Fréttablaðið - 15.04.2006, Síða 30

Fréttablaðið - 15.04.2006, Síða 30
Hún er nýlent á Klakann eftir tveggja og hálfs mán-aða reisu þar sem hún meðal annars synti innan um fjólu- bláa fiska, horfði á Pakistana og Indverja etja kappi í krikket, heim- sótti eitt af undrum veraldar, Taj Mahal, í Agra á Indlandi, stundaði bardagalist og hugleiðslu, vippaði sér á fílsbak, varð vitni að líki brenna og sá ummerki hörmung- anna sem rauðu khmerarnir ollu í Kambódíu. Hún er nú reynslunni ríkari og ferskari en fyrr. „Ég fór til Indlands, Taílands, Kambódíu og Laos. Ég ætlaði til fleiri landa í Asíu en það verður bara gert í næstu ferð. Ég byrjaði á Suður-Indlandi og endaði ferðina tveimur og hálfum mánuði síðar á Norður-Indlandi. Í viðskiptaheim- inum tala margir um Indland sem risann sem er að vakna og ég get trúað að margt sé til í því. Mikil gerjun er í gangi og hægt að upp- lifa eitthvað spennandi hverja ein- ustu mínútu. Ef þú ætlar að halda geðheilsunni á Indlandi þá verður þú að fylgja straumnum og það var nákvæmlega sem ég gerði.“ Verður ekki lýst með orðum Og hvernig var? „Það er varla hægt að lýsa þessari ferð með orðum. Þetta var ótrúlegur tilfinninga- rússibani sem hefur gert mér ein- staklega gott. Mér fannst ég eitt- hvað svo frjáls enda kláraði ég Háskólann, seldi íbúðina og bílinn og sagði upp vinnunni áður en ég fór út. Það er öllum hollt að viðra sig aðeins á röngunni, skoða sál sína og spá í af hverju við erum eins og við erum. Markmiðið var óljóst en ætlunin var að bregða sér út fyrir þægindarammann, sem ég geri reglulega, gera það sem ég ótt- ast og glæða innri eld. Það er óþol- andi hvað maður getur stundum verið línustrikaður og ferðalag sem þetta víkkar sjóndeildarhringinn og gerir mann læsan á menningu annarra þjóða. Það er ekki á hverj- um degi sem þú hittir mann sem verður alveg brjálaður ef hann fær ekki geitaheila í morgunmat.“ Hvað var eftirminnilegast, þú hlýtur að hafa reynt margt nýtt? „Það er svo gaman að upplifa eitt- hvað nýtt á hverjum degi og fá enn og aftur staðfest hvað margt er bundið menningu þjóðar þegar kemur að því að skoða hvað sé flott, gott og æskilegt. Heilt á litið þá elti hamingjan mig á röndum í þessari ferð. Margt var nýtt fyrir mér t.d. að pissa í holu, fara út úr líkaman- um í einhverri hugleiðslu og fara í besta nudd í heimi á bekk í húsa- sundi. Það var einstakt að kafa í túrkislituðum sjónum með fiskun- um og fara á þriggja klukkustunda Bollywoodmynd. Það var mikil upplifun að sjá stærstu „slömmin“ í Asíu, fara á Thai Box keppni í Taílandi, sjá sól- arupprás við Angkor Wat í Siem Reap í Kambódíu. Það var líka alveg einstök tilfinning að sjá sól- arupprás við eitt af undrum verald- ar, Taj Mahal, í Agra á Indlandi og vera á Indlandi þegar Indland mætti Pakistan í landsleik í krikk- et. Þá var sjoppunni lokað og allir urðu óðir. Það var einstakt að kynn- ast fólki frá mörgum löndum og að fá tækifæri til að kynnast „lókaln- um“ eins og svo oft. Síðan fór ég í Tai-Chi og hóf daginn á bardagalist eða brjálaðri öndun. Það var hins vegar ekki eins ánægulegt að horfa í blóðsprungin augu í þröngu húsa- sundi, horfa í hlaup á riffli, skorta persónulegt rými og horfa á lík brenna.“ Eins og í miðri martröð Lífsstíll og lífsgæði fólks á þess- um slóðum eru af allt öðrum toga en við eigum að venjast í Vestur- heimi. Náðirðu að skera á lífsgæða- kapphlaup okkar Vesturlandabúa? „Ég notaði ekki farsíma í ferðinni og ferðaðist ekki með úr. Ég var þó með vekjaraklukku sem ruglaðist alltaf í bakpokanum þegar ég var á ferðinni. Þegar ég tók hana síðan úr bakpokanum fyrir svefninn þá giskaði ég bara á hvað klukkan var og stillti vekjarann út frá því hversu marga klukkutíma ég ætl- aði að sofa. Þetta var því frekar afslappað hvað þetta varðar, ég las líka mikið og hafði tíma fyrir innilegri sam- ræður en oft áður. Í rauninni leið mér í lokin eins og ég hafi fundið uppskriftina að eilífri hamingju, nokkurskonar Nirvana, og mér fannst hugsanirnar vera á mínu valdi. Ferðalagið endaði svo í Lond- on en þaðan flaug ég heim til Íslands. Leið mín lá af flugvellinum í City sem er eitt aðal fjármála- hverfið í London. Þar horfði ég á fólkið í kringum mig og hugsaði með sjálfri mér: „Þetta fólk veit ekki út á hvað lífið gengur.“ Og nú nokkrum dögum síðar er hjartað farið að slá hraðar, ég bara komin í hælaskóna og sit nú með gloss við fartölvuna, alveg magnaður and- skoti.“ Ástandið er afar bágborið á sumum þeirra staða sem þú sóttir heim. Hvernig varð þér við að upp- lifa eymdina sem einkennir sum svæðin? „Fyrir tilfinningahlunk eins og mig var átakanlegt að horfa upp á ofbeldi, óþolandi kúgun og misrétti. Svo var ég var vægast sagt með krumpuhöku og þrútin augu eftir Killing Fields og Tuol Sleng Museum í Kambódíu, ásamt því að sjá mörg fórnarlömb jarð- sprengna sem hafa misst útlimi. Stundum hélt ég líka að ég væri stödd í miðri martröð. Þannig leið mér meðal annars þegar ég fór að skoða Red Fort í Delí. Þar var fólk sem vantaði útlimi að öskra „Ins- hallah“ i einhverju móki, fólk með opið sár sem úr vessaði gulur gröft- ur, betlarar, svín, kýr, allir að bjóða manni hitt og þetta, flauta og ávarpa mann eins og hóru. Það er gaman að fagna fjölbreytileikanum en mér stóð ekki á sama þegar nokkrir karlar myndudu hring utan um mig. Það er margs að minnast og ég lagði inn á minningabankann á hverjum degi.“ Auðvelt að fá sigg á rassinn Hvernig er að ferðast á svona framandi og jafnvel hættulega staði ein síns liðs? „Ég er mjög mikil félagsvera en finnst nauð- synlegt að vera ein. Mér leiddist aldrei, varð sjaldan hrædd og fékk aldrei heimþrá. Það voru samt ófá skiptin sem mig langaði að hafa mína nánustu til að upplifa og njóta með mér. Svo var ég aldrei ein nema ef ég vildi vera ein. Ég fór á netkaffihús til að fylgjast með fréttum og forðast fráhvarfs- einkenni. Fátt var þó um svör þegar ég spurði heimamenn og ferðamenn út í mörg heimsmálin t.a.m. fuglaflensu, umdeildar myndir af Múhameð spámanni og sprengingar á Indlandi. Ég átti samt forvitilegar sam- ræður við múslima um húmor, hitti Dani sem þóttust vera Íslendingar og svo vildi enginn borða kjúkling á vissu svæði á Indlandi. Margir eru svakalega gáttaðir á mér að þora að ferðast ein, þar sem sumir þarna úti hafa einkennilegar hvat- ir og stórfurðuleg gildi á harða disknum hjá sér. En það er náttúru- lega vonlaust að skella heilli þjóð eða heimsálfu undir sama hatt. Hugsunin „við og hinir“ er algeng en ekki mér að skapi.“ Hvernig fórstu á milli staða? „Það er auðvelt að fá sigg á rass- inn því vegalengdirnar eru rosa- legar. Annars ferðaðist ég með lestum, leigubílum, „rickshaw“, strætó, rútum, flugvélum, bátum, hjólaði um á fjallahjóli, loftlest (skytrain) vippaði mér á fílsbak eða mótorfák, gekk mjög mikið og leigði mér bíl með bílstjóra svo eitthvað sé nefnt. Það getur liðið óralangur tími í „rickshaw“ í umferðarómenningunni í Mumbai á Indlandi og reynir á þolinmæðina þegar heimilisfangið er ekki bara Dúfnahólar 10 og málið dautt. Öll heimilisföng eru „húsið fyrir aftan sjoppuna á móti hótelinu sem er við þvottahúsið sem...“ og þar fram eftir götunum. Þarf ekki mikinn undirbúning fyrir svona ferð? „Það er að mörgu að hyggja og í bókinni Lonely Planet má finna lista yfir það sem gott er að taka með sér. Þar sem ég er nú kölluð Fröken Skipulögð af þeim sem þekkja mig þá var ég eins vel undirbúin og hægt er. Ég fór í sprautur, fékk mér vegabréfs- áritun til að komast inn í Indland, las um Asíu og fór á nokkra fundi við fólk sem hafði dvalið þar. Ég var fyrst og fremst á bakpoka- ferðalagi og finnst bara gaman að deila herbergi með rottu, eðlu og pöddum, en svo voru fimm stjörnu dekurdagar inni á milli. Reyndar er það þannig að því meira sem maður les, því minna veit maður og eftir að hafa lesið um svona marga spennandi staði þá er auðvelt að fá valkvíða. Ferða- áætlunin var sífellt að breytast enda var maður að heyra af nýjum og spennandi stöðum á degi hverj- um og alltaf að hitta frábært fólk sem maður vildi kannski eyða lengri tíma með. Ég gældi t.d. við þá hugmynd fyrir ferðina að skella mér á naglabretti á Indlandi og að komast í splitt – á báðum – áður en ég kæmi heim en það einhvern veginn gleymdist alveg.“ 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR30 GAMAN SAMAN Í Taílandi með „ladyboy“. FRÉTTABLADID/ANDREA MANNLEG EYMD Víða blasti við mannleg eymd. FRÉTTABLADID/ANDREA Eins og uppskrift að eilífri hamingju Andrea Róbertsdóttir vildi bregða sér út fyrir þægindarammann svo hún seldi íbúðina og bíl- inn og hélt í víking á framandi slóðir. Bryndís Bjarnadóttir ræddi við Andreu um ævintýralegt bakpokaflakk um Asíu. Það er ekki á hverjum degi sem þú hittir mann sem verður alveg brjál- aður ef hann fær ekki geitaheila í morgunmat. Markmiðið var óljóst en ætlunin var að bregða sér út fyrir þægindaramm- ann, sem ég geri reglu- lega, gera það sem ég óttast og glæða innri eld. ANDREA SKOÐAR EITT AF UNDRUM VERALDAR „Það var ótrúlegt að sjá Taj Mahal. Það var reyndar dálítið kalt í morgunsárið og þess vegna vafði ég mig bara í lakið sem var á gistiheimilinu.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.