Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. apríl 2006 19
Blaðið birti úttekt sína í gær en í
henni er stiklað á stóru á helstu
atriðum efnahagsmála landsins.
Talsvert hefur verið fjallað um
stöðu mála í evrópskum fjölmiðl-
um síðustu vikur og mánuði en
minna borið á umfjöllun í vestur
vegi.
Blaðamanni New York Times
lék forvitni á að vita hvernig
efnahagsástandið í landinu end-
urspeglaðist í eftirspurn eftir
bílum en Askja er með umboð
fyrir Mercedes Bens. Blaðakon-
an leit því við á skrifstofu Skarp-
héðins og spurði hann spjörunum
úr.
„Ég sagði henni að þetta óör-
yggi sem nú ríkir hafi ekki veru-
leg áhrif á söluna hjá okkur. Ég
held að okkar viðskiptavinir hafi
vel efni á kaupum sínum. Hins
vegar lýsti ég því fyrir henni að
það er ekki langt síðan flest réðist
af því hvernig fiskaðist en það
hefur heldur betur breyst.“
Á meðal heimildarmanna sem
leitað var til eru Halla Tómasdótt-
ir, framkvæmdastjóri Viðskipta-
ráðs, Nicolas Bouzou, aðalhag-
fræðingur Xerfi stofnunarinnar í
París og Þórður Friðjónsson for-
stjóri Kauphallar Íslands.
Greinin er nokkuð ítarleg og
segir frá því að hagkerfi landsins
hafi þanist gríðarlega út á síðustu
árum og nú séu uppi vangaveltur
um að það hafi ofhitnað.
„Ég get alltaf átt von á því að fá
inn til mín forstjóra stærstu fyr-
irtækja og ráðherra svo mér brá
ekkert að fá til mín blaðamann frá
New York Times,“ segir Skarp-
héðinn. „Þetta var bara létt spjall
hjá okkur,“ bætir hann við og við-
urkennir að vissulega hafi þetta
kitlað hégómagirndina. En þó
virðist hann taka þessu af miklum
gáska. „Ég spila körfubolta með
nokkrum hagfræðingum og hátt-
settum bankamönnum og nú get
ég sagt þeim að ef þeir vilji ein-
hver ráð þá geti þeir leitað til mín
þar sem búið er að skipa mér á
bekk með helstu efnahagssér-
fræðingum þjóðarinnar. Svo
hefur Kári bróðir minn sem er
arkitekt lengi gortað sig af
umfjöllun um teikningar sínar á
Hótel Búðum í Times Magazine.
Nú er ég búinn að skáka honum,“
segir hann og hlær við.
jse@frettabladid.is
Frá Gljúfrasteini
að Gróttu
Í tilefni sumardagsins fyrsta efnir Mann-
ræktin Atorka til ferðar frá Gljúfrasteini í
Mosfellssveit að Gróttu á Seltjarnarnesi
á morgun. Þátttakendur geta hjólað,
hlaupið eða farið á línuskautum, allt eftir
því sem hentar hverjum og einum. Fólk
getur ýmist farið alla leið, slegist í hópinn
eða helst úr lestinni á miðri leið. Það er
Gunnlaugur B. Ólafsson í mannræktinni
Atorku sem stendur að ferðinni sem
áætlað er að taki um fimm klukkustund-
ir. Hefst hún við Gljúfrastein klukkan
10.30 og er stefnt að því að vera við
Íþróttasvæðið við Varmá klukkan 11.30,
við Korpu klukkan 12.30, í Elliðaárdal
klukkan 13.30, í Nauthólsvík klukkan
14.30 og koma að Gróttu um 15.30.
Opið verður í vitanum og fræðasetrinu
og hægt að kaupa veitingar.
Gunnlaugur starfrækir Atorku þar sem
meðal annars fæst leiðsögn í rope-yoga.
Hann segir tækjasali vissulega góða til
síns brúks en best sé að njóta hreyfingar
úti í náttúrunni. Hefur hann merkt fjölda
gönguleiða á fellum, fjöllum og heiðum
í nágrenni Mosfellsbæjar og stendur að
auki fyrir nokkurra daga gönguferðum
um hálendið að sumarlagi.
Skarphéðinn Eiríksson,
bílasali í Öskju, er meðal
heimildarmanna í úttekt
Bandaríska stórblaðsins
New York Times á efna-
hagsástandinu á Íslandi.
Bílasali álitsgjafi New York Times
SKARPHÉÐINN EIRÍKSSON Bílasalinn tekur því með glensi að vera á meðal heimildar-
manna í grein New York Times um efnahagsástandið hér á landi. Þar er hann í hópi
innlendra sem erlendra sérfræðinga á efnahagssviðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
3
22
79
04
/2
00
6
Jamis Capri 2.0
20”, 6-9 ára, ástell, 6 gíra
Verð 19.990 kr.
Jamis Capri 2.4
24”, 7-12 ára, álstell, 7 gíra
Verð 22.990 kr.
Jamis Fester 2.0
20”, 6-9 ára, álstell, 6 gíra
Verð 19.990 kr.
út í vorið
20%
Hjólaðu
afsláttur
Verðlaunaframleiðandinn Jamis
Þú færð hjólin frá bandaríska verðlaunaframleiðandanum Jamis
aðeins í Útilíf. Ár eftir ár hefur Jamis fengið verðlaun fyrir hjól sín,
m.a. sæmdarheitið besta hjólið, enda þykir Jamis sameina
ótrúleg gæði og hagstætt verð.
Það er hvergi slegið af gæðunum í Jamis barnahjólum.
Öll hönnunin miðar að því að öryggi barnanna okkar sé sem mest.
Stellin eru t.d. sérstaflega lág við sætið til að auðvelda barninu að
ná tökum á hjólinu. Og svo spillir ekki fyrir hvað hjólin eru flott.
af öllum barnahjólum og línuskautum á miðvikudag
og sumardaginn fyrsta.
Jamis Lady Bug
12”, 2-5 ára
Verð 11.990 kr.
Jamis Fester 2.4
24”, 8-12 ára, álstell, 21 gíra,
framdempari
Verð 22.990 kr.
Jamis Hot Rod
12”, 2-5 ára
Verð 11.990 kr.
Jamis Miss Daisy
16”, 3-6 ára
Verð 12.990 kr.
Jamis Laiser 2.0
20”, 5-9 ára álstell, fótbremsa
Verð 14.990 kr.
Þátttakendur í páskavöku Húsa-
víkurkirkju fengu ekki einasta
andlega næringu þessa páskana
heldur var líka gælt við bragð-
lauka þeirra.
Var fólki boðið að bragða lamba-
kjöt frá Norðlenska að páskavök-
unni lokinni og var almennt gerð-
ur góður rómur að ketinu.
Þekkt er að kirkjugestir gæði sé
á veitingum eftir messur en
sjaldgæft að lambakjöt sé á borð-
um
Boðið upp á
kjöt í kirkjunni