Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 78
 5. mars 2006 SUNNUDAGUR42 N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› HRÓSIÐ ...fær Shandi Sullivan úr þáttun- um America´s Next Top Model en hún er líka plötusnúður og skemmti íslendingum á Gauki á Stöng í gærkvöld. Næstu sex sunnudaga ætla Guð- fræðistofnun, kvikmyndafélagið Deus ex Cinema og Neskirkja að tökum höndum saman og standa fyrir Jesúbíó í safnaðarheimili Neskirkju. Sýndar verða myndir sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla um líf og starf frelsarans og spanna áttatíu ára tímabili í kvik- myndasögunni. Sú elsta er King of Kings frá árinu 1927 eftir Cecil B. DeMille en leikarinn Henry B. Warner varð í þeirri mynd ásýnd Frelsararans. Sú nýjasta er The Gospel of John eftir Philip Saville frá árinu 2003 en þar er saga Jesú sögð frá sjónarhóli guðspjalla- mannsins Jóhannesar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Nes- kirkju, segir hugmyndina vera komna frá kvikmyndaklúbbnum Deus ex Cinema en hann hefur verið starfræktur í fjögur ár og sýnir myndir með trúarlega skír- skotun auk þess að hafa gefið út bókina Guð á hvíta tjaldinu. Jesúmyndir eru merkilegar fyrir margra sakir því kvikmynda- gerðarmennirnir geta verið að rýna í samtíð sína með þeim og hins vegar eru þær oft glíma trú- mannsins við hinn sögulega og himneska Jesú. „Þær eru ágætis vitnisburður um hugsýn, sjálfs- mynd og sjálfsvitund hvers tíma,“ segir Sigurður en eftir hverja sýn- ingu gefst gestum kostur á að ræða innihald myndanna við guð- fræðing og kvikmyndafræðing. Jesús hefur birst kvikmynda- gerðarmönnum á mismunandi hátt í þau hundrað ár sem hann hefur birst á hvíta tjaldinu. í King of Kings var hann til að mynda mjög fjarlægur og hafinn yfir lífið en í The Gospel According To Matt- hew lifir Jesú meðal alþýðunnar enda var leikstjórinn Pasolini mjög upptekinn af verkalýðsbar- áttunni á Ítalíu. „Kvikmyndirnar tóku við af myndlist 19. aldarinnar þar sem Jesús var rómanískt upp- hafinn og það var ekki fyrr en með Jesus Christ Superstar að menn þorðu að búa til sitt eigið mynd- mál en það tekur líka alltaf tíma að búa til eigin hefð.“ - fgg Jesúbíó í Neskirkju í dag SR. SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON Kvikmyndaklúbburinn Deus ex Cinema, Guðfræðistofnun og Neskirkja standa fyrir Jesúbíói í félagsheimili kirkjunnar næstu sunnudagskvöld. Hvað er að frétta? Það var að koma út plata með hljómsveitinni minni Ghostigital og það er efst á baugi. Augnlitur? Gráblár. Starf? Ég er listamaður. Fjölskylduhagir? Ég er einhleypur. Hvaðan ertu? Ég er úr Árbænum. Ertu hjátrúarfull/ur? Stundum og stund- um ekki. Ég labba allavega ekki undir stiga. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? X-Files. Ég er mjög ánægður með að það sé verið að endursýna þá þætti. Uppáhaldsútvarpsþáttur? Tónlistarþáttur Dr. Gunna og Karate sem Benni sér um. Uppáhaldsmatur? Hamborgarar. Fallegasti staður? Þegar maður kemur niður Ártúnsbrekkuna og sér yfir alla Reykjavík. Mjög fallegur staður. ipod eða geislaspilari? Vasadiskó. Hvað er skemmtilegast? Að gera tónlist, hlusta á tónlist, gera myndlist og skoða myndlist. Hvað er leiðinlegast? Að taka til. Helsti veikleiki? Óskipulag og oft tek ég of mikið af verkefnum að mér. Helsti kostur? Jákvæðni. Helsta afrek? Þessa stundina er það nýja Ghostigital-platan. Mestu vonbrigði? Það var þegar Borgar- holtsskóli tapaði fyrir MR með einu stigi fyrir nokkrum árum. Hver er draumurinn? Það er að geta stundað og lifað af listinni. Það má segja að ég sé „living the dream“. Á hvað trúirðu? Guð. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar einhver kveður með orðunum „við sjáum- stumst.“ Uppáhaldskvikmynd? Half Baked og allar Adam Sandler- myndirnar. Uppáhaldsbók? The Art of Record Production. Hvað er mikil- vægast? Að lifa og leyfa öðrum að lifa. HIN HLIÐIN: CURVER THORODDSEN LISTAMAÐUR Upplifir drauminn 01.02‘76 Í kvöld eru afhent ein virtustu og frægustu kvikmyndaverðlaun heims en þá fara fram 78. Óskars- verðlaunin. Íslenskir kvikmynda- nördar hafa vakað yfir útsendingu Stöðvar 2 frá hátíðinni undanfarin ár en spennan hér á landi magnað- ist um helming þegar Síðasti bær- inn var tilefnd í flokknum Besta stuttmyndin. Þórir Sigurjónsson, framleið- andi myndarinnar, flaug til kvikmyndaborgarinnar á mánudaginn ásamt leikstjór- anum Rúnari Rúnarssyni. „Það var reyndar rigning þegar við lentum en veðr- ið hefur batnað mikið síðan þá,“ sagði Þórir þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Mikil spenna ríkir í herbúðum þeirra félaga enda ekki á hverjum degi sem Íslendingum hlotnast slíkur heiður. Sjón og Björk voru til- nefnd fyrir lag sitt í Danc- er in the Dark árið 2001 og Friðrik Þór Friðriksson hlaut tilnefningu fyrir myndina Börn náttúrunnar 1992. Að sögn Þóris var sýn- ing á þriðjudagskvöldinu á öllum tilnefndu myndunum í stuttmynda-, hreyfi- mynda- og teiknimynda- flokkunum og var fullt út úr húsi. „Það seldist upp en kvikmyndahúsið tekur í kringum þús- und manns,“ segir Þórir og greini- legt að lífið í Hollywood er ekki eintómt sældarlíf heldur fylgir þess- ari tilnefningu mikil vinna. „Allir hlutað- eigandi voru kallaðir upp á svið þar sem gestum gafst kostur á að spyrja þá og í kjölfarið fengu fjölmiðlar tæki- færi til að taka nokkur viðtöl,“ útskýrir Þórir og bætir við að þetta hafi verið sama dag og I-tunes bauð allar fimm stuttmyndirnar til sölu á netinu. „Því hefur verið fagnað að þessar myndir fá víðari dreifingu en venjulega,“ bætir framleiðandinn við. Hvort þeim félögum séu ekki boðnir gull og grænir skógar við hvert fót- mál sagði hann svo ekki vera. „Rúnar er á fullu í danska kvikmyndaskólanum en við erum að þróa kvikmynd í fullri lengd með honum auk stuttmyndar sem á að fara í tökur nú í sumar,“ segir hann. Stóra stundin rennur upp klukkan fimm að staðartíma og hefst útsending frá Kodak-höll- inni klukkan eitt eftir mið- nætti hér heima. Þórir segir að samkeppnin sé mjög hörð í þeirra flokki og þeir reyni því að halda sér á jörðinni. Aðspurður hvort þeir séu búnir að æfa ræðuna ef nafn þeirra kemur upp úr umslag- inu sagði hann svo ekki vera. „Við höfum sextíu sekúndur til að koma okkur upp á svið og flytja ræðuna. Ég er ekki búinn að velta henni mikið fyrir mér en myndi í það minnsta skila kveðju til Skúla Malmquist sem fram- leiðir myndina með mér en hann á von á barni og gat því ekki verið með okkur.“ freyrgigja@frettabladid.is STÓRA STUNDIN Í KVÖLD: FÆR SÍÐASTI BÆRINN ÓSKARINN? Yfirvegaðir í félagsskap stórstjarna ÓSKAR FRÆNDI Styttan góða gæti verið á leiðinni heim til Íslands. SÍÐASTI BÆRINN Er tilnefnd í flokknum Besta stuttmyndin en nokkrir erlendir fjölmiðlar hafa spáð henni sigri. FÓLK Í FRÉTTUM Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson hafði einn sigur á stórmeist- aranum Henrik Danielsen þegar sá síðarnefndi tefldi fjöltefli við 20 manns á föstudaginn. Skákíþróttafé- lag stúdenta við Háskólann í Reykjavík stóð fyrir fjölteflinu en tilgangur þess var að safna fé sem nota á til þess að flytja grænlensk skólabörn til landsins og kenna þeim sund í Kópavogi. Helmingur liðsins sem mætti Henrik var skipaður stúdentum við HR en flokkinn fylltu einnig þjóðþekktir einstaklingar. Þeirra á meðal voru Ragnheiður Gröndal, Helgi Hjörvar, Inga Lind Karlsdóttir, Gunnar I. Birgisson, Ilmur Kristjánsdóttir og fyrrnefndur Logi Berg- mann sem einn náði að leggja stórmeist- arann og skólastjóra Hróksins. - amb/þþ LEIÐRÉTTING Í frétt af Bókamarkaðnum í Perlunni sem birtist á þessum stað í gær var sagt að markaðnum lyki á laugardag. Þetta er af og frá þar sem markaðurinn er enn í full- um gangi. Honum lýkur þó í dag þannig að það eru síðustu forvöð fyrir bókelska að gera góð kaup í Perlunni í dag. [ VEISTU SVARIÐ ] 1 Rangheiður Ríkharðsdóttir. 2 Þýskalandi. 3 Alfreð Gíslason. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.