Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 48
 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR32 menning@frettabladid.is Kl. 20.00 Halla Steinunn Stefánsdóttir barokkfiðluleikari og Karl Nyhlin lútuleikari leika barokktónlist í Norræna húsinu. Á efnisskránni verða meðal annars hermiverk eftir Biber, Schmelzer, Pandolfi og Farina. ! > Ekki missa af... Leikritinu Forðist okkur í Borgarleikhúsinu, síðustu sýningar á merku verki Hugleiks Dagssonar og leikhópsins Common Nonsense. Galakvöldi Óperukórs Hafn- arfjarðar í Gullhömrum í Grafarholti í kvöld. Glitrandi stemning og góðir gestir. Tónleikum Skagfirsku Söngsveitarinnar í Reykjavík í Langholtskirkju á morgun kl. 17.00. Einsöng syngja Jóhann Friðgeir Valdimars- son og Baldvin Júlíusson. Leikritið Íslenski fjölskyldusirkus- inn sem Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir hefur hlotið frábærar viðtökur áhorfenda og nú hefur félagið ákveðið að bæta við sýningum. Aðeins þrjár auka- sýningar verða haldnar, allar í þessari viku en sú fyrsta verður annað kvöld. Sýningin hefur vakið mikla athygli fyrir sérstaka nálgun á leikhúsformið, og efni hennar þykir stinga á mörgum kýlum sem leynast undir fallegu yfirborði íslensks fjölskyldulífs. Verkið er allt samið í spuna á æfingatíman- um, undir handleiðslu leikstjórans Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur og skapar hver leikari sínar persónur sjálfur. Sýnt er í Verinu í Loftkastalan- um við Seljaveg og er hægt að panta miða í síma 848 5448 eða með tölvupósti midasala@gmail. com. - khh FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Ýmislegt gengur á hjá íslenskum fjölskyldum. FRÉTTABLAÐIÐ/ E.ÓL Sirkusinn áfram Vika bókarinnar hefst í dag og munu bókaormar vísast fagna því með margvíslegum hætti. Í tilefni þessa mun Félag bókaútgefenda senda 1000 króna bókaávísun inn á hvert íslenskt heimili sem lands- menn geta nýtt upp í bókakaup sín. Benedikt Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Félags bókaútgefenda, segir að engin formleg dagskrá verði á þeirra vegum þetta árið en ávísunin sé gjöf þeirra og Glitnis til lesenda. Síðustu ár hefur félagið staðið að útgáfu gjafa- bókar sem fylgt hefur með kaupum á íslenskum bókum en þetta árið geta lesendur valið sjálfir hvernig þeir nýta sér þessa kjarabót en ávísunin er gild til 3. maí. „Með þessu móti erum hvorki við né bóksalar að ákveða fyrir lesendur hvað þeir eiga að kaupa eða lesa. Við vonum eins og ætíð að þetta verði nýtt, til dæmis til hagsbóta fyrir börnin,“ segir Benedikt og áréttar að margoft hafi komið fram að lengi búi að fyrstu gerð þegar kemur að börnum og lestri. „Ef við berum gæfu til þess að byrja snemma að lesa fyrir börn, helst strax í móðurkviði, þá gengur þeim börnum yfirleitt betur í lífinu sem alast up við lestur. Lesturinn eykur til dæmis málþroska, tjáningu og skilning,“ segir Benedikt Næstkomandi sunnudag er dagur bókarinnar samkvæmt UNESCO en hérlendis er heilli bókaviku fagnað því dagurinn skarast oft á við aðra frídaga og segir Benedikt að bókavikan sé kjörin afsökun til að minna enn frekar á gildi lesturs og kærkomið tækifæri til þess að fjalla um bækur frá öllum sjónarhornum. -khh Ávísun á meiri lestur BENEDIKT KRISTJÁNSSON Átaksverkefni í Viku bókar- innar ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is Auður Jónsdóttir, rithöfundur, hefur fært sig frá Máli og menn- ingu yfir til JPV útgáfu sem mun framvegis gefa bækur hennar út. „Það er ekkert dramatískt við þessi umskipti, þetta var algjör- lega að mínu frumkvæði,“ segir Auður sem er búsett í Kaup- mannahöfn. „Ég hef verið hjá Eddunni síðan 1998 eða frá því ég var unglingur og nú er ég einfald- lega að leggja í nýtt ferðalag,“ segir Auður og líkir umskiptun- um við það að fá sér nýja skó eða fara í klippingu. Slíkt sé öllum hollt. „Það er búið að vera yndislegt að vera hjá Eddunni og ég á eftir að sakna fólksins þar. Það má eig- inlega segja að Mál og menning hafi verið minn menntaskóli og nú er ég að útskrifast,“ segir Auður sem segist þó hlakka mikið til þess að vinna með Jóhanni Páli og það sé aldrei að vita nema hún verði eilífðarstúdent hjá honum. Auður hefur búið í Kaup- mannahöfn undanfarin ár ásamt eiginmanni sínum, Þórarni Leifs- syni myndlistarmanni, og unir hag sínum vel þar. Hún vinnur nú að nýrri skáldsögu þar sem aðal- sögusviðið er stórborg. „Ég veit ekki hvenær hún verður tilbúin, líklega ekki fyrir næstu jól, ég tek mér þann tíma sem þarf,“ segir Auður sem hyggur á ferða- lag til Barcelona í sumar ásamt eiginmanni og stjúpdóttur í leit að innblæstri í mannþrönginni. Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV, er hæstánægð- ur með að hafa fengið Auði í sínar raðir og segir það mikið fagnað- arefni að fá jafn góðan höfund og Auði í þann öfluga hóp rithöfunda sem útgáfan hefur á sínum snær- um. JPV mun einnig sinna erlend- um réttindamálum Auðar en JPV hefur náð góðum árangri erlendis undanfarið og er skemmst að minnast sölu á Öxinni og jörðinni, eftir Ólaf Gunnarsson og Valkyrj- um Þráins Bertelssonar til stórra evrópskra forlaga auk þess sem Tími Nornar- innar eftir Árna Þórarins- son var á dög- unum seld til Hollands fyrir hærri upphæð- ir en áður hafa sést í kaupum á íslenskum reyfurum. Auður er fædd árið 1973 og hefur þegar sent frá sér þrjár skáldsög- ur, Fyrsta skáldsaga hennar, Stjórnlaus lukka, var á sínum tíma tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna og síðasta skáldsaga hennar, Fólkið í kjallaranum, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2004 og var ennfremur til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2005. Auður hefur einnig sent frá sér þrjár barnabækur en ein þeirra, Skrýtnastur er maður sjálfur, er bók fyrir börn um Hall- dór Laxness, afa Auðar. Hún var kosin besta barnabókin í kosn- ingu íslenskra bóksala 2002 og hlaut viðurkenningu Upplýsing- ar, félags bókasafns- og upplýs- ingafræðinga, sem besta fræði- bókin handa börnum 2002 og var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. -snæ/þþ Engin dramatík í vistaskiptum Auðar AUÐUR JÓNSDÓTTIR Hefur sagt skilið við Eddu útgáfu og fært sig yfir til JPV-útgáfunnar sem mun héðan í frá gefa út bækur hennar. JÓHANN PÁLL VALDI- MARSSON Tekur Auði Jónsdóttur fagnandi en rithöfundurinn hefur ákveðið að færa sig frá Máli og menn- ingu yfir til JPV. Kvikmyndin A Little Trip to Hea- ven eftir Baltasar Kormák vann til verðlauna á hinni árlegu spennu- myndahátíð í Cognac í Frakklandi. The Cognac International Thriller Film Festival er ein af helstu kvikmyndahátíðum sem haldnar eru í Frakklandi ár hvert. Lauk henni sunnudagskvöldið 10. apríl með verðlaunaafhendingu þar sem A Little Trip to Heaven hlaut alþjóðlegu gagnrýnenda- verðlaun hátíðarinnar (FIPRES- CI). Þess má geta að myndin vann einnig til alþjóðlegra gagnrýn- endaverðlauna á kvikmyndahátíð- inni í Gautaborg í febrúar. Baltasar vann frönsk verðlaun A LITTLE TRIP TO HEAVEN Kvikmynd Baltasars Kormáks vann verðlaun á franskri kvikmyndahátíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.