Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 52
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR32 LISTILEGAR SKREYTINGAR Kristnisagan er í íslenskum búningi í myndskreytingum Baltasars. Þar ægir saman lopaklæddum sjómönnum, saltfiski, Móses og frelsaranum. Í KIRKJUGARÐINUM Í fallegum kirkjugarðinum sjást þess merki að byggðin í Flatey má muna sinn fífil fegri. Kirkjan á gömlu klausturseynni Flateyjarkirkja er rétt sunnan við þorpið og umlukt falleg-um kirkjugarði þótt eitt og annað þar sé nokkuð hrörlegt á að líta. Þegar gengið er í kirkjuna er engu líkara en að kirkjugestur sé kominn mitt inn í listaverk. Loft, veggir sem og altaristafla eru myndskreytt af myndlistarmann- inum Baltasar. Má segja að kristni- sagan sé þar framreidd í íslensk- um búningi því þar má líta bæði lopaklædda sjómenn, saltfisk og sauðfé innan um Móses og frelsar- ann. Kirkjan tilheyrir prestakallinu á Reykhólum en nokkuð er síðan guðsþjónusta hefur farið þar fram. Hún var reist árið 1926 og hefur nýlega verið endurgerð og er því í góðu ástandi ef frá er talið þakið sem þarfnast endurbóta og binda menn vonir við að úr því verði bætt í sumar. Í Flatey var munkaklaustur Ágústsínusarreglunnar frá því 1172 til siðaskipta. Það var eitt mikilvægasta menningar- og bóka- gerðarsetur landsins. Kirkjan var opin þegar tví- menningana bar að og gátu þeir gleymt sér þar inni í kyrrðinni við lágstemmdan undirleik vindsins sem hvein á glugga. REISULEG KIRKJA Flateyjarkirkja var reist árið 1926. Hún var nýlega endurgerð og er í allgóðu ásigkomulagi. FORNT MENNINGARSETUR Í Flateyjarklaustri var mikilvægt menningarsetur fyrr á öldum. Það er fleira merkilegt að sjá í Flatey en fjölskrúð- ugt fuglalíf. Jón Sigurður Eyjólfsson blaðamaður og Hörður Sveinsson ljósmyndari stigu á land í eynni og urðu uppnumdir af þeirri fegurð og kyrrð sem finna mátti við Flateyjarkirkju einn napran en bjartan vetrardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.