Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 15. apríl 2006 R ey kj av ík ur tjö rn RÆKTAÐU VINA- OG FJÖLSKYLDUBÖNDIN Pantaðu fermingarskeyti í síma 1446 eða á netfanginu www.postur.is. �������������������� ������������������� ����������������������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������������������� ������������������ ��������� ���� ����������� �������������������� � ���� ��������� ������������������������������ � ������������������ �������������� �������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ������������ ��������������������� Vissulega var páskahátíðin hátíð Ísraela og gyðinga löngu fyrir daga Krists. Á henni minntust Ísraelsmenn hinir fornu og síðar Gyðingar frelsunar forfeðra sinna úr ánauðinni í Egyptalandi eins og lesa má um í Annarri Mósebók í Gamla testamentinu. Páskar helsta hátíð kristinna manna Það er þó ekki að ástæðulausu að páskarnir urðu frá upphafi helsta hátíð kristinna manna og héldu þeirri stöðu langt fram eftir öldum eða þar til jólin tóku að keppa við þá um vinsældir. Ástæða þessa er sú að mikilvægustu þættina í verki Krists bar einmitt upp á páskahá- tíð Gyðinga. Er þar átt við hand- töku, pyntingar, aftöku og upp- stigningu Krists sem lesa má um í lokaköflum allra guðspjalla Nýja testamentisins. Ein ástæðan fyrir því að kristnir menn gerðu páska- hátíðina að sinni er því þessi tíma- setning. Páskalambið Það var fljótt farið að líta svo á í kirkjunni að á milli þessara tveggja hátíða, það er páskahátíð- ar Gyðinga og páska kristinna manna, væru einnig inntakstengsl. Báðar voru þær haldnar til að fagna frelsun. Gyðingarnir minnt- ust frelsunarinnar undan Egypt- um en kristnir menn frelsunar undan synd og sekt til lífs með Guði. Þá slátruðu Gyðingar svo- kölluðu páskalambi sem þeir neyttu á hátíðinni. Í kristninni var farið að tala um Krist sem hið sanna páskalamb. Samkvæmt einu guðspjallanna er jafnvel sagt að dauða Krists hafi borið upp á sömu stundu og páskalömbunum var slátrað. Föst eða færanleg hátíð Fljótt dró þó í sundur með páska- hátíð Gyðinga og páskum krist- inna manna. Páskar Gyðinga eru svokölluð föst hátíð sem alltaf er haldin á sérstökum mánaðardegi samkvæmt tímatali Gyðinga. Kristnir menn minntust hins vegar upprisu Krists, það er páskadags- ins, ætíð á sunnudegi og miðuðu hátíðina við fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægur á vori. Páskarnir urðu því svoköll- uð færanleg hátíð. Tengsl gyðingdóms og kristni Sú staðreynd að páskar eru haldn- ir bæði í gyðingdómi og kristni minnir auðvitað á þau beinu sögu- legu tengsl sem eru milli þessara tveggja trúarbragða. Kristni er sprottin úr gyðingdómi og var í upphafi í raun ekki annað en gyð- inglegur söfnuður með sérstakar áherslur. Mikið af trúariðkun kristinna manna er því sótt til gyð- ingdóms og þessi trúarbrögð eiga sameiginleg trúarrit þar sem eru bækur Gamla testamentisins. Páskarnir eru því ekki eina atriðið sem tengir trúarbrögðin. Má í því sambandi ekki gleyma sjálfri hug- myndinni um frelsarann Krist, en orðið Kristur er í raun grísk orð- mynd af hebreska orðinu Messías sem Gyðingar vænta enn að koma muni. Eldri hugmyndir teknar upp Páskarnir eru eitt dæmi um það hvernig kristin trú tekur upp eldri hugmyndir, túlkar þær í nýju ljósi og gefur þeim nýtt inntak. Þessi nýtúlkun páskahátíðarinnar er afar eðlileg vegna þeirra tíma- tengsla sem voru á milli hátíða- halda Gyðinga og mikilvægustu þátta þess sem oft er nefnt Krists- atburðurinn (með því er átt við fæðingu, líf, starf, dauða og upp- risu Krists). Slík tímatengsl þurfa þó ekki að vera til staðar eins og kemur fram í því að víða á því svæði þar sem kristni breiddist út á fornöld og á miðöldum var haldin hátíð á sama tíma og kristnir menn halda jól. Ekkert bendir þó til þess að Kristur hafi fæðst á þeim tíma árs frekar en einhverjum öðrum. Þetta sýnir að þótt kristin trú sé um margt lokuð, játi til dæmis aðeins trú á einn Guð, er hún að öðru leyti opin. Á það ekki síst við um ýmis félagsleg og menningar- leg atriði sem kristnin hefur tekið upp og glætt nýju inntaki. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við HÍ. Af hverju er páskaliturinn í kirkj- unni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn? Páskaliturinn er reyndar hvítur en tíminn fyrir páska, það er að segja fastan, hefur fjólubláan lit. Dymbilvika og páskavika Að baki spurningunni liggur mál- venja síðari ára sem lætur pásk- ana byrja ekki síðar en þegar skól- ar fara í páskafrí. Af þeirri ástæðu er farið að kalla vikuna fyrir páska páskaviku, þótt hún heiti frá fornu fari kyrravika eða dymbilvika. Í þeirri viku minnist kirkjan sér- staklega þjáninga og dauða Jesú Krists á krossinum á föstudaginn langa. Sú vika hefur yfirbragð kyrrðar og íhugunar og hefur því hinn fjólubláa lit iðrunarinnar. Páskavikan hefst með páska- degi. Þá fagnar kirkjan því að Jesús sem dó á krossinum reis upp frá dauðum. Kirkjan skrýðist hvítu, sem er litur Krists. Hins vegar hefur lengi tíðkast að nota einnig gulan eða gullinn lit með til þess að minnast dýrðarbjarma upprisunnar. Guli litur páskaliljanna Til er helgisögn sem segir að eitt sinn hafi páskaliljurnar verið hvítar. En þegar sól reis á páska- morgni og Jesús var ekki í gröf- inni, því að hann var upprisinn frá dauðum, þá varð birta sólarinnar svo gullin af fögnuði að páskalilj- urnar urðu gular. Hinn guli litur á páskaliljunum hefur síðan ráðið páskalitnum eins og hann er í hugum margra, þótt litur kirkj- unnar á páskum sé áfram hvítur. Kristján Valur Ingólfsson, lektor í guðfræði við HÍ. Af hverju heldur kristið fólk upp á páska? Eru pásk- ar ekki eldri en kristni? ������������� ��������������� PÁSKALILJUR Í hugum margra er gulur litur páskanna. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Fylgiklausa: Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefn- ast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Breytist helmingunartími geislavirkra efna eftir hitastigi, af hverju er stundum svona mikill hitamunur á milli nálægra staða, hvað eru fjölmiðlar, hvernig myndast lungnakrabbamein, hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug og af hverju tala menn um peninga sem „kall“, eins og fimmhundruðkall? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.