Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 26
[ ] Þó að bílasýningin í New York sem hófst nýlega sé síðasta stóra sýn- ingin á þessu tímabili hafa rúm- lega tíu bílar verið frumsýndir þar. Það er greinilega ekkert lát á sköpunargleði bílaframleiðenda. Að þessu sinni er ekkert þema á sýningunni og því breiddin í sýn- ingarbílunum mikil. Í stað kringl- óttra hugmyndabíla með iPod tengi í vélarhúsinu voru full- kláraðir bílar, tilbúnir í fram- leiðslu, meira áberandi í New York en á öðrum sýningum á þessu tímabili. Reyndar lítur einn þeirra enn út fyrir að vera á teikniborðinu en mun að öllum líkindum koma á markað nánast óbreyttur sem árgerð 2008. Hér er átt við Acura MDX. Fyrsta útgáfa sem sýnd var af bílnum er með sex strokka mótor og þrjár sætaraðir og áhugavert verður að sjá hvort þær hugmyndir halda sér. Í blæjubíladeildinni er engin lognmolla. Audi kynnti opna A4 og S4 fyrir Bandaríkjamönnum þó að Evrópubúar þekki kauða nú þegar. Saturn sýndi nýja útgáfu af Sky blæjubílnum sínum sem er kölluð Red Line. Helsta breytingin er 260 hestafla tveggja lítra vél sem er einnig að finna í Solstice GXP. Hver veit nema tvinn-véla útgáfa af þessum laglega sportbíl sé væntanleg líka? Loks spilaði Bentley út sínu trompi, risastór- um fjögurra manna blæjubíl sem heitir Continental GTC. Þessi fal- legi hlunkur er búinn sex lítra W12 mótor með tveimur forþjöpp- um sem skilar 551 hestafli til allra fjögurra hjóla í gegnum sex gíra tiptronic sjálfskiptingu. Þeir sem búa við þann lúxus að aftursætið skiptir meira máli en vinnuumhverfi ökumanns, eiga eflaust eftir að fagna nýrri og lengri útgáfu af Chrysler 300. Lengingin, sem er upp á fimmtán sentimetra, bætist við þann metra af fótaplássi sem farþegarnir höfðu fyrir og auðveldar þeim enn frekar að láta fara vel um sig þegar þeir halla sætinu aftur og setja fótskemilinn upp. Í öðrum bás, og kannski öðrum heimi líka, sýndi Pontiac G6 GXP. Með 3,9 lítra V6 mótor og sex gíra handskiptingu er hægt að kreista 270 hestöfl út úr bílnum en á 19 tommu felgum og lækkuðu húsi lítur maður alveg eins vel út á Laugaveginum. Þó að blaðafull- trúar Pontiac leggi mikla áherslu á að G6 GXP sé hugmyndabíll má búast við honum í sölu fljótlega. Hann er einfaldlega of jarðbund- inn til að fara ekki á markað. Loks ber að nefna nýjan bíl frá Jeep sem beðið hefur verið með nokkurri tilhlökkun. Það er fjög- urra dyra hugmyndaútgáfa af Wrangler. Mikil óvissa ríkti um hvort bíllinn yrði á sýningunni og gestir tóku honum mjög vel þegar sú varð raunin. Einn skemmtileg- asti hluti bílsins er toppurinn sem er hægt að taka af í nokkrum hlut- um og býður þannig upp á marga möguleika fyrir þá sem vilja láta vindinn leika um hárið. Síðast en alls ekki síst... Bílasýningin í New York markaði lok sýningatímabilsins sem staðið hefur undanfarna mánuði. Óvenjumikið var um for- og frumsýningar í þetta skiptið. Fjögurra dyra Jeep Wrangler birtist nokkuð óvænt á sýningunni. Saturn Sky Red Line. Ný og aflmeiri vél. Pontiac G6 GXP minnir á Toyota Celica. Vígalegur en þó nógu jarðbundinn til að fara í framleiðslu. Tveggja sæta sófi og tveir hægindastólar. Bentley Continental GTC blæjubíllinn. Audi sýndi S4 og A4 með blæju, nokkuð sem Kaninn hafði ekki séð áður. Hver vill ekki 115 cm pláss fyrir fætur sína? Chrysler 300 Limo. Lengdur um 15 sentimetra til að mæta kröfum viðskiptavina. Acura MDX Acura MDX concept car var afhjúpaður á sýningunni. Þrátt fyrir framúrstefnulegt útlit er reiknað með að hann fari nánast óbreyttur í framleiðslu 2008. 5.000 kr greiðast í sekt fyrir hvern negldan hjólbarða sem lögreglan sér á götunni. Þetta gera 20.000 krónur samtals. Nema það séu þrjú hjól undir bílnum, en áfram skröltir hann þó. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.