Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 2
2 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR Takið frá dagana 21.-23. apríl fyrir stórviðburð í Laugardalshöll Sumar 2006Laugardalshöll 21.-23. apríl 2006 Glæsileg sumarsýning Regína Ósk syngur kl. 13:00 á opnun sýningarinnar föstudaginn 21. apríl. Silvía Nótt kemur fram ásamt fylgdarliði kl. 15:00 laugardaginn 22. apríl. Snorri Snorrason Idol-stjarna skemmtir kl. 15:00 sunnudaginn 23. apríl. STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, for- maður Sjálfstæðisflokksins, telur að minni áherslumunur sé milli stjórnarflokkanna en látið sé í veðri vaka og samstarf hans og Halldórs Ásgrímssonar forsætis- ráðherra sé mjög traust. Geir telur að munur á sjónar- miðum flokkanna varðandi einka- væðingu sé minni en margur ætli. „Við höfum sagt að náist sam- komulag um eignarhald á Lands- virkjun verði hluti af því fyrir- tæki með tíð og tíma seldur langtímafjárfestum eins og til dæmis lífeyrissjóðunum. Ég held að það væri mjög skynsamlegt bæði fyrir lífeyrissjóðina og líka fyrir ríkissjóð að innleysa hluta af eign sinni og nota í annað eins og við erum að gera með andvirði Símans.“ Geir segir að svipað eigi við um rekstur Keflavíkurflug- vallar. „Ég hef talað fyrir því að stofnað yrði hlutafélag um Keflavíkurflug- völl sem sæi um rekstur hans með svipuðu sniði og gerist víða ann- ars staðar. Spurningin er sú hvort ríkið eigi að eiga slíkt hlutafélag um aldur og ævi eða hvort gefa eigi öðrum kost á að kaupa sig inn í það á ákveðnu augnabliki. Þetta er sama spurningin og með Lands- virkjun. Það er alveg hægt að hugsa sér það og ég tel skynsam- legt að gera ráð fyrir því að það gæti orðið þó að ég sjái ekki að það sé eitthvað sem gerast ætti strax,“ segir Geir. Borið hefur á ágreiningi stjórn- arflokkanna um framtíð Íbúða- lánasjóðs, en Sjálfstæðisflokkur- inn hefur lýst áhuga á að breyta honum í heildsölubanka eða einka- væða hann með öllu. Geir segir að á vegum stjórnarflokkanna sé nú unnið að tillögum um framtíð sjóðsins. „Ég sé ekki annað en að um það ætti að geta orðið sam- staða og vonandi við aðra á fjár- magnsmarkaðnum vegna þess að verið er að tala um breytingar á núverandi hlutverkaskipan. Ég held að í stjórnarflokkunum sé viðurkennt að við viljum tryggja að fólk geti haft aðgang að lánsfé til þess að eignast þak yfir höfuðið óháð búsetu eða efnahag. Þetta eru hin pólitísku sjónarmið sem gilda um þetta en að öðru leyti eiga að gilda almennar reglur lánamarkaðarins.“ sjá viðtal á síðu 20 / johannh@frettabladid.is GEIR H. HAARDE Lífeyrissjóðir kaupi hlut í Landsvirkjun Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ágreiningur stjórnar- flokkanna sé minni en menn láti í veðri vaka. Hann telur skynsamlegt að selja lífeyrissjóðum hlut í Landsvirkjun og nota andvirðið í önnur verkefni. ÍTALÍA, AP Innanríkisráðuneytið á Ítalíu sagði í gær að vafaatkvæði frá því í þingkosningunum um síð- ustu helgi væru mun færri en áður var talið, eða rétt rúmlega fimm þúsund. Þar með þykir nánast eng- inn vafi leika lengur á því að Romano Prodi og bandalag miðju- og vinstri flokka hafi hlotið meirihluta í báðum deildum þingsins. Ráðuneytið segir að mistök hafi valdið því að í fyrstu hafi menn haldið að vafaatkvæði fyrir neðri deild þingsins væru 43.028 og fyrir efri deildina 39.82, en í raun væru þau aðeins 2.131 fyrir neðri deildina og 3.135 fyrir efri deildina. Silvio Berlusconi forsætisráð- herra virtist þó í gær alls ekki hafa í hyggju að viðurkenna ósigur sinn. Berlusconi hefur krafist þess að dómsyfirvöld fari yfir öll atkvæði sem dæmd voru ógild, en það eru meira en milljón atkvæði. Samkvæmt lögum geta dómstól- ar þó einungis farið yfir vafaat- kvæði, en ekki þau sem úrskurðuð hafa verið ógild. Þyki ástæða til þess að fara yfir önnur atkvæða, þá þarf nýkjörið þing að láta þingnefnd fá það verkefni. -gb ROMANO PRODI Leiðtogi ítölsku stjórnar- andstöðunnar og nýbakaður sigurvegari í þingkosningunum brá sér í gær út að skokka í almenningsgarði í heimaborg sinni, Bologna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vafaatkvæði frá þingkosningunum á Ítalíu voru oftalin: Sigur Prodis talinn öruggur HEILBRIGÐISMÁL Yfirdýralæknir og starfsfólk Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum bíða niðurstaðna rann- sóknar á sýnum úr dauðri gæs sem fannst á Elliðavatni síðastlið- inn laugardag. Sýnin voru send til Statens Veterinärmedicinska Anstalt í Uppsölum á mánudag. Gert var ráð fyrir að niðurstöð- ur bærust fyrir helgi að sögn Vil- hjálms Svanssonar dýralæknis en hugsanlega setur páskafrí strik í reikninginn. - sdg Sýni úr gæs í rannsókn: Bíða enn eftir niðurstöðum DÓMSMÁL Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var í gær dæmt í Hér- aðsdómi Reykjavíkur til að greiða starfsmanni rúmar tvær milljónir króna auk vaxta vegna slyss sem hann varð fyrir árið 2000. Maðurinn slasaðist þegar um hundrað kílóa grind sem á voru rúmlega tíu súrefniskútar féll á öxl hans. Hann var að færa grind- ina um bílskúr stöðvarinnar ásamt yfirmanni sínum þegar slysið varð. Þar féll hann um dekkjakeðj- ur sem lágu á gólfinu. Hann hefur gengist undir tvær aðgerðir. Læknir mat að starfsmaðurinn bæri tuttugu og fimm prósenta örorku af slysinu. -gag Slökkviliðsmaður fær bætur: Féll um keðjur og slasaðist illa SRÍ LANKA, AP Norrænu sáttasemj- ararnir á Srí Lanka, sem hafa reynt að hafa milligöngu um friðarsamn- inga milli ríkisstjórnarinnar og aðskilnaðarsinna Tamíla, vöruðu við því í vikunni að átök kynnu að breiðast út um allt eyríkið eftir að æstum múg úr ólíkum fylkingum lenti saman í borginni Trincomalee á norðausturhorni Srí Lanka. Að minnsta kosti þrettán manns létu lífið og 40 særðust í spreng- ingum og óeirðum í Trincomalee. „Það er raunveruleg hætta á að ofbeldið sem blossaði upp í dag kunni að breiðast út um landið og leiða til dauða fleira saklauss fólks ef stríðandi fylkingar reyna ekki hið snarasta að ná stjórn á ástand- inu,“ segir í yfirlýsingu frá nor- ræna friðargæsluliðinu, SLMM. - aa Friðargæsluliðið á Srí Lanka: Varað við út- breiðslu átaka MIKIL SPENNA Hermaður á verði í Kól- ombó, höfuðborg Srí Lanka. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sótti slasaðan sjómann Land- helgisgæslan sótti slasaðan sjómann um borð í spænska togarann Farruco á skírdag. Landhelgisgæslan hafði fengið tilkynningu um að maður um borð væri með alvarlega brjóstholsáverka. TF-LÍF flutti manninn til lands þar sem gert var að áverkum hans. LANDHELGISGÆSLAN Kastaðist af slöngu Drengur slas- aðist við Lambafell nærri Húsavík í gær. Hann var að leik ásamt öðrum og kast- aðist af uppblásinni slöngu sem bíll dró á eftir sér. Hann kenndi sér meins í baki og var sendur á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. LÖGREGLUFRÉTTIR KÁRAHNJÚKAR Virkjunin kostar liðlega 100 milljarða króna og er stærsta eignin í safni Landsvirkjunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fréttablaðið kemur næst út þriðju- daginn 18. apríl. Afgreiðsla og smáauglýsingadeild blaðsins er opin í dag frá 11 til 16. Lokað er á morgun, páskadag. Afgreiðsla og smáauglýsingadeild eru svo opnar á annan dag páska frá 11 til 16. Útgáfa Fréttablaðsins: Kemur næst út á þriðjudag SAMGÖNGUR Ný Breiðafjarðar- ferja, sem ber heitið Baldur eins og forverar hennar, verður tekin í notkun eftir helgi. Nýi Baldur kom til landsins í gær eftir fimm daga siglingu frá Hollandi og kvaðst Pétur Ágústsson skipstjóri ánægð- ur með nýja bátinn. „Þetta er náttúrlega allt annað líf, bæði fyrir starfsfólk og far- þega,“ segir Pétur. Nýi Baldur tekur 45 bíla í stað þeirra tæplega tuttugu sem sá gamli tók og hefur pláss fyrir 300 farþega í stað tæp- lega 200 í þeim gamla. Nýi Baldur er líka mun snarari í snúningum en Baldur eldri og mun sigla Breiðafjörðinn á rétt rúmum tveimur tímum í stað þriggja áður. Þrátt fyrir aukna yfirferð er ekki fyrirhugað að fjölga ferðum yfir fjörðinn. „Á sumrin förum við tvær ferðir á dag og eina á vet- urna. Við reynum að fara 450 ferð- ir á ári.“ Nýi Baldur er sjöundi Baldur- inn í áttatíu ára sögu ferjanna yfir Breiðafjörð. Gamli Baldur, sem þjónað hefur landsmönnum í sextán ár, var seldur til Finnlands en þar mun hann gegna svipuðu hlutverki. Pétur segist kveðja gamla bátinn með smá söknuði. „Það var vissulega dálítið ein- kennileg tilfinning að horfa á eftir honum.“ Uppselt er í fyrstu ferð nýju ferjunnar en vonast er til að hægt verði að fara hana á mánudag. - sh Ný Breiðafjarðarferja kom til landsins í gær: Uppselt í fyrstu ferð Baldurs NÝR BALDUR Ánægja er meðal skipstjórnarmanna með hinn nýja Baldur þótt þeir finni einnig fyrir söknuði eftir þeim gamla. SPURNING DAGSINS Runólfur, eru stjórnvöld úti að aka? „Já, allavega skattalega eru þau ekki með á nótunum.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir eðlilegt að stjórnvöld lækki skatta á bensín, ekki síst vegna þess hversu mikið þau þéni á bensínskatti. BJÖRGUNARAÐGERÐIR Tveir vél- sleðamenn fundust við Eiríksjökul í gærmorgun eftir að þeirra hafði verið saknað frá kvöldinu áður. Höfðu þeir meðal annars gengið um átta kílómetra frá þeim stað þar sem þeir höfðu yfirgefið vél- sleða sína við suðurhluta Langjök- uls. Vel á þriðja hundrað björgun- arsveitamenn tóku þátt í leitinni auk þess sem bæði þyrla Land- helgisgæslunnar og þyrla Varnar- liðsins voru notaðar við leitina. Skýrsla var tekin af mönnunum í Borgarnesi og fengu þeir að fara heim eftir það. - sha Vélsleðamenn í ógöngum: Fundust eftir næturgöngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.