Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 52

Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 52
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR32 LISTILEGAR SKREYTINGAR Kristnisagan er í íslenskum búningi í myndskreytingum Baltasars. Þar ægir saman lopaklæddum sjómönnum, saltfiski, Móses og frelsaranum. Í KIRKJUGARÐINUM Í fallegum kirkjugarðinum sjást þess merki að byggðin í Flatey má muna sinn fífil fegri. Kirkjan á gömlu klausturseynni Flateyjarkirkja er rétt sunnan við þorpið og umlukt falleg-um kirkjugarði þótt eitt og annað þar sé nokkuð hrörlegt á að líta. Þegar gengið er í kirkjuna er engu líkara en að kirkjugestur sé kominn mitt inn í listaverk. Loft, veggir sem og altaristafla eru myndskreytt af myndlistarmann- inum Baltasar. Má segja að kristni- sagan sé þar framreidd í íslensk- um búningi því þar má líta bæði lopaklædda sjómenn, saltfisk og sauðfé innan um Móses og frelsar- ann. Kirkjan tilheyrir prestakallinu á Reykhólum en nokkuð er síðan guðsþjónusta hefur farið þar fram. Hún var reist árið 1926 og hefur nýlega verið endurgerð og er því í góðu ástandi ef frá er talið þakið sem þarfnast endurbóta og binda menn vonir við að úr því verði bætt í sumar. Í Flatey var munkaklaustur Ágústsínusarreglunnar frá því 1172 til siðaskipta. Það var eitt mikilvægasta menningar- og bóka- gerðarsetur landsins. Kirkjan var opin þegar tví- menningana bar að og gátu þeir gleymt sér þar inni í kyrrðinni við lágstemmdan undirleik vindsins sem hvein á glugga. REISULEG KIRKJA Flateyjarkirkja var reist árið 1926. Hún var nýlega endurgerð og er í allgóðu ásigkomulagi. FORNT MENNINGARSETUR Í Flateyjarklaustri var mikilvægt menningarsetur fyrr á öldum. Það er fleira merkilegt að sjá í Flatey en fjölskrúð- ugt fuglalíf. Jón Sigurður Eyjólfsson blaðamaður og Hörður Sveinsson ljósmyndari stigu á land í eynni og urðu uppnumdir af þeirri fegurð og kyrrð sem finna mátti við Flateyjarkirkju einn napran en bjartan vetrardag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.