Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 8
8 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR FÆRI R ÞÉR HM Á VEISTU SVARIÐ 1 Hvar starfa vísindamennirnir tveir sem ætla að endurskapa hljóm Stradivarius-fiðlanna? 2 Hvaða leikarar fara með aðalhlut-verk í kvikmyndinni Kaldri slóð sem tökum lauk nýverið á? 3 Knattspyrnumaðurinn Michael Ballack á í samningaviðræðum við enskt úrvalsdeildarlið. Hvaða lið? SVÖR Á BLS. 58 SINUELDAR Íbúar á Mýrum í Borg- arfirði hefðu þurft áfallahjálp eftir sinueldana sem þar geisuðu fyrir skömmu. Þetta er niðurstaða íbúa- fundar sem haldinn var í Lyng- brekku í Borgarfirði fyrir páska. Til fundarins var boðað af bæjar- stjórn Borgarbyggðar og sýslu- manninum í Borgarnesi. Fulltrúar frá slökkviliðum Borgarbyggðar og Borgarfjarðar- dala ásamt lögreglu fóru yfir slökkvi- og björgunarstarfið. Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðs- stjóri í Borgarnesi, segir að Land- helgisgæslan eigi að kanna það að verða sér út um búnað til að slökkva elda á víðavangi. „Þetta yrði ómetanlegt í hverfum eins og Grafningnum, Grímsnesinu og Skorradal þar sem eru þéttbýl sumarhúsahverfi.“ Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra heimsótti Mýr- arnar á þriðjudag til að kynna sér aðstæður. Hún sagði slökkvilið hafa unnið þrekvirki og enginn geti gert sér grein fyrir því hversu eldarnir voru miklir nema skoða bruna- svæðið með eigin augum. - shá Íbúafundur fólks af Mýrum í Borgarfirði eftir sinueldana sem þar geisuðu: Hefði átt að veita áfallahjálp SINUELDARNIR Niðurstaða íbúafundar í Borgarfirði var sú að það væri mikið álag að horfa á eld ógna aleigu sinni án þess að geta nokkuð gert. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TYRKLAND, AP Tyrkneskur saksókn- ari krefst þess að sextán ára gam- all drengur, sem myrti kaþólskan prest, verði dæmdur í lífstíðar- fangelsi. Pilturinn er ákærður fyrir að hafa skotið kaþólskan prest til bana þar sem hann kraup á bæn í kirkju í Trabzon-borg við Svarta- hafið í febrúar. Árásin átti sér stað á meðan fjöldi manna í borginni mótmælti skopteikningunum af Múhameð spámanni sem birtust í danska blaðinu Jótlandspóstinum á síð- asta ári. Vitni sögðu piltinn hafa æpt „guð er mikill“ á arabísku áður en hann skaut prestinn. - smk Drengur sem myrti prest: Lífstíðardóms er krafist WASHINGTON, AP Donald H. Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, hefur sætt vaxandi gagn- rýni síðustu daga vegna Írakstríðsins. Nokkrir fyrrverandi herforingjar, sem störfuðu undir stjórn hans, hafa látið í sér heyra og segja þeir að Rumsfeld hafi klúðrað aðgerðunum í Írak, hunsað ráð her- foringja sinna og að hann ætti að láta af embætti. John Batiste, einn herforingj- anna, sem er hættur störfum, sagði reyndar að engar samhæfðar aðgerðir á vegum herforingjanna væru í gangi til þess að koma Rums- feld úr embætti. Hins vegar tók hann fram að það væri ekki að ástæðulausu að þess væri krafist að Rumsfeld léti af störfum. „Við héldum í stríð með gallaða áætlun þar sem ekki var reiknað með því erfiða starfi sem þarf að vinna til þess að koma hlutunum í samt lag eftir að við steyptum stjórninni. Við höfðum einnig yfir okkur varnarmálaráðherra sem skildi ekki leiðtogastarfið, sem mis- beitti valdi sínu, var hrokafullur og byggði ekki upp sterkan hóp.“ Fimm aðrir herforingjar hafa gagnrýnt Rumsfeld, þar á meðal John Riggs, sem segir að Rumsfeld hafi skapað „hrokafullt andrúms- loft“ í kringum sig, og Charles Swannack, sem sagði Bandaríkin þurfa nýjan varnarmálaráðherra. Rumsfeld hefur allar götur frá því að innrásin í Írak hófst, sem var í mars árið 2003, sætt veru- legri gagnrýni fyrir það hvernig að innrásinni hefur verið staðið. Hann hefur til dæmis verið gagn- rýndur fyrir að hafa sent of fáa bandaríska hermenn til Íraks og fyrir að hafa vanmetið mátt and- spyrnumanna í Írak. Trú almenn- ings á stríðinu í Írak hefur minnk- að jafnt og þétt og sérfræðingar segja að George W. Bush forseti megi varla við því að missa einnig stuðning innan hersins. Gagnrýnin, sem nú er komin fram á yfirborðið, þykir bera vitni um togstreitu milli yfirmanna innan hersins annars vegar og yfirboðara þeirra í varnarmálaráðuneytinu hins vegar. Herforingjarnir fyrrverandi hafa ekki síst gagnrýnt Rumsfeld fyrir að hlusta ekki á ráð frá her- num nema þau henti pólitískum markmiðum hans hverju sinni. gudsteinn@frettabladid.is RÁÐHERRA FÓRNAR HÖNDUM Sex fyrrverandi herforingjar segja varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafa klúðrað innrásinni í Írak, meðal annars með ofríki sínu gagnvart bandaríska hernum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rumsfeld segi af sér Sex fyrrverandi herforingjar hafa gagnrýnt varnar- málaráðherra Bandaríkjanna fyrir hroka og ofríki gagnvart yfirmönnum bandaríska hersins. SNJÓFLÓÐ Snjóflóðasetur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fólk, sem ætlar að halda sig á fjöllum um páskana, er beðið um að vera á varðbergi vegna snjóflóðahættu. Harpa Grímsdóttir, forstöðu- maður Snjóflóðasetursins á Ísa- firði, segir mikilvægt fyrir fólk að hafa réttan útbúnað með sér ef það er á ferð í óbyggðum. „Það er nauð- synlegt að fólk hafi með sér snjó- flóðaýli, skóflu og snjóflóðastöng ef það ætlar að fara fótgangandi um svæði þar sem getur verið snjóflóðahætta. Aðalmunurinn á snjóflóðum nálægt byggð og þeim sem falla í óbyggðum, er sá að í byggð falla yfirleitt snjóflóðin af sjálfsdáðum en snjóflóðin í óbyggð- um falla oftast vegna þess að það er eitthvað sem kemur þeim af stað.“ - mh Varað við snjóflóðahættu um páskana: Útbúnaður skiptir öllu GRAFIÐ Í SNJÓFLÓÐI Mikilvægt er fyrir úti- vistarfólk að vera meðvitað um þær hættur sem skapast geta, þegar það er á ferð um fjöll. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.