Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 34
[ ] Margir ætla sér út úr bænum um helgina og skilja þar með heimilin sín eftir óvarin fyrir ágangi annarra. Þegar haldið er af bæ og brunað í sveit er gott að leiða hugann að því að stórar ferðahelgar eru uppá- hald margra innbrotsþjófa. Því er gott að gera ráðstafanir til að vernda hreiðrið fyrir ágangi ræn- ingja og ruplara. Margir innbrotsþjófar hafa þann haginn á að fylgjast með ferðum heimilismanna og eiga því auðvelt með að sjá hvenær húsið er mannlaust. Þegar farið er í lengri ferðir er því gott að fá ætt- ingja eða vini til að líta eftir hús- inu, fjarlægja póst sem safnast í lúgunni, kveikja nokkur ljós eða breyta lýsingunni frá degi til dags eða geyma bílana sína fyrir fram- an húsið svo óæskilegir innbrots- þjófar hörfi frá. Látið einnig nágrannana vita að húsið verði mannlaust og þá geta þeir látið lögreglu vita verði þeir varir við mannaferðir. Auðvitað þarf líka að ganga tryggilega frá öllum gluggum og muna að læsa dyrum. Þeir sem ekki haf þjófavörn í húsum sínum ættu að fá sér slíka við fyrsta tækifæri enda mikill ferða og að sama skapi innbrotstími fram undan. Þjófum haldið úti Áður en farið er í ferðalag skaltu tryggja að einhver líti eftir húsinu þínu. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Árið 1885 fékk Alexander III Rússakeisari gullsmiðinn Fabergé til að búa til mjög sérstakt páskaegg. Eggið átti að vera páskagjöf til keisara- ynjunnar Maríu Fyodorovnu og dugði ekkert minna til en skíragull. Að utan leit eggið út eins og venju- legt hvítt hænuegg en var það opnað kom í ljós eggjarauða úr skínandi gulli. Eggjarauðan inni- hélt svo sjálf gullhænu, krýnda með kórónu skreyttri smaragði. Keisaraynjan var svo hrifin af gjöfinni að Alexander bauð Fabergé og mönnum hans að búa til eitt egg á ári. Einu skilyrðin sem Alexander setti voru að eggin yrðu öll einstök og innihéldu óvæntan glaðning. Þessi hefð lifði Alexander og þegar sonur hans, Nikulás II, tók við stjórnartaum- unum urðu eggin tvö á ári. Eitt fyrir konu Nikulásar, Alexöndru, og eitt fyrir móður hans. Eggin urðu allt í allt 57 talsins en framleiðslu þeirra var hætt eftir byltinguna árið 1918. Þau eru öll mismunandi að gerð enda lögðu gullsmiðir Fabergés mikið upp úr hönnun. Eitt eggið er til dæmis skreytt að utan með leiðarkerfi Síberíuhraðlestarinnar en innan í því er líkan úr skíragulli af sjálfri lestinni. Annað egg inniheldur lítið skip og enn annað stendur á stöpli í formi Kreml. Á tímum byltingarinnar hurfu mörg eggjanna úr landi meðan önnur glötuðust í óreiðunni sem fylgdi stjórnarskiptunum. Árið 1930 seldu svo rússnesk stjórn- völd 14 egg til að afla fjár fyrir sveltandi land. Eggin voru ódýr, það ódýrasta kostaði aðeins 30 þúsund krónur, sem er í hrópandi mótsögn við þann einn og hálfa milljarð sem fæst fyrir dýrasta eggið í dag. Nítján egg hvíla nú í faðmi rúss- neska bjarnarins, átta eru glötuð og afgangurinn dreifður um söfn og sýningasali víðs vegar um heim- inn. Fabergé fjölskyldan fram- leiðir ennþá gullegg. Hvort sem það er hönnunin, eða nostalgían bak við hina keisaralegu sögu 57 upprunalegu eggjanna, verða þau hins vegar ávallt skör ofar en öll önnur egg í huga heimsbyggðar- innar. tryggvi@frettabladid.is Eggin eru almennt talin meðal mestu meistaraverka gullsmíðasögunnar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Páskarnir eru kristin hátíð og því gleymdu gullsmiðir Fabergé ekki. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Keisaraleg páskaegg Fyrsta Fabergé eggið sem búið var til. Eggið er metið á um 250 milljónir króna. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Slökkvitæki á að vera aðgengilegt á hverju heimili. Þau þarf líka að yfirfara reglulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.