Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 42
 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason. RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ellefu starfsdagar eftir Fundur verður á hæstvirtu Alþingi í dag, sá fyrsti síðan á þriðjudag í síðustu viku. Eins og svo margir aðrir í samfélaginu taka þingmenn sér frí frá störfum á morgun og fagna sumarkomunni. Þráðurinn verður svo tekinn upp á ný á föstudag en þá verða fundir í nefndum þingsins. Hið sama er uppi á teningnum á laugardag - sem er óvenjulegt - því þingið starfar alla jafna ekki um helgar. Nefndar- störfin halda áfram á mánudag og hefðbundnir þingfundir eru á dagskrá út vikuna. Vinnuvikan þar á eftir hefst með verkalýðsdeginum á mánudag, fundur verður á þriðjudag, eldhúsdagur á miðvikudag og þingfrest- un fimmtudaginn 4. maí. Samantekið eiga þingmenn því eftir ellefu starfsdaga þetta starfsárið. Unnið á laugardegi Síðast þegar þingið starfaði á laugardegi urðu viðskipti Guðjóns Arnars Kristjáns- sonar Frjálslynda flokknum og Sigurðar Kára Kristjánssonar Sjálfstæðisflokknum fréttnæm. Vatnalögin voru til meðferðar og körpuðu þeir um hvort eðlilegt væri að þingheimur kæmi saman á laugar- degi til að ræða málið. Lyktaði málum þannig að Guðjón rak hramminn í öxl Sigurðar. Ólíklegt er að nokkuð slíkt gerist á laugardag enda nefndafundir á dagskrá og sitja tvímenningarnir ekki í sömu nefndunum. Economist heitir þekkingu Hið virta efnahags- og viðskiptatíma- rit The Economist efnir til ráðstefnu um íslenska efnahagskerfið í Reykjavík þann 15. maí. Nokkrir stórlaxar úr íslensku viðskiptalífi taka þátt, þau Halldór Kristjánsson Landsbankanum, Hannes Smárason FL Group, Jón Ásgeir Jóhannesson Baugi og Svafa Grönfeldt Actavis. Einnig verða á ráðstefnunni háttsettir stjórnendur hjá alþjóðlegu fyrirtækjunum Alcoa, Boeing og DHL, auk sérfræðinga Economist. Þá verður efnt til rökræðna um efnahagsástandið við stjórnmálamennina Árna Mathie- sen, Halldór Ásgrímsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Athygli vekur að Economist heitir þátttakendum því að sérfræðingar blaðsins muni veita hag- nýta viðskiptaþekkingu um gengi íslensku krónunnar og má heita tími til kominn að slíkri þekkingu verði miðlað til Íslendinga. bjorn@frettabladid.is Ísland er eina landið í Evrópu, sem engar reglur hefur sett um starf- semi stjórnmálaflokka, fjárreiður þeirra, tilhögun kosningabaráttu og fjármögnun útgjalda við hana. Á blaðamannafundi, sem Þjóðar- hreyfingin − með lýðræði gekkst fyrir rétt fyrir páskana kom meðal annars fram að öll lönd Evrópu nema tvö höfðu hagað því svo, ýmist með setningu laga eða með samkomulagi stjórnmálaflokka, að auglýsa ekki í sjónvarpi tiltek- inn dagafjölda fyrir kosningar, gjarnan þrjár vikur til mánuð. Í ýmsum löndum er því þannig fyrir komið að ljósvakamiðlum er bann- að að selja stjórnmálaflokkum auglýsingapláss. Mörg þeirra skikka hins vegar alla þá ljósvaka- miðla, sem háðir eru starfsleyfum stjórnvalda, til að flytja stuttar dagskrár stjórnmálaflokkanna, sem þeir framleiða þá sjálfir. Í Grikklandi og Finnlandi, þar sem engar reglur giltu, höfðu flokk- arnir þó með þegjandi samkomu- lagi ákveðið að hagnýta sér ekki þann möguleika að kaupa aðgang að sjónvarpi. Að baki þessum reglum býr sú ósk allra sannra lýðræðissinna að jafna hinn lýðræðislega leik eftir því sem kostur er, koma í veg fyrir að einstakir flokkar geti skekkt leikinn sér í hag með því að hag- nýta sér fjárhagslega yfirburði til að kaffæra boðskap annarra en koma sínum boðskap í staðinn á framfæri í þeim miðlum, sem allir eru sammála um að séu sterkustu áróðursmiðlarnir. Í útvarpsviðtölum á Bylgjunni skömmu eftir blaðamannafund Þjóðarhreyfingarinnar, tóku for- vígismenn nær allra framboðanna í Reykjavík vel í þá áskorun hreyf- ingarinnar, að þeir auglýsi ekki fyrir þessar kosningar í ljósvaka- miðlum – að því tilskildu að um það næðist allsherjar samkomu- lag allra flokkanna sem að fram- boði standa. Einn flokkur skar sig þó úr. Það var Framsóknarflokk- urinn. Fulltrúi hans taldi þessi til- mæli hlægileg og gamaldags. Nútímalegur flokkur eins og Framsóknarflokkurinn hlyti, eins og allir sem bjóða fram sína „vöru“, að beita áhrifaríkustu aðferðum sem í boði væru til þess að ná til væntanlegra kaupenda. Á þessu sjónarmiði var svo hnykkt í grein á hrifla.is. Reynt var að gera framtak okkar í Þjóðarhreyfing- unni tortryggilegt með gamaldags íslenskum hundakúnstum í stað pólitískrar rökræðu: Þjóðarhreyf- ingin væri bara skæruliðadeild Samfylkingarinnar, sem öfundaði Framsókn af skilvirkni auglýs- ingaherferða sinna! Hvers vegna skyldu nær öll lýðræðisríki Evrópu vera svo „gamaldags“ að meina stjórnmála- flokkum að kaupa auglýsingar í sjónvarpi? Og meina ljósvaka- miðlum að þiggja fé af stjórnmála- flokkum fyrir auglýsingar? Hvers vegna skyldu Bretar setja hámörk á þær fjárhæðir sem flokkunum er leyfilegt að verja til kosninga- baráttu? Hvers vegna skyldu stjórn málaflokkarnir vera bók- haldsskyldir og skyldir til að opin- bera upplýsingar um öll framlög til kosningabaráttu sinnar yfir ákveðnu marki? Hvers vegna skyldi alls staðar nema hér vera gerð sú grundvallarkrafa til allrar stjórnmálastarfsemi, að tengsl peninga og stjórnmála skuli vera gagnsæ og uppi á borðinu? Núorðið fá stjórnmálaflokkar, sem náð hafa svo langt að koma fulltrúum sínum á þing, veruleg fjárframlög af skattpeningum almennings. Því á almenningur heimtingu á því að fjárreiður flokkanna séu opinberar svo sem hverjar aðrar fjárreiður ríkisins. Stjórnmálaflokkar eru nú víðast hvar orðinn kjarninn í starfsemi þjóðþinga. Stórskuldugur stjórn- málaflokkur er stórháskalegur lýðræðinu, því hann verður háður þeim, sem hann skuldar. Sama gildir um hvern þann flokk sem gerist háður einstökum auðkýf- ingum eða stórfyrirtækjum um rekstrarfé til starfsemi sinnar eða kosningabaráttu. Það eru líka rökin fyrir því að veita þeim fram- lög af almannafé. Valdaflokkar eru í þeirri aðstöðu að þeir geta oft úthlutað eftirsóttum gögnum og gæðum. Sú úthlutun á að vera hafin yfir grun um að annað en verðleikar liggi að baki ákvörðun um úthlutun gæðanna. Það er ekki aðeins krafa skattborgaranna, heldur er það líka stjórnmála- flokkunum sjálfum fyrir bestu. Þetta held ég að ungir fram- sóknarmenn ættu að athuga, áður en þeir slá því föstu að þeir séu svo „nútímalegir“, að þeir eigi að vera lausir undan öllum reglum sem reynslan hefur kennt siðuð- um samfélögum í kringum okkur að eru ekki aðeins nauðsynlegar, heldur einnig óhjákvæmilegar, eigi stjórnmálamenn og stjórn- málaflokkar að halda lágmarkstil- trú og trausti kjósendanna í land- inu. Eru stjórnmál markaðsvara? Í DAG AUGLÝSINGAHER- FERÐIR STJÓRN- MÁLAFLOKKA ÓLAFUR HANNI- BALSSON Stórskuldugur stjórnmálaflokk- ur er stórháskalegur lýðræðinu því að hann verður háður þeim sem hann skuldar. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Skipun nýs dómara í Hæstarétt hefur trúlega komið fæstum á óvart sem á annað borð þekkja til. En með þeirri ákvörð-un veitingavaldsins var umsögn Hæstaréttar sniðgengin þriðja skiptið í röð. Í Hæstarétti eiga aðeins að sitja allra fremstu menn í lögum. Þeir sem þangað veljast þurfa á hverjum tíma, eftir því sem kostur er, að endurspegla reynslu á sviði dómstarfa, fræði- mennsku og lögmennsku. Þó að þannig standi á að við þrjár skipanir í röð hafi verið gengið framhjá áliti Hæstaréttar eða meirihluta hans verða þær sannarlega ekki allar lagðar að jöfnu. En framhjá hinu verður ekki horft að einvörðungu þarf tvær skipanir af þessu tagi í við- bót til þess að þeir skipi meirihluta í réttinum sem teknir hafa verið framfyrir þá sem Hæstiréttur sjálfur hefur talið fremsta. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að til íhugunar komi hvort taka eigi til endurskoðunar þann feril sem liggur til grundvallar þess- um mikilvægu ákvörðunum. Það kann að vera nauðsynlegt í þeim tilgangi að endurvekja traust. Á hinn bóginn er ljóst að það er ekki einfalt mál. Til þess að gæta allrar sanngirni má ef til vill líta svo á að síð- asta skipunin hafi verið einhvers konar endurgjald fyrir þær tvær síðustu. Í því sambandi er vert að hafa í huga að þeir tveir dómarar sem síðast voru skipaðir mæltu með að sá kostur væri opinn fyrir ráðherra meðan meirihlutinn taldi annan umsækj- anda afgerandi hæfastan. Afstaða meirihluta réttarins verður ekki hrakin með rökum. Hæfasti umsækjandinn fékk ekki embættið. Um það verður varla deilt. En ákvörðun veitingavaldsins mun þó ekki sæta gagnrýni með sama hætti og við fyrri skiptin tvö. Þó að jafnréttissjónarmið eigi ekki við að lögum í þessu tilviki þar sem einn umsækjandi var augljóslega hæfastur munu ein- hverjir af gagnrýnendum fyrri skipana ugglaust vísa til slíkra sjónarmiða. Hitt mun þó sennilega skipta meira máli í reynd að pólitískir andstæðingar veitingavaldsins líta á nýja hæstaréttar- dómarann jákvæðari pólitískum augum en hina fyrri. Þannig verður sjónarmiðið um pólitískt endurgjald mikilvæg- ara þeim hagsmunum að skipa hæfasta umsækjandann. Vissu- lega er það svo að dómurinn má ekki missa traust fyrir þær sakir að þar sitji menn of einhæfra lífsskoðana. Í því ljósi má segja að niðurstaðan nú sé skiljanleg. En þann lærdóm má helstan draga af röð þriggja síðustu skip- ana dómara í Hæstarétt hversu fráleitt það væri að færa skipun dómara inn í sali Alþingis. Tillögur í þá veru hafa oftsinnis verið fluttar. En næsta augljóst er að slík breyting myndi einvörðungu leiða til þess að endurgjaldssjónarmiðið yrði allsráðandi við ákvarðanir um þessi efni. Þvert á móti er mikilvægt að koma skipunum hæstaréttar- dómara út úr ferli víxlverkana pólitískra endurgjaldssjónar- miða. Hvernig sem á þessi mál er litið þarf að koma því svo fyrir á nýjan leik að hæfnissjónarmiðin sitji í fyrirrúmi. Ýmsar leiðir geta komið þar til álita. Ekki er til að mynda ein- sýnt að Hæstiréttur eigi einn að hafa hæfnismatið með höndum. Til álita kæmi að fela það hlutverk hæfustu mönnum á helstu starfssviðum lögfræðinga. En umfram allt er mikilvægt að end- anleg ábyrgð á ákvörðunum verði bæði skýr og persónuleg þó að hún yrði hugsanlega meira bundin en nú er. Í raun ætti því ekki að vera þörf grundvallarbreytinga í þessu efni. SKOÐUN ÞORSTEINN PÁLSSON Skipan dómara í Hæstarétt. Pólitísk endur- gjaldssjónarmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.