Fréttablaðið - 15.04.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 15.04.2006, Síða 8
8 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR FÆRI R ÞÉR HM Á VEISTU SVARIÐ 1 Hvar starfa vísindamennirnir tveir sem ætla að endurskapa hljóm Stradivarius-fiðlanna? 2 Hvaða leikarar fara með aðalhlut-verk í kvikmyndinni Kaldri slóð sem tökum lauk nýverið á? 3 Knattspyrnumaðurinn Michael Ballack á í samningaviðræðum við enskt úrvalsdeildarlið. Hvaða lið? SVÖR Á BLS. 58 SINUELDAR Íbúar á Mýrum í Borg- arfirði hefðu þurft áfallahjálp eftir sinueldana sem þar geisuðu fyrir skömmu. Þetta er niðurstaða íbúa- fundar sem haldinn var í Lyng- brekku í Borgarfirði fyrir páska. Til fundarins var boðað af bæjar- stjórn Borgarbyggðar og sýslu- manninum í Borgarnesi. Fulltrúar frá slökkviliðum Borgarbyggðar og Borgarfjarðar- dala ásamt lögreglu fóru yfir slökkvi- og björgunarstarfið. Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðs- stjóri í Borgarnesi, segir að Land- helgisgæslan eigi að kanna það að verða sér út um búnað til að slökkva elda á víðavangi. „Þetta yrði ómetanlegt í hverfum eins og Grafningnum, Grímsnesinu og Skorradal þar sem eru þéttbýl sumarhúsahverfi.“ Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra heimsótti Mýr- arnar á þriðjudag til að kynna sér aðstæður. Hún sagði slökkvilið hafa unnið þrekvirki og enginn geti gert sér grein fyrir því hversu eldarnir voru miklir nema skoða bruna- svæðið með eigin augum. - shá Íbúafundur fólks af Mýrum í Borgarfirði eftir sinueldana sem þar geisuðu: Hefði átt að veita áfallahjálp SINUELDARNIR Niðurstaða íbúafundar í Borgarfirði var sú að það væri mikið álag að horfa á eld ógna aleigu sinni án þess að geta nokkuð gert. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TYRKLAND, AP Tyrkneskur saksókn- ari krefst þess að sextán ára gam- all drengur, sem myrti kaþólskan prest, verði dæmdur í lífstíðar- fangelsi. Pilturinn er ákærður fyrir að hafa skotið kaþólskan prest til bana þar sem hann kraup á bæn í kirkju í Trabzon-borg við Svarta- hafið í febrúar. Árásin átti sér stað á meðan fjöldi manna í borginni mótmælti skopteikningunum af Múhameð spámanni sem birtust í danska blaðinu Jótlandspóstinum á síð- asta ári. Vitni sögðu piltinn hafa æpt „guð er mikill“ á arabísku áður en hann skaut prestinn. - smk Drengur sem myrti prest: Lífstíðardóms er krafist WASHINGTON, AP Donald H. Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, hefur sætt vaxandi gagn- rýni síðustu daga vegna Írakstríðsins. Nokkrir fyrrverandi herforingjar, sem störfuðu undir stjórn hans, hafa látið í sér heyra og segja þeir að Rumsfeld hafi klúðrað aðgerðunum í Írak, hunsað ráð her- foringja sinna og að hann ætti að láta af embætti. John Batiste, einn herforingj- anna, sem er hættur störfum, sagði reyndar að engar samhæfðar aðgerðir á vegum herforingjanna væru í gangi til þess að koma Rums- feld úr embætti. Hins vegar tók hann fram að það væri ekki að ástæðulausu að þess væri krafist að Rumsfeld léti af störfum. „Við héldum í stríð með gallaða áætlun þar sem ekki var reiknað með því erfiða starfi sem þarf að vinna til þess að koma hlutunum í samt lag eftir að við steyptum stjórninni. Við höfðum einnig yfir okkur varnarmálaráðherra sem skildi ekki leiðtogastarfið, sem mis- beitti valdi sínu, var hrokafullur og byggði ekki upp sterkan hóp.“ Fimm aðrir herforingjar hafa gagnrýnt Rumsfeld, þar á meðal John Riggs, sem segir að Rumsfeld hafi skapað „hrokafullt andrúms- loft“ í kringum sig, og Charles Swannack, sem sagði Bandaríkin þurfa nýjan varnarmálaráðherra. Rumsfeld hefur allar götur frá því að innrásin í Írak hófst, sem var í mars árið 2003, sætt veru- legri gagnrýni fyrir það hvernig að innrásinni hefur verið staðið. Hann hefur til dæmis verið gagn- rýndur fyrir að hafa sent of fáa bandaríska hermenn til Íraks og fyrir að hafa vanmetið mátt and- spyrnumanna í Írak. Trú almenn- ings á stríðinu í Írak hefur minnk- að jafnt og þétt og sérfræðingar segja að George W. Bush forseti megi varla við því að missa einnig stuðning innan hersins. Gagnrýnin, sem nú er komin fram á yfirborðið, þykir bera vitni um togstreitu milli yfirmanna innan hersins annars vegar og yfirboðara þeirra í varnarmálaráðuneytinu hins vegar. Herforingjarnir fyrrverandi hafa ekki síst gagnrýnt Rumsfeld fyrir að hlusta ekki á ráð frá her- num nema þau henti pólitískum markmiðum hans hverju sinni. gudsteinn@frettabladid.is RÁÐHERRA FÓRNAR HÖNDUM Sex fyrrverandi herforingjar segja varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafa klúðrað innrásinni í Írak, meðal annars með ofríki sínu gagnvart bandaríska hernum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rumsfeld segi af sér Sex fyrrverandi herforingjar hafa gagnrýnt varnar- málaráðherra Bandaríkjanna fyrir hroka og ofríki gagnvart yfirmönnum bandaríska hersins. SNJÓFLÓÐ Snjóflóðasetur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fólk, sem ætlar að halda sig á fjöllum um páskana, er beðið um að vera á varðbergi vegna snjóflóðahættu. Harpa Grímsdóttir, forstöðu- maður Snjóflóðasetursins á Ísa- firði, segir mikilvægt fyrir fólk að hafa réttan útbúnað með sér ef það er á ferð í óbyggðum. „Það er nauð- synlegt að fólk hafi með sér snjó- flóðaýli, skóflu og snjóflóðastöng ef það ætlar að fara fótgangandi um svæði þar sem getur verið snjóflóðahætta. Aðalmunurinn á snjóflóðum nálægt byggð og þeim sem falla í óbyggðum, er sá að í byggð falla yfirleitt snjóflóðin af sjálfsdáðum en snjóflóðin í óbyggð- um falla oftast vegna þess að það er eitthvað sem kemur þeim af stað.“ - mh Varað við snjóflóðahættu um páskana: Útbúnaður skiptir öllu GRAFIÐ Í SNJÓFLÓÐI Mikilvægt er fyrir úti- vistarfólk að vera meðvitað um þær hættur sem skapast geta, þegar það er á ferð um fjöll. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.