Fréttablaðið - 15.04.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 15.04.2006, Síða 24
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR24 Kaffihúsið opnuðu þeir Friðrik Weisshappel, Ingvi Steinar Ólafsson, Brynj- ólfur Garðarsson og Þórir Bergs- son fyrir tæpum tveimur árum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. „Hugmyndin var alltaf að opna fleiri staði“, segir Brynjólfur. „Við höfum skoðað helling af hús- næðum en ekkert þeirra hefur hentað fyrr en nú“. Segjast þeir hafa verið byrjaðir að leita að heppilegu húsnæði fyrir næsta stað stuttu eftir að þeir opnuðu kaffihúsið í Elmegade í ágúst 2004. „Við höfum aldrei efast um að hugmyndin virkaði“, bætir Brynjólfur við. Þeir félagar segja síðustu tvö ár hafa einkennst af mikilli vinnu og erfitt hafi verið að missa Þóri sem vegna einstaks barnaláns ákvað að snúa heim eins og Frið- rik orðar það. „Við erum hér öllum stundum og það er að skila sér enda er staðurinn þétt setinn alla daga og hefur fengið mikla og jákvæða athygli, bæði frá inn- lendum og erlendum fjölmiðl- um“, segir Ingvi Steinar. „Okkur var til dæmis þakkað það að hafa sett nýjan snúning á kaffihúsa- menningu Kaupmannahafnar í Time tímaritinu. Við vorum rosa stoltir af því“, bætir Friðrik við. Einnig er þekkt þegar forsætis- ráðherra Dana, Anders Fogh Rasmussen, lofaði kaffihúsið í ræðu. Danskir bankar vantrúaðir En þótt Laundromat hafi gengið vel segir Friðrik að í upphafi hafi gengið illa að sannfæra danska banka um að veita þeim lán fyrir því sem upp á vantaði. „Við fórum á milli banka hér úti og kynntum þeim hugmyndina en enginn var til í að aðstoða okkur. Þrátt fyrir að við værum með töluvert fé milli handanna og með samtals sjötíu og fjögurra ára reynslu í þessum geira“. Hann segir að þeir hafi þá leitað til Glitnis, þá Íslandsbanka og þar var viðhorfið allt annað og segjast þeir hafa átt frábært sam- starf við bankann. Nýi staðurinn mun einfaldlega heita The Laundromat Café en verður þó ekki nákvæmlega eins enda segist Friðrik ekki nenna að endurtaka sig. Nýi staðurinn mun hafa sín séreinkenni, til dæmis verði rauða litnum sem einkenni núverandi stað skipt út fyrir græna tóna. „Svo verðið þið bara að koma og sjá“, segir hann bros- andi og Brynjólfur bætir við að nýr matseðill og drykkjalisti líti dagsins ljós. Soho Kaupmannahafnar Í dönskum fjölmiðlum er Norð- urbrú stundum nefnd Soho Kaup- mannahafnar. Heiðurinn að þessu á Friðrik sem segist hafa notað þessa líkingu í viðtölum við erlenda blaðamenn til að lýsa stemmningunni í hverfinu. Enda sé að finna í nágrenni við staðinn fjölda óhefðbundinna verslana, öflugt listalíf og fjölbreyttara mannlíf en annars staðar í borg- inni. Ingvi Steinar segir þá félaga hafa verið heppna með staðsetn- inguna á fyrsta staðnum því hverfið iði af lífi og allir þekki alla. Þeir hafi líka lagt sitt að mörkum til að virkja hverfið. Til dæmis gefst ungum hönnuðum færi á að sýna verk sín inni á staðnum. Er ásóknin það mikil í plássið að ekki komast fleiri að á þessu ári. „Eitt að því sem stendur upp úr síðustu tvö ár er að upplifa þann áhuga sem Íslendingar hafa sýnt staðnum“, segir Friðrik og félagar hans taka undir. „Því þó að megnið af okkar viðskiptavin- um séu Danir á öllum aldri, þá er það alltaf ánægjulegt þegar land- ar okkar gefa sér tíma til að heimsækja okkur og kíkja í kaffi“. „Við höfum frá fyrsta degi lagt ofurkapp á að hér fái fólk besta kaffið, matinn og þjónust- una“, segir Ingvi Steinar. Það virðist hafa gengið vel því umfjallanir fjölmiðla hafa verið lofsamlegar. Um daginn fékk Laundromat fjórar stjörnur af fimm í kaffihúsagagnrýni Polit- iken. Kom fram í dómi blaðsins að það væri dæmi um hversu gott eldhús staðarins væri að fiskisúpan væri ekki fáanleg á mánudögum enda engan ferskan fisk að fá þá. Tók á móti endurskoðandanum á nærbuxunum Eins og heiti staðarins gefur til kynna eru þvottavélarnar ein- kennismerki staðarins. Segjast þeir eiginlega undrandi á að eng- inn annar hafi kveikt á hugmynd- inni að bjóða fólki upp á á mat og með því á meðan það þvær þvott- inn. En vissulega er það þó ekki þannig að allir gestir staðarins mæti með þvottakörfuna með sér. Friðrik segir það hafa gengið nokkuð hægt í upphafi að fá fólk til að þvo inni á staðnum en það hafi breyst. „Það vill enginn mæta fyrstur í partí og þetta er soldið svipað því fólk er feimið í byrjun. En eitt föstudagskvöldið roguðust í gegn- um staðinn tvær ákaflega fallegar ungar stúlkur á pinnahælum með þungan Ikea poka troðinn af þvotti. Vöktu þær töluverða athygli gesta. Ég minnist þessa augnabliks sem ákveðins vendi- punkts enda hefur verið nóg að gera í vaskeríinu síðan þá. Núna er enginn feiminn við að þvo þótt staðurinn sé fullur af fólki“. Ingvi Steinar bætir við að það sé mikill kostur að hafa þurrkara á svæðinu. Hann rifjar upp að einn morguninn hafi hann tekið á móti endurskoðandanum og grænmetis- salanum á nærbuxunum enda hafi hann ákveðið að skella buxunum í þurrkarann þegar hann mætti á morgunvaktina rennblautur eftir hjólatúrinn í vinnuna. 498 staðir í viðbót! Munurinn á íslenskum og dönsk- um kaffihúsagestum er ekki svo stór að sögn þeirra félaga. Þó er það þannig að Danir eru óvanir borðþjónustu á kaffihúsum og ekki óalgengt að fólk taki sjálft af borðum og komi með á barinn. Friðrik telur að Danir eyði meiri tíma og peningum á kaffihúsum en fólk heima á Íslandi. „Fólk hittist frekar úti á kaffihúsi en heima hjá sér. Enda búa margir ansi smátt og nenna því ekki að taka á móti fólki heima“. Nú þegar staðirnir verða brátt tveir eru ekki úr vegi að spyrja hvort von sé á fleiri stöðum í Kaupmannahöfn eða annars stað- ar. Brynjólfur verður fyrstur fyrir svörum og segir hlæjandi að stefnan sé sett á 498 staði í viðbót! Ingvi Steinar bætir við, alvarlegri á svip, að sú mikla athygli og góða umfjöllun sem staðurinn hafi fengið frá erlendum fjölmiðlum sé ákveðin vísbending um að Laundromat gæti gengið hvar sem er. Hann segir þá margoft hafa verið spurða hvenær Laun- dromat opni heima. Friðrik grípur fram í og segir að staður númer fimm hundruð verði opnaður í Reykjavík. Þeir skellihlæja og greinilega kátir með gang mála. Ef áætlanir þeirra Laundromat- félaga ganga eftir verða það fleiri en Kaupmannahafnarbúar sem taka þvottinn með sér í næstu kaffihúsaferð. Forvitnir geta kíkt á heimasíðu Laundromat og fengið sýnishorn af staðnum. Fyrst tökum við Kaupmannahöfn Hvað sem líður kaupum Íslendinga á dönskum stórfyrirtækjum hefur sennilega kaffihúsið The Laundromat Café borið hróður íslenskra athafna- manna í Danmörku víðast. Innan skamms opna eigendurnir annan stað, nú á Austurbrú. Kristján Sigurjónsson tók athafnaskáldin tali á kaffihúsi í nágrenni við nýja staðinn. Við erum hér öllum stundum og það er að skila sér… Það kemur reglulega fyrir að gestirnir óski manni til hamingju með kaupin á hinu og þessu fyrirtækinu.“ BRYNJÓLFUR GUÐMUNDSSON „Okkur finnst þetta líka bara svo skemmtilegt.“ INGVI STEINAR ÓLAFSSON Fyrsta kaffihúsið var í hverfi sem iðaði af lífi og allir þekktu alla. FRIÐRIK WEISSHAPPEL „Ókostur að kærastan sendir mig með þvottinn í vinnuna.“ FRIÐRIK, INGVAR OG BRYNJÓLFUR Laundromat fékk fjórar stjörnur af fimm í kaffihúsagagnrýni Politik- en. Kom fram í dómi blaðsins að það væri dæmi um hversu gott eldhús staðarins væri að fiskisúpan væri ekki fáanleg á mánudögum enda engan fersk- an fisk að fá þá. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN SIGURJÓNSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.