Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 2
2 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR
KOSNINGAKAFFI F-LISTANS
á Sumardaginn fyrsta kl. 14-17
í Aðalstræti 9.
HLJÓMSVEITIN AMPOP TEKUR LAGIÐ
EFNAHAGSMÁL Almennur kaup-
máttur hefur aukist mjög mikið,
mest þó síðustu mánuði ef marka
má launavísitöluna sem hefur
hækkað úr 273,9 í desember í
fyrra í 284,4 í febrúar í ár, eins og
sjá má á meðfylgjandi línuriti.
Búist er við að kaupmáttur
aukist enn frekar þegar launa-
vísitalan verður birt í dag og sýni
þá launabreytingar milli febrúar
og mars. Talið er líklegt að launa-
vísitalan haldi áfram að hækka
næstu mánuði.
„Hagvöxtur hefur verið meiri
hér en í öðrum löndum. Í síðustu
mælingu hafði launaskrið verið
þó nokkuð og þá var kaupmáttur
að vaxa að meðaltali um fjögur
prósent sem er nokkuð mikið í
alþjóðlegum samanburði. Það er
hætta á því að það fari að draga
úr kaupmætti vegna verð-
bólgunnar eða að kaupmátturinn
verði neikvæður,“ segir Ólafur
Darri Andrason, hagfræðingur
Alþýðusambands Íslands, og
telur að kaupmáttaraukningunni
sé misskipt.
Þegar tekið er tillit til kaup-
máttar kjarasamninga þá er ljóst
að þeir sem hafa bara fengið
almennar kauphækkanir, 2,5 pró-
sent um síðustu áramót, og ekk-
ert meira en það, bera minnst úr
býtum þegar kaupmáttaraukn-
ingin er annars vegar. Þetta eru
þeir sem eru í hópi þeirra lægst
launuðu, með kannski 120-160
þúsund krónur á mánuði.
Ekki er ljóst hversu stór sá
hópur það er sem fær minnstan
hlut af kaupmáttaraukningunni
en Ólafur Darri telur að um mjög
stóran hóp sé að ræða. Ekki er
vitað jafn vel um það hvaða hópar
þetta eru og oftast áður eða
hversu stóran skerf af kaupmátt-
araukningunni þeir hafa fengið
til sín þar sem Kjararannsóknar-
nefnd hefur ekki getað sent frá
sér hefðbundin gögn fyrir árið
2005 vegna tæknilegra vanda-
mála.
Horfurnar næstu mánuði
benda til þess að líkur séu á
áframhaldandi launaskriði, til
dæmis í byggingageiranum og
útflutningsgeiranum, og jafnvel
að launabreytingar og verðbólga
verði á víxl.
Ef forsendur kjarasamninga
bresta á þessu ári þá hefur verka-
lýðshreyfingin frest til miðnætt-
is 15. nóvember til að ná sam-
komulagi. Ef samkomulag næst í
forsendunefnd verkalýðshreyf-
ingar og vinnuveitenda þá gilda
samningar á almennum vinnu-
markaði út árið 2007. Ef sam-
komulag næst ekki þá hafa félög-
in frest til 10. desember til að
segja upp samningum og eru laus
allra mála frá 1. janúar 2007.
ghs@frettabladid.is
Kaupmáttur hefur aukist
undanfarna mánuði
Ef marka má launavísitölu hefur kaupmáttur aukist mikið undanfarna mánuði. Horfur á áframhaldandi
launaskriði. Kaupmáttaraukningin skilar sér ekki til stórra hópa. Hagvöxtur meiri hér en í öðrum löndum.
VIÐSKIPTI Hlutabréf lækkuðu um tvö
prósent á fyrsta viðskiptadegi eftir
páska. Úrvalsvísitalan endaði í 5.535
stigum. Mest lækkuðu bréf í FL
Group, um 4,8 prósent, og í Lands-
bankanum, eða um -4,2 prósent.
Þá hélt krónan áfram að gefa
eftir og veiktist um 1,77 prósent. Í
dagslok stóð vísitala hennar í 131,1
stigi. Greiningardeild Landsbank-
ans segir að líta þurfi aftur til árs-
ins 2002 til að sjá vísitöluna í sama
gildi. Þá er í Vegvísi deildarinnar
bent á að veiking krónunnar auki
virði 98 prósenta hlutabréfa sem
skráð séu í Kauphöll Íslands.
- eþa /- óká
Gengi krónunnar veikist enn:
Lækkanir eftir
páskahelgina
ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld kenna
palestínsku heimastjórninni, undir
forystu Hamas-samtakanna, um
mannskæðustu sjálfsmorðs-
sprengjuáras sem gerð hefur verið
þar í landi í 20 mánuði, og afturköll-
uðu í gær búsetuleyfi þriggja þing-
manna Hamas sem búa í Jerúsal-
em.
Á mánudag sprengdi ungur Pal-
estínumaður úr samtökunum Heil-
agt stríð sjálfan sig í loft upp fyrir
utan skyndibitastað í Tel Avív með
þeim afleiðingum að níu óbreyttir
borgarar fórust og fjöldi slasaðist.
Talsmenn Hamas-hreyfingar-
innar sögðu árásina réttlætanlega í
ljósi hernaðarárása Ísraela á Pal-
estínumenn. Fyrst Palestínustjórn
fordæmdi ekki árásina, þá ber hún
ábyrgð á henni, að sögn Gideons
Meir, talsmanns utanríkisráðuneyt-
is Ísraels, eftir tveggja tíma fund
með forsætisráðherra Ísraels,
Ehud Olmert, og öðrum ráðamönn-
um í gær.
Fastafulltrúi Ísraels hjá Sam-
einuðu Þjóðunum, Dan Gillerman,
tilkynnti Öryggisráði SÞ í gær að
Palestína, Sýrland og Íran væru
„öxull hryðjuverka“, og sagði
stjórnir landanna vera að undirbúa
jarðveginn fyrir fyrstu heimstyrj-
öld 21. aldarinnar. Fréttaskýrendur
segja orð hans lýsa vaxandi ótta
Ísraela við andúð ríkisstjórna land-
anna þriggja í garð Ísraels.
Fastafulltrúi Palestínu hjá SÞ,
Riyad Mansour, fordæmdi árásina,
en benti á að árásir Ísraelshers
urðu nítján Palestínubúum að bana
í byrjun apríl, og minnti á að Ísrael-
ar brytu alþjóðlalög með hersetu
sinni í Palestínu. Rúmlega helm-
ingur Palestínumanna eru flótta-
menn vegna hersetu Ísraela. - smk
Ísraelar bregðast við sjálfsmorðssprengjuárás á mánudag:
Kenna Hamas-stjórninni um
MÓÐIR KVÖDD Þessi Ísraeli grét við útför móður sinnar sem var ein þeirra sem fórust í
sjálfsmorðssprengju í Tel Avív á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS?
Jóhann Ágúst, opnið þið ekki
bara 12 Dóna á Istedgade?
Nei, ég held við látum súlukarlana
um það.
Ný verslun 12 Tóna mun opna í Kaupmanna-
höfn í maí. Jóhann Ágúst Jóhannsson er
útgáfustjóri 12 Tóna. Það orð fer af Istedgade
að nokkuð sé um vændi og slíka starfsemi
þar.
BREYTINGAR LAUNAVÍSITÖLU
Janúar 2004 til febrúar 2006
Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum
nr. 89/1989. Vísitalan miðast við meðallaun í
hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan
næsta mánuð. Desember 1988=100.
janúar 2004,
244,9
janúar 2005, 261,1
febrúar 2006, 284,4
desember
2005, 273,9
KAUPMÁTTARAUKNINGUNNI MISSKIPT
Hagvöxtur hefur verið meiri hér en í
öðrum löndum. Kaupmáttur hefur vaxið
að meðaltali um fjögur prósent en hætta
er á að það dragi úr kaupmætti vegna
verðbólgu á þessu ári. Myndin tengist ekki
efni fréttarinnar beint.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hagstofa Íslands:
Launakjara-
vísitala í sumar
Hagstofa Íslands byrjar að mæla
launakjaravísitölu í sumar að ósk
Eurostat, hagstofu Evrópusambands-
ins og verða vísitölurnar tvær, launa-
vísitala og launakjaravísitala, þá gefn-
ar út reglulega.
Launakjaravísitalan mælir laun og
allan launakostnað launagreiðand-
ans meðan launavísitalan mælir bara
launin sjálf og hækkun þeirra. Víða
erlendis er aðeins launakjaravísitalan
gefin út.
ÓX UM 4,3 PRÓSENT
Laun hækkuðu að meðaltali um 0,6
prósent í febrúar. Þá höfðu laun hækkað
um 8,6 prósent á einu ári séu þau
mæld með breytingu á launavísitölunni.
Á sama tíma hækkaði verðlag um
4,1 prósent. Kaupmátturinn óx því að
meðaltali um 4,3 prósent á þessu ári.
Þetta kom fram á fréttavef ASÍ.
MOSKVA, AP Rússar eru enn andvíg-
ir refsiaðgerðum gegn Íran, en
Bretar og Bandaríkjamenn ítreka
að þeir ætli að fara fram á að Örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna sam-
þykki ályktun um að refsiaðgerðir
verði óhjákvæmilegar fari Íranar
ekki að kröfum Öryggisráðsins um
að hætta auðgun úrans eigi síðar en
28. apríl næstkomandi.
Fulltrúar fastaveldanna fimm í
Öryggisráðinu, það er Rússlands,
Bretlands, Bandaríkjanna, Frakk-
lands og Kína, hittust í Moskvu í
gær ásamt fulltrúa Þýskalands.
Þeir snæddu saman kvöldverð og
ræddu um kjarnorkuáform Írana
og hvaða leiðir væru færar til þess
að fá þá ofan af þeim.
„Allir kostir eru á borðinu,“
sagði George W. Bush Bandaríkja-
forseti í Washington í gær, þegar
blaðamenn spurðu hann hvort til
greina kæmi að gera árás með
kjarnorkuvopnum á kjarnorku-
mannvirki í Íran.
Gholamreza Ansari, sendiherra
Írans í Rússlandi, sagði aftur á móti
að Íranar myndu búa sig undir stríð
ef þörf krefði.
„Við reynum að gera allt sem
hægt er til að leysa málið með frið-
samlegum hætti en ein leiðin til að
gera það er að búa sig undir alla
möguleika, þar á meðal hernaðar-
möguleika,“ sagði hann. -gb
Fastaveldin fimm og Þýskaland ræða Íransmálið í Moskvu:
Rússar andvígir refsiaðgerðum
REIÐUBÚNIR AÐ FÓRNA SÉR Þessir írönsku
menn undirrituðu í gær í Teheran skráning-
arpappíra um að þeir væru reiðubúnir til
þess að fórna lífi sínu í árásum gegn Ísrael.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra segir að búast megi
við verðhækkunum í nokkra mánuði
en ekkert bendi til
annars en að á
seinni hluta ársins
og næsta ári dragi
úr verðbólgu á ný.
„Ástæðan fyrir
verðbólgunni að
undanförnu er fyrst
og fremst hækkun á
húsnæðismarkaði,“
segir Halldór. „Það hafa orðið veru-
legar verðhækkanir í kjölfar geng-
isbreytinganna en við það batnar
staða útflutningsgreina og dregur
úr eftirspurn þannig að þenslan
minnkar. Það er gert ráð fyrir að
húsnæðisverð hætti að hækka.“
Halldór Ásgrímsson:
Draga mun úr
hækkunum
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
DÓMSMÁL Mál tveggja Nígeríu-
manna sem grunaðir eru um stór-
felld fjársvik, var þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjaness í gær.
Þeir eru grunaðir um að selja
Íslendingum á miðjum aldri falsaða
peninga. Íslendingarnir eru einnig
ákærðir í málinu.
Mennirnir voru með tæki til pen-
ingafölsunar við komu til landsins
frá Kaupmannahöfn. Tollgæslan
grunaði þá í fyrstu um fíkniefnamis-
ferli en engin fíkniefni fundust.
Mennirnir voru á leið af landi
brott eftir sólarhringsdvöl þegar 100
þúsund evrur fundust í fórum þeirra.
Íslendingar höfðu keypt falsaða pen-
inga fyrir evrurnar. -mh
Fjársvikamál fyrir dómi:
Ákærðir fyrir
falsanir og svik
Ungt fólk jákvætt Mikill meirihluti
18 til 19 ára ungmenna telja að Ísland
verði meðal tíu samkeppnishæfustu
hagkerfa heims næstu tíu árin og eru
bjartsýn á framtíðina. Þetta er meðal
niðurstaða könnunar sem framkvæmd
var fyrir Samtök atvinnulífsins á viðhorf-
um ungs fólks fyrr í þessum mánuði.
VIÐHORFSKÖNNUN