Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 57
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
APRÍL
16 17 18 19 20 21 22
Miðvikudagur
■ ■ SJÓNVARP
18.00 Meistaradeildin með
Guðna Bergs á Sýn.
18.30 Meistaradeildin á Sýn.
Leikur Villarreal og Arsenal í beinni
útsendingu.
20.35 Meistaradeildin með
Guðna Bergs á Sýn.
20.55 Sænsku nördarnir á Sýn.
22.20 Íþróttakvöld á Rúv.
22.35 Formúlukvöld á Sýn.
FÓTBOLTI Tékkneski markmaður-
inn Petr Cech, óttaðist að vera fót-
brotinn eftir að hafa lent í sam-
stuði við samherja sinn William
Gallas um helgina. Tíu spor þurfti
að sauma í Cech sem yfirgaf völl-
inn en meiðsli hans eru ekki jafn
alvarleg og talin voru í fyrstu.
„Þetta var gríðarlega sárt, ég
hélt að ég væri fótbrotinn en sem
betur fer gat ég staðið upp,“ sagði
þessi frábæri markmaður sem
verður til í slaginn fyrir leikinn
mikilvæga gegn Liverpool í und-
anúrslitum FA-bikarkeppninnar á
laugardaginn. Sæti hans í byrjun-
arliðinu er þó alls ekki tryggt þar
sem Carlo Cudicini hefur spilað
flesta leiki í keppninni til þessa.
„Það er undir stjóranum komið,
Carlo hefur staðið sig frábærlega
og með hann í markinu höfum við
komist í undanúrslitin. Núna þurf-
um við bara að komast aðeins
lengra, við höfum styrkinn til að
fara alla leið,“ sagði Cech. - hþh
Petr Cech:
Óttaðist að
vera fótbrotinn
HUGGULEGT Það var ekki huggulegt hnéð
á Cech eftir áreksturinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Arsenal varð öruggur
meistari í úrvalsdeild kvenna í
Englandi og tapaði ekki leik allt
tímabilið. Liðið vann Doncaster
örugglega, 5-3, í síðasta leik tíma-
bilsins á sunnudaginn og náði
þannig einum glæsilegasta árangri
í sögu enskrar kvennaknatt-
spyrnu. Þetta er fimmti meistara-
titill Arsenal á síðustu sex árum
en auk þess á liðið eftir að spila
gegn Leeds í úrslitum bikarsins
þann 1. maí nk.
Arsenal hefur haft mikla yfir-
burði í kvennaboltanum í Englandi
mörg síðustu ár og fari svo að liðið
vinni bikarinn þá verður það 24
stóri titill liðsins á síðustu 15
árum. „Það er alltaf jafn gaman að
vinna titla. Vonandi verður árang-
urinn sá sami næstu 15 ár,“ sagði
Vic Akers, stjóri liðsins, eftir að
titilinn var í höfn. - vig
Kvennaboltinn í Englandi:
Arsenal tapaði
ekki leik
LANGBESTAR Leikmenn í kvennaliði
Arsenal sjást hér fagna meistaratitlinum í
Englandi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
HAFNABOLTI Hafnaboltaleikmaður-
inn Barry Bonds hjá San Frans-
iskó Giants hefur ekki átt sjö dag-
ana sæla í deildarkeppninni í
Bandaríkjunum eftir að bók sem
greindi frá áralangri steranotkun
hans kom út fyrir skemmstu þar í
landi. Bonds hefur mátt þola enda-
laust baul frá aðdáendum and-
stæðinga Arizona hverju sinni og
nú er svo komið að sumir áhorf-
enda varpa í hann alls kyns laus-
legum hlutum. Bonds hefur
nokkrum sinnum fengið senda
sprautu í átt að sér en það var ekki
fyrr en á mánudaginn, þegar veg-
leg tannkremstúpa lenti nokkrum
sentímetrum frá Bonds, að ákveð-
ið var að grípa í taumana.
Sá sem stóð að tannkremskast-
inu, 23 ára stuðningsmaður Ariz-
ona, hefur verið kærður fyrir
uppátækið og má jafnvel eiga von
á fangelsisvist verði hann fundinn
sekur. „Þetta er klárlega eitthvað
sem við viljum ekki sjá í hafna-
boltanum,“ sagði Randy Winn,
samherji Bonds og sá sem stóð
næst honum þegar tannkremið
kom fljúgandi. „Þetta hefur geng-
ið alltof langt. Bonds er að ganga í
gegnum erfiða tíma um þessar
mundir en fólk má ekki gleyma að
hann er mannlegur eins og við öll.
Öllu má nú ofgera,“ segir Winn.
Bonds er líklega einn hataðasti
maður Bandaríkjanna eftir að upp
komst um viðskipti hans við Balco-
fyrirtækið alræmda, sem fram-
leiddi stera sem sáust ekki í lyfja-
prófunum. Með steranotkuninni
breyttist Bonds úr meðalgóðum
leikmanni í einn þann besta sem
uppi hefur verið. Telja flestir
hafnaboltaáhugamenn í Banda-
ríkjunum að hann eigi ekki skilið
að stunda íþróttina áfram eftir
steranotkunina. - vig
Barry Bonds er ekki í miklu uppáhaldi meðal áhorfenda:
Tannkremi hent í Barry Bonds
ÁTTU STERA? Barry Bonds þarf að horfa upp á skilti eins og þetta í hvert sinn sem hann lítur upp í stúku. Hann er einfaldlega hataður af
öllum nema áhangendum San Fransiskó og þarf að þola hátt baul í hvert einasta skipti sem hann stígur inn á völlinn í útileikjum.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES.
FÓTBOLTI Alan Shearer, fyrirliði
Newcastle, mun ekki gerast þjálf-
ari hjá liði sínu á næsta tímabili
eins og margir höfðu spáð. Shear-
er kveðst vilja eiga nokkur ár fyrir
sjálfan sig eftir leikmannaferilinn.
„Einhvern tímann mun ég snúa
mér að þjálfun. Bara ekki strax.“
Shearer segist annars ekki
kenna Argentínumanninum Julio
Arca um meiðslin sem hann hlaut í
viðureign Newcastle og Sunder-
land í Englandi um helgina. Lík-
legt er talið að Shearer sé með
trosnuð liðbönd sem myndi þýða
að hann hefði leikið sinn síðasta
leik. „Hann datt bara ofan á mig.
Þetta var óhapp og ég ber engan
kala til hans. Svona gerist á hverj-
um degi í boltanum,“ sagði
Sheraer. - vig
Alan Shearer:
Hættir hjá
Newcastle í vor
FYRIRGEFÐU Arca var miður sín eftir að
hafa meitt Shearer. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES