Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 31
Einelti er nú orðið æði algengt
á netinu og gegnum farsíma.
Einelti hefur þróast með tækninni
gegnum árin og nú verða börn ekki
aðeins fyrir aðkasti á skólalóðinni
heldur einnig í gegnum internetið
og gegnum farsímana sína.
Gerð var skoðanakönnun á
Bretlandi sem birtist á fréttavef
BBC. Sýndu niðurstöður hennar að
um fimmtán prósent barna hefðu
fengið ógnandi og meiðandi skila-
boð í tölvupósti eða með smáskila-
boðum í síma. Stúlkur áttu auð-
veldara með að viðurkenna að hafa
lent í slíku einelti og því álykta
rannsakendur að hlutfall stráka
sem orðið hafa fyrir einelti gegn-
um síma eða tölvu geti verið mun
hærra en fimmtán prósent.
Mikilvægt er að foreldrar og
yfirvöld séu meðvituð um þetta
form eineltis. Þar sem eineltið er
óbeint getur það dreifst hratt um
skólann, jafnvel út fyrir hann,
enda er mörgu af því sem sett er
inn á netið tekið sem sannleika.
Breska skoðanakönnunin stóð
yfir í fjögur ár og náði til ellefu
þúsund barna. Niðurstöðurnar
sýndu ótvírætt að þessi tegund
eineltis færðist sífellt í aukana. ■
Einelti á
tækniöld
Einelti hefur tekið á sig nýja og alvarlegri
mynd. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Á fyrsta fjórðungi ársins hafa
þrettán greinst með lekanda.
Þetta bendir til að tilfellum sé
að fjölga.
Þrettán sjúklingar greindust með
lekanda á fyrstu þremur mánuð-
um ársins. Alls greindust nítján
manns með lekanda allt árið 2005.
Þetta kemur fram í farsóttarfrétt-
um Landlæknisembættisins og
bendir til áframhaldandi fjölgunar
tilfella sjúkdómsins á Íslandi.
Milli áranna 2004 og 2005 fjölg-
aði greindum tilfellum lekanda
einnig mikið; tvöfaldaðist á milli
ára. Karlmenn hafa verið meiri-
hluti sjúklinga síðustu tvö ár, flest-
ir á aldrinum 20 til 29 ára. Nánast
allir sem greinast búa á höfuð-
borgarsvæðinu og flestir eru
greindir á húð- og kynsjúkdóma-
deild Landspítala - háskólasjúkra-
húss sem annast meðferð og rekur
smitleiðir.
Helstu einkenni lekanda eru
sviði við þvaglát og útferð frá
þvagrás og/eða leggöngum.
Algengara er að konur beri ein-
kennalausa sýkingu en mestur
hluti karla fær einkenni. Lekandi
smitast við samfarir, munnmök og
samfarir um endaþarm og geta
einkennin því verið hálssærindi
eða útferð og eymsli í endaþarmi.
Sýkingin getur leitt til ófrjó-
semi ef meðferðar er ekki leitað.
Bakterían getur einnig borist út í
blóðið og í önnur líffæri.
Í Farsóttarfréttum er einnig
rætt um mikilvægi þess að fólk
verndi sig gegn smiti og fari reglu-
lega í eftirlit. ■
Tilfellum lekanda fjölgar
Mikilvægt er að verja sig gegn smiti á
kynsjúkdómum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Krabbameinsfélag Reykjavík-
ur hjálpar fólki að hætta að
reykja.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
hefur um árabil haldið námskeið
fyrir einstaklinga eða hópa sem
vilja hætta að reykja. Næsta reyk-
bindindisnámskeið hefst miðviku-
daginn 26. apríl 2006. Þar fá þátt-
takendur fræðslu og ráðgjöf til að
hætta að reykja ásamt stuðningi til
að takast á við reyklausa framtíð.
Leiðeinandi er Halla Grétarsdóttir
hjúkrunarfræðingur hjá félaginu.
Hægt er að skrá sig á hallag@krabb.
is eða í síma 540 1900. ■
Reykbindind-
isnámskeið
Það getur verið gott að fá aðstoð við að
drepa í síðustu sígarettunni.
Næstu námskeið hjá Maður lifandi
25. apríl Er heilsan í fyrirrúmi?
Örn Jónsson.
26. apríl Heilbrigði og hamingja.
Benedikta Jónsdóttir.
27. apríl Rope yoga 27. - 30. apríl.
02. maí Sætuefnið Aspartam - Er Diet kók
betra en venjulegt kók?
Haraldur Magnússon.
09. maí Kennsla í notkun jurta og fæði við gigt.
Kolbrún Björnsdóttir.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
N† VÖRU- OG fiJÓNUSTUSKRÁ Á VISIR.IS/ALLT
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
ALLT FYRIR HEILSUNA
ALLT er n‡ vöru- og fljónustuskrá á visir.is. Ef flú ert a› breyta um lífsstíl er gott a› hafa
ALLT vi› höndina flví flar finnur flú ALLT sem flú flarft til a› ö›last hraustan líkama og
heilbrigt útlit. ALLT er líka a› finna í fljónustunúmerinu 1850 og í vor ver›ur ALLT
bókinni dreift til allra landsmanna. fiú finnur ALLT á visir.is!
... sem flig vantar til
a› hefja n‡tt líf
MIÐVIKUDAGUR 19. apríl 2006 31