Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 18
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR18 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. MERKISATBURÐIR 1785 Skálholtsskóli er lagður niður samkvæmt konungs- úrskurði og ákveðið að flytja biskupssetrið frá Skálholti til Reykjavíkur. 1803 Reykjavík er gerð að sér- stöku lögsagnarumdæmi og skipaður er bæjarfógeti í fyrsta sinn. 1865 Abraham Lincoln lætur lífið af völdum skotsára sem hann hlaut kvöldið áður. 1912 Breska farþegaskipið Titanic sekkur eftir árekstur við ísjaka á Atlantshafinu. 1989 Mótmæli hefjast á Torgi hins himneska friðar í borginni Peking í Kína. 1997 343 látast þegar eldur kemur upp í tjaldsvæði í borginni Mekku í Sádi-Arabíu þar sem mikill fjöldi er saman kominn vegna pílagríma- ferðarinnar Hadj. Á þessum degi árið 1955 opnaði fyrsti McDonalds veitingastaðurinn eftir að einkaleyfi fékkst á vöru- merkið. Staðurinn var í Des Plaines í Illinoisríki. Fyrsti raunverulegi McDonalds- staðurinn opnaði sjö árum áður af bræðrunum Maurice og Richard McDonalds. Skriður komst þó ekki á samsteypuna fyrr en viðskiptamaður- inn Ray Kroc heimsótti veitingastað bræðranna og heillaðist af aðferð þeirra til að framleiða hamborgara og mjólkurhristinga á ódýran hátt. Frá opnun staðarins í Des Plaines hófst vöxtur McDonalds-fyrirtækisins. Einungis áratug seinna voru staðirnir orðnir meira en þúsund talsins og árið 1967 opnaði McDonalds útibú í Kanada og var það fyrsta skrefið í alheimsútbreiðslu hamborgara- keðjunnar. Í byrjun þessarar aldar var fjöldi veitingastaðanna orðinn meiri en þrjátíu þúsund í hundrað og nítján löndum. Þaulskipulögð markaðsherferð McDonalds hefur löngum verið talin ein helsta ástæðan fyrir velgengni fyrirtæksins. Það hefur þó lent í skakkaföllum undanfarin ár vegna aukinnar meðvitundar um alþjóðleg viðskipti. Fyrirtækið er af mörgum talið í fararbroddi fyrir óæskilega viðskiptahætti þar sem allt er selt bara ef það er nógu ódýrt í framleiðslu. ÞETTA GERÐIST > 15. APRÍL 1955 Útþensla McDonalds hefst McDonalds í Kringlunni ABRAHAM LINCOLN (1809-1865) lést þennan dag „Allir þrá að eiga langa ævi en enginn vill vera gamall.“ Abraham Lincoln, fyrsta forseta Bandaríkjanna, tókst ekki að verða gamall en hann var myrtur einungis 56 ára að aldri. „Ég á svo oft afmæli á pásk- unum eða mig minnir það,“ segir Ari Kristinsson kvik- myndagerðarmaður þegar blaðakona innir hann eftir því hvernig tilfinning það sé þegar afmæli slær saman við aðrar hátíðir. Hann verð- ur 55 ára á morgun og ætlar ekki að halda stóra veislu. „Fjölskyldan verður bara hérna heima í mat, börnin okkar og barnabörn.“ Páskabragur verður á afmælisveislunni og Ari úti- lokar ekki að þar verði páskalamb á boðstólum og svo auðvitað páskaegg. „Við erum samt farin að borða minna af páskaeggjum. Yngstu börnin eru að fá dálítið mikið og það tekur marga mánuði að borða þetta allt saman og fólki er farið að líða illa af páskaeggjaát- inu.“ Hann heldur því fram að páskaeggjamenningin hljóti því að vera á undan- haldi enda hafi enginn gott af því að innbyrða slíkt magn súkkulaðieggja. „Ég held að það verði sérstaklega mikið dregið úr stóreggjunum og páskaeggjaátið hljóti að minnka á næstunni.“ Litlar fjölskylduveislur hafa einkennt afmælisdaga Ara sem þó hefur stundum nýtt páskana til ferðalaga og haldið upp á afmælið úti á landi. „Þegar ég var fimm- tugur fórum við til Egils- staða og héldum upp á afmælið hjá systur minni sem býr þar. Við fórum líka í fermingarveislu í þeirri ferð og slógum þessu því öllu saman.“ Annars gefur Ari sér oftast lítinn tíma til að slaka á enda segir hann að á páskum gefist sérstaklega góður tími til að vinna. „Þá er tími til að vinna að ein- hverju sem ekki er hægt að gera þegar er meiri ófriður. Ég tek mér kannski frí á páskadag en annars ekki. Páskarnir eru góðir til að vinna að verkefnum og hreinsa upp það sem ógert er.“ Vinnutíminn um páskana nýtist líka vel í undirbúningi á stóru verkefni sem staðið hefur yfir í heilt ár. „Við erum að koma af stað kvik- myndinni Óvinafagnaður sem er risamynd. Tökur hefjast í maí og standa næst- um því í tíu mánuði. Þetta er búið að vera mjög lengi í undirbúningi en er að kom- ast af stað núna alveg á næstunni.“ Svo skemmtilega vill til að Ari þekkir mann sem er nákvæmlega jafn gamall og hann en það er tónlistarmað- urinn góðkunni Björgvin Halldórsson. Aðspurður seg- ist Ari ekki leggja í vana sinn að hitta hann á afmælis- daginn en útilokar ekki möguleikann á því að ein- hvern tímann í framtíðinni slái þeir félagar saman upp stórveislu. „Ég hitti Björg- vin nú um daginn og þá var hann að hafa áhyggjur af því hvað væri orðið stutt í sex- tugsafmælið. Kannski höld- um við bara upp á það saman.“ ARI KRISTINSSON: AFMÆLI Á PÁSKADAG Páskaeggjaátið á undanhaldi AFMÆLI Ari Matthíasson leikari er 42 ára. Hreinn Jakobsson fráfarandi forstjóri Skýrr er 46 ára. Björgvin Þ. Valdi- marsson tónlistar- maður er fimmtugur. Vigdís Finnboga- dóttir fyrrum forseti lýðveldisins er 76 ára. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Sigrún Jóhannsdóttir frá Barðastöðum í Staðasveit, áður til heimilis á Hlíf 1 á Ísafirði, andaðist þriðjudaginn 11.apríl. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 15. apríl, kl.11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar njóta þess. Sigríður Ýr Ham Lester Ham Jóhann Adólf Haraldsson Fjóla Hannibalsdóttir Pétur Orri Haraldsson Erla Kristín Hallsdóttir Magnús Hlynur Haraldsson Kristín Ósk Þórarinsdóttir Sýta Rúna Dal Haraldsdóttir Lárus Erlendsson Gróa Linddís Dal Haraldsdóttir Björn Anton Einarsson Helga Guðrún Dal Haraldsdóttir Magnús Örnólfur Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi maðurinn minn, pabbi, tengdafaðir og afi, Gunnar Einarsson fyrrverandi stöðvastjóri Pósts og Síma, Hörgshlíð 8, Reykjavík, verður jarðsunginn þriðjudaginn 18. apríl frá Háteigskirkju kl.13. Ólöf Hólmfríður Sigurðardóttir Þór Gunnarsson Sigrún Ása Sturludóttir Hrafnhildur Gunnarsdóttir Anita Bowen Embla Þórsdóttir Klaus Wallberg Andreasson Sturla Þórsson Ólöf Tara Smáradóttir Guðlaug Ýr Þórsdóttir. Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Jóhannesson fyrrverandi aðalgjaldkeri, Hæðargarði 29, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 11. apríl. Þóra Þorleifsdóttir Halldóra M. Helgadóttir Þorbergur Atlason Hörður Ó. Helgason Sigrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. 90 ára Magnea Kristín Hjartardóttir frá Seljalandi, Hörðudal, Dalasýslu, til heimilis að Ægisíðu, 125 Reykjavík, verður 90 ára þann 18. apríl nk. Af því tilefni hefur hún opið hús fyrir vini og vandamenn á heimili sonar síns og tengdadóttur annan í páskum að Suðurhvammi 4, Hafnarfirði. Afmæli ARI KRISTINSSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR Ekki verða mörg páskaegg á boðstólum í afmælisveislu Ara enda segir hann að yngstu börnin í fjölskyldunni sinni fái svo mikið af páskaeggjum að það taki marga mánuði að borða þau. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gísli K. Sigurðsson Bifreiðarstjóri, Mjósundi 15, Hafnarfirði, Varð bráðkvaddur, miðvikudaginn 12. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Marta Ormsdóttir Sigurður Gíslason Ásbjörg Skorasteim Kristín Gísladóttir Ellert V. Harðarson Júlíus Aron Ellertsson Rakel Ósk Ellertsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bóður okkar og mágs, Einars Ellertssonar Frá Meðalfelli, Asparfelli 2, Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Karítas og líknar- deildar LSH í Kópavogi og svo allra þeirra sem sýndu honum hjálpsemi og alúð síðustu mánuði. Elín Ellertsdóttir Haukur Magnússon Sigríður Sæmundsdóttir Eíríkur Ellertsson Ólafía Lárusdóttir Gísli Ellertsson Steinunn Þorleifsdóttir Finnur Ellertsson Sigurbjörg Ólafsdóttir Jóhannes Ellertsson Sigurbjörg Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.