Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 24
19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR24
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.535 -2.09% Fjöldi viðskipta: 494
Velta: 3.202 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 58,80 -0,17% ... Alfesca 4,03 -0,74%...
Atorka 5,60 -1,75% ... Bakkavör 49,40 -1,20% ... Dagsbrún 6,31 -3,22% ... FL Group
19,80 -4,81% ... Flaga 3,29 -1,20% ... Glitnir 16,60 -2,35% ... KB banki 755,00
-1,95% ... Kögun 74,70 +0,00% ... Landsbankinn 22,50 -4,26% ... Marel 73,20
+0,00% ... Mosaic Fashions 18,00 -1,10% ... Straumur-Burðarás 16,40 -2,38% ...
Össur 111,50 +0,00%
MESTA HÆKKUN
Nýherji +2,16%
Grandi +1,25%
Hampiðjan +1,19%
MESTA LÆKKUN
FL Group -4,81%
Landsbankinn -4,26%
Dagsbrún -3,22%
MARKAÐSPUNKTAR...
Stjórn Dagsbrúnar hefur ákveðið að nýta
heimild til hækkunar hlutafjár vegna
kaupréttarskuldbindinga félagsins og
vegna kaupa á hlutum í öðrum félögum,
samtals kr. 42.437.140. Heildarhlutafé
félagsins eftir hækkun er 5.071.698.634.
Heildarafli íslenskra skipa var 132 þús-
und tonn í mars síðastliðnum en í sama
mánuði í fyrra var hann 215 þúsund
tonn. Ástæðan er að stærstum hluta sú
að loðnuveiði var mun minni í nýliðnum
mars en í fyrra eða 16 þúsund tonn
miðað við 146 þúsund tonn.
Skoðun ehf., sem eignaðist 51 prósent
hlutafjár í Kögun þann 22. mars, hefur
sett fram yfirtökutilboð til hluthafa í
Kögun upp á 75 krónur á hlut. Hlutirnir
sem samþykkt verður að selja verða
greiddir með reiðufé í íslenskum
krónum.
Verð á góðmálmum á borð við gull,
kopar og silfur heldur áfram að
hækka eins og olían. Únsan af gulli
fór í 618 dali í gær og af silfri í
13,5 dali. Verð á gulli hefur ekki
verið hærra á hrávörumarkaði í
New York síðan árið 1980 og leita
þarf aftur til ársins 1983 til að
finna jafn hátt verð á silfri.
Hækkun þessi er meðal annars
rakin til óróleika í alþjóðamálum,
eins og stöðunnar í Íran, og mats
fjárfesta á að aukin verðbólga
vegna hækkandi orkuverðs muni
leiða til óvissu um efnahagsþróun
í alþjóðahagkerfinu. Góðmálmar
eru því taldir vera ákjósanleg
verðbólguvörn um þessar mundir.
Þá er ljóst að mikil eftirspurn
er eftir góðmálmum frá Kína en
hagkerfið þar óx um tíu prósent á
fyrsta ársfjórðungi.
Verð á kopar fór í sögulegt
hámark í gær þegar verðið á tonni
fór í 6.490 dali og hefur tvöfaldast
á einu ári. Þá hefur verð á sinki
hækkað um 150 prósent á sama
tíma. Væntingar á koparmarkaði
um minnkandi birgðastöðu hefur
valdið verðhækkunum en Codelco,
stærsti koparframleiðandi heims,
hefur hafnað þeim sögusögnum að
dregið hafi úr afköstum við fram-
leiðslu vegna verkfalla námu-
verkamanna.
- eþa
GULLSTANGIR Gull, silfur og kopar hækka
Verð á helstu góðmálmum hefur sjaldan
eða aldrei verið hærra.
Hrávöruverð í hæstu hæðum
Eftirspurn eykst vegna aukinnar verðbólgu og eftirspurnar frá Kína.
Útlánastofnanir merkja
aukna ásókn almenn-
ings í húsnæðislán í
erlendri mynt, hvort
sem það er til endurfjár-
mögnunar eða nýrra
kaupa. Bankar ráðlögðu
fólki til skamms tíma að
taka frekar lán í krón-
um, en taka nú sumir
hverjir hlutlausari af-
stöðu.
Veiking á gengi krónunnar hefur
leitt til þess að fleiri velta fyrir
sér hvort hagkvæmt sé að skuld-
breyta húsnæðislánum yfir í
erlendar myntkörfur. Slík lán eru
óverðtryggð þannig að fólk er
laust við verðbólguáhrif sem
hækka lán og bera auk þess tölu-
vert lægri vexti. Á móti kemur að
myntkörfulánum geta fylgt meiri
sveiflur í afborgunum og um þau
gilda strangari reglur um veðsetn-
ingarhlutfall íbúða.
Í nýlegri úttekt greiningar-
deildar Landsbankans á efnahags-
málum og skuldabréfamarkaði
segir að raungengi krónunnar sé
nálægt jafnvægi. Það ýtir undir að
hagkvæmt kunni að vera að taka
lán í erlendri mynt. Í gær endaði
vísitala krónunnar í 131,1 stigi, en
í ritinu er talið líklegast að hún
sveiflist á bilinu 120 til 130 stig
það sem eftir lifir árs og fram á
það næsta, áður en gengið styrkist
á ný gangi stóriðjuáform eftir. Við
styrkingu gengisins græða þeir
sem skulda í erlendri mynt.
Friðrik S. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri viðskiptabanka-
sviðs Kaupþings banka, segir að
eftir veikingu krónunnar hafi
aðeins orðið vart við aukinn áhuga
á skulbreytingum lána yfir í
erlendar myntir. „Hér áður fyrr
höfum við ekki hvatt fólk til að
gera þetta, en núna þegar krónan
hefur leiðrést er þetta kannski
orðið betri kostur en var.“ Hann
segir bankann þó reyna að vera
hlutlausan í ráðleggingum sínum
til fólks í þessum efnum. „Við
finnum samt vaxandi áhuga,
vaxtamunurinn er orðinn það mik-
ill og krónan á stuttum tíma búin
að lækka um rúm 15 prósent.“
Friðrik áréttar þó að lánum í
erlendri mynt fylgi áhætta.
„Kannski ekki síst að vextir
erlendis hækki, en þeir hafa hækk-
að töluvert undanfarið, sérstak-
lega í Bandaríkjunum. En hér eru
líka verðbólguhorfur frekar dapr-
ar þannig að fólk veltir fyrir sér
þessum kostum.“ Hann segir að
bankinn bjóði líka erlend lán þegar
verið er að kaupa fasteignir en
þeim fylgi þó strangari skilyrði,
sérstaklega varðandi veðsetningu.
Hlutfall hennar má alla jafna ekki
fara yfir 65 prósent. Þá fylgir
skuldbreytingum kostnaður í
formi uppgreiðslu og stimpil-
gjalda sem taka þarf tillit til, en í
háum lánum geta þau útgjöld orðið
töluverð. Þannig nemur lántöku
og stimpilgjald að jafnaði um 2,5
prósentum af lánsupphæðinni.
Frjálsi fjárfestingarbankinn
var núna í vikunni fyrstur til að
auglýsa myntkörfulán sérstak-
lega. Eiríkur Óli Árnason, for-
stöðumaður útlánasviðs bankans,
segir að viðskiptavinum sé þó ekki
ráðlagt að taka myntkörfulán,
enda hafi bankinn ekki greining-
ardeild til að undirbyggja slíka
ráðleggingu. „En við bendum fólki
á að skoða þetta vel sem valkost
og mælum ekki á móti því,“ segir
hann og kveður suma starfsmenn
bankans hafa breytt sínum lánum
yfir í erlenda mynt.
Haukur Oddsson, fram-
kvæmdastjóri viðskiptabanka
Glitnis, segist ekki merkja sér-
staka ásókn í myntkörfulán um
þessar mundir umfram venju-
bundnar sveiflur. olikr@frettabladid.is
Í KÓPAVOGI Veiking krónunnar síðustu daga hefur orðið til þess að fleiri hugleiða nú hús-
næðislán í erlendri mynt. Slíkum lánum fylgir gengisáhætta á móti því að þau bera lægri
vexti og einstaklingsbundið hvað hentar hverjum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Lánastofnanir finna aukna
ásókn í myntkörfulán
��������������������������
������ ������������� �����
�������������
����������
�����������
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
OG ER OPINN ALLA DAGA FRÁ KL. 8–22.
Opnunartími
í afgreiðslu
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
mán.-mið. 8 -18
fim. og fös. 8 -19
helgar 11 -16
��� ���� ������� ������ �������������
��������������������������������
�������������
��� �����������
����� ����
��������������������������������������
���������������
��������������������������� �����������
�������������