Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 52
 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR36 Kristján B. Jónasson: Útþurrkun samfélagsins eins og við þekkjum það í sterku ljóði. Segir meira en allar fuglaflensu- fréttir samanlagðar. Þórarinn Þórarinsson: Skemmtilega bölsýnn drungi svífur yfir vötnum og er dregin upp sterk mynd í flottum heimsósóma enda segir það sig sjálft að það er fokið í flest skjól þegar afarnir farga sér. Ragnheiður Eiríksdóttir: Þegar afarnir fyrirfara sér Þetta er eins og lokakafli í mjög sorglegu lagi, þar sem endurtekn- ingarnar rífa dramatíkina upp. Heimsendaljóð sem framkallar gæsahúð. Þegar afarnir fyrirfara sér Þegar mistökin verða ekki tekin aftur. Þegar ömmurnar gráta. Þegar afarnir fyrirfara sér. Það hjálpar okkur enginn. Þetta verður ekki aftur tekið. Við fengum okkar tækifæri. Þegar heimurinn hrynur. Þegar gráturinn er einn eftir. Þú heyrir öskur, sérð fólk á hlaupum. Hvert ætlið þið að hlaupa? Þegar plánetan verður þögul. Þegar mistökin verða ekki aftur tekin. Þegar ömmurnar gráta. Þegar afarnir fyrirfara sér. [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Það virðist vera að mótast hefð í indírokkinu fyrir því að tvær eða þrjár súpergrúbbur skjótast fram á sjónarsviðið, fastmótaðar og óvenjulega þróaðar á ári hverju. Þannig buðum við velkomnar nokkrar frábærar sveitir inn á iPod-ana okkar, á borð við Interpol, Arcade Fire og nú síðast Clap Your Hands Say Yeah. Næsta unga undur er þessi sveit hér, Tapes N´Tapes. Þessi frumraun þeirra, The Loon, er hreint afbragð. Mig grunar að við eigum örri tæknibyltingu í hljóðupptökum síðustu árin að þakka fyrir þetta. Nú geta rokksveitir gert plötur í hæsta gæðaflokki sjálfar, inni í stofu hjá sér ef þær vilja, án afskipta frá smeykum útgáfu- stjórnum plötufyrirtækja sem þora ekki að taka áhættu af ótta við að standa ekki við fjárhagsá- ætlun ársins. Þetta þýðir að það er ekki búið að vatnsblanda afurðina áður en hún ratar til eyrna okkar. Því ef plata hljómsveitarinnar er góð, eiga plötufyrirtækin eftir að keppast um hana, og samþykkja þannig hæstu kröfur hljómsveit- arinnar. Það er langt síðan hljóm- sveitir höfðu svona gott tækifæri til þess að gera nákvæmlega það sem þeim sýnist og ekkert annað. Það er ekkert nýtt við hljóm Tapes N´Tapes. Örlítið af Pixies hér, smá af Modest Mouse eða Talking Heads þar og hugsanlega örlítill keimur af The Shins. Þetta er nýbylgjurokktónlist, þar sem kassagítarinn sér um að hamra hljómum á hlustandann í stað rif- inna rafmagnsgítara. Lögin eru það fáránlega grípandi og elsku- leg að það hljóta að vera örlög þessarar sveitar að verða risastór. Þessi frumraun þeirra verður að minnsta kosti ein af plötum ársins, sama hversu fínt ár er framundan. Ég trúi ekki öðru. Frábær flutningur, frábær lög, frábær söngur og textar. Frábær partíplata, indírokk gerist ekki mikið betra en þetta. Þefið uppi eintak, strax! Ef plötubúðirnar eru ekki að standa sig, mæli ég með iTunes. Skemmtið ykkur vel. Birgir Örn Steinarsson Fyrsta undur ársins TAPES N´TAPES: THE LOON Niðurstaða: Loksins skilar árið af sér plötu sem maður heldur varla vatni yfir. Frumraun Tapes N´Tapes er afbragð, tært og fullkomið indírokk! ��������� ��������� �������� Í dag birtast næstu tvö ljóðin í Sigurskáldinu 2006, ljóðakeppni Fréttablaðsins og Eddu útgáfu, og lýkur þar með annari umferð. Í gær fengu lesendur tækifæri til að gera upp á milli ljóða Fjöl- listahópsins Pjöllu og Ástu Heiðr- únar Elísabetar Pétursdóttur en nú stendur valið á milli ljóða Ótt- ars Martins Norðfjörð og Atla Bollasonar en það er á valdi les- enda hvor þeirra kemst áfram í undanúrslit keppninnar um Sig- urskáldið. Þó svo að ummæli dómnefndar fylgi með, er það á ykkar valdi lesendur góðir að velja það ljóð sem ykkur þykir skara fram úr. Í kvöld standa eftir fjögur ljóð sem keppa í undanúrslitum á fimmtudag og föstudag. Úrslita- slagurinn fer svo fram um helg- ina og sjálft Sigurskáldið verð ur krýnt í lok Viku bókarinnar. Leitin að Sigurskáldinu heldur áfram ATLI BOLLASON Fæddur 1983. ÓTTAR MARTIN NORÐFJÖRÐ Fæddur 1980. HVERNIG VELUR ÞÚ LJÓÐ? Til að kjósa þitt ljóð sendir þú ein- faldlega SMS skeyti, eitt eða fleiri. Ef þú kýst ljóð Óttars sendir þú SMS skeytið JA L3 í númerið 1900*. Ef þú kýst ljóð Atla sendir þú SMS skeytið JA L4 í númerið 1900*. * Hvert skeyti kostar 99 krónur. Dregið verður úr innsendum SMS skeytum á hverjum degi. Vinnings- hafi dagsins fær bókina Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón. [án titils] í dag er himinninn vatn og skýin spegilmyndir snævi þakinna fjalla. mér sýndist ég sjá engil á skíðum. Kristján B. Jónas- son: Skýr mynd sem lýkur upp þeim dásemdum sem blasa við þegar maður horfir á heiminn og uppgötv- ar að hann er fyrst og fremst fallegur. Þórarinn Þórarins- son: Ósköp fallegt en dæmigert ljóð en einhverra hluta vegna skíðaði engillinn fram hjá mér án þess að ég áttaði mig á hvert hann væri að fara. Ragnheiður Eiríksdóttir: Náttúrufegurð með tilkomumiklum lýsingum í bland við eitthvað yfirnáttúru- legt. Saman myndar þetta eitthvað hreint, mjúkt og umfaðm- andi. Nýverið lauk upptökum á mynd- bandi við lagið Þorkell eftir hljóm- sveitina Mammút. Tökur fóru fram á umferðareyju við tjörnina í mið- bænum. „Það gekk ágætlega. Við náðum að taka upp áður en það byrjaði að rigna,“ segir Guðrún Ísaksdóttir, bassaleikari Mammút. Myndbandið er væntanlegt til sýningar í næsta mánuði. Fyrsta plata Mammút, sem er samnefnd sveitinni, kom út á dög- unum á vegum Smekkleysu. Sveit- in, sem var stofnuð í lok ársins 2003, varð í fyrsta sæti í Músíktil- raunum árið 2004 og hefur vakið sívaxandi athygli allar götur síðan. Hún hefur hlotið einróma lof gagn- rýnenda fyrir tónleika sína, meðal annars frá David Fricke hjá tíma- ritinu Rolling Stone, hinu breska tónlistartímariti Music Week og bresku heimasíðunni playlouder. com. Guðrún segir einfalda ástæðu fyrir því að sveitin hafi ekki gefið út plötu strax að loknum Músíktil- raunum. „Við vorum með svo lítið af efni og það var eiginlega enginn tími. Það var ágætt að bíða bara,“ segir hún og bætir því við að efnið á nýju plötunni sé mjög fjölbreytt og spanni undanfarin tvö ár. Liðs- menn sveitarinnar semja lögin í sameiningu. Útgáfutónleikar sveitarinnar voru haldnir í byrjun þessa mánað- ar og gengu frábærlega að sögn Guðrúnar. Næsta haust eru síðan fyrirhugaðir tónleikar erlendis og eru New York, London og Skandin- avía líklegir ákvörðunarstaðir. Þeim sem vilja kynnast sveit- inni nánar er bent á heimasíðuna www.myspace.com/mammut. Myndband á umferðareyju MAMMÚT Hljómsveitin Mammút hefur gefið út sína fyrstu plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.