Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 16
16 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR
RIDDARAHÁTÍÐ Þessir fræknu riddarar
sýndu sig og sáu aðra á riddarahátíð sem
haldin var í Pétursborg í Rússlandi á páska-
dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KÖNNUN Alls vildu 69 prósent Hafn-
arfirðinga sem svöruðu spurning-
unni um hvaða olíufyrirtæki það
vildi að ræki ómannaða sjálfsaf-
greiðslustöð í hverfi þess að fyrir-
tækið Atlantsolía sæi um rekstur-
inn.
Á landsvísu völdu rúm 47 pró-
sent Atlantsolíu en gömlu olíufé-
lögin sem reka Ego, Orkuna og ÓB
völdu frá tæplega fimmtán og upp í
rétt rúm tuttugu prósent aðspurðra.
Þetta eru niðurstöður könnunar
Félagsvísindastofnunar Háskóla
Íslands fyrir Atlantsolíu.
Marktækur munur var milli
starfstétta. Alls 65 prósent iðnaðar-
manna vildu helst fá starfsstöð Atl-
antsolíu í hverfið sitt en 26 prósent
sjómanna og bænda. Meirihluti
þeirra kaus Ego, stöð olíufélagsins
Esso, eða 33 prósent þeirra. Fáir
iðnaðarmenn vildu Orkuna, sem
Skeljungur rekur, í hverfið sitt eða
fjögur prósent. Marktækur munur
var á menntunarstigi og við hvaða
olíufélag menn vildu skipta. 38 pró-
sent grunnskólagenginna vildu
helst Atlantsolíu en 60 prósent
háskólagenginna.
Hugi Hreiðarsson, markaðs-
stjóri Atlantsolíu, segir forsvars-
menn Atlantsolíu vilja fræða fólk
um eignarhaldið á sjálfsafgreiðslu-
stöðunum. Þeir ætli einnig að kynna
bæjarstjórnum niðurstöðuna.
Könnunin var gerð dagana 8. til
22. mars. Hringt var í 1.400 manns
og var svarhlutfallið 67 prósent á
öllu landinu. - gag
HUGI VIÐ SPRENGISAND Markaðsstjóri Atl-
antsolíu segir fólk hlynntara fyrirtækinu eftir
því sem það er nær afgreiðslustöðum þess.
Íbúar völdu sjálfsafgreiðslustöðvar í hverfið sitt:
Helmingur kaus Atlantsolíu
KJARAMÁL Félag íslenskra hjúkr-
unarfræðinga hvetur stjórnvöld
og stjórnendur öldrunarstofnana
til að gera nú þegar sérstaka þjón-
ustusamninga um rekstur stofn-
ananna þar sem skýrt verði kveð-
ið á um gæði og magn
þjónustunnar, og þann mannafla
sem krafist er til að tryggja við-
eigandi þjónustu.
Í ályktun frá stjórn félagsins
segir að starfsemi öldrunarstofn-
ana sé ein mikilvægasta þjónusta
samfélagsins og stjórnvöldum
beri siðferðileg skylda til að
tryggja fullnægjandi og viðeig-
andi hjúkrun þeirra sem þar búa
hverju sinni. - shá
Stjórn FÍH ályktar:
Tryggið viðeig-
andi hjúkrun
LÍFEYRISMÁL Lífeyrisgreiðslur
Tryggingastofnunar til ellilífeyris-
þega nema um 19 milljörðum króna
samkvæmt fjárlögum 2006.
Í frétt frá fjármálaráðuneytinu
kemur fram að greiðslur TR á hvern
lífeyrisþega hafi hækkað um 80
prósent frá árinu 1995 til 2006 en á
sama tímabili hafi neysluverðsvísi-
talan hækkað um 41 prósent. Nú fá
um 7.700 ellilífeyrisþegar hlutdeild
í tekjutryggingarauka. - jss
Tryggingastofnun:
Um 19 millj-
arðar í lífeyri
BANDARÍKIN, AP Tveir karlmenn
voru á mánudag sakfelldir í Fíla-
delfíu í Bandaríkjunum fyrir að
hafa notað internetið til ólöglegr-
ar dreifingar á lyfseðilsskyldum
lyfjum.
Bandarísk yfirvöld segja fólkið
hafa náð í lyfin á Indlandi og sent
þau til Bandaríkjanna þar sem þau
voru seld í gegnum fleiri en
tuttugu vefsíður. Þúsundir manna
notfærðu sér þjónustu mannanna,
en vinsælustu lyfin voru stinning-
arlyf. Faðir annars mannsins, sem
er læknir á Indlandi, hefur jafn-
framt verið handtekinn á Indlandi
vegna þessa máls, en auk þeirra
þriggja hafa fjórtán aðrir verið
ákærðir vegna málsins. - smk
Lyf á internetinu:
Tveir menn
fundnir sekir
LANDHELGISGÆSLAN Ríkisstjórnin
fjallaði í gærmorgun um tillögu
Björns Bjarnasonar, dóms- og
kirkjumálaráð-
herra, að bráða-
birgðalausn um
eflingu þyrlu-
sveitar Land-
helgisgæslu
Íslands. Björn
segir að tvær
nýjar björgun-
arþyrlur verði
leigðar en ekki
sé búið að
ákveða af hvaða tegund. Þær
verða þó af sambærilegri gerð og
þyrlurnar TF-LIF og TF-SIF sem
nú eru þegar í rekstri hjá land-
helgisgæslunni. „Tillaga mín
gerir ekki upp á milli þeirra, þar
er rætt um sambærilegar þyrlur.
Það fer eftir því, sem í boði er
hvaða tegund verður leigð,“ segir
Björn. Hann telur þetta skynsam-
lega leið en kostnaður við leiguna
verði ekki nefndur fyrr en leigu-
samningur hefur náðst. Þá verður
búnaði til töku eldsneytis fyrir
þyrlur komið fyrir um borð í
varðskipunum Tý og Ægi. Fyrst í
Tý á komandi sumri og næsta
haust eða vetur í Ægi. Búnaður-
inn kostar 25 milljónir fyrir bæði
skipin.
Björn segir að vélarnar verði
komnar til landsins fyrir lok sept-
ember og að fjölga þurfi starfs-
fólki Landhelgisgæslunnar um
rúmlega tíu vegna þeirra. Stefnt
er að því að unnt verði að halda
úti tveimur þyrluvöktum allan
sólarhringinn allan ársins hring
og tillagan miðar að því að ekki
dragi úr þyrlubjörgunargetu hér
við land við brotthvarf þyrlna
varnarliðsins. Björn segir að
leiga á þyrlum nú sé tímabundin
lausn á meðan hugað sé að fyrir-
komulagi þessara mála til fram-
búðar sem væntanlega verði kaup
á nýjum þyrlum. Það taki langan
tíma að finna nýjar þyrlur sem
eru til sölu og leiguþyrlurnar
verði hér eins lengi og með þarf.
Ein meginástæðan fyrir leigu
á þyrlum svipuðum þeim sem nú
eru hér í rekstri er að fyrir í land-
inu er mikil reynsla í meðferð
slíkra véla. Með kaupum á sam-
bærilegum þyrlum gefst kostur á
að nota starfsmenn þyrlusveitar-
innar til að annast kennslu og
þjálfun nýrra flugáhafna.
Tillagan var unnin í samráði
við forstjóra og starfsmenn Land-
helgisgæslu Íslands undir forystu
Stefáns Eiríkssonar, skrifstofu-
stjóra í dóms- og kirkjumálaráðu-
neyti, með ráðgjöf frá Leifi Magn-
ússyni verkfræðingi. Áfram
verður unnið að tillögu um fram-
tíðarskipulag þyrlubjörgunar-
sveitar hér á landi og að því stefnt
að hún liggi fyrir í næsta mán-
uði. svavar@frettabladid.is
Ákveðið að leigja tvær
þyrlur fyrir lok september
Ríkisstjórnin fjallaði um tillögu að bráðabirgðalausn um eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar í gær.
Tvær þyrlur koma fyrir lok september og fjölga þarf um rúmlega tíu starfsmenn í starfsliði Gæslunnar.
TF-SIF, minni björgunarþyrla Land-
helgisgæslu Íslands, er nú í Stavanger
í Noregi þar sem hún verður skoðuð-
og endurbætt. Verið er að fullgilda
og bæta við ýmsum búnaði sem á að
gera hana hæfari til að gegna björg-
unarhlutverki sínu. Þar má nefna
endurbætur á fjarskipta- og tölvu-
búnaði vélarinnar og aðstöðu fyrir
áhöfn. Verkið tekur einn mánuð.
Oddur Garðarsson, tæknistjóri
Landhelgisgæslunnar, segir að vegna
nýs lagaumhverfis þurfi allur búnað-
ur sem settur er í þyrlurnar að fá verk-
fræðiúttekt. Ástæðan fyrir að vélin fór
út núna sé að tímabært er að fá full-
gildingu á ýmsum búnaði sem settur
hefur verið í vélina í gegnum árin.
„Við notum jafnframt tækifærið og
bætum við ýmsum búnaði sem gerir
hana enn hæfari í þá starfsemi sem
hún er ætluð. Þar á meðal er gervi-
hnattasími og ný sæti fyrir áhafnar-
meðlimi. Þetta breytir ekki afkasta-
getu vélarinnar en fyrr í vetur var sett
ljós fyrir nætursjónauka í þyrluna og
það margfaldaði notagildi hennar.“
Á meðan TF-SIF er í skoðun í Nor-
egi verður notast við stóru björgun-
arþyrluna TF-LIF. Landhelgisgæslan er
einnig með samning við varnarliðið
og danska sjóherinn um gagnkvæma
aðstoð við leit og björgun ef nauðsyn
krefur.
Björgunarþyrla landhelgisgæslunnar, TF-SIF, í Noregi:
TF-SIF skoðuð og
verður endurbætt
TF-SIF Minni björgunarþyrla landhelgis-
gæslunnar kom til landsins 1985. Síðan
þá hefur miklum tækjakosti verið bætt í
vélina sem lög krefjast að fái verkfræðiút-
tekt. Í þeim tilgangi verður hún í Noregi
næsta mánuðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÞYRLUR LANDHELGISGÆSLUNNAR TF-SIF og TF-LIF (á lofti)hafa þjónað
Íslendingum dyggilega. Fyrir septemberlok verður tveimur þyrlum, ekki
ósvipuðum, bætt við þyrlusveit Landhelgisgæslunnar svo ekki dragi úr flug-
björgunargetu hér við land er þyrlur varnarliðsins fara. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BJÖRN BJARNASON