Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 70
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR50 Svali H. Björgvinsson, einn af sunnudagspennum íþróttasíðu Fréttablaðsins, skrifaði ekki alls fyrir löngu um hið svokallaða dagsform íþróttamanna. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að „Með tali um dagsformið er í raun verið að varpa frá sér ábyrgð og treysta á afar vafasöm fræði eins og heppni eða slakan undirbúning andstæðinganna. Dagsformið hefur sennilega álíka mikil áhrif á úrslit leikja og veðrið í þeim íþrótt- um sem keppt er í innandyra.“ svo vitnað sé orðrétt í niðurstöður hans. Þetta er nokkuð merkileg niðurstaða sem Svali kemst að sem ég get á engan hátt verið sammála. Vissulega er það svo að sigrar stjórnast fyrst og fremst af þátt- um eins og getu, skipulagi, skiln- ingi og líkamsþjálfun svo eitthvað sé nefnt. En það er nú bara einu sinni þannig að dagsformið hefur heilmikið um þetta að segja og getur gert þann gæfumun sem til þarf til þess að sigra. Til að byrja með skilgreini ég dagsformið á allt annan hátt en Svali gerir. Svali skilgreinir dags- form sem eitthvert form eða ástand, sem viðkomandi leikmað- ur og eða lið er í þá stundina sem leikur fer fram. Það sé síðan ekki fyrr en eftir leik sem við getum metið hvort það hafi verið okkur í hag eða ekki og hafi sigur unnist hafi það verið okkur í hag en hafi leikurinn tapast þá hafi það ekki verið okkur hliðhollt. Svali nefnir enn fremur að um dagsformið gildi lögmál veðurfræðinnar að annaðhvort rigni eða rigni ekki, þ.e. að um dagsformið fáum við engu ráðið. Ég tel hins vegar klárlega hægt að hafa áhrif á dagsformið og margir fara langt með að stjórna því fullkomlega. Það er nefnilega þannig, að dagsform kemur ekk- ert og fer þegar því hentar ef við getum orðað það sem svo. En hvað er þá þetta blessaða dagsform? Dagsform er einfaldlega sá undir- búningur sem viðkomandi leik- maður, þjálfari og lið leggja í fyrir leikinn sjálfann. Dagsformið er það ástand sem leikmaður/þjálf- ari kemur sér í þá stundina sem leikur stendur yfir. Inn í þetta ástand fléttist hvíld leikmanns- ins, næring hans og sú andlega vinna sem hann leggur í undir- búninginn sjálfan, en andlegur undirbúningur leikmanna og þjálfara skiptir gríðarlega miklu máli. Hann skiptir svo miklu máli að margir telja hann skipta mestu máli þegar á hólminn er komið. Auðvitað þurfa þeir þættir sem ég hef fyrr nefnt eins og geta, skipu- lag, skilningur og líkamsþjálfun að vera í lagi. En svo á einnig við um undirbúninginn fyrir einstaka leiki, þ.e. dagsformið og þá sér- staklega þegar mikið liggur undir. Við skulum taka vítaskot sem dæmi, en Svali segir í grein sinni að almennt viðurkennt sé að besta leiðin til að hitta betur úr víta- skotum sé einfaldlega að æfa víta- skot. Auðvitað svo að það er æfingin sem skapar meistarann, eða réttara sagt, aukaæfingin sem skapar meistarann og gerir það að verkum að viðkomandi leikmaður hittir úr öllum þeim æfingavíta- skotum sem hann tekur. En það er ekki samansemmerki á milli þess, og að hann skori síðan úr öllum þeim vítaskotum sem hann fær þegar út í sjálfan leikinn er komið. Þar kemur þetta margumrædda dagsform til skjalanna. Leikmað- ur sem er ekki í góðu dagsformi er líklegri til þess að vera með slakari nýtingu en sá sem er í góðu dagsformi. Hver einasti leikmaður ásamt þjálfara liðsins hefur þá skyldu fyrir hvern leik, alveg sama hversu „mikilvægur“ leikurinn er, að vera í því besta mögulega dagsformi sem kostur er á. Dags- formið sem slíkt, verður þeim mun mikilvægara þegar um jafn- ar viðureignir er að ræða og þétt er spilað við t.d. sama andstæð- inginn s.s. í úrslitakeppnum og öðru slíku. Nærtækasta dæmið um þetta allt saman er nýliðin viðureign Keflavíkur og Skallagríms í úrslitakeppninni í körfuknattleik þar sem Skallagrímur kom klár- lega á óvart með því að leggja af velli Íslandsmeistara sl. fjögurra ára á þeirra heimavelli. Ég held að það sé enginn vafi á því að það sem réð úrslitum í síðasta leikn- um var að dagsform leikmanna Skallgríms var betra en dagsform Íslandsmeistaranna. Sumir vilja kalla þetta vanmat en það eitt og sér útskýrir ekki þessi úrslit. Hvernig útskýrir maður t.a.m. það þegar „óvænt“ úrslit verða t.d. í bikarkeppnum víða um heim? Geta liðanna breytist varla á einni nóttu! Nei, oftast er þar um mis- munandi dagsform leikmanna og/ eða liða að ræða. Niðurstaða mín er því þvert á niðurstöðu Svala. Dagsformið hefur margoft sýnt að það getur haft áhrif á úrslit leikja og mun svo gera um ókomna tíð. Dagsformið er ekki eins og veðrið. Það er vissulega hægt að hafa áhrif á dagsformið og þar kemur heppni eða slakur undir- búningur aðstæðingsins málinu ekkert við. Með tali um dagsform- ið er því alls ekki verið að varpa frá sér ábyrgð því þjálfarar og leikmenn bera ábyrgð á því hvert dagsformið er hverju sinni. LESENDUR SPYRJA > ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR SUNNUDAGSPENNINN GEIR SVEINSSON Til varnar dagsforminu! Hlífar Rúnarsson, Kópavogi, 33 ára Áttu kærasta? Nei. Guðmundur, Ísafirði, 25 ára Eru peningar að gera útaf við kvenna- boltann á íslandi? Fara ekki allar þær bestu í Breiðablik, KR eða Val útaf mestu peningunum sem þar eru? Ég held nú að það séu ekki mikl- ir peningar í kvennaboltanum á Íslandi. Það er sem betur fer að aukast því að þetta er mikil vinna og það fer mikill tími í æfingar. Það er ekki auðvelt að vinna fulla vinnu með fótboltanum þannig að það er mjög góð þróun að stelpur séu að fá meira borgað en áður svo að þær geti lagt metnað í æfing- ar. Leikmenn fara í lið þar sem aðstæður eru bestar og þar sem mestar líkur eru á að þær geti bætt sig. Hraði og gæði á æfing- um skipta miklu máli. Félögin á Íslandi verða einfaldlega að leggja meiri metnað í að skapa þetta umhverfi fyrir leikmennina. Hafsteinn, Reykjavík,15 ára Varstu atvinnumaður þegar þú spilaðir fyrir Malmö? Ég var í mastersnámi þannig að ég var í raun námsmaður. Það má eiginlega segja að fótboltinn hafi haft forgang og ég hagaði náminu svo eftir því. Þetta hefur líklega kallast hálfatvinnumennska þar sem komið er til móts við leik- menn til að gera þeim kleift að æfa allt að átta sinnum í viku. Jón Arnar Óskarsson, Reykjavík, 25 ára Hvaða knattspyrnumaður finnst þér vera myndarlegastur? Þeir eru margir myndarlegir, en Beckham, Shevchenko og Nesta koma fyrstir upp í hugann. Laufey Ólafsdóttir, Reykjavík, 25 ára Hvernig er svo að vera fyrirliði hjá íslenska landsliðinu og vera ekki einu sinni varafyrirliði hjá Breiðablik? Haha, góð spurning Laufey! En það er þjálfarinn sem ræður því og þetta er ekkert sem hefur mikil áhrif á mig. Karl, Reykjavik, 25 ára Stefnirðu aftur út i atvinnumennskuna? Ég ákveð bara eitt ár í einu, síðan verð ég að sjá hvernig hnéð á mér verður eftir tímabilið og ég tek ákvörðun eftir því og hvort ég hafi ennþá gaman af því að spila fótbolta. Örvar Steingrímsson, Reykjavík, 27 ára Hver er huggulegasti karl- maðurinn á Línuhönnun, vinnu- staðnum þínum? Mér hefur nú alltaf þótt Örvar Steingrímsson frekar huggulegur. Arnar Þór Halldórsson, Eyrarbakka, 11 ára Hvað varst þú gömul þegar þú byrjaðir í fótbolta? Ég var 11 ára eins og þú ert nú. Guðmundur E. Gíslason, Keflavík, 17 ára Hvað tekurðu í bekkpressu? Haha, ég er nú ekki sú sterk- asta í bekkpressu, en ætli ég taki ekki um 50 kg. Jón Ragnar Jónsson, Reykjavík, 38 ára Hvort ertu KR-ingur eða Bliki? Ég er meiri Bliki, ég byrjaði þar og þar eru mínar rætur. En ég hef líka sterkar tilfinningar til KR þar sem ég átti mörg mjög góð ár. Stefán Arnar Harðarson, Reykjavík, 10 ára Hver finnst þér vera besta knattspyrnukona heims? Ég kaus Mörtu besta í fyrra, hún spilar með Umeå í Svíþjóð og ég hef séð mikið til hennar. Mér finnst Renate Lingor og Birgit Prinz frá Þýskalandi líka mjög góðar. Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfirði, 16 ára Hvað færðu þér á pylsuna þína? Ég fæ mér pylsu með öllu. Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfirði, 16 ára Hver er besta íslenska knatt- spyrnukonan? Ég. Þorsteinn Þormóðsson, Grenivík, 38 ára Hvernig gengur að samræma verkfræðingsstarfið með fótbolt- anum? Það hefur gengið ágætlega, það er oft mikil vinna en það hefst sér- staklega af því að Línuhönnun sýnir mér mjög mikinn skilning og samstarfsmennirnir eru mjög liðlegir við mig. Arnar Þór Halldórsson, Eyrarbakka, 11 ára Hver er besti þjálfarinn sem þú hefur haft? Þetta er erfið spurning, ég hef verið svo heppin að hafa marga góða þjálfara. Vanda Sigurgeirs- dóttir kenndi mér mjög margt og ég var mjög heppin að hún þjálf- aði mig þegar ég var ung og ennþá að mótast sem knattspyrnumaður. Hún þjálfaði mig fyrst í 3. flokki þar sem tækniæfingar eru mjög mikilvægar. Hún þjálfaði mig líka í meistaraflokki og er mjög góð í leikskipulagi. Logi Ólafsson var mjög góður þegar hann var með landsliðið 93 og 94. Jörundur Áki hefur líka verið mjög góður með landsliðið. Núverandi þjálfari Malmö FF, Jörgen Petersson, er mjög fær þjálfari og hefur kennt mér mjög marga nýja hluti. Hilmar Ægir Þórðarson, Hafnarfirði, 28 ára Hvað þyrfti stóra upphæð til að fá þig yfir í FH? Ég spila fótbolta af því að mér finnst það gaman, hefði líklega snúið mér að einhverju öðru fyrir löngu ef ég væri að þessu pening- anna vegna! Guðmundur E Gíslason, Keflavík, 17 ára Hvað færðu þér í morgunmat? Það er svolítið misjafnt, fyrir leiki fæ ég mér yfirleitt hafra- graut, brauð og eplasafa. Júlíus Sigurjónsson, Reykjavík, 36 ára Ertu hjátrúarfull fyrir leiki? Ég hringi í ömmu Áslu fyrir hvern einasta leik og fæ gusu. Síðan reyni ég að hafa sömu rút- ínu fyrir leiki og undirbúa mig eins fyrir hvern einasta leik. Ég verð líka að fá banana fyrir hvern einasta leik. Sigmundur Ámundason, Akranesi, 50 ára Hvað finnst þér um að kvennalið ÍA og ÍBV verða ekki með í sumar? Ertu ekki hrædd um að þessi þróun haldi áfram og fleiri lið hætti þátttöku í framtíð- inni? Mér finnst mjög slæmt að ÍA og ÍBV verði ekki með í sumar. Akranes og Vestmannaeyjar eru báðir sterkir fótboltabæir og mjög lélegt að það sé ekki metnaður til að hafa kvennalið í bænum, sér- staklega miðað við þróun kvenna- boltans í heiminum. Jú, auðvitað hræðir þessi þróun mig en ég er að vona að þetta veki knattspyrnu- hreyfinguna til umhugsunar. Það þarf að kynna kvennaknattspyrnu betur og fá fleiri stelpur til að fá áhuga og metnað til að stunda knattspyrnu. Halla María Helgadóttir, Kópavogi, 35 ára Hvaða næturkrem not- arðu? Ég nota ekki næturkrem, þetta er bara náttúrulegt. Sindri Kristjánsson, Akureyri, 22 ára Þú hefur verið nokkuð óheppin með meiðsli á frábærum ferli og lent í þeim nokkrum alvarlegum. Hver er lykillinn að því að koma alltaf svona sterk til baka? Lykillinn í stuttu máli er þolin- mæði og metnaður til að ná sér. Það skiptir miklu máli að hlusta á lækna og sjúkraþjálfara og fara eftir því sem þeir segja, gera æfingar samviskusamlega og missa aldrei trúna á sjálfum sér. Össur Valdimarsson, Keflavík, 46 ára Ertu að leggja fótboltaskóna á hill- una ef þú kemst í bæjarstjórn? Nei, það er nú ekki stefnan, ég ætla að spila þetta árið og sjá svo til. Ég tel að það muni ganga vel að sameina fótboltann og bæjar- málin með því að skipuleggja tím- ann vel. Sigmundur Kristjánsson, Reykjavík, 22 ára Hver er besta knattspyrnu- konan sem þú hefur spilað á móti, hér heima og erlendis? Hér heima er það Þóra systir mín, hún er besti markmaður sem ég hef spilað á móti. Erlendis hef ég spilað á móti mörgum góðum, Hanna Marklund í sænska lands- liðinu er mjög góð, síðan hefur mér alltaf fundist erfitt að mæta þýska landsliðinu. Vilmundur Þór, Grindavík, 17 ára Hver er lykillinn að góðri vel- gengni þinni í boltanum? Fótboltinn hefur alltaf haft for- gang hjá mér og ég hef alltaf haft mikinn metnað til að ná langt. Ég hef stundað æfingarnar vel og haft það að markmiði að ná sem mestu út úr hverri einustu æfingu. Það skiptir líka miklu máli að hafa trú á sjálfum sér og vilja til að verða betri. Einar Björgvin Davíðsson, 25 ára Hvað er uppáhaldsbjórinn þinn? Ætli það sé ekki tékkneski Bud- weiser, hann er mjög góður. Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, Nes- kaupstað, 11 ára Hvað æfir þú oft í viku og hvað eru æfingarnar langar? Það er svolítið misjafnt hvað ég æfi oft í viku, mest er átta sinnum í viku á undirbúningstímabilinu og þá eru æfingarnar um einn og ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Ein allra fremsta knattspyrnukona sem Ísland hefur alið. Hér er hún í leik með Malmö í Svíþjóð. FÓTBOLTINN HEFUR ALLTAF HAFT FORGANG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.