Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 25
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Útivist gengur Ólafsskarðsveg sunnudaginn 23. apríl. Brottför verður frá BSÍ klukkan hálf ellefu. Ferðin er tveggja skóa ferð. Gengnir verða 198 kílómetrar á sex til sjö klukkustundum. Hækkun er 200 metrar. Fuglaflensa.is er góður vefur fyrir þá sem vilja kynna sér sjúk- dóminn og varúðarráð- stafanir gegn honum. Á vefnum má finna allt milli himins og jarðar um fuglaflensu og hentar vefurinn vel fyrir þá sem huga á ferðalag til landa þar sem sjúkdómurinn hefur greinst. Mímir - símenntun býður upp á skemmtilegt vornámskeið í japönsku þar sem farið verður í grundvallaratriði í japanskri mál- fræði og orðaforða. Námskeiðið hefst 10. maí og kennari er Yukiko Koshizuka. Nagladekkin ættu nú að vera farin af bílunum enda er notkun þeirra ekki heimil frá 15. apríl til 1. nóvember. ALLT HITT [ HEILSA FERÐIR NÁM BÍLAR ] GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagur- inn 19. apríl, 109. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 5.42 13.27 21.14 Akureyri 5.19 13.11 21.07 Heimild: Almanak Háskólans KRABBAMEINSFÉLAGIÐ HEFUR GEFIÐ ÚT NÝTT FRÆÐSLURIT UM REYKINGAR. Krabbameinsfélag Íslands gaf nýlega út ritið Hættu fyrir lífið, sem hjálpa á fólki sem vill hætt að reykja. Bækling- urinn heitir á frummálinu, Giving up for life, og er saminn af Jennifer Percival hjúkrunarfræðingi og ráðgjafa í tóbaksvörnum hjá Royal College of Nursing í Bret- landi. Bæklingurinn er þýddur og staðfærður af Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur með góðfúslegu leyfi National Health Service (NHS). Í bæklingnum, sem skipt er niður í nokkra kafla, er svarað nokkrum algengum spurning- um. Til dæmis: hvers vegna reyki ég, hvernig get ég hætt, hvernig losna ég við löng- unina, hvernig tekst ég á við fyrstu dagana, hvernig forðast ég fall og hvaða áhætta fylgir því að halda áfram að reykja. Hægt er að nálgast bækling- inn á heilsugæslustöðvum og apótekum. Einnig er hægt að panta eintök hjá Lýðheilsu- stöð og skoða hann á vefsíðu Krabbameinsfélagsins. Hættu fyrir lífið Hættu fyrir lífið, er fræðslurit sem hjálpa á fólki að hætta að reykja. Júlía Sigurðardóttir lauk BA-prófi í mannfræði og sálfræði frá Háskóla Íslands haustið 2004. Núna er hún að klára diplómanám í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla. Uppeldis- og kennslufræði er eitt ár eftir BA-próf og Júlía byrjaði í náminu síðasta haust. „Ég hafði val um að taka bara fimmt- án einingar og vera í hálfu námi en þá hefði ég einungis haft kennsluréttindi á fram- haldsskólastigi svo ég ákvað að taka frekar þrjátíu einingar því þá fæ ég líka réttindi til að kenna á barna- og unglingastigi í grunnskóla,“ segir hún. Hluti af uppeldis- og kennslufræðinám- inu er starfsþjálfun. „Ég fékk Fjölbrauta- skólann í Ármúla sem heimaskólann minn og starfsþjálfunin er allan veturinn sam- hliða fyrirlestrum í háskólanum. Fyrir- lestrarnir eru samkvæmt stundatöflu en starfsþjálfunin er skipulögð í samráði við leiðbeinanda sem hver nemandi fær og svo er skyldumæting á fyrirlestra í heimaskól- anum einu sinni í viku.“ Júlía er mjög ánægð með að hafa ákveð- ið að fara í kennslufræði. „Þetta er ótrú- lega skemmtilegt nám. Starfsþjálfunin er náttúrlega langskemmtilegust en mér finnst allir kúrsarnir mjög áhugaverðir líka.“ Júlía segir að það hafi komið henni mest á óvart hvað námið er persónulegt. „Við þurfum að halda dagbók og skila feril- möppu svo við erum í mikilli sjálfsskoðun og sjálfsgagnrýni.“ Júlía segir að ýmislegt komi til greina þegar hún er búin með þetta nám. „Ég gæti til dæmis tekið master í kennslufræði en það er líka margt annað sem mig langar til þess að læra. Mér finnst leikhúsfræði mjög spennandi og svo langar mig til þess að læra brúðuleikhúsgerð og glerblástur.“ emilia@frettabladid.is Í mikilli sjálfsskoðun í kennslufræðinni Júlía Sigurðardóttir hefur nóg að lesa í uppeldis- og kennslufræðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SÍÐAST EN EKKI SÍST... Óvenjumikið var um for- og frumsýn- ingar á bílasýningunni í New York á dögunum. BÍLAR 2 FERÐALANGUR Á HEIMASLÓÐ Ferðalangur á Heimaslóð er sannkölluð hátíð fyrir ferða- fíkla. Þar geta þeir kynnt sér þá fjölbreyttu möguleika sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. FERÐIR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.