Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 55
Færeyska hljómsveitin Déjà Vu, sem spilar á færeyskum degi á Nasa á laugardaginn, byrjar tón- leikaferð sína um Ísland í kvöld. Fyrstu tónleikarnir af sex verða á Græna hattinum á Akur- eyri en þeir síðustu á Ránni í Keflavík 25. apríl. Fyrsta plata Déjà Vu, A Place To Stand On, frá síðasta ári var valin plata ársins hjá dagblaðinu Dimalætting. Er tónlistin drifin áfram af grípandi kassagítarlín- um og ljúfum hljómborðstónum. TÓNLEIKAFERÐ DÉJÀ VU 19.4. Græni hatturinn Akureyri 20.4. Græni hatturinn Akureyri 21.4. Grandrokk Reykjavík 22.4. NASA Reykjavík 23.4. Grandrokk Reykjavík 25.4. Ráin Keflavík Déjà Vu í tónleikaferð [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Ég er ekki svo viss um að margir sem sátu í Háskólabíói á föstu- dagskvöldið og fylgdust með því sem Ray Davies hafði fram að færa hafi hlustað mikið á nýjustu plötu hans, Other People´s Lives. Miðað við undirtektirnar þegar Davies spilaði gömlu slagarana þá voru það þeir sem fólkið kom til að heyra. Nýju lögin voru að mínu mati mörgum klössum á eftir þeim gömlu í gæðum en þó er vel skilj- anlegt að hann hafi lagt áherslu á þau þar sem hann þarf jú að selja plötuna. Þau voru þó ekki alslæm enda Ray einn besti texta- og laga- höfundur allra tíma en lögin skorti hráleikann og húmorinn sem ein- kennir gömlu Kinks-lögin enda þau nýju leikin af þaulvönum og lærðum hljóðfæraleikurum sem voru afar færir en ljáðu lögunum litla sál. Þetta sást best þegar Dav- ies og félagar léku Kinks lagið Set Me Free og gítarleikarinn flinki gjörsamlega drap það í fæðingu með því að spila laglínuna á gítar- inn sinn svo úr því varð hroðaleg- ur lyftutónlistar-fílingur. Hin Kinks-lögin sem Davies tók voru þó afbragðs vel framkvæmd og komu manni heldur betur í fíl- ing. Meðal þeirra voru til dæmis All Day And All Of The Night, Lola, I‘m On An Island, Tired Of Waiting For You, You Really Got Me, Village Green, Dead End Street og fleiri. Ég lokaði stundum augunum og ímyndaði mér að ég væri komin aftur í tímann, Davies væri með bróður sinn með sér, þeir væru með sítt hár og í útvíðum gallabuxum og hrikalega sætir á skringilegan breskan hátt. Þegar hann svo spilaði Sunny Afternoon hringdi ég í pabba og leyfði honum að hlusta á uppáhalds Kinks-lagið sitt í beinni. Kinks-aðdáendur fengu því talsvert fyrir sinn snúð þó svo að persónulega hafi ég sakn- að svolítið laga eins og Autumn Almanac, Death Of A Clown sem og ljúfari laga eins og Days og No Return. Einnig fannst mér vanta betri bakraddarsöngvara þar sem ein sænsk „kántrí“ söngkona kemur varla í staðinn fyrir Dave Davies og hina Kinksarana. Þó svo að ég hafi nánast þurft að þrauka í gegnum nýju lögin á meðan ég beið eftir þeim gömlu voru tónleikarnir á heildina litið þrælskemmtilegir. Ray var í því- líku stuði að þegar ég fílaði ekki lögin sem hann spilaði var nóg að horfa og dást að dásamlega skemmtilegum danshæfileikum og gífurlegri útgeislun hans. Sjálfur virtist hann skemmta sér svo stór- kostlega vel að ekki var hægt annað en að hrífast með. Húrra fyrir karlinum, hann er ennþá algjör töffari. Borghildur Gunnarsdóttir Ennþá algjör töffari Kaþólsku samtökin Opus Dei krefj- ast þess að tekið verði fram í upp- hafi kvikmyndarinnar DaVinci- lyklinum að um skáldskap sé að ræða. Myndin byggir á samnefndri skáldsögu eftir Dan Brown og hefur farið sigurför um heiminn. Opus Dei-samtökin voru stofn- uð árið 1928 til að stuðla að veg- semd andans í daglegu lífi, en í DaVinci-lyklinum er þeim lýst sem skuggalegri leynireglu sem svífst einskis til að halda sannleikanum um Jesú Krist leyndum. Þetta er hrein firra að sögn tals- manna Opus Dei og hefur valdið samtökunum talsverðri armæðu og allt frá útgáfu bókarinnar hafi þau ítekað þurft að gefa út tilkynn- ingar til að hrekja efni bókarinnar. Biðja þeir því Sony Pictures, sem framleiðir DaVinci-lykilinn, að árétta í upphafi að myndin sé skáldskapur og öll líkindi við raun- veruleikann sé tilviljun ein. Myndin um DaVinci-lykilinn verður frumsýnd hérlendis sem og ytra 19. maí. ■ Opus Dei segja svei SÍLAS MUNKUR Í DaVinci-lyklinum gerir Opus Dei meinlætamunkinn Sílas út af örkinni til að vinna myrkraverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.