Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 10
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason. RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Dymbilvika sem hófst á pálmasunnudag endar á morgun, páskadag, og framundan eru páskadagarnir þegar kristn-ir menn um heim allan minnast upprisu Jesú Krists, eftir krossfestinguna á föstudaginn langa. Aðdragandinn að þessari mestu hátíð kristinna manna er fastan sem hefst í sjöundu viku fyrir páska eða á öskudaginn. Upphaflega var hugsunin sú að á þessum tíma átti fólk að halda sig frá kjötmeti, en borða þess í stað fisk eða annað sem tilheyrði þessum tíma. Þessi siður er nú almennt ekki haldinn hér á landi, og líklega líka á undanhaldi í strangkaþólskum löndum svo sem við Miðjarðarhafið og í fleiri heimshlutum. Þeir sem hafa stund- að útflutning á sjávarafurðum hér á landi, einkum þó þeir sem selt hafa saltfisk, hafa oft á tíðum orðið áþreifanlega varir við mikla eftirspurn eftir afurðum héðan úr norðurhöfum á þessum tíma árs. Þannig hefur trúarlíf sanntrúaðra í fjarlægum löndum haft töluverð áhrif á aðalatvinnugrein okkar, sjávarútveginn, í gegnum árin. Skálholt er góður staður fyrir slíkt, þar sem kyrrð sveitarinnar, fagur fjallahringur og helgi staðarins og saga mynda góða umgjörð fyrir kyrrðardaga, ásamt góðum aðbúnaði og þeirri andlegu næringu sem þar er jafnan boðið upp á. Hér í blaðinu var á skírdag viðtal við séra Bernharð Guð- mundsson, rektor Skálholtsskóla, sem átt hefur bæði fjölbreytt- an og farsælan feril innan kirkjunnar um langt skeið. Þar minn- ist hann meðal annars á starfið í Skálholtsskóla: „Þetta er staður þar sem fólk kemur saman, talar saman, lærir hvert af öðru og öðlast sameiginlega reynslu.“ Síðar í viðtalinu minnist hann á kyrrðardagana sem Sigurbjörn biskup efndi fyrst til á níunda áratugnum: „Þeir fóru hægt af stað, en góðir hlutir gerast hægt,“ segir Bernharður. Kyrrðardagar eru nú haldnir nokkrum sinn- um á ári, með ýmsum formerkjum. Það er ástæða til þess nú um páskana að minna á mikilvægi kyrrðar og friðar. Ekki veitir af í því þjóðfélagi sem við lifum nú í, þar sem allt er á ferð og flugi alla daga ársins. Þeir eru ekki margir orðnir eftir dagarnir þar sem verslanir eru ekki opnar, og er gærdagurinn, föstudagurinn langi, og morgundagurinn, páskadagur, meðal fárra slíkra. Auð- vitað verður að sinna þörfum fólks og veita því þjónustu, ekki síst þegar menn eru á ferð og flugi eins og gjarnan um bæna- daga og páska. En það ætti líka að halda í hefðir til að fólki gefist tækifæri til kyrrðar og friðar í sál og líkama. Skálholt er góður staður fyrir slíkt, þar sem kyrrð sveitarinnar, fagur fjallahring- ur og helgi staðarins og saga mynda góða umgjörð fyrir kyrrðar- daga, ásamt góðum aðbúnaði og þeirri andlegu næringu sem þar er jafnan boðið upp á. Nútímamanninum veitir ekki af öðru hvoru að draga sig út úr hringiðu daglegs lífs, og öðlast nýjan kraft og þor til að takast á við krefjandi verkefni. Þá er ekki síður ástæða til að njóta kyrrðarinnar sem dreifbýlið getur boðið upp á til að auðga andann. Frídagar um bænadaga og páska eru kjörið tækifæri til að njóta alls þessa, jafnframt því sem menn hafi í huga boðskap páskanna. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Kyrrðardagar Ef skoðuð er Íslandssagan, bækur um liðnar aldir, ævisögur og frá- sagnir um hin fornu tún, eru þar karlar til frásögu, sögur af kör- lum, sögur eftir karla, sögur af afrekum þeirra og lífshlaupi. Konur koma sjaldan og lítið við sögu. Ég man eftir ævisögu mik- ilsmetins sveitarhöfðingja, þar sem hann rekur ævi sína af mikilli nákvæmni og þylur upp athafnir sínar og stórvirki. Bókin var rétt um fimm hundruð síður. Á einum stað í þessari bók, á bls. 436 segir frá því að hann hafi kvænst góðri konu og átt með henni sjö börn. „Hún reyndist honum traustur lífsförunautur,“ segir orðrétt. Að öðru leyti var hennar ekki getið. Hvergi á hana minnst. Nú má vera að þessi ágæti maður hafi lyft öllum sínum grett- istökum án opinbers atbeina konu sinnar. En skyldi hún ekki hafa lagt honum lið fyrir það eitt að ala upp börnin og ala önn fyrir honum sjálfum? Hvar hefði þessi karl verið án hennar, konu sinnar? Kjarni málsins er sá, að hlutur kvenna í sögu þessarar þjóðar er harla rýr og liggur óbættur hjá garði. Á síðari árum hefur verið gerð tilraun til að bæta úr þessum óskunda og til eru heiðarlegar undantekningar á þeirri hefð- bundnu tilhneigingu að skrifa sög- una með karlmanns gleraugum. En Íslandssagan sem kennd er í skólum, sem skrifuð er í öldinni okkar, sagan af baráttu þessarar þjóðar er samfelld frásögn af ártölum, atburðum og hetjudáðum sem tengjast körlum. Og varla þarf að minna á að skólagöngu hlaut enginn nema vera karlkyns. Hvað þá embætti. Nú má vera að konur hafi ekki barist til valda, brotið blöð í atvinnusögu eða sjálfstæðisbar- áttu eða hlotið upphefð í karlæg- um heimi. Þær höfðu jú ekki einu sinni kosningarétt fyrr en á síð- ustu öld, nær þúsund árum eftir að Íslendingar hrósa sér af því að hafa fyrstir manna stofnað þing í nafni lýðræðisins. En einhvern veginn fjölgaði þessi þjóð sér, og skrattakornið var eldað ofan í þá og þvegið af þeim, körlunum, og einhvernveginn fengu krakkarnir uppeldi og einhver hlýtur að hafa gætt bús og barna, meðan karlarn- ir voru uppteknir við að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar. Jú, víst hafa verið skrifaðar bækur um baráttu kvenna til atkvæðisréttar og kjörgengis, til jafnréttis í kjaramálum, um sögu ljósmæðra og annarrra kvenna- stétta og einstaka kvenskörunga, sem aðallega urðu frægar fyrir að vera öðru vísi en hinar. En hvað með allan skarann, hinn breiða fjölda kvenna til sjávar og sveita, þær óbreyttu og óþekktu mæður og systur, húsfreyjur og vinnuhjú, dætur og þræla þeirra karlpunga, sem einna er getið þegar sagn- fræðin er annars vegar? Hvar er þeirra saga? Inn til dala, út til fjarða, í litlum kotum og afskekktum byggðum, hlúðu þær að ómegðinni, gengu til verka, nýttu það litla sem var til af matarbirgðum, sinntu húsbóndan- um, sinntu hlutverki þjónsins og þrælsins, húsverkum, matseld, börnum, gamalmennum, skepn- um, heyskap, þvottum, gestum og gangandi. Ef húsfreyjan féll frá, leystist heimilið upp. Sveitakonan var burðarásinn, kjölfestan og framlengingin frá einni kynslóð- inni til annarrar. Þessar konur fóru ekki á fundi, ekki í skóla, ekki á mannamót, þær fluttu ekki ræður né drýgðu glæpi. Þær fóru satt að segja aldrei af bæ, því þar voru kýrnar og þar voru börnin og þó þær hafi aldrei vitað það, voru þær þjóðin sem þraukaði í átthög- unum og hélt í okkur lífinu. Þannig er saga þeirra krotuð í moldina, sem þær yrktu, í móðurmjólkinni sem yljaði og nærði í kaldri vos- búðinni og þessari ótrúlegu þraut- seigju og nægjusemi sem var ein- kenni íslenskra búskaparhátta um aldir alda og allt fram á okkar daga. Svo ég sé ekki að skafa af því: þær voru og eru, íslensku bónda- konurnar, hvunndagshetjur, sem héldu líftórunni í okkur, bókstaf- lega sagt. Þær eru holdi klæddar, persónugervingar kvennanna tveggja, sem sátu og þraukuðu við gröf Jesús Krists og sáu hann rísa upp og stíga til himins. Hinn lýsandi vitnisburður um tilvist okkar og líf, trúin og vonin um blóm í haga, logandi litli neistinn, sem varð að ljómandi eldi og breiddi úr sér í kristinni trú og kærleika. Píslarvættirnir, sem báru þann kross á herðum sér um dimma dali og daprar vetrarnæt- ur, þar til aftur birti til og við nú upplifum. Minnumst þessara for- mæðra okkar. Þeirra var líka píslargangan. Píslarvætti liðinna alda Í DAG KONUR ELLERT B. SCHRAM Svo ég sé ekki að skafa af því: þær voru og eru, íslensku bóndakonurnar, hvunndags- hetjur, sem héldu líftórunni í okkur, bókstaflega sagt. Herinn Jón Ólafsson heimspekingur spyr hvort Ísland sé ennþá ríki án eigin hers. Í pistli sínum á vef Kistunnar veltir hann því fyrir sér hvar draga megi mörkin. Jón segir að þegar leitað sé á netinu komi fram að „the only regular armed force of Iceland, is the para-military Icelandic crisis unit.“ Innan sviga heiti þessi vopnaða sveit Íslenska friðargæslan. - Hafi alfræðivefurinn Wikipedia birt eitthvað um vopnaða íslenska sérsveit finnur Jón ekkert á vef utanríkisráðuneytisins sem gefur til kynna að Íslenska friðargæslan sé slík sveit. Á erlendum vefsíðum fann Jón enn fremur vefsíður sem birta tignarröð og tignarheiti innan íslenska hersins en ekkert er um það hjá opinberum aðilum hér á landi. Jón segir um þetta: „Fyrir mér eru þetta fréttir: Ég man ekki til að það hafi nokkurn tímann verið rætt af fullri dýpt og alvöru með hvaða hætti rétt sé eða nauðsynlegt að hverfa frá opinberu herleysi og og stofna her, þó að af og til sé tekist á um um slíka hluti.“ Skoðum þetta sjálf Jón Ólafsson heldur áfram og segir: „Ef þögult samkomulag er um að friðargæslan verði sérsveit sem smátt og smátt breytist í raunverulegan her atvinnumanna, þá munu embættismennirnir haga störfum sínum í samræmi við það. Ef stjórnvöld vilja að íslenskur her verði til, jafnvel þó að það sé ekki opinber stefna og aldrei viðurkennt opinberlega, þá verður til íslensk- ur her.“ Forvitnileg er slóðin www. freerepublic.com/-leifur sem er ein af uppsprettum þessara bollalegginga. Þar er að finna tugi mynda af íslenskum þungvopnuðum hermönnum með íslenskum einkennis- og tignarmerkjum. Myndirnar eru líklega frá Afganistan. Leifur, höfundur síðunnar, kveðst vera ungur íslenskur verkfræðinemi og skrifar á ensku. Hann segist vera íhaldssamur í skoðunum á íslenskan mælikvarða en íslensk pólitík sé allt önnur en í Banda- ríkjunum. Á vefsíðunni er umræða um það hvernig íhaldssöm öfl geti brugðist við vaxandi innflutningi múslima til Evr- ópulanda og hvernig varðveita megi kristileg gildi. Allt ber ber þetta keim af ysta hægrinu í röðum bandarískra repúblíkana. johannh@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.