Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 72

Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 72
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR52 ACER 5672WLMi 1.66GHz DUO T2300 FERÐAVÉL Intel Core Duo er með tvo örgjörva fyrir enn meiri afköst og vinnslu í mörgum forritum í einu án vandræða Nýjasti 15,4” WXGA CrystalBrite skjárinn, 16ms viðbragðstími með ótrúlegri dýpt og skerpu Nýjasta PCI-E 16X ATI skjákortið með sjálfstætt 128MB minni og möguleika á 512MB HyperMemory Hlaðin öllum helstu tengjum FireWire, 4xUSB2, VGA, DVI, TV-út, PCMCIA, kortalesara ofl . 1.3 Megapixel Acer Orbicam vefmyndavél innbyggð í skjáinn með 225° snúningsmöguleika I N T E L C O R E D U O T E N G I N G A R 15, 4” CRYSTALBRITE 128MB ATI X1400 V E F M Y N D A V É L 1.66GHz Intel Core Duo T2300 Með 667MHz FSB og 2MB fl ýtiminni 1GB Dual DDR2 533MHz Einfalt að stækka minnið í 4GB 80GB 5400RPM SATA 5400RPM SATA harðdiskur 8xDVD±RW Slot DL skrifari Skrifar DVD diska og CD-RW 15,4” WXGA WideScreen skjár Breiðtjaldsskjár með CrystalBrite 128MB ATI Radeon X1400 Sjálfst.minni, PCI-E 16X, TV-út Hljóðkerfi með 2 hátölurum Hljóðkort, hátalarar og hljóðnemi Gigabit 10/100/1000 Einnig innbyggt 56k mótald 54Mbps þráðlaust netkort Innbyggt 802.11g með loftneti í skjá Windows XP Home - SP2 Á íslensku eða ensku Vefmyndavél og kortalesari Hvoru tveggja innbyggt í tölvu Örgjörvi Minni Harðdiskur Skrifari Skjár Skjákort Hátalarar Netkort Þráðlaust Stýrikerfi Annað VERÐ 159.900 Super Multi 8xDVD DL geisla- skrifari með Slot Load rauf sem þú stingur diskum beint í 8xDVD± SKRIFARI VL15* Vaxtalaust í 15 mán10.660 Birt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl Vaxtalaust tilboð er miðað við 15 mánaða jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 3,5% stimpil og lántökugjald bætist við heildarupphæðina sem verður þá samtals kr. 165.520 og dreifist jafnt yfir samningstímann. HEITASTA FERMINGARVÉLIN! Mest selda ferðavélin í dag, ótrúlega vel búin og hlaðin nýjungum KÖRFUBOLTI Í dag klukkan fjögur mætast Njarðvíkingar og Skalla- grímsmenn í þriðja sinn í úrslita- einvíginu um Íslandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik karla á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en bæði lið unnu heimaleiki sína af miklu öryggi. Herbert Arnarsson þjálfaði KR síðustu tvö keppnistímabil en KR tapaði einmitt fyrir Njarðvík í undanúrslitum. Við fengum Her- bert til að spá aðeins í leik dags- ins. „Vonandi fáum við loksins spennandi leik og þessar svaka- legu sveiflur eru vonandi að baki. Borgnesingar spiluðu gríðarlega vel í síðasta leik, þeim líður greini- lega mjög vel í Fjósinu en ég veit ekki hvernig þeim líður í Gryfj- unni,“ sagði Herbert en honum líst vel á leik dagsins. Hann segir það klárt mál að Borgnesingar geta vel unnið í Njarðvík. „Skallagrímur vann í Keflavík í undanúrslitunum og það hefur lengi verið talinn erfiðasti útivöll- urinn. Þeir geta því klárlega unnið í Njarðvík. Ef það á að takast verða þeir að halda Njarðvíking- um í kringum áttatíu stig og svo verða þriggja stiga skotin að detta inn. Borgnesingar hafa lifað og dáið með þriggja stiga skotunum og ef þeir finna fjölina í Njarðvík gæti þetta dottið með þeim,“ sagði Herbert sem spáir þó sigri heima- manna. „Ég spái því að Njarðvíkingar vinni þennan leik svona 86-83 í hörkuspennandi leik. Þessi sería er að þróast eins og einvígið milli okkar KR-inga og Njarðvíkinga. Fyrstu tveir leikirnir unnust örugglega á heimavellinum en svo jafnaðist þetta út. Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta myndi þróast á svipaðan hátt.“ Leikurinn í dag verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. - egm Herbert Arnarsson, fyrrum þjálfari KR, spáir í leik Njarðvíkur og Skallagríms: Jafnari leikur verður í dag FRIÐRIK STEFÁNSSON Mikið mun mæða á Friðriki sem hefur spilað mjög vel í einvíg- inu til þessa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Jay-Jay Okocha, leikmað- ur Bolton, hefur biðlað því til dóm- arans Phil Dowd að fylgjast vel með Didier Drogba þegar Chelsea heimsækir Bolton í ensku úrvals- deildinni í dag. Okocha sakar Drogba um leikaraskap og vill að dómarinn bregðist við því í leik dagsins. „Í þeim leikjum sem ég hef séð hefur Drogba verið gjarn á að láta sig detta. Ég verð reiður ef dómar- inn mun falla í gildruna í leiknum gegn Chelsea. Fólk vill losna við leikaraskapinn úr fótboltanum og Drogba hefur réttilega verið gagn- rýndur að undanförnu,“ sagði Oko- cha. Stuðningsmenn Chelsea hafa látið óánægju sína í ljós með leik- araskap Drogba og þá var Bryan Robson allt annað en sáttur við hátterni sóknarmannsins eftir leik Chelsea og West Bromwich Albion. - egm Okocha segir Drogba leikara: Hafðu augun á Didier Drogba LEIKARI Okocha er ekki sáttur við leikara- skap. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FORMÚLA 1 Flavio Briatore, stjóri Renault-liðsins, vill sjá Michael Schumacher taka við af Fernando Alonso þegar hann fer frá liðinu. Heimsmeistarinn Alonso er á sínu síðasta tímabili hjá Renault en hann gengur til liðs við McLaren eftir tímabilið. „Flavio hefur verið í sambandi við Schumcher. Við höfum þekkt Flavio lengi en fyrst verðum við að ræða við Ferrari um framtíð- ina,“ sagði Willi Webber, umboðs- maður Schumachers í gær. Briatore og Schumacher þekkj- ast vel en þeir unnu saman hjá Benetton-liðinu þar sem þjóðverj- inn varð heimsmeistari árin 1994 og 1995. Hinn 37 ára gamli Schum- cher hefur ekki ákveðið hvort hann heldur áfram sínum glæsta ferli en hefur áður gefið til kynna að haldi hann áfram að keyra, yrði það 99 prósent hjá Ferrari. - hþh Formúla 1: Schumacher til Renault 2007? SCHUMACHER OG BRIATORE Þeir áttu góðar stundir saman hjá Benetton. Hér fagna þeir sigri ökuþórsins árið 1995. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.