Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 16
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR16 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, Enn á ný eru stjórnlyndir frjálshyggjumenn komnir á kreik með drög að lögum um eignarhald á fjölmiðl- um. Enn á ný munu stjórnlyndir vinstrimenn taka undir takmarkanir á eignarhaldi í fjölmiðlun í nafni fjölbreytileikans. Allir lýsa þeir yfir að tryggja verði ritstjórnarlegt sjálfstæði fréttamiðlanna gagnvart eig- endum sínum, kapítalistum eða stjórnmálamönnum, auglýsendum eða einhverjum öflum sem halda vilja um penna blaða- og fréttamanna og anda ofan í hálsmál þeirra. Auk þess vísa þeir í regluverk land- anna sem við viljum bera okkur saman við og komast að því að nauðsynlegt sé að setja reglur líkt og þar. Hvað ætla allir stjórnlyndir menn að gera við upplýsingaveitur og tækni sem kemur 100 sjónvarpsstöðvum og mörg þúsund dagblöðum og útvarps- stöðvum inn á hvert heimili? Að ekki sé talað um vaxandi fjölda annarra netmiðla sem helga sig fréttaflutningi? Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð samkvæmt lögum og ber Samkeppniseftirlitinu að framfylgja því að þessu lagaákvæði sé fylgt. Samkeppnislögin eiga jafnt við um sölu á bensíni og dagskrárefni fjölmiðla. Sennilega hafa neytendur orðið fyrir meira tjóni vegna misbeitingar bensínvalds en dagskrárvalds fjölmiðlanna, sem aðeins að hluta er staðsett innanlands. Nema menn kunni að meta það tjón sem stafar af 14 klukkustunda glápi barna á viku hverri á spennuefni frá Holly- wood. Sem leiðir hugann að því að framleiðsla á innlendu afþreyingarefni er líklega meira nú en nokkru sinni fyrr í sögu lýðveldisins. Haldi einhver lesandi þessara orða að Jón Ásgeir Jóhannesson eða Gunn- ar Smári Egilsson eða aðrir hluthafar 365 stýri í raun pennanum í þágu eig- enda 365 fjölmiðlafyrirtækisins skal á það bent að sjónarmið þessi voru sett fram opinberlega af undirrituðum áður en fjölmiðlafárið brast á fyrir tveimur árum, um svipað leyti og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstarétt- ardómari, skrifaði eftirfarandi í Morgunblaðið: „Mér finnst það vera jákvætt ef íslensk fyrirtæki verða stór og öflug, meðal annars til að geta stundað samkeppni við erlend fyrirtæki hér á landi og erlendis. Ég er á móti löggjöf sem bannar sama manni (eða mönnum) að eiga mörg fyrirtæki, hvort sem þau fást við rekstur fjölmiðla eða stunda aðra starfsemi.“ VIKA Í PÓLITÍK JÓHANN HAUKSSON Frelsi og fjölmiðlar Þeir fá það borgað Oddvitar stjórnarflokkanna, þeir Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde, hafa verið all hvassyrtir og tjáð sig afdráttarlaust um meinta aðför eins sterkasta sjóðs í Evrópu, norska olíusjóðsins, gegn íslensku fjármálalífi. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, tekur sér stöðu með for- ystumönnum stjórnarflokkanna og segir meðal annars á vefsíðu sinni: „Norrænu seðlabankarnir eiga í formlegu samstarfi sín á milli sem hefur meðal annars það markmið að efla fjárhagslegan stöðugleika á Norður- löndum. Bæði íslenski og norski seðlabankinn eru þátttakendur í þessu samstarfi. Í því ljósi er ótrúlegt, að norski olíusjóðurinn, sem er undir stjórn Seðlabanka Noregs, skuli hafa gert úthugsað áhlaup á íslensku krónuna – og fellt hana í reynd til að hagnast sjálfur.“ Án þess að um það sé fullyrt gæti norski sjóðurinn haft fleira að leiðarljósi en norrænan stöðugleika. Kannski neitar hann sér um að skipta við vopnaframleiðendur eða félög sem níðast á fátækum löndum þriðja heimsins. Og þá er bara að snúa sér að gróðatækifærum á Íslandi. Stjórnmál og fjármál Svo má líta á allt þetta mál úr annarri átt. Í aðalatriðum eru Norðmenn gagnrýndir fyrir einskonar íhlutun í málefni sérstaklega íslenskra bankastofnana og fjárfesta. Að norski sjóðurinn hafi beitt áhrif- um sínum gegn þeim sjálfum sér til hagsbóta. Enginn heldur því þó fram að athæfi sjóðsins, þótt opinber sé, eigi sér pólítískar rætur. Til skamms tíma höfðu íslenskir ráðherrar pólitísk áhrif á starfsemi íslensku ríkisbankanna. Þar gátu þeir beitt sér gegn einstökum fjárfestum eða fyrirtækjum og ívilnað öðrum í nafni hvaða hagsmuna sem vera skal. En gerðu þeir það? Þótt nú eigi að gilda almennar og alþjóðlegar reglur um mark- aðsdrifna lána- og fjármálastarfsemi í landinu í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna hefur hið tvíeina framkvæmdavald Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks enn óbein ítök í einkabönkunum. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, situr í bankaráði KB banka og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, situr í banka- ráði Landsbankans. Þótt bankarnir hafi hert að stöku fyrirtæki í land- inu af og til er ekki hægt að fullyrða að það hafi átt sér rætur í íslenskum stjórnmálum frekar en í dæminu frá Noregi. Úr bakherberginu... Í umræðum um nýtt frum- varp forsætisráðherra um kjararáð, sem leysa mun kjaradóm af hólmi, skaut upp kollinum óleystur vandi stjórnvalda varðandi nýleg lög um eftirlaun ráðherra, þingmanna, dómara og nokkurra annarra hátt settra embættismanna. Frumvarp um breytingar er til en samstaða um þær er ekki fyrir hendi. Óljóst er þó hvar andstaðan liggur. Frá inntaki frumvarpsins er greint annars staðar í Fréttablaðinu í dag. Eftir umræðurnar á Alþingi síðastliðinn þriðjudag virðist þrennt liggja fyrir. Í fyrsta lagi lýsti forsætisráðherra því yfir fyrir ári síðan eða svo að breyting- ar yrðu gerðar á umdeildum lögum frá 2003 um eftirlaun ráðherra og fleiri. Í öðru lagi liggur fyrir laga- frumvarp sem ekki hefur verið dreift enn, hvað þá lagt fram á Alþingi. Í þriðja lagi er borið við að lögin hafi verið sett árið 2003 í nafni þverpólitískrar samstöðu og ekki sé slík þverpólitísk samstaða um að breyta lögunum nú. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra vísaði til ágreinings um málið í forsætisnefnd Alþingis og ekki væri við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn að sakast: „Það voru fulltrúar allra flokka á Alþingi í forsætisnefnd Alþingis. Það ligg- ur fyrir. Og það hefur ekki náðst samkomulag um það. Þrátt fyrir tilraunir til þess hefur ekki náðst samstaða um það. Málið er svo einfalt.“ Kallað var fram í og spurt hver stoppaði málið. „Ég ætla ekki að segja neitt meira um það en það er algerlega rangt að halda því fram að það sé Sjálfstæðisflokkurinn sem stöðvi það mál,“ svaraði Hall- dór. Jón og séra Jón Eitt álitamálanna í huldufrum- varpinu um breytingar á eftir- launalögunum snertir þá ráðherra og aðra sem lögin ná til sem þegar hafa byrjað að taka eftirlaun sam- kvæmt lögunum frá 2003. Í grein- argerð er fyrirvari um að ekki sé ótvíræð heimild að lögum til þess að skerða virk réttindi þeirra sem þegar hafi hafið töku eftirlauna á grundvelli laganna. Hér má rifja upp að á undan- förnum misserum hafa nokkrir fyrrverandi starfsmenn Seðla- bankans höfðað mál gegn lífeyris- sjóði sínum og ríkinu, en lífeyrir starfsmanna Landsbankans var ávaxtaður í sama sjóði. Málshöfð- un þeirra kom til vegna skerðing- ar lífeyrisréttinda, sem ákveðin var með reglugerð árið 1997 þegar undirbúin var hlutafélagavæðing og síðar einkavæðing Landsbank- ans. Í máli Jóhanns Ingjaldssonar, fyrrverandi aðalbókara Seðla- bankans, var á það bent í Hæsta- rétti að virk lífeyrisréttindi hans hefðu verið skert. Krafðist Jóhann milljóna króna leiðréttinga nokk- ur ár aftur í tímann. Engu að síður tapaði Jóhann málinu líkt og aðrir sem höfðuðu sambærileg mál. Í tilviki Jóhanns virtist ekki skipta máli að hann hafði um nokkurra ára skeið fengið eftirlaun sam- kvæmt svonefndri eftirmanns- relgu sem afnumin var með áður- greindri reglugerð árið 1997. Því má spyrja hvort nokkuð sé í vegi fyrir því að afnema virk rétt- indi ráðherra og dómara aftur í tímann úr því gengið hefur Hæsta- réttardómur um hliðstætt mál þar sem staðfest var skerðing virkra eftirlaunaréttinda. Reyndar má efast um hæfi hæstaréttardómar- anna til þess að dæma eftir lögum sem snerta þeirra eigin eftirlaun. Hitt er staðreynd að þeir hafa nú þegar staðfest skerðingu á virkum eftirlaunarétti sem nú vefst fyrir löggjafanum þegar komið er að réttindum ráðherra, dómara og fleiri. Fyrirstaðan ófundin Annað meginatriði málsins er taka ráðherra og annarra, sem rétt hafa samkvæmt lögunum, á eftirlaun- um samtímis því sem þeir vinna launuð störf. Þetta þykir óeðlilegt og meinbugur á lögunum frá 2003. Eins og fram kemur í Fréttablað- inu í dag eru sjónarmið þingmanna mismunandi. Stjórnarandstaðan vísar á stjórnarliða og öfugt. Helgi Hjörvar, Samfylking- unni, sagði í umræðunum síðast- liðinn þriðjudag að forsætisráð- herra hefði á sínum tíma ekki haft neinn fyrirvara á yfirlýsingum sínum um breytingar á lögunum. Þær hefðu verið algerlega skilyrð- islausar. „Það sýnist þess vegna vera býsna mikil andstaða sem brýtur á bak aftur þennan ein- dregna vilja forsætisráðherra sem gerir það að verkum að hann nær málinu ekki fram í ríkisstjórn.“ Helgi spurði einnig hvort for- sætisráðherra gæti hugsað sér að leita eftir stuðningi stjórnarand- stöðunnar ef Sjálfstæðisflokkur- inn stæði í vegi fyrir breytingum. Eins og áður segir fékk hann þau svör að Sjálfstæðisflokkurinn stæði ekki í vegi fyrir breyting- um. Ef stjórnarandstaðan býður fram stuðning við breytingar á lögunum er erfitt að sjá á hvaða skerjum málið strandar. johannh@frettabladid.is Eftirlaunamál ráðherra og dómara vakin til lífsins HELGI HJÖRVAR ÞINGMAÐUR SAMFYLK- INGARINNAR „Það sýnist þess vegna vera býsna mikil andstaða sem brýtur á bak aftur þennan eindregna vilja forsætisráð- herra...“ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTIS- RÁÐHERRA Halldór segir þverpólitíska samstöðu ekki fyrir hendi um breytingar en rekur ágreininginn ekki til Sjálfstæðis- flokksins. „Ég er að spyrja Samfylkinguna hér út úr og það er kominn tími til að hún sé einhvern tímann spurð út úr og komist ekki upp með að ráfa hér ávallt stefnulaus um þingsali.“ Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í umræðum á Alþingi um varnarviðræðurnar við Bandaríkja- menn síðastliðinn þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.