Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 74
5. mars 2006 SUNNUDAGUR38
Þótt forsetaskiptin hjá Real Madr-
id í vikunni hafi komið sem þruma
úr heiðskíru lofti þá virðast knatt-
spyrnublaðamenn álfunnar sam-
mála um að þau hafi verið óumflýj-
anleg fyrr eða síðar. Þótt
tímasetningin hafi komið á óvart
virðast ástæðurnar ekki flóknar;
gjaldþrot ofurboltastefnunnar.
Velgjuleg framganga margra
helstu ofurboltanna „galacticos“
sem Pérez keypti hafi að lokum
fyllt forsetann þvílíkri ógleði að
hann treysti sér ekki til að halda
áfram. En þótt flestir Madrídingar
hafi legið á spýjustokknum með
Pérez voru raddirnar sem hrópuðu
á afsögn hans ekkert óvanalega
háværar. Því þrátt fyrir dapurt
gengi á leikvelli var framgangan
utan vallar til fyrirmyndar. Þegar
Pérez velti Lorenzo Sanz af stóli
fyrir sex árum var félagið Evrópu-
meistari á brauðfótum, skuldaði
tugi milljarða og útsala á leikmönn-
um blasti við. Fasteignamógúlinn
Pérez breytti þessu skjótt með
útsjónarsamri sölu á æfingasvæði
félagsins og harðri markaðssókn í
kjölfarið. Tíðindin í síðasta mánuði
um að Real Madrid væri veltu-
mesta félag heims voru mikill
sigur fyrir Pérez og benti flest til
að liðið hefði fjárhagslega burði til
að endurskipuleggja leikmanna-
hópinn frá grunni í sumar.
Pepsi-liðið flott
Pérez til hróss má segja að hann
hafi þekkt sinn vitjunartíma. Gert
sér að lokum grein fyrir því að hann
væri ekki rétti maðurinn til að
sprengja ofurboltablöðrurnar og
byggja upp nýtt lið. Ekki kom til
greina að stíga til hliðar og láta
atvinnumönnum eftir leikmanna-
kaupin því fyrir kalla eins og Pérez
er ekkert til sem heitir valddreif-
ing. Suður-evrópskir forsetar knatt-
spyrnuliða líta á sig eins og léns-
herra á miðöldum sem deila og
drottna og skipta sér af minnstu
málefnum þegna sinna. Þannig rak
Pérez fimm þjálfara á þessum sex
árum og jafnvel hörkutólið Arrigo
Sacchi sem þó var vanur að vinna
undir öðrum Napóleóni, sjálfum Sil-
vio Berlusconi, gafst upp sem yfir-
maður knattspyrnumála. Hvorki
Sacchi né þjálfararnir fengu neitt
um leikmannakaup að segja.
Hveitibrauðsdagarnir voru
ljúfir hjá Pérez, kaupin á langdýr-
asta leikmanni heims, Zinedine
Zidane, skiluðu sér með glæsilegu
sigurmarki fransmannsins í
úrslitaleik Meistaradeildarinnar
2003. Stefnan sem Pérez nefndi
„Zidanar og Pavonar“ virtist eiga
bjarta framtíð. Pérez sagðist aldrei
hafa gleymt því sem honum hefði
verið sagt að þrjú af hverjum fimm
leikmannakaupum mistækjust.
Lærdómur Pérez var að minnka
áhættuna með því að kaupa aðeins
þekktar stærðir, allra bestu leik-
menn heims eins og Zidane. Fylla
síðan upp með ungum og ódýrum
leikmönnum eins og Pavon. Gall-
inn var bara sá að bæði voru Pavon-
arnir ekki nógu góðir og svo tók
áhættumatið ekki tillit til þess að
þótt ofurboltarnir brygðust ekki
einn og einn þá gæti summa heild-
arinnar orðið minni en partanna.
Þeir náðu einfaldlega ekki að
mynda lið saman. Ekki nema í
Pepsi auglýsingum auðvitað. Liðið
var klofið, annar vegar voru ofur-
boltarnir, hins vegar sauðsvartur
almúginn. Sergio Ramos sem skor-
aði síðasta markið sem sett var í
stjórnartíð Pérez, sagði: „Það var
eins og Mallorka leikmaður hefði
skorað, nánast enginn fagnaði.“
Klassískar yfirlýsingar
Hverju nýi forsetinn Fernando
Martín breytir í raun og veru á eftir
að koma í ljós. Hann var jú hægri
hönd Pérez og þrátt fyrir orð um að
nú eigi aldeilis að taka til hendinni
og láta menn svitna fyrir kaupinu
sínu hefur sumt ekkert breyst.
Martín er þannig strax farinn að
lýsa yfir hvaða leikmenn eigi að fá
til félagsins. Fyrstur til að redda
hlutunum á að vera hinn 19 ára
gamli Cesc Fabregas. Og rétt eins
og Pérez er honum slétt sama um
hvað núverandi atvinnuveitanda
leikmannsins finnst um ráðabrugg-
ið enda sé Real Madrid ennþá lang-
merkilegasta lið í heimi sem allar
alvöru stórstjörnur vilji spila með.
EINAR LOGI VIGNISSON: SKRIFAR UM BOLTANN Á ÍTALÍU OG SPÁNI
Gjaldþrot ofurboltastefnunnar varð Perez að falli
DHL-deild karla:
STJARNAN-HAUKAR 33-28
Mörk Stjörnunnar: Patrekur Jóhannesson 9, Tite
Kalandadze 7, Kristján Kristjánsson 4, Þórólfur
Nielsen 4, Davíð Kekelia 3, Gunnar Ingi Jóhanns-
son 2, Björn Friðriksson 2, Arnar Theodórsson 1,
Björn Óli Guðmundsson 1, Roland Valur Eradze 1.
Varin skot: Roland Valur Eradze 19.
Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 7, Jón Karl Björns-
son 4, Halldór Ingólfsson 4, Arnar Pétursson 4,
Kári Kristján Kristjánsson 4, Andri Stefan 2, Árni
Sigtryggsson 2, Ólafur Björnsson 1.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 6.
ÍBV-FRAM 32-34
Mörk ÍBV: Mladen Cacic 13, Jan Vitipil 5, Sigurður
Bragason 5, Ólafur Víðir Ólafsson 4, Michael Dost-
alik 2, Grétar Eyþórsson 2, Sævar Hallgrímsson 1.
Varin skot: Björgin Páll Gústavsson 15 skot.
Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 9, Rúnar
Kárason 5, Sergey Serenko 5, Sigfús Páll Sigfússon
4, Gunnar Harðarson 3, Haraldur Þorvarðarson 3,
Þorri B. Gunnarsson 3, Stefán Stefánsson 2.
Varin skot: Magnús Erlendsson 12, Egidijus Pet-
kevicius 11.
DHL-deild kvenna:
ÍBV-VALUR 22-18
Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 13, Simona Vintila 4,
Ingibjörg Jónsdóttir 2, Ester Óskarsdóttir 1.
Varin skot: Florentina Grecu 19.
Mörk Vals: Alla Gergijsdóttir 6, Agústa Björnsdóttir
4, Rebekka Skúladóttir 3, Arna Grímsdóttir 2.
Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 12.
GRÓTTA-HAUKAR 22-32
HK-VÍKINGUR 20-17
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, hefur komið
þeim skilaboðum til spænska stór-
liðsins Real Madrid að það eigi að
halda sér frá spænska ungstirninu
Cesc Fabregas. Fjölmiðlar á Spáni
hafa sagt frá því að Real sé að
íhuga tilboð í miðjumanninn en
Fernando Martin, nýr forseti
félagsins, er með Fabregas ofar-
lega á óskalista sínum.
„Þeir hafa ekkert meira að
bjóða en við þar sem þeir eru líka
óöruggir með sæti í Meistara-
deildinni á næsta tímabili,“ sagði
Wenger. Sjálfur segist Fabregas
stoltur af því að vera orðaður við
Madrídinga en er hæstánægður
með lífið á Highbury.
„Real er frábært lið með frá-
bæra leikmenn en ég er leikmaður
Arsenal og vonast til þess að við
vinnum þá á miðvikudaginn,“
sagði Fabregas. Arsenal og Real
Madrid mætast í síðari viðureign
sinni í Meistaradeildinni á mið-
vikudag en enska liðið vann fyrri
leikinn 1-0. - egm
Skýr skilaboð frá Wenger:
Haldið ykkur
frá Fabregas
MIKIÐ EFNI Cesc Fabregas er á nítjánda
aldursári. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
KRAFTASPORT „Krakkarnir hafa
rosalega gaman af þessu. Þetta er
bara þessi gamli góði Tarzan-leik-
ur sem við erum búnir að dusta
rykið af,“ sagði Andrés Guðmunds-
son sem stendur fyrir keppninni
Skólahreysti um þessar mundir.
Keppnin er á milli nemenda í 9. og
10. bekk grunnskóla en fjórir kepp-
endur eru frá hverjum skóla, tveir
strákar og tvær stelpur.
Strákarnir keppa í upphífing-
um og dýfum en stelpurnar í arm-
beygjum og fitnessgripi og bæði
kynin keppa svo í stórskemmti-
legri hraðaþraut. 45 skólar af höf-
uðborgarsvæðinu taka þátt en
fjórar undankeppnir fara fram.
Úrslitin verða svo þann 2. apríl í
Laugardalshöll þar sem átta skól-
ar keppa til úrslita um vegleg
verðlaun.
„Þetta byrjaði hjá mér í apríl
síðastliðnum þegar ég hélt prufu-
keppnir með sex skólum og það
þrælvirkaði. Þá ákvað ég að færa
þetta inn í grunnskólana og þetta
hefur hlotið frábær viðbrögð. Ég
finn fyrir gríðarlegum áhuga fyrir
þessu,“ sagði Andrés sem nýtur
verkefnisins til fullnustu.
„Ég hef gert margt í gegnum
tíðina, haldið alls kyns mót en
þetta er það skemmtilegasta sem
ég hef nokkurn tímann gert. Þetta
er búið að vera krefjandi og erfitt
en rosalega skemmtilegt. Það er
aðallega út af því að allir opna
dyrnar fyrir þessu strax og vilja
allt fyrir þetta gera,“ sagði Andr-
és um mótið sem er samstarfs-
verkefni ICE-Fitness, ÍSÍ og Osta-
og smjörsölunnar.
Allt umhverfið í kringum
keppnina er hið glæsilegasta en
frítt verður inn á allar keppnirnar
og skólarnir þurfa ekki að borga
fyrir þátttökuna. „Ég ákvað að
gera þetta bara af fullum krafti
strax frá byrjun og sé ekki eftir
því. Það er atvinnumannabragur
yfir þessu og til að mynda verður
úrslitakeppnin mögnuð, með ljós-
asýningu og tilheyrandi. Á næsta
ári munum við færa út kvíarnar
og þá munum við halda þetta um
allt land, halda fjórðungskeppnir
og síðan veglega úrslitakeppni,“
sagði Andrés.
Sýn verður með 45 mínútna
langan þátt um allar undankeppn-
irnar á mánudögum en fyrsti
þátturinn verður annað kvöld
klukkan 20.00. Úrslitakeppnin
verður svo í beinni útsendingu
þann 2. mars en allt verður þetta í
opinni dagskrá. - hþh
Andrés Guðmundsson stendur fyrir Skólahreysti grunnskólakrakka:
Dustar rykið af Tarzan-leiknum
STREMBIÐ Það er ekki létt verkefni að taka þátt í Skólahreysti. Hér keppa ungar stúlkur í
fittnessgripi á síðustu keppni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI „Þetta var rosalega erf-
iður leikur, það var viðbúið enda
gífurlega sterkur heimavöllur. Við
vorum ekki að spila nándar nærri
nógu vel á köflum og við gerðum
okkur þetta of erfitt fyrir,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson, þjálf-
ari Fram, eftir leikinn gegn ÍBV í
gær en Framarar hrósuðu sigri
eftir spennandi lokamínútur.
Framarar voru skrefinu á
undan allan leikinn en gekk illa að
klára leikinn. Með klaufaskap
misstu þeir niður forskot sitt og
Eyjamenn gátu jafnað en frábær
markvarsla undir lok leiksins
gerði það að verkum að ÍBV tókst
ekki að ná í dýrmætt stig á heima-
velli.
„Við náðum aldrei að hrista þá
af okkur þrátt fyrir að hafa haft
góð tækifæri til þess í báðum hálf-
leikjum. Ef það gengur ekki verð-
ur þetta erfitt undir lokin eins og
raun bar vitni,“ sagði Guðmundur
sem var ánægður með ungu strák-
ana í Framliðinu.
„Yngri strákarnir stóðu sig
mjög vel, Rúnar gerði frábær
mörk líkt og Gunnar á línunni og
báðir hjálpuðu okkur við að landa
þessum sigri. Ég er mjög ánægður
með að koma með bæði stigin
heim,“ sagði Guðmundur að
lokum. - hþh
Fram vann ÍBV 34-32 í DHL-deild karla:
Við gerðum okkur
þetta of erfitt fyrir
SERGEY SERENKO Átti góðan leik fyrir Fram
og skoraði alls fimm mörk en hann hefur
verið að spila vel að undanförnu eftir erfiða
byrjun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HANDBOLTI „Við höfum hitt á góða
leiki á móti Val og í þessum leik
náðum við að þjappa okkur vel
saman eftir bikarúrslitaleikinn og
ná upp góðri stemningu,“ sagði
Alfreð Örn Finnsson, þjálfari
kvennaliðs ÍBV, eftir að liðið lagði
Valsstúlkur í stórleik í DHL-deild
kvenna í Vestmannaeyjum í
gær, 22-18.
Það var varnarleikurinn og
markvarslan sem var lykillinn að
sigri Eyjastúlkna en Florentina
Gretu varði nítján skot í markinu.
Þá átti Pavla Plaminkova stórleik
og skoraði þrettán mörk fyrir ÍBV
sem var með forystu allan tímann
og var liðið 12-6 yfir í hálfleik.
Eyjastúlkur virðast hafa gott
tak á Valsstúlkum því fyrir mán-
uði síðan unnu þær stórsigur á
þeim í bikarkeppninni og unnu
fyrri deildarleikinn gegn þeim
einnig sannfærandi. Skotnýting
Valsliðsins í gær var í einu orði
sagt slæm en ÍBV er með mjög
sterkan heimavöll sem erfitt er að
heimsækja.
„Við spiluðum einnig vel í sókn-
inni stærstan hluta leiksins og við
fengum góð mörk úr hraðaupp-
hlaupum því vörnin var svo þétt.
Ég er eiginlega bara í skýjunum.
Það var algjört lífsspursmál fyrir
okkur að vinna þennan leik og nú
þurfum við bara að klára okkar
leiki og vona að Haukar misstígi
sig,“ sagði Alfreð sem var mjög
ánægður með baráttuna í sínu liði
í leiknum í gær.
Haukastúlkur eru í efsta sæti
deildarinnar með 24 stig þegar
fjórar umferðir eru eftir en ÍBV
kemur fast á hæla þeirra með 23
stig. Valur er svo í þriðja sæti með
22 stig. -egm
Öruggur sigur hjá kvennaliði ÍBV í Vestmannaeyjum:
ÍBV með tak á Val
EYJASTÚLKUR Eru með gott tak á Valsstúlk-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HANDBOLTI „Við spiluðum mjög vel
og loksins er liðið komið á réttu
brautina aftur. Sérstaklega var
fyrri hálfleikurinn góður og við
náðum efsta sætinu aftur sem er
mjög ánægjulegt,“ sagði Guð-
mundur Karlsson, þjálfari Hauka-
stúlkna, eftir að liðið vann örugg-
an sigur gegn Gróttu á útivelli
32-22 í gær. Með sigrinum hafa
Haukar eins stigs forystu á ÍBV
þegar fjórar umferðir eru eftir í
DHL-deild kvenna.
„Núna er þetta bara í okkar
höndum. Þetta er allt hnífjafnt og
lítið má út af bregða,“ sagði Guð-
mundur. „Vörnin var góð í leikn-
um og markvarslan sömuleiðis.
Þegar það smellur hjá okkur erum
við einfaldlega með illviðráðan-
legt lið eins og staðan er í dag.
Stelpurnar voru einfaldlega að
sýna sínar bestu hliðar og ég er
hæstánægður,“ sagði Guðmundur
kampakátur í leikslok. - egm
DHL-deild kvenna í gær:
Haukar aftur í
efsta sætið
GUÐMUNDUR KARLSSON Var hæstánægð-
ur með stelpurnar sínar í gær eftir sigurinn
gegn Gróttu.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
xxxx
xxxxdxx
xxxxxxx
Svona er hausinn á pistlum Einars Loga
EINAR LOGI VIGNISSON: XXXXXX