð á þessu tímabili en þetta var besta frammistaða Arsenal sem ég hef séð. Thierry Henry er stórkostleg- ur leikmaður og þeir sendu þarna aðvörun til allra annarra liða. Við getum ekki kvartað yfir því að tapa af því við vorum lélegir í þessum leik. Við sköpuðum engin færi en þeir virtust líklegir til að skora í hvert skipti sem þeir sóttu,“ sagði Chris Coleman, stjóri Fulham, mjög ósáttur eftir leikinn. Framherjum Liverpool gekk ekki vel að skora frekar en fyrri daginn en Rauði herinn náði aðeins markalausu jafntefli gegn Charl- ton á heimavelli. Hermann Hreið- arsson var manna bestur í liði Charlton sem varðist vel sóknar- lotum Liverpool. Robbie Fowler skoraði reyndar fyrir Liverpool en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Dómur- inn var líklega réttur en þetta er í annað sinn sem Fowler skorar en markið er dæmt af. Hitt kom með hjólhestaspyrnu gegn Birming- ham fyrir mánuði síðan. - hþh Sigur hjá Jose Mourinho í leik númer 100 með Chelsea Jose Mourinho fagnaði sigri með Chelsea í sínum 100. leik við stjórnvölinn hjá félaginu. Chelsea styrkti stöðu sína á toppnum með 2-1 sigri á WBA. Arsenal burstaði Fulham 4-0 og virðist til alls líklegt í lokabaráttunni í deildinni. JOE COLE Englendingurinn fagnar hér marki sínu í gær en hann stóð sig vel eftir að hafa komið inn á sem varamaður. NORDICPHOTOS/AFP Enska úrvalsdeildin: ASTON VILLA-PORTSMOUTH 1-0 1-0 Milan Baros (36.). FULHAM-ARSENAL 0-4 0-1 Thierry Henry (31.), 0-2 Sheyy Adebayor (35.), 0-3 Thierry Henry (76.), 0-4 Cesc Fabregas (86.). Heiðar Helguson var í byrjunarlði Fulham en var skipt af velli á 61. mínútu. MIDDLESBROUGH-BIRMINGHAM 1-0 1-0 Mark Viduka (45.). NEWCASTLE-BOLTON 3-1 1-0 Nolberto Solano (34.), 2-0 Alan Sgearer (45.), 3-0 Shola Ameobi (69.), 3-1 Kevin Davies (71.). WBA-CHELSEA 1-2 0-1 Didier Drogba (51.), Joe Cole (54.), 1-2 Kanu (88.) WEST HAM-EVERTON 2-2 1-0 Marlon Harewood (10.), 1-1 Leon Osman (18.), 2-1 Dean Ashton (23.), 2-2 James Beattie (71.). LIVERPOOL-CHARLTON 0-0 Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í vörn Charlton og stóð sig vel. Enska 1. deildin: BURNEY-READING 0-3 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn fyrir Reading. LECEISTER-HULL 3-2 Jóhannes Karl Guðjónsson átti stórleik fyrir Leic- ester og skoraði tvö glæsileg mörk auk þess að leggja upp eitt. NORWICH-STOKE 2-1 Hannes Sigurðsson var ekki í liði Stoke City. CRYSTAL PALACE-LEEDS 1-2 Gylfi Einarsson kom ekkert við sögu hjá Leeds. WATFORD-DERBY 2-2 SOUHAMPTON-COVENTRY 1-0 PLYMOUTH-BRIGHTON 1-0 QPR-WOLVES 0-0 CARDIFF-SHEFF. WED 1-1 Meistaradeildin í handbolta: Átta liða úrslit: CELJA-CIUDAD REAL 28-33 Ciudad Real vann samanlagt 67-55. Ólafur Stef- ánsson skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real. FLENSBURG-KIEL 31-34 Flensburg vann samanlagt 63-62. Stefán Arnalds- son og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn. BARCELONA-PORTLAND 26-23 Portland vann samanlagt 48-47. VESZPRÉM-MONTPELLIER 27-22 Veszprém vann samanlagt 48-45. ÚRSLIT GÆRDAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.